Tíminn - 03.12.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 3. desember 1987
Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra á Akranesi:
Annar áfangi
Höf ða á Skaga
Um síðustu helgi tók Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og
tryggingaráðherra, fyrstu skóflustunguna að öðrum áfanga
dvalarheimilisins Höfða á Akranesi, en þetta verkefni er eitthvert
það brýnasta sem Akraneskaupstaður og sveitarfélögin sunnan
Skarðsheiðar hafa tekist á hendur í sameiningu.
Þessi áfangi er viðbygging til aust-
urs frá heimilinu á tveimur hæðum.
Á jarðhæðinni verður eldhús, mat-
salur, skrifstofur auk afgreiðslu,
iðju- og sjúkraþjálfunar, hár- og
fótsnyrtingu, hvíldarrými og salur
fyrir samkomuhald og félagsstarf.
Aðstaðan mun nýtast öllum vist-
mönnum og um leið vera miðstöð
öldrunarþjónsutu á starfssvæði
heimilisins.
Á efri hæðinni verður viðbótar-
vistarrými fyrir 25 aðila, bæði ein-
staklinga og hjón, en á biðlista eru
nú 75 einstaklingar, þar af 29 með
brýna þörf fyrir vistun.
Heildarkostnaður byggingarinnar
miðað við verðlag í dag er áætlaður
um 153 milljónir króna og er þá
jafnframt tekið tillit til nauðsynlegra
breytinga á eldri hluta heimilisins til
að samhæfa starfsemi þess sem heild-
ar að öðrum áfanga fullbyggðum,
sem og frágangi lóða.
Fjármögnun er áætluð með þrennum
hætti. f fyrsta lagi framlög úr Fram-
kvæmdasjóði aldraðra allt að 35%.
f öðru lagi lán frá Húsnæðisstofnun
ríkisins allt að 30% og framlög
eignaraðila. Og í þriðja lagi söfn-
unarfé allt að 35%.
Sérstakir reikningar hafa verið
stofnaðir fyrir frjáls framlög í banka-
útibúum á Akranesi og hefur starfs-
fólkið gengið á undan með góðu
fordæmi og gefið dagslaun.
Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að öðrum áfanga dvalarheimilisins Höfða
með vélskóflu og sagði það “tímanna tákn og táknrænt um hve mikið liggur við að þessi framkvæmd fái skjótan
framgang". Fjölmenni var viðstatt athöfnina og ríkti mikil bjartsýni um framgang þessa máls. Tímamynd: Stefán Pálsson.
Sjómannafélögin halda flest samningum sínum:
■ M ■ il II i / I II
Aðems fjogur felog
sögðu samningum upp
Þann 1. desember síðast liðinn rann út sá frestur sem
sjómannafélögin höföu til að segja upp samningum sínum. Sögur
voru í gangi í sumum ijöhniðlum að um hópuppsagnir yrði að ræða,
en þegar fresturinn til uppsagna rann út, kom í Ijós að aðeins fjögur
félög sáu ástæðu til nýrra samninga.
Sjómannafélögin fjögur eru
Sjómannafélag Reykjavíkur,
Sjómannafélagið Jötunn í Vest-
mannaeyjum og félögin á Höfn og
á Stokkseyri. Hin féiögin 36 eru
því samningsbundin til 6 mánaða í
viðbót, eða fram á mitt næsta ár.
Að sögn Guðmundar Hallvarðs-
sonar, formanns Sjómannafélags
Reykjavíkur voru nokkrar ástæður
fyrir uppsögn félagins.
„Við ákváðum uppsögnina á
þeim tíma þegaraðalfundi LÍÚ var
nýlokið og þar hafði verið sam-
þykkt að scgja upp frjálsu fisk-
verði. Það ríkti því óvissa í ftsk-
verðsmálum.
Annað var að það var mikil
óvissa í kvótamálum á þessum
tíma og síðan var það mikilvægasta
að dánarbætur fyrir slys við vinnu
eru óviðunandi lágar. Ég get nefnt
sem dæmi að fyrir einhleypan og
barnlausan einslakling er upphæð-
in 682.000 krönur, en 947.000 fyrir
giftan einstakling" sagði Guð-
mundur.
Hann sagði einnig að þeir hefðu
að vísu ekki séð fyrir að Flugleiðir
myndu ákveða að hækka dánar-
bætur íarþega úr 800.000 í 5 mill-
jönir, en það væri athyglisverð
hækkun
Á árunum 1984 til 1986 urðu 50
banaslys á sjó. „Þetta verður því
mál scm við leggjum á mikla
áherslu í komandi samningum.
Þetta er réttlætismál" sagði Guð-
ntundur. - SÓL
Vélsleðar og
vetrarlíf 87
Vélsleðamenn eru nú í óða önn að
setja upp sýningu um vetrarlíf og ber
hún að siálfsögðu yfirskriftina
VETRARLIF 87. Þar mun gefa að
líta allt það sem nauðsynlegt er til
iðkunar vélsleðaíþróttarinnar. Öll
vélsleðaumboðin sýna sleða sem þau
flytja inn til landsins, en auk þess
verður til sýnis talstöðvar, fatnaður,
viðlegubúnaður, lórantæki, farsím-
ar, skíðabúnaður, tjöld, svefnpokar
o.fl. o.fl.
Það er Landsamband íslenskra
vélsleðamanna, LÍV, sem stendur
fyrir sýningu þessari. Verður hún
haldin í húsi Ford umboðsins í
Skeifunni í Reykjavík, dagana 4.-6.
desember, eða m.ö.o. núna um
helgina. Yfir 20 sýningaraðilar taka
þátt í sýningunni. KB
Gísli (Jlfarsson verslunarstjóri og ívar Sigurbergsson í hinni nýju verslun Casio í Síðumúlanum. (Tímamynd Pétur)
Casio í Síðumúlann
Verslunin Casio hefur opnað stórt
og mikið útibú í Síðumúlanum þar
sem boðin er til sölu varningur undir
hinu þekkta merki Casio. Iverslun-
inni er að finna rafeindatæki allt frá
tölvuúrum upp í fullkomnustu raf-
eindahljómborð, að ekki sé gleymt
vasareiknum í öllum stærðum og
gerðum.
Að sögn Gísla Úlfarssonar versl-
unarstjóra er rúmt og gott í hinni
nýju verslun og aðstaða fyrir við-
skiptavinina til að prófa hin mismun-
andi hljómborð frá Casio. Þá mun
birgðageymsla Casioverslananna
verða í Síðumúlanum.
Meðalfallþungi
dilka 16,10 kg
í Strandasýslu
í haust var sauðfé að vanda slátrað
í fjórum sláturhúsum í Strandasýslu,
þ.e. áBorðeyri, Óspakseyri, Hólma-
vík og í Norðurfirði. Tölur um
fjölda sláturfjár, fallþunga dilka og
kjötmat eru nýlega tilbúnar hjá öll-
um sláturhúsunum.
Það sem mesta athygli vekur í
sambandi við slátrun í haust, er hinn
mikli vænleiki dilka á Ströndum.
Meðalfallþungi dilka í sláturhúsum
sýslunnar var 16,10 kg , þrátt fyrir
það, að mikill meirihluti dilka á
Ströndurn er tvílembingar. Mestur
var vænleikinn í sláturhúsi Kaupfé-
lags Steingrímsfjarðar á Hólmavík,
en þar var meðalfallþungi 16,44 kg.
í haust var alls slátrað 43,747
kindum í sláturhúsum sýslunnar, og
er það svipaður fjöldi og árið áður.
Dilkar voru með feitara móti eftir
grösugt sumar, en þó flokkuðust
aðeins 11,2% dilkakjötsins í svo-
nefnda O- og OO-flokk og 0,3% í
OO-flokk. Um 0,7% af dilkakjöti
haustsins flokkuðust í svonefndan
stjörnuflokk (DI*). Þessi gæða-
flokkur var algengastur í sláturhús-
inu á Hólmavík, en þar fóru 1,3% af
dilkakjötinu í stjörnuflokk.
Matreiðslumeistarar, sem borið
hafa saman bragðgæði kjöts af stór-
um og litlum dilkaskrokkum, eru
flestir sammála um að kjötið af
stærri skrokkunum sé mun mýkra og
safaríkara en kjöt af minni
skrokkum. Samkvæmt því hafa slát-
urhúsin í Strandasýslu framleitt mik-
ið af úrvalskjöti í haust, og auk þess
benda tölur um gæðamat falla til að
fitulag á skrokkum Strandalamba sé
minna en í meðallagi.
Stefán Ólafsson.