Tíminn - 03.12.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.12.1987, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 3. desember 1987 Tíminn 15 MINNING . ::!í!lliiill!lliíilillil:;:.l,:________.. . Hildur M. Sigurðardóttir BÆKUR ÁHMANN KR. EtNARSSON Fædd 28. október 1957 Dáin 25. nóvember 1987 Þú ert perla í mannlífssandi meðal grásvartra steina skínandi hrein örlítið rispuð en mannleg um leið (Jóhann G. Jóhannsson) Þannig var Hildur Hildur hóf störf við Æfingaskól- ann fyrir rúmi ári síðan og varð strax mjög virk í öllu starfi skólans bæði með nemendum og kennurum. Kynni okkar voru stutt og ánægju- leg. Hún var skemmtilegur félagi og samstarfsmaður. Hildur var farsæll kennari. Hún hafði næman skilning á þörfum nem- enda sinna, var ákveðin en um leið hlý. Þrátt fyrir sitt mikla skap hélt hún alltaf ró sinni í samskiptum við nemendur. Hún hafði mikinn áhuga á að nýta smíðina innan stuðnings- kennslunnar og hafði þegar síðast liðið vor tekið að sér nokkra nem- endur í tilraunaskyni í samvinnu við sérkennara skólans. Hún taldi einnig að aukið samstarf smíðakennara við almenna kennara stuðlaði að meira skapandi og um leið bættu skóla- starfi. Hildur var óvenju listræn og frum- leg og bera leðurskartgripir hennar þvf fagurt vitni, svo ekki sé minnst á heimili hennar þar sem flestir hlutir voru unnir af henni sjálfri, jafnvel eldhúsinnréttingin. Þar sem við nú sitjum og rifjum upp þann stutta tíma sem við áttum samleið með Hildi koma mörg atvik upp í hugann. Það lýsir best þeim þokka sem hún bauð af sér að við kusum hana sem formann kennara- félagsins strax á fyrsta starfsári henn- ar við skólann. Hún brást ekki trausti okkar því hún leiddi okkur í hin ótrúlegustu ævintýri. Má þar nefna ógleymanlega grillveislu með tilheyrandi uppákomum og göngu- för að Tröllafossi síðast liðið vor. Hugulsemi hennar kom vel í ljós á skíðanámskeiði um páskana þegar hún ætíð hafði í farteskinu ríflegt nesti og aukabolla ef ske kynni að syfjaðir samkennarar gleymdu bitanum heima. Brjóstbirtan í kakó- brúsanum sem síðasta daginn yljaði köldum og hröktum skíðagörpum verður lengi í minnum höfð. Við biðjum góðan guð að geyma elsku Hildi og þökkum samfylgdina. Ástvinum hennar vottum við okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd samstarfsfólks í Æf- ingaskólanum. Helga, Jónína Vala, Lilja og Sossa Hildur M. Sigurðardóttir, kennari er látin. Hún var fædd hinn 28. október 1957 og var því þrítug er hún lést miðvikudaginn 25. nóvem- ber síðastliðinn. Kynni okkar Hildar hófust sumar- ið 1986 er hún réðst sem kennari að Æfingaskóla Kennaraháskóla íslands. Sérgrein hennar var hand- mennt og var hún einnig lærður smiður. Svo sem vera ber öfluðu yfirmenn skólans sér umsagna um Hildi hjá nokkrum mönnum sem þekktu hana sem starfsmann. Öll voru þessi um- mæli á einn veg og má draga þau saman í orðin „úrvals starfsmaður og ljómandi manneskja". Þessi um- mæli breyttust ekki við störf hennar í Æfingaskólanum. Þar stendur hvert orð óhaggað. Reyndar má bæta þar ýmsu við sem heyrir til kostum góðs kennara. Mér er minnisstæður einn af fyrstu starfsdögum Hildar í Æfingaskólan- um, skömmu áður en kennsla hófst haustið 1986. Hún hafði farið vand- lega yfir verkfæri og ýmis áhöld til smíðakennslu og sá að ýmislegt vantaði eða þurfti endurnýjunar við. Við fórum saman til að kaupa þetta. Ég fylgdist grannt með þessum nýja starfsmanni sem var að brjóta þá hefð sem staðið hafði frá upphafi skólans að karlmaður gegndi starfi smíðakennara. Það var Ijóst að starfsmenn verslunarinnar höfðu í upphafi ekki mikla trú á þekkingu þessarar prúðu og velklæddu stúlku og snéru máli sínu í byrjun frekar til undirritaðs sem fátt kunni um verk- færi til smíða. Hildur tók þessu með stöku jafnaðargeði og ræddi um verkfærin af þeirri kunnáttu og ákveðni sem virtist gjörbreyta skoð- un starfsmannanna á þessum viðskiptavini. Á næstu vikum kom smám saman í Ijós hversu víðtæk þekking Hildar var á öllu því sem laut að hand- menntum og í sumum þáttum var hún listamaður, svo sem í leður- vinnu. Faglegur metnaður hennar var mikill. Hún tjáði mér síðastliðið sumar að hún hefði hug á að sækja nokkra tíma á viku í málmsmíði, þar sem hún teldi sig þurfa að kunna til verka á því sviði einnig til að geta beitt fullkomlega þeim sveigjanleika sem nauðsynlegur er í kennslu hand- menntar. Þessi beiðni tengdist um- ræðu okkar um mismunandi þarfir nemenda. En hún taldi sig hafa orðið vara við það að ekki hentaði öllum jafnt að vinna úr einu og sama efni. Svo langt gekk þessi umræða að hún stakk upp á því að við gerðum tilraun með að taka hand- mennt inn í stuðningskennslu. Hún rökstuddi sitt mál af þvílíkri fag- mennsku og jafnframt nærgætni og umhyggju fyrir skjólstæðingum sín- um að ekki kom annað til greina en að reyna þetta. Þarna sameinaðist traust fagleg þekking á kennslugrein og góð þekking á kennslufræði og hlutverki kennara. Hún Hildur hafði því flest það til að bera sem prýðir góðan kennara. Hildur varð strax hrókur alls fagn- aðar í hópi starfsmanna Æfingaskól- ans og tók virkan þátt í félagslífi þeirra og fór þá gjarnan ótroðnar slóðir. Þar kynntumst við enn einni hlið á Hildi. Hún var þvílíkur unn- andi íslenskrar náttúru og heilbrigðs lífernis að aðdáun vakti og tókst að hrífa starfsfélaga sína með sér. Nú er hún Hildur okkar dáin. Hastarleg og óvægin var sú fregn. Hún hafði skipað sér svo traustan sess í huga okkar vinnufélaganna. Nú er eins og tóm eða eyða hafi myndast. Hópurinn er ekki samur eftir. Starfsmenn og nemendur Æf- ingaskólans sakna sárt góðs vinar og kennara. Ég færi foreldrum og systrum Hildar innilegar samúðarkveðjur. Þeirra er sorgin stærst og missirinn mestur. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur B. Kristmundsson. Leitin að gullskipinu eftir Ármann Kr. Einarsson Vaka-Helgafell hefur gefið út bókina Leitin að gullskipinu eftir barnabókahöfundinn góðkunna, Ármann Kr. Einarsson. Frásagnargleði Ármanns hefur heillað börn á íslandi í áratugi og ekki verða þau svikin af Leitinni að gullskipinu sem er sjötta bókin í útgáfuröð Vöku-Helgafells, Ævintýraheimur Ármanns. Leitin að gullskipinu fjallar um þá félagana Óla og Magga sem halda í leiðangur með gullleitarmönnum á Skeiðarársandi í leit að hollenska kaupfarinu Het Wapen van Amsterdam sem strandaði á Skeiðarársandi aðfaranótt 19. september 1667 hlaðið dýrmætum farmi frá Austur- Indíum. Á kynngimögnuðum sandinum bíða ókunnir heimar og leyndardómar sem Ármanni einum er lagið að segja frá. Bókin er endurgerð á bókinni Óli og Maggi með gullleitarmönnum sem kom út árið 1966. Þetta ér skemmtileg bók með góðum söguþræði og spennu sem böm kunna vel að meta. Prentstofa G. Benediktssonar, Kópavogi, annaðist prentvinnslu og bókin var bundin hjá Bókfelli hf. í Kópavogi. Bókin er 143 blaðsíður og er skreytt myndum eftir Halldór Pétursson, en Brian Pilkington teiknaði kápumynd. MINNING llllllllllillllllillll Pálmi Sveinsson Agatha Christie: ...upp komast svik... Þetta er fimmta bókin eftir Agöthu Christie sem kemur út í þessum bókaflokki Bókhlöðunnar og Sjaldborgar. Bækur þessarar drottningar sakamálasagna þarf ekki að kynna, þær hafa selst í yfir 500 milljónum eintaka um allan heim og hafa verið þýddar á flest tungumál veraldar. Aðdáendur Agöthu á íslandi hafa verið margir og þeim fjölgar stöðugt. Margar bækur hennar hafa verið kvikmyndaðar og hefur hinn þekkti Peter Ustinov gert Herkulei Poriot, aðal söguhetjuna í mörgum bóka hennar, að ógleymanlegum karakter. Það sem einkennir þessar bækur er stöðug spenna á hverri blaðsíðu alla söguna til enda. Á hverri síðu verður lesandinn að íhuga hvert atvik vel og taka þannig þátt í þessum dularfulla spennuvef sem höfundurinn spinnur allt til söguloka. Bækurnar eru þannig úr garði gerðar að engar aðraur bækur um svipað efni ná þessari spennu. Fæddur 24. október 1921 Dáinn 16. nóvember 1987 Eitt af því sem við veitum sérstak- lega athygli, sem orðnir erum gamlir, er hvað viðhorf okkar til áranna hefur breyst. Nú finnst okkur árin líða svo fjótt. Þetta er undireins búið. Þetta er eins og eitt, örvarflug. Hver getur ekki tekið undir með Einari Benediktssyni og sagt: „Mérgleymast árín mín tug eftir tug, mér tíminn finnst horfinn sem örvarflug, og allt sem ein augnablikssaga. Fimmtíu og þrjú ár er ekki langur tími, en það er þó ekki skammur tími af hinni stuttu mannsævi. En það er þó einmitt árið 1934 fyrir 53 árum sem hefur orðið mér sérstak- lega minnisstætt. Þá fluttist ég til Bolungarvíkur. Ég var ráðinn þar sem barnakennari. Þessi vetur varð mér um margt sérstæður og erfiður. Skömmu fyrir áramótin veiktist skólastjórinn, Sveinn Halldórsson, sá mikilhæfi og duglegi kennari. Við Jens E. Níelsson urðum því að reyna að halda skólanum áfram tveir við hin erfiðustu skilyrði. Ég var öllum ókunnur, lífsviðhorfi fólks, atvinnu- háttum og venjum. Ég átti að kenna allmikið í bekk 14 ára barna. Þetta var lífsglaður og ærslamikill hópur og fór allmikið fyrir honum. Þó nú séu liðin 53 ár síðan finnst mér afar stutt er ég lít til baka - já eitt örvarflug. Ég held ég muni enn allvel þessa nemendur mína.Ég held ég muni enn í hvaða röð þau sátu á gömlu tréstólunum. Þrír af þessum nemendum mínum eru nú horfnir yfir móðuna miklu. Sá sem síðast kvaddi var Pálmi Sveinsson vélstjóri, sonur Sveins Halldórssonar og Guðrúnar Pálma- dóttur. Pálmi varð mér snemma minnisstæður og eftirtektarverður. Hann var glæsilegur ungur piltur, sérstaklega fallegur. Hann var lífs- glaður, kátur og fjörið gneistandi - all fyrirferðarmikill, en aldrei stóð hann fyrir neinu sem miður fór. Hið mannlega var ríkjandi þáttur í fari hans sem aldrei yfirgaf hann. Of náin kynni við Bakkus bar skugga á líf hans allt frá unga aldri. Gerði hann þó oft virðingarverðar tilraunir til að losna við þann fylgifélaga. Þrátt fyrir þetta skilaði hann góðu dagsverki. Oll sín störf vann hann af sérstakri trúmennsku. Hann var af- burða verkmaður að hverju sem hann gekk. Hann var í eðli sínu vel greindur og átti létt með að læra. En hugur hans hneigðist ekki til bóklær- dóms. Sjómennskan heillaði hann. Engan mann hef ég hitt, sem ekki var vel við hann Pálma. Það fer ekki hjá því að við sem leggjum fyrir okkur að kenna ungl- ingum, veltum því stundum fyrir okkur hvað verða muni úr þessum eða hinum. Ég var ekki í neinum vafa um að Pálmi yrði dugnaðarmaður og ég taldi hann viðkvæman dreng- skaparmann. Á síðari árum hitti ég Pálma alloft og röbbuðum við þá saman stund og stund er tækifæri gafst. En þá var samtalsefnið breytt, þá fann ég að hann velti mjög fyrir sér lífinu og tilverunni og hugsaði hvers vegna margt hefði farið öðruvísi en hann hugði. Hann var orðinn hugsandi maður. Víkin kæra, æskustöðvarnar voru honum kært umræðuefni. Sannast þar hið fornkveðna „Römm er sú taug, sem rekka dregur föður- túna til“. Síðustu árin átti Pálmi við mikla vanheilsu að stríða. Sýndi hann þá sem endranær mikinn kjark og stillingu. Um fjölskyldu Pálma verður ekki rætt hér enda þeim málum ókunnur og því hefur verið gert skil af öðrum. Penna er hér stungið niður til að minnast eins af fyrstu nemendum mínum sem mér fannst sérstæður og var hlýtt til. Ég bið honum allrar blessunar. Aðstandendum votta ég samúð mína. Ágúst Vigfússon. Sígildur jóladraumur Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Jóladraumur eftir Charles Dickens. Þetta er endurútgáfa sögunnar sem kom út fyrir síðustu jól. Þorsteinn frá Hamri þýddi söguna. Fáar sögur hafa notið slikra vinsælda sem þetta sígilda jólaævintýri. Sagan segir frá nirflinum Scrooge sem hatast við jólin og boðskap þeirra. En hann á sögulega jólanótt í vændum. Furðulegar sýnir ber fyrir augu hans, og þegar hann ris úr rekkju á jóladag lítur hann heiminn öðrum augum en áður... Nú er liðin nær hálf önnur öld síðan Jóladraumur kom út í fyrsta sinn. Sagan var gefin út í London í desember 1843 og öðlaðist strax gifurlegar vinsældir. Enn í dag er boðskapur hennar í fullu gildi, segir í frétt frá útgáfunni. Jóladraumur er 134 bls., prýdd litmyndum og teikningum eftir einn fremsta myndlistarmann Breta, Michael Foreman. Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Odda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.