Tíminn - 03.12.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.12.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminni Fimmtudagur 3. desember 1987 Meðaljóninn getur fengið heimild fjármálaráðherra til að greiða skattinn á skuldabréfi: Albert iðnastur við uppáskriftir Kjartan Jóhannsson þingmaður Alþýðuflokks hefur beint fyrir- spurn til flokksbróður síns, fjár- málaráðherra, um greiðslu opin- berra gjalda með skuldabréfum. í skriflegu svari fjármálaráð- herra kemur fram að litið sé svo á að fjármálaráðuneyti hafi heimild til að semja um greiðslufrest eða að falla frá innheimtu hluta skuldar á opinberum gjöldum einstaklinga og lögaðila. Orðrétt segir Jón Baldvin í svari sínu: „Ef staða skuldara og trygging fyrir skatt- kröfu er það léleg að telja má víst að skuldin sé að verulegu leyti töpuð hefur ráðuneytinu verið talið heimilt að ganga tjl samninga við skuldara um greiðslufyrirkomulag skuldar og jafnvel falla frá hluta skuldarinnar gegn tryggingu fyrir greiðslu eftirstöðva." Ogsíðan seg- ir fjármálaráðherra: „Reynt er að leggja mat á stöðu skuldara í hverju tilfelli þegar beiðni berst um greiðslufrest. Afstaða er síðan tekin til beiðninnar með það í huga hvernig best er tryggður hagur ríkissjóðs." Þessi orð Jóns Baldvins staðfesta svo ekki verður um villst að það er á valdi viðkomandi fjármálaráð- herra hverjum hann heimilar greiðslu opinberra gjalda með skuldabréfum eða sambærilegum skuldaviðurkenningum. Fjármála- ráðherra ákvarðar einnig að eigin geðþótta til hvað langs tíma skuldabréfin eru tekin svo og vaxtakjör þeirra. Og fjármálaráðherrar undanfar- inna ára hafa verið misgjöfulir á þessar heimildir, samkvæmt yfirliti um móttöku skuldabréfa til greiðslu opinberra gjalda 1980- 1987, sem fylgir áðurnefndu svari Jóns Baldvins. Á fjármálaráð- herraferli sínum var Albert Guð- mundsson óspar á þessar heimildir. Á þeim tæpu 29 mánuðum sem hann sat í stóli fjármálaráðherra samþykkti hann yfir 90 slík skuldabréf til bæði lögaðlila og einstaklinga. Eftirmaður Alberts, Þorsteinn Pálsson, var ekki einu sinni hálfdrættingur á við hann, veitti 26 slfkar heimildir á um 20 mánaða fjármálaráðherraferli sínum. Ragnar Amalds heimilaði hinsvegar 7 aðilum greiðslu opin- berra gjalda með skuldabréfi á þriggja ára ráðherraferli, og í stól fjármálaráðherra hefur Jón Bald- vin samið um eitt slíkt skuldabréf. í áðurnefndu yfirliti með svari ráðherra kemur fram að upphæðir skuldabréfanna eru mjög mis- mundandi. Hjá einstaklingum eru upphæðirnar yfirleitt óverulegar, nokkrir tugir eða hundruð þús- unda. Lögaðilar semja hinsvegar um mun hærri upphæðir, frá hundruðum þúsunda upp í tugi milljóna. Á yfirlitinu má sjá að lögaðilar semja oftast um greiðslu söluskatts og eða launaskatts. Hjá einstaklingum er hinsvegar oftast um að ræða greiðslu þinggjalda. Skuldabréfin eru gefin út á mjög mismunandi kjörum, vextir á þeim eru allt frá tveimur prósentum og upp í hæstu löglega vexti á hverjum tíma. Flest bréfanna eru verðtryggð, en það vekur athygli að Albert Guðmundsson einn fjármálaráðherra veitti nokkrum aðilum óverðtryggð skuldabréf í sinni ráðherratíð. Skuldabréfin eru líka gefin út til mislangs tíma, frá nokkrum mánuðum til allt að 12 ára. Það eru nokkrar upphæðir sem maður staldrar sérstaklega við í nefndu yfirliti. Hér skal tveggja þeirra getið. í september 1985 gaf Albert Guðmundsson út heimild til lögaðila fyrir óverðtryggðu skuldabréfi á 22% vöxtum. Upp- hæð bréfsins eru rúmar 23 milljónir á verðlagi þess árs. Á þessu er engin handbær skýring í fjármála- ráðuneyti. Þorsteinn Pálsson setti punktinn yfir i síns ferils í fjármálaráðuneyti í júní sl. með heimild fyrir verð- tryggðu skuldabréfi til 8 ára á hæstu lögleyfðu vöxtum. Þetta bréf var fyrir ríflega 44 milljóna skuld lögaðila. Karl Birgisson upplýs- ingafulltrúi í fjármálaráðuneytinu segir að á þessari upphæð sé eðlileg skýring. „Þarna er um að ræða fyrirtæki sem komið var í greiðslu- þrot og ríkissjóður tók þátt í endur- skipulagningu á kröfum í það fyrir- tæki eins og aðrir lánardrottar. Þetta er eitt af dæmum þar sem réttlæta má útgáfu slíkra skulda- bréfa, því ef þetta hefði ekki verið gert væri þarna um að ræða tapað fé,“ sagði Karl. Fjármálaráðuneytið fæst ekki til að gefa upp nöfn viðkomandi lög- aðila og einstaklinga og vísar í því sambandi til þagnarskyldu skatt- stjóra, umboðsmanna skattstjóra, ríkisskattstjóra, skattrannsóknar- stjóra og ríkisskattnefndar. Tíminn spurði Karl Birgisson eftir þvi hvort líklegt væri að sumum tilfellum veitti ráðherra heimild til greiðslu opinberra gjalda á skuldabréfi vegna beinna hagsmunatengsla viðkomandi og ráðherra. Svar hans var stutt og laggott: no comment. óþh Sauðfjárbændur um fullvirðisrétt: Hitií mönnum Það var nokkur hiti í mönnum á fundi, sem sunnlenskir sauð- fjárbændur efndu til á Selfossi si. mánudagskvöld. Á fundinum var m.a. rætt um úthlutun fullvirðis- réttar til sauðfjárbænda á Suður- landi fyrir verðlagsárið 88/89. I þeirri úthlutun er gert ráð fyrir mismunandi mikilli skerðingu fuiivirðisréttar eftir sýslum. Þannig er talað um 0,9% skerð- ingu á fullvirðisrétti í Árnessýslu en 0.6% skerðingu í Rangárvalla- sýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. í máli margra fundarmanna kom fram mikil óánægja með þessa svæðaskiptingu og töldu sumir að hún stæðist ekki lög. Margir tóku til máls um þetta og teygðust umræður fram eftir nóttu. Landbúnaðarráðherra, Jón Helgason, sagði m.a. að við ramman væri reip að draga þegar hækka ætti framlög í fjárlögum til landbúnaðarins. En ekki væri þó enn sýnt hver niðurstaða ríkis- stjómar og Alþingis yrði um málið. Páll Lýðsson, stjórnarformað- ur Sláturfélags Suðuriands, sagði fyrirhugaðan samdrátt í fram- leiðslunni auðvitað þýða sam- drátt f starfsemi Sláturfélagsins og vissulega væri það áhyggju- efni. Einn fundarmanna benti í því sambandi á þann möguleika að fullvinna meira af framleiðsl- unni heima í héraði, í stað þess að færa hana upp í hendur á erlendum vinnukrafti sem vinnur hjá vinnslustöðvum á höfuðborg- arsvæðinu. óþh List og lífsskodun Út er kominn II. flokkur í heild- arútgáfu AB á ritverkum Sigurðar Nordals. Nefnist hann List og lífs- skoðun. Þessi flokkur er í þremur bindum eins og fyrsti flokkurinn, Mannlýsingar, sem kom út 1986. List og lífsskoðun er í raun mjög fjölbreytt safn, en í aðalatriðum má segja að flokkurinn hafi að geyma skáldskap hans. Ennfremur margvíslegar ritgerðir frá ýmsum tímum, sem tengjast þessum efn- um og bera kaflaheitin Skiptar skoðanir (ritdeila við Einar H. Kvaran), Hugleiðingar, Háskóli og fræði, Listir, Heilbrigði og útvist, Endurminningar. í skáldskaparkaflanum er að finna kvæði Sigurðar Nordals frá ýmsum tímum, leikrit httns svo sem Uppstigningu, hina frábæru þýðingu á kvæði Frödings um At- lantis, afburða smásögur eins og Lognöldur og Síðasta fullið. En hæst ber vafalaust Ijóðaflokkinn Hel, sem er bæði tímamótaverk í íslenskum bókmenntuin og sígild- ur skáldskapur. Bækurnar eru samtals rúmlega 1200 bls. að stærð. Prentun: Prent- smiðja Árna Valdemarssonar. Frá vinstri Ólafur Pálmason, Jóhannes Nordal, Kristján Karlsson, Þórhallur Vilmundarson og Eiríkur Hreinn Finnbogason TfnMunynd Gunnnr Ungir sjálfstæðismenn í Reykjavík í fjárhagskröggum: Morgunblaðið vill ekki sýna Heimdalli miskunn Heimdallur, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, rambaði á barmi gjaldþrots þegar ný stjórn tók við í september. Viðskilnaður síðustu stjórnar var slíkur eftir borg- arstjórnar- og alþingiskosningar að framreikna þurfti bækur og margra ára gamlan kosningaáróður að nú- virði til að hækka eignalið félagsins á móti skuldum í efnahagsreikningi pr. 10.09.1987. Slíkar birgðir eru venjulega afskrifaðar en eru rúmlega 40% af eignastöðu félagsins. Ógreiddir styrkir eru taldir 15. þúsund krónur og stór eignaliður félagsins er félagsheimili að virði 144.359 krónur. Það er ekki þinglýst eign Heimdallar og félagið getur ekki ráðstafað henni að eigin vild. Hins vegar telja Heimdellingar sig eiga tilkall til félagsheimilisins. Félagið skuldaði Morgunblaði háar fjárhæðir eftir kosningarnar og skv. nýkjörnum gjaldkeraHeimdall- ar, Jóni Lárussyni, sýnir Morgun- blaðið enga miskunn við innheimtu skuldarinnar. Hann staðfesti og að þótt sumt mætti framreikna sem félagið hefði gefið út á prenti væri óeðlilegt að láta gamlan kosninga- áróður fylgja verðbólgunni. „Við erum réttu megin við núllið núna, en því er ekki að leyna, að félagið á í erfiðleikum við að standa í skilum. Ég vil ekki kenna um fjármálaóstjórn fyrri stjórnar. Fé- lagsgjöld skila sér illa, stórtap var á 60 ára afmælishátíð Heimdallar og kostnaður við kosningamar, sem voru með skömmu millibili, reynd- ust félaginu dýrar. Þetta er enginn dans á rósum.“ Jón Lárusson sagði að vegna fjárskorts væri Heimdallur nánast óstarfhæfur. í Gjallarhomi, fréttariti Heim- dallar, er vikið að slæmri fjárhags- stöðu félagsins og félagar kvattir til að greiða félagsgjöldin. Allir félagar í Heimdalli hefðu fengið heimsenda gíróseðla til greiðslu félagsgjalda en heimtur væm slæmar, aðeins áttundi hver félagsmaður hefði greitt gjöldin, kr. 350,00. „Sjóðir félagsins em heldur ekki beysnir eftir tvö kosningaár í röð og víxlamir falla eins og lauf á hausti,“ segir í grein- inni. Jón Lárusson sagðist raunar sjá fram úr vandræðunum, en sjóð- þurrðin gerði að verkum að starf- semi félagsins risi ekki hátt um þessar mundir. Tekist hefði að greiða skuldir niður á starfstíma nýrrar stjórnar og taldi Jón að skuld- ir nú væm minna en helmingur skuldaliðar efnahagsreiknings, þ.e. kr. 300. þúsund u.þ.b. „Ef við fáum ekki inn eitthvað af þessum félagsgjöldum þá dettum við niður sem möguleg starfandi heild sökum fjárskorts," sagði Jón Láms- son. „Þá er ekkert gagn að félaginu.“ þj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.