Tíminn - 03.12.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.12.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Ftmmtudagur 3. desember 1987 Ttmiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr'. 400 prdálk- sentimetri. Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.- Fjárlagaafgreiðslan Það er gömul saga en ekki ný að desembermán- uður er annasamasti tími Alþingis. Líðandi skammdegisdagar nú skera sig ekki úr um þetta atriði að neinu leyti. Alþingi hefur til lokameðferð- ar afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár, en fjárlög eru að sjálfsögðu langveigamesta verkefni Alþingis og auk þess hið tímafrekasta og vandasamasta. Vandi fjárlagagerðarinnar nú er þeim mun meiri að á undanförnum árum var ríkissjóður rekinn með halla. Vandi þeirrar ríkisstjórnar sem nú fer með völd er að vinna að því að hallarekstri ríkissjóðs verði hætt og tapi hans á fyrirfarandi árum eytt. Samkomulag varð um það milli stjórn- arflokkanna í stjórnarmyndunarviðræðunum í júní og júlí í sumar að jafna ríkissjóðshallann stig af stigi á þremur árum. Um það var sett sérstakt ákvæði í stjórnarsáttmála. Síðar varð samkomulag um að flýta því að eyða ríkissjóðstapinu og ákveðið að fjárlög næsta árs yrðu afgreidd halla- laus. Glíma ríkisstjórnar og Alþingis um fjármálin stendur um það þessa daga hvernig hægt er á raunhæfan hátt að afgreiða hallalaus fjárlög. Tíminn telur að þetta markmið ríkisstjórnarinnar sé mjög mikilvægt, en jafnframt verður að hafa í huga að það er ekki sjálfgefið mál hvernig þessu markmiði verður náð. í því efni ræður ekki regla Jesúíta og annarra öfgamanna að tilgangurinn helgi meðalið. M.a. kemur ekki til greina að afgreiða fjárlög án þess að ríkisvaldið geti tryggt það að staðið verði við fjárskuldbindingar þess í sambandi við stjórn landbúnaðarmála. Eins og fjárlagafrumvarpið var lagt fram í upphafi þings var ástæða til að óttast um hlut landbúnaðarins. Landbúnaðarráðherra með þing- flokk Framsóknarflokksins að baki sér, gerði fyrirvara um fjárveitingahugmyndir fjármálaráð- herra í landbúnaðarmálum. Af þeirri ástæðu og samkvæmt kröfu landbúnaðarráðherra var skipuð sérstök nefnd, sem þingflokkar ríkisstjórnarinnar tilnefndu fulltrúa í, til þess að gera tillögur um úrbætur varðandi hin lágu útgjöld á fjárlagafrum- varpi til landbúnaðarmála. Tillögur meirihluta nefndarinnar, Páls Péturs- sonar og Eiðs Guðnasonar, liggja nú fyrir ríkis- stjórninni, en þar er gert ráð fyrir að hækka verði framlög til landbúnaðarmála a.m.k. um 300 millj- ónir miðað við hugmynd fjármálaráðherra eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpinu. Landbúnaður stendur á tímamótum. Fram- kvæmd nýrrar stefnu í landbúnaðarmálum er hafin. Um þá stefnu er enginn grundvallarágrein- ingur lengur milli stjórnmálaflokka. Það er ljóst að hækka verður fjárveitingu til landbúnaðarmála miðað við fjárlagafrumvarpið. Eins og mál liggja fyrir er óþarfi að gera þessa hækkunarþörf að ágreiningsmáli. Hún verður að eiga sér stað. Tryggja verður framkvæmd hinnar nýju landbún- aðarstefnu og félagslegan rétt bændastéttarinnar í því sambandi. GARRI Fjármagnskostnaður Það hendir víst flesta að þurfa af og til að taka lán. Faestir eru svo ríkir að það komi aldrei fyrir þá að þurfa að slá sér smáupphæð, annað hvort til að brúa bil eða festa kaup á einhverjum hlut heldur fyrr en ijárhagurinn raunverulega leyfir. Og því fer fjarri að nú orðið þyki þetta nokkuð óeðlilegt. Þvert á móti. Þetta er talinn almennur og eðlilegur þáttur í fjármálalífl þjóð- arinnar, jafnt að því er varðar einstaklinga og fyrirtæki. Garri nefnir þetta vegna þess að í síðustu viku las hann fréttir frá kaupfélagsstjórafundi. Þar kom fram að núna væri fjármagnskostn- aður farinn að leggjast það þungt á verslanir kaupfélaganna að þar væru menn famir að kvarta. Með öðrum orðum, vextir af lánum era orðnir það háir að venjuleg álagn- ing á vörur í búðum stendur ekki lcngur undir því að taka peninga að láni til þess að kaupa þær inn og versla með þær. Varðandi kaupfélögin er þess einnig að gæta að óðaverðbólga liðinna ára hefur leikið mörg þeirra grátt. Á sama hátt og önnur lyrir- tæki hafa þau lent í því að verð- bólgan héfur brennt upp rekstrar- féð fyrir þeim, og þess vegna eru þau máski háðari bankalánum en ella væri. Rófan á kettinum Núna er Garri trúlega farinn að skrifa í þeim stíl, sem Morgunblað- ið kennir við það að sé stigið ofan á rófuna á Sambandinu þá mjálmi Tíminn. En hvað sem líður sér- skoðunum Morgunblaðsins þá er hitt staðreynd að upp á síðkastið hafa stöðugt viðar heyrst raddir sem kvarta undan því að vextir hér séu orðnir of háir og að vcrðbólgan sé þar með að fara úr böndunum. Og hér sér Garri ekki betur en að talsverð hætta geti verið á ferðinni. Látum vera þó að hár vaxta- kostnaður og skortur á rekstrar- ijármagni setji einhverja kaup- menn ■ Reykjavík á hausinn. Þeir vinna í anda frjálshyggjunnar, og þvi fylgir að þeir halda rekstri sínum áfram einungis svo lengi sem hann skilar þeim gróða. Þess vegna er síður en svo nokkuð annað en eðlilegt við það að slíkir menn hætti ef þeir græða ekki lengur. Og Morgunblaðið getur ekki ætlast til þess að nokkurt blað mjálmi þó að stigið sé ofan á rófuna á þessum mönnum. En málið horfir kannski örlítið öðru vísi við ef hætta er á að fjármagns- kostnaðurinn fari að þrengja alvar- lega að verslun kaupfélaganna. Fyrirtæki fólksins Hvað svo sem Morgunblaðinu kann að finnast þá er hitt staðreynd að kaupfélögin eru fyrirtæki fólks- ins í landinu og verkfæri hins almenna launamanns, bónda eða sjómanns, til þess að tryggja sér hcilbrigða og sanngjarna verslun- arhætti. Þau era trygging hans sjálfs fyrir því að vera ekki háður einum saman gróðasjónarntiðum kaupmanna að þvi er varðar þörf- ina til að verða sér úti um daglegar neysluvörur. Af þessu leiðir svo hitt að kaup- félögin eru mörg hver ein helsta kjölfesta byggðar í viðkomandi landshlutum. Fólk reynir að beita þeim fyrir sig þegar þörf er á nýju atvinnuframtaki, og þau eru metin í Ijósi þeirrar staðreyndar að þau eru kyrr heima, hvað sem yfir dynur, og hlaupa ekki landshluta milli í eltingarteik við gróðavonina. Fjármagnskostnaðurinn hangir vitaskuld saman við verðbólguna í landinu. Því hærri sem verðhólgu- prósentan er því hærri verða vext- irnir og verðbæturnar. Og því hærri sem þessi kostnaður verður þvi erfiðara verður fyrir kaupfélög- in að tryggja verslun sína og áfram- hald hennar. Og ekki má heldur gleyma hinu að þetta kemur við pyngju okkar allra sem skuldum smærri sem stærri upphæðir. Nú má heita að öll lán séu orðin verðtryggð, og þess vegna fer því fjarri að háir vextir séu eitthvert sérvandamál fyrirtækjanna. Þcir eru vandamál allra sem þurfa að taka lán, hvort heidur er til bílakaupa, húsakaupa, til ferðalaga eða til annars. Þegar öllu er á botninn hvolft fer það þannig ekki á milli mála að það er sameiginlegt hagsmunamál þjóðarinnar allrar að halda þensl- unni í skeljum. Það sem við þurf- um á að halda er nægileg kyrrstaða í efnahagslífinu til þess að halda verðbólgustiginu það langt niðri að vaxtaprósentan verði ekki óhófleg. Og þar má ekki láta gylliboð fjár- magnsstofnana um háa innláns- vexti glepja fyrir sér. Við megum ekki gleyma því að til þess að borga fjármagnseigendum háa vexti þurfa einhverjir aðrir að borga háa vexti af lánum á móti. Garri. VÍTTOG BREITT Stórar bækur og litlar Bókaútgáfa á Islandi stendur með miklum blóma. í forystugrein í DV nýlega var því fagnað hvað mikið kæmi út af bókum fyrir hver jól og sagt: „Við eigum því ekki að býsnast yfir bókaflóðinu. Við eig- um að fagna því, stórum bókum og litlum bókum, merkilegum bókum og ómerkilegum." Segja má að þetta séu hin almennu viðhorf Islendinga til bóka þeirra sem hér eru skrifaðar og hér koma út í þýðingum. Þetta er um margt æski- legt viðhorf, þótt það sé ekki beinlínis gagnrýnið í eðli sínu og leyfi ýmislegt sem er ekki frásagn- arvert. En tíminn er fljótur að breiða yfir slík afbrigði útgáfunnar, og þau gera engum mein, nema þegar misgæfir túlkendur* bók- mennta og pólitískir fara að halda einhverjum afbrigðum ákaflega að lesendum. Þá tapar bókaþjóðin og bókaútgáfan yfirleitt. 2000 kr. meðalverð Verðlag á bókum hefur verið mismunandi með tilliti til verðlags á annarri almennri vöru. Gamall bókaútgefandi verðlagði lengi vel sínar bækur eftir verði á brenn- ivínsflösku. Það gekk bærilega. Að minnsta kosti efnaðist hann sæmilega. Nú er talað um að með- alverð á bókum sé um og undir tvö þúsund krónum. Það er ekki hátt og eitthvað lægra en almennar verðhækkanir segja til um á milli ára. Nú er talað um að bókaverð sé miðað við verð á skyrtum. Ekki veit ég sönnur á þessu, en sama er hvort skyrtan eða brennivínsflask- an er notuð til viðmiðunar. Á meðan bókaverð er viðráðanlegt fyrir hinn almenna, áhugasama lesanda skiptir ekki máli hvort menn finna bókmenntalega við- miðun í brennivíni eða skyrtum. Breyttir tímar Hér áður fyrr ríkti mikið meiri alvara í bókaútgáfu og á meðferð texta yfirleitt. Menn komu kannski með greinar á blöð, og væri þeint áfátt í réttritun, eða frágangjjr þætti benda til þess að skriftir væru ekki stórt viðfangsefni höfundar, var hann stundum beðinn að taka handritið aftur og lagfæra það. Þess voru einnig dæmi að menn fengu ekki skrif sín birt sökum ónógs frágangs. Þannig litu varð- menn orðsins stórt á sig og létu þá sem ófærari voru finna fyrir valdi sínu og stórlæti. Nú er þessu ekki lengur til að dreifa. Allt streymir frjálslegra fram og höfundar rita mál sitt nokkurn veginn eftir geð- þótta. Það er kannski ekki þróun sem ástæða er til að hælast yfir. En hún er þó betri kostur en sá að telja mönnum trú um að þeir geti engu komið frá sér óbjöguðu á blað. Metnað þarf að hafa Þótt frjálslyndið sé mikið þýðir það ekki að leggja eigi allan metn- að fyrir róða. Bækur þurfa að vera vel skrifaðar og velfrágengnar hvað prófarkalestur snertir og allan ytri búnað. Auðvitað er ekkert til sem heitir forskrift að bók. En um tíma hefur þó verið lenska að gera sem mest úr þeim bókum, sem fjalla um margvísleg vandamál í þjóðfé- laginu. Slíkum bókum hefur verið vel tekið af hinum „lærðu“ menn- ingarmönnum, sem af einhverjum ástæðum hafa valið þann kostinn að skrifa um verk annarra, væntan- lega með það í huga að geta beitt áhrifum sínum við að beina lesend- um á réttar brautir. Satt er það að almenningur lætur stundum glepj- ast af slíkum ábendingum, og fræg dæmi hafa orðið, þegar slíkir um- getningsmenn koma í fjölmiðla og nota ekkert nema hástig iýsingar- orða um verk sem kaupendur skila síðan unnvörpum af því þeir geta ekki iesið þau. Þá daga er bókin að tapa. Brennivín og skyrta Hafa ber í huga að samfélagið er stöðugt að breytast. Það sem í dag eru vandamála og öreigabók- menntir skipta engu máli á morgun. Ljóðlistin er dæmi um þessar breytingar. Nú stunda menn lausmálsyrkingar af kappi. Orð eiga að vega þungt og gera það kannski í munni skáldsins. En það hefur reynst erfitt að flytja þennan þunga til lesenda. Hin þungu orð komast því stutt og standa ekki lengi við. Að vísu er gott að lesandinn sé svolítið skáld líka. En um það verða engar kröfur gerðar. Engu að síður fara hér um stórir flokkar manna, sem eru skáld. Þeir efna til margvíslegra kvölda og daga og eru mikið í umferð. Það sem eftir situr er á valdi tómleik- ans. Allt er þetta partur af stórri mynd, sem nefnist einu nafni ís- lenskar bókmenntir. Og fyrir jólin eru þær bornar inn á heimilin í margvíslegum myndum. Þær hitta síðan fyrir margvíslega lesendur, sem stynja undan jólasteikum og rjómatertum. Það er kannski þess vegna sem oft er gripið til þess líkingamáls um bókmenntir, að „þarna sé feitt á stykkinu." Og stundum vill svo til þótt ekki eigi það skylt við jólasteikina. En hvað sem því líður þá virðist bókin vera hvað verð snertir í skaplegu hlut- falli við brennivín og skyrtu. IGÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.