Tíminn - 07.11.1987, Blaðsíða 17

Tíminn - 07.11.1987, Blaðsíða 17
Laugardagur 7. nóvember 1987 Tíminn 17 Blaðamannafélagið 90 ára: Mikil aðsókn að afmælissýningunni Mikil aðsókn hefur verið að afmæ- lissýningu Blaðamannafélags íslands, sem opnuð var í Listasafni alþvðu við Grensásveg sl. laugardag. Á sýningunni eru m.a. sýndar um 100 fréttaljósmyndir frá síðustu ára- tugum, en yfir 30 fréttaljósmyndarar eiga myndir á sýningunni. Pá gefst sýningargestum kostur á að sjá þróun í útliti dagblaðanna fram eftir öldinni, og lesa og hlýða á af segulbandi fyrstu fréttir og frétta- skýringar sem fluttar voru í ríkisút- varpinu. Einnig eru á sýningunni fjölmörg merkileg skjöl sem tengjast sögu félagsins sl. 90 ár. Sýningin er opin á virkum dögum kl. 16:00-20:00 og um helgar kl. 14:00-22:00. Sýningin stendur til 15. nóvember. Albert að stoppa í fjárlagagatið. Eitt þeirra skemmtilegu augnablika sem ber fyrir augu blaðaljósmyndara. Ljósm. Róbert Kristniboðsdagurinn Hún hafði ekki tækifæri til að læra í bernsku, Pókotkonan í Kenýu, þá voru engir skólar í sveitinni hennar. Nú hafa íslendingar reist fimm skóla í Pókothéraði. - Kristniboðamir sinna konum sérstaklega, kenna þeim saumaskap og ýmislegt um heilsugæslu og mataræði, auk kristinfræði sem er aðalatriðið. 1987 Kristniboðsdagurinn er að þessu sinni sunnudaginn 8. nóvember og verður kristniboðsins minnst í kirkj- um landsins og á nokkrum samkom- um á þessum degi. Nú eru 34 ár síðan íslenskir kristniboðar hófu að starfa meðal Konsóþjóðflokksins í S-Eþíópíu. Þar er nú mikið unnið á vettvangi kirkju, skóla, heilsugæslu, þróunar- hjálpar o.s.frv. Hungursneiðir hafa sett nokkurt mark á mannlíf í Konsó síðustu árin, en þar er líka hungur í orð Guðs. Fólk kemur víða saman til að hlusta á boðun fagnaðarerindisins og til að biðjast fyrir. Mjög margt ungt fólk er í söfnuðunum. Söfnuðirnir í Konsó eru hluti af lúthersku kirkjunni í heiminum. Vakn- ingar eru víða á starfssvæðum henn- ar og hefur hún eignast marga góða leiðtoga. Skólastarfið gengur mjög vel í Konsó, einkum eftir að nýr maður tók við stjórn skólans. Hann er reyndar sonur fyrsta mannsins í Konsó sem tók kristna trú. Sá var seiðmaður. Sjúkraskýlið á kristniboðsstöðinni í Konsó er eins og vin í eyðimörk. Þangað leituðu um 30 þúsund manns á árinu sem leið. Greinilegt er að skilningur fólks á sjúkdómsvörnum og heilbrigðum lifnaðarháttum fer vaxandi. Þó að stefna yfirvalda í Eþíópíu rekist að ýmsu leyti á starf kirknanna í landinu eru tækifæri til boðunar og hjálpar óteljandi og hafa leiðtogar lúthersku kirkjunnar lagt mjög fast að kristniboðunum að þeir haldi áfram að starfa og leggi hinum ungu söfnuðum lið eftir föngum. Þess má geta að kristnir menn í Konsó minn- ast þess þegar þeir voru án þekkingar á kristindómnum og vilja greiða þakkarskuld með því að boða ná- grannaþjóðflokkum trúna á Krist. Engir lslendingar eru í Konsó eins og sakir standa. Ung hjón sem eru heima í leyfi gera ráð fyrir að fara þangað aftur á næsta ári. Góðar fréttir berast frá íslensku kristniboðunum í Pókot í V-Kenýu. Þar hafa risið fjórir söfnuðir á starfs- svæði þeirra í Cheparería og ná- grenni. Fimm skólar hafa verið byggðir fyrir fé frá íslandi. Hvort tveggja eflist, starfið í söfnuðunum og uppbygging skólanna. Pókot- menn urðu löngum útundan að því er varðaði kristilega boðun og fræðslu í landinu svo að íslend- ingarnir hafa orðið að byggja upp starf sitt að miklu leyti frá grunni. Haldin eru sktrnar- og biblíunám- skeið og er áberandi hversu æskufólk fylkir sér í raðir kristinna manna. Ein hjón starfa í Cheparería en önnur íslensk hjón dveljast á stað sem heitir Kongolai, um 70 km frá Cheparería. Þau komu þangað fyrir skömmu eftir rúmlega árs leyfi hér heima. Þau segja frá því í nýlegu bréfi að þeim hafi verið vel tekið. Eru þau þegar farin að taka til hendi - þó að hitinn sé oft um 38 stig - og eru verkefnin óþrjótandi. Allur kostnaður kristniboðsins í Eþíópíu og Kenýu er greiddur með frjálsum framlögum áhugafólks. Á þessu ári þarf að safna á áttundu milljón króna og vantar enn tvær milljónir á þá upphæð. Fjárhagsáætl- un næsta árs gerir ráð fyrir nokkru hærri upphæð. Þess er fastlega vænst að almenningur leggi starfinu lið svo að unnt verði að sinna þeim verkefn- um sém ákveðið var að taka fyrir. Um þessar mundir er að koma út almanak Kristniboðssambandsins 1988. Það er prýtt litmyndum frá kristniboðsakrinum og ýmsum upp- lýsingum um starfið. Kristni- boðssambandið hefur lengi selt minningarkort og nú í haust hafa verið prentuð jólakort sem seld verða til ágóða fyrir starfið. Kristni- boðið getur einnig hagnýtt sér notuð frímerki og ættu menn að hafa það í huga nú um hátíðarnar þegar jóla- kveðjurnar fara að berast. Þarna er líka tækifæri fyrir fyrirtæki að losa sig við frímerki og umslög á „arðbær- an“ hátt. Það er einkenni lifandi kristnidóms að breiða út truna. Kristniboð meðal heiðingja er sjálfsagður þáttur í starfi kristinnar kirkju. Kristni- boðssambandið væntir þess að lands- menn allir vilji styðja þarft málefni. Afhenda má framlög í Aðalskrifstof- unni, Amtmannsstíg 2 B, Rvík, eða á gíróseðli nr. 65100-1. Á aðalskrif- stofunni liggur og frammi bæklingur um starfið. Staða framkvæmdastjóra við greiningar- og ráðgjafar- stöð ríkisins er hér með auglýst laus til umsóknar. Framkvæmdastjóri skal sjá um fjárhagslegan rekstur stofnunarinnar og hafa umsjón með dag- legum rekstri. Áskilið er að umsækjandi hafi menntun og starfs- reynslu á rekstrarsviði. Laun samkv. kjarasamn- ingi opinberra starfsmanna. Umsóknir um stöðuna ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist félagsmálaráðuneyt- inu deild fyrir málefni fatlaðra - fyrir 1. desember n.k. Staðan veitist frá 1. janúar 1988 eða eftir sam- komulagi. Félagsmálaráðuneytið 3. nóvember 1987. Varnarliðið á Keflavíkurfiugvelli óskar eftir að ráða stjórnunarstarfsmann í áætl- anadeild stofnunar verklegra framkvæmda. Hæfnikröfur: Krafist er yfirgripsmikillar þekkingar eða reynslu í verkefna- og fjármálastjórnun ásamt þekkingu á hinum ýmsu byggingariðngreinum, með tilliti til viðhalds og viðgerða. Reynsla við tölvuvinnslu nauðsynleg, mjög góð enskukunnátta skilyrði. Umsóknir berist Varnarmálaskrifstofu Utanríkis- ráðuneytisins, Ráðningardeild, Brekkustíg 39,260 Njarðvík, eigi síðar en 24. nóvember n.k. Nánari upplýsingar veittar í síma 92-11973. Frá starfsþjálfun fatlaðra Innritun er hafin fyrir vorönn 1988. Starfsþjálfunin er ætluð einstaklingum sem fatlast hafa vegna sjúkdóma eða slysa og þarfnast endurhæfingar til starfa eða náms. Á fyrstu önn verður kennd íslenska, enska, verslunarreikningur, bókfærsla, samfélagsfræði og tölvufræði (notkun ýmissa forrita). Umsóknir sendist fyrir 1. desember til Starfsþjálfunar fatl- aðra, Hátúni 10A. Einnig er forstöðumaður til viðtals í síma 29380 þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 10-13. Forstöðumaður Flutningar Tilboö óskast í flutninga á tímabilinu 1. des. '87-1. sept. ’89 á um þaö bil 1140 tonnum af áfengi og tóbaki frá Reykjavík til útsölustaða ÁTVR á ísafirði, Siglufiröi, Seyðisfiröi og Selfossi. Gert er ráö fyrir vikulegum ferðum. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, og tilboð veröa opnuö á sama staö í viðurvist viöstaddra bjóöenda kl. 11:00 f.h. 23. nóvember n.k. Bílarif Njarðvík Er að rífa: Lancer ’81, Mazda 929 '82, Honda Accord ’80, Honda Accord ’85, Lada Canada ’82, Bronco ’74, Daihatsu Charmant 79, Dodge Aspen st. 79. BMW 320 ’80. Einnig varahlutir í flesta aðra bíla. Sendum um allt land. S. 92-13106.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.