Tíminn - 07.11.1987, Síða 16
16 Tíminn
Laugardagur 7. nóvember 1987
F
yrir skemmstu bárust þær fregnir út um
heimsbyggöina að 75% Breta væru vansælir í
hjónarúminu. Líklega er ástandið síst betra í
Bandaríkjunum ef marka má grein um þetta efni í
vikuritinu Newsweek nýlega, en það mega Ameríkanar
þó eiga að þeir gera eitthvað í málinu en sætta sig ekki
við óbreytt ástand.
Tekið er dæmi af hjónunum
Anne, 31 árs yfirmanni í banka, og
manni hennar Bob, sem líka gegnir
hárri stöðu í fjármálastofnun.
Hann er að nálgast fertugt. í aug-
um vina þeirra er hjónaband þeirra
og lífsstíll óaðfinnanlegt. En þau
vita sjálf betur. Frá því þau leggja
af stað til vinnu snemma morguns
frá stóra húsinu sínu í fína hverfinu
í Chicago hittast þau sjaldan aftur
fyrr en kl. 10 um kvöldið og þá
hefur Anne eytt síðustu tveim
klukkustundunum í heilsuræktar-
stöð. Eins og að líkum lætur eru
þau þá bæði orðin úrvinda og
verður lítið þrek eftir til ástar-
leikja. Enda segir Anne að í 8 ára
hjónabandi hafi þau aðeins lifað
„hálf-eðlilegu“ hjónalífi í eitt ár.
Að öðru leyti segir hún hjónaband-
ið hafa byggst á því að forðast
hvort annað og það sé í rauninni
sorglegt þar sem þeim þyki innilega
vænt hvoru um annað. í þeim
sjaldgæfu tilvikum þegar þau
hyggjast hafa kynmök fer tilraunin
meira og minna út um þúfur og
engar ástríður koma þar til sögunn-
ar. Afleiðingin er náttúrlega að
þau hafa að mestu leyti gefist upp
við þetta kák.
En Anne er framkvæmdamann-
eskja og hún sá að við svo búið
mætti ekki standa. Hún innritaði
sig sem sjúkling við þá deild Loyola
háskólans sem fer með kynlíf-
svandamál.
„Ekki í kvöld elskan“
Vandamál þessara hjóna er síður
en svo einsdæmi. Sálfræðingar og
sálgreiningarfræðingar segjast fá í
æ ríkari mæli sjúklinga sem berjast
við þennan sama vanda, fólk sem
hefur ekki ráðið við önnur við-
brögð við kynlífsbyltingunni en
eitthvað sem samsvarar „Ekki í
kvöld elskan". Á máli sérfræðinga
hefur þetta vandamál hlotið sjúk-
dómsheitið ISD (Inhibited Sexual
Desire = bæld kynþrá) og einkenni
sjúkdómsins er vangeta til að
byggja upp nokkurn áhuga á hinni
miklu bandarísku þráhyggju, kyn-
lífi. „Sá sem býr við litla kynlöngun
er ekki „harður af sér“. Hann
finnur ekki hjá sér hvöt til að leita
uppi kynlíf né heldur hleypir hann
ímyndunaraflinu lausu um kynlíf,“
skrifar sálfræðingurinn Helen Sin-
ger Kaplan í bók 1979, en þar var
fyrst vakin athygli á þessu vanda-
máli.
Á undanförnum áratug hefur
ISD komið í ljós sem algengasta
kvörtunaratriðið í sambandi við
kynlíf í Bandaríkjunum. Mat
þeirra sem til þekkja er að allt að
20-50% almennings verði fórnar-
lamb þessa kvilla að einhverju
marki. Einn þeirra sem veitir ráð-
gjöf á þessu sviði gengur svo langt
að kalla vandann „plágu níunda
áratugarins" en tekur fram, eins og
reyndar margir starfsbræður hans,
að hann álíti ekki að það sé vegna
þess að vandamálið sé orðið al-
mennara, heldur vegna þess að nú
ræðir fólk hispurslaust um málið
og leitar sér hjálpar. Það er samt
allsendis óvíst að nokkurn tíma
verði vitað um umfang vandans. í
menningu þar sem kynlíf er hafið
upp til skýjanna, er skortur á þrá
eins og hvert annað ósæmilegt
leyndarmál og mörg pör eiga erfitt
með að viðurkenna að þau eigi við
þetta vandamál að stríða, jafnvel
■ þegar þau leita hjálpar. Ráðgjafi
einn segist vera undrandi á þeim
fjölda hjóna sem gangast undir
meðferð en halda því statt og
stöðugt fram í upphafi að kynlífið
sé í góðu lagi, þegar það sé í raun
á hraðri niðurleið. Hann segist
hafa fengið sjúklinga sem ekki hafi
lifað kynlífi í 15-19 ár.
Erfitt að eiga við ISD
Það er oft erfiðara að sjúkdóms-
greina ISD og vinna bug á því en
mörgum öðrum kynlífsvandamál-
um. Engin ein ástæða leiðir til
ástandsins. Þar getur legið að baki
þunglyndi, streita, ágreiningur í
hjónabandinu eða líkamlegar ást-
æður eins og hormónaskortur. Og
oft eru orsakirnar enn óljósari, ótti
við að tengjast öðrum of náið, sem
sumir sérfræðingar vilja meina að
sé einkenni á tilfinningasambandi
á níunda áratugnum. Kynlíf er
sennilega hámark þess að karl og
kona sýni hvort öðru ástúð og fólki
getur fundist það vera algerlega
berskjaldað ef það leggur niður
tilfinningalegu varnirnar. Fólk get-
ur orðið hrætt við að verða sært ef
það verður of „náið“ annarri pers-
Fólk hræddara við
náin tilfinningabönd
en kynlífið sjálft
Ráðgjafarnir rekast oft á sjúkl-
inga sem finnst auðveldara að
Uppametnaöurinn hefur tekiö
sinn toll í einkalífinu. Margir
uppanna hafa hins vegar oröiö
fyrir áfalli viö verðbréfahrunið og
áhyggjusvipurinn á þeim sem
hér fylgjast meö þróuninni á
kauþhöllinni í New York leynir
sér ekki. Ekki er komið í Ijós
hvaöa áhrif þetta áfall hefur á
kynlíf þeirra, kannski missa
sálfræöingar nú einhvern spón
úr aski!
Valdabaráttan í svefn-
herberginu
En stundum er meira að en
„smáatriðin". Sérstaklega í hjóna-
böndum þar sem báðir makarnir
leita að frama í starfi. Þar getur
verið ómeðvituð valdabarátta í
gangi, og hún lætur ekki svefnher-
bergishurðina loka sig úti. Einn
meðferðarfræðingurinn segir frá
slíku sláandi dæmi en hjónin sem
þar eiga hlut að máli eru nú að leita
lækningar við vandanum. Þau
höfðu gert með sér óskráðan
„samning" um að bæði ynnu úti, en
þó að það væri aldrei nefnt lá í
loftinu að maðurinn ætti að vera
hærra settur. Þegar konunni bauðst
betra starf, missti maðurinn alla
löngun til hennar enda var hann
reiður og fannst sér ógnað. Þá
missti konan líka alla löngun. Þó
að hún kynni vel við starfið var hún
með samviskubit yfir því að upp-
fylla ekki hefðbundnu fjölskyldu-
skilyrðin. Stundum er gripið til
þrárbælingar, ómeðvitað, til að
halda yfirráðunum, með því að
neita um kynlífsfullnægingu.
Kynlíf Bandaríkja-
manna í rusli
stunda kynlíf með tiltölulega
ókunnugum en makanum. Þeir
segja að oft líti helst út fyrir að fólk
á þeirra menningarsvæði sé hrædd-
ara við of náin tilfinningabönd en
kynlífið sjálft. Og þeir sem aðhyll-
ast kenningar Freuds þykjast sjá
ödipusarkomplexinn í vandanum,
eiginmaður eða eiginkona kunna
að sjá foreldri sitt einhvers staðar
í undirmeðvitundinni, og þar með
eru þau orðin aðilar að illræmdum
sifjaspellum.
Einfaldari skýring getur verið sú
að bælingin stafi af áhyggjum um
hvernig takist að framkvæma
verknaðinn. Þessar áhyggjur stafa
að vissu marki af þeirri ímynd um
kynfimleika sem endalaust er hald-
ið að fólki í kvikmyndum og sjón-
varpinu. Bæði karlar og konur
hafa áhyggjur af að þeirn takist
ekki að standa við þennan dular-
fulla mælikvarða. En þessar kvaðir
virðast hvíla þyngst á karlmönnun- .
um. Margir þeirra sem virðast
þjást af ISD eru í raun að koma sér
hjá kynlífi vegna þess að þeir óttast
að standast ekki kröfurnar. Og
þessi ótti hefur magnast um helm-
ing samfara því sem konur hafa
sýnt meiri framtakssemi á þessu
sviði sem öðrum. „Fyrir 20 árum
voru það eiginmennirnir sem drógu
konurnar með sér til hjónabands-
ráðgjafa. Nú hefur dæmið snúist
við. Konur eru ekki lengur tilbúnar
að sætta sig við hvað sem er og
karlarnir eru orðnir hræddir um að
standa sig ekki,“ segir einn ráðgjaf-
inn.
Auðvitað kemur eyðnióttinn hér
við sögu, einkum í hópum kyn-
hverfra og einstaklinga sem lifað
hafa fjölskrúðugu kynlífi. En það
eru hin önnum köfnu hjón á frama-
braut sem mynda stærsta hóp ISD
sjúklinga. Venjulega kvarta þau
hreinlega undan þreytu eða
leiðindum við að stunda reglu-
bundið kynlíf einu sinni í viku.
Sumir sérfræðingar ganga svo langt
að kalla ISD „nýja uppasjúkdóm-
inn“. Hjónakornin komast að raun
um að þau geta ekki „einfaldlega
- „upparnir" verst farnir og leita sér meðferðar í stórum stíl
stungið krökkunum í rúmið, kveikt
á einhverjum takka, fyllst af ástríð-
um, klárað verkið sitt og farið svo
að sofa,“ segir einn ráðgjafinn. En
aðrir halda því fram að húsmóðirin
sem er heima alla daga og gætir bús
og barna sé síður en svo betur sett.
Satt best að segja er enginn óhult-
ur. En almennt talað ber meðferð-
arfræðingum saman um að fleira
ungt fólk en gamalt sé meðal
sjúklinganna og fleiri konur en
karlar. Yfirlit sem gert hefur verið
um rannsóknir á bandarísku þjóð-
inni undanfarna hálfa öld, setur
fram það mat að allt að 15% karla
og 35% kvenna búi við þetta
vandamál.
Niðurstöður Kinseys
standast margar enn
Enn sem komið er eru fáar
beinharðar vísindalegar niðurstöð-
ur um ISD fyrirliggj andi, þar sem
sjúkdómurinn uppgötvaðist ekki
fyrr en á síðasta áratug. Og með-
ferðarfræðingar benda á að ekki
gefi öll tilfelli þrárbælingar tilefni
til að leita hjálpar. Það geti verið
innan eðlilegra takmarka að missa
áhugann á kynlífi tímabundið og
stundum þurfa sjúklingarnir ekki
annað en að vera sannfærðir um að
tíðni samfaranna sé innan eðlilegra
marka. Það er nefnilega engin
ákveðin og afmörkuð re'gla til um
tíðnina. Kinsey skýrslan fræga
komst að þeirri niðurstöðu að með-
alfjöldi væri 2.4 sinnum á viku og
varð fleyg skrítla í tilefni þess á
sínum tíma: Hann fær þessa 2, en
ég 0.4! En nýrri tíma rannsóknir
þykja styðja þessar niðurstöður
Kinseys. En það geta verið meiri
og minni frávik frá henni og fer þá
eftir aldri og líkamlegu ástandi
viðkomandi. Nú er mælikvarðinn
yfirleitt sá að parið sé ánægt með
sinn hlut.
Nú segja sérfræðingar að enginn
vandi skapist nema ef „sá (sú) sem
þarf kynlíf einu sinni í mánuði
giftist þeirri (þeim) sem þarf það
einu sinni á dag“.
En það er staðreynd að óánægja
í hjónabandi er ein af algengustu
orsökum þrárbælingar. ISD sjúkl-
ingar kunna í raun að hafa eðlilega
kynhvöt, en að mati sérfræðing-
anna er „skrúfað fyrir hana“ af t.d.
reiði eða áhyggjum. Sem sagt oft
er vandans frekar að leita í tilfinn-
ingalegum samskiptum makanna
en kynþránni sjálfri.
Og þá víkur sögunni aftur að
Anne og Bob sem sagt var frá í
upphafi. Þau eru enn að reyna að
leysa sín mál. Anne segir að Bob
sé innilokaður og reiður maður
sem eigi erfitt með að láta uppi
óskir sínar. Hún aftur á móti sé
viðkvæm og auðsærð og nístandi
gagnrýni Bobs geri það að verkum
að hún fái minnimáttarkennd. Og
nú sé svo komið að þau lifi varla
hjónalífi og hún er viss um að
rifrildin þeirra eigi þar stærsta sök.
„Það eru öll smáatriðin sem hlaðast
upp þar til ég er hrædd við kynlífið
af því að ekkert gengur eins og það
á að ganga,“ segir hún.
Þrátt fyrir að nú sé farið að ræða
opinskátt um kynlíf verða ekki
mikil skoðanaskipti milli hjóna
sem eiga í þessum samskiptaerfið-
leikum og oftast nær hafa þau gagn
af hreinskiptri hjónabandsráðgjöf.
„Vandinn liggur í því sem er að
gerast í talfærunum á þeim en ekki
því sem býr í lendunum," segir
einn ráðgjafinn.
„Kynlífsbyltingin er
komin og farin og ég á
enn eftir að hleypa af
fyrsta skotinu“
Þó að skilningur á ISD hafi
mikið aukist að undanförnu og
lækningameðferð tekið breyting-
um eiga vísindamenn enn langt í
land að kunna öll skil á sjúkdómn-
um. Meðferð er vandmeðfarin og
ekki hægt að ábyrgjast bata. Sumir
meðferðarfræðingar segja batalík-
ur 80% við meðferð sem taki allt
frá 6 vikum til 18 mánaða. íhalds-
samir meðferðarfræðingar segja
batalíkur um 50%.
Eitt er víst, að í lífi miklu fleiri
en tölu verður á komið er kynlífsá-
stríða ekki hin sjálfsagða og ótæm-
andi hvöt sem sífellt er haldið fram
í ræðu og riti. Og við sláum
botninn í þessa umræðu í þetta
sinn með því að vitna í einn ISD
sjúklinginn sem kom með þá at-
hugasemd við sálfræðinginn sinn
að „Kynlífsbyltingin er komin og
farin og ég á enn eftir að hleypa af
fyrsta skotinu"!