Tíminn - 03.12.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.12.1987, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 3. desember 1987 Tíminn Siglingamálastjóri: Miðin verði hreinsuð af geislamengunargrun „Það er full ástæða tU þess að gefa geislamenguninni meiri gaum. Við verðum, bara til þess að geta fengið upplýsingar um hvernig ástandið er, að auka mælingarnar á íslandsmiðum,“ sagði Magnús Jóhannesson, siglingamálastjóri, er Tíminn innti hann eftir þvi hvernig eftirliti væri hagað með geislavirkum úrgangi í yfirborði sjáv- ar við Island. Hann upplýsti að Norðmenn og Svíar hafl á undanförn- um árum mælt geislavirkni í Norðursjó og höfunum við strendur Noregs. Sýna þær glöggt að cesini-137 sem hleypt hefur verið í sjó við Sellafleld á vesturströnd Bretlands hefur borist á flskimið þeirra. Cesini-137 barst í nokkuð ríkum mæli í írlandshaf á árunum 1975-78, en það hefur farið minnkandi síðan. Sýndu þessar mælingar að ces- ini-137 mældist í Norðursjónum og í norska strandstraumnum. Þá leiddu mælingar þeirra í Ijós að lítillega berst af efninu norður fyrir íslandsmið hjá Svalbarða og suður með austurströnd Grænlands. Þegar efnið hefur borist alla þessa leið og inn á íslandsmiðin á Græn- landssundi, er þynningin orðin meira en þúsundföld miðað við styrk- leika og magn í Irlandshafl við Sellafleld. Magn þetta er langt undir hættulegum mörkum og er nánast aðeins mæíanlegt. Það tekur eit- urefnin um 6-8 ár að komast á Grænlandsmið. Þrennt er það sem raskað hefur þó ró eftirlitsaðilans hér heima. Það er í fyrsta lagi óvissan vegna afar tak- markaðra mælinga af hálfu íslend- inga. í öðru lagi er það staðsetning kjarnorkuversins í Dounreay. Þann- ig hagar til að straumar þeir sem flytja Norðmönnum og okkur þessi miður heppilegu efni, leggja leið sína meðfram ströndinni við Doun- reay á Norður-Skotlandi. Munurinn yrði einfaldlega sá að tíminn sem það tæki að komast inn á miðin okkar myndi styttast um eitt ár, auk þess að hér yrði um verulega aukn- ingu að ræða. Berast efnin styttri leið? í þriðja lagi hefur siglingamála- stjóri bent á þann uggvænlega mögu- leika að geislavirku efnin kunni að berast til íslands eftir styttri leiðum. En það hefur ekki enn verið hrakið vegna mjög takmarkaðra mælinga. Svæðið sem átt er við eru Jan Mayen miðin norð-austanvert við landið. Talið er aðeins hugsanlegt að straumar kunni að bera efnin inn á það svæði frá strandsvæði Noregs. Meðan þetta svæði hefur ekki verið kannað og gerðar á því mælingar, er ljóst að það gæti skaðað markað okkar verulega ef almenningur' ákveður að þar sé um geislamengun að ræða. Tók Magnús siglingamála- stjóri skýrt fram að við strendur Noregs er ekki um verulega geisla- mengun að ræða, þótt hún mælist mun meiri en á Grænlandssundi. Á hitt bendir hann þó, að afstaða almennings gagnvart fiski úr írlands- hafi sé einfaldlega sú að fólk hefur ekki lyst á þeim afurðum. Áréttingar Það skal að lokum leiðrétt hér, að siglingamálastjóri erm.a. eftirlitsað- ili varðandi mengun í hafi og við strendur landsins. Það eru hins vegar Geislavarnir ríkisins sem annast geislamælingar þær sem fram hafa farið á yfirborði sjávar. Vill Tíminn koma því á framfæri, vegna frétta af geislamælingum síðasta sumars, að ekki er enn komin niðurstaða úr þeim athugunum. Það mun stafa af því m.a. að sýnin þarf að senda utan til greiningar og er það bæði kostn- aðarsamt og tímafrekt. Hafa menn þessara stofnana lagt á það þunga að þessar athuganir geti í framtíðinni farið fram hér heima. Það sé bæði ódýrara til lengri tíma litið og hent- ugra í alla staði, eins og siglinga- málastjóri orðaði það. Þáttur Hafrannsóknarstofnunar í rannsóknum síðasta sumars er sá að til spamaðar mun hafa tekist um það samkomulag á milli allra þessara þriggja aðila, að áðurnefnd sýni yrðu tekin í ferð einni norður fyrir land. KB Farmanna-og fiskimannaþing vill að menntamálaráðherra athugi hvort hagstætt sé að: Breyta skólaárinu í tvær 5 mánaða annir „33. þing FFSÍ beinir þeim tilmælum til menntamálaráðherra að hann hlutist til um að fram fari athugun á þvi hvort þjóðhags- lega yrði hagkvæmt að breyta núverandi menntakerfl framhalds- skóla (16-20 ára aldurshópanna) sem byggir í megindráttum á einni 9 mánaða kennsluönn, í tvær 5 mánaða kennsluannir, þ.e. 1.1.-31.5. og 1.8.-20.12, þar sem viðkomandi unglingur myndi vinna í a.m.k. 5-6 mánuði á ári hverju og stunda síðan 5 mánaða nám.“ Þessi óvenjulega áskorun kom fram á þingi Farmanna- og fiski- mannasambandsins og hefði frekar mátt búast við slíku úr fundargerð- um háskólastúdenta, en þetta sýnir svo ekki verður um villst að þing FFSÍ hugsar um fleira en sinn eigin hag. Ennfremur segir að ef athugun leiði í ljós að unnt sé að lagfæra menntakerfið, geti ungmenninn orðið virkari þátttakendur í námi og atvinnulífi. í greinargerð sem fylgir með segir að þessi tillaga sé fram komin af tveimur meginá- stæðum. Annars vegar vegna skorts frumatvinnuveganna á vinnuafli og hins vegar vegna þess að kannanir hafi leitt í ljós að nemendur þurfi allt að 5.000 krón- ur í eyðslufé á viku og því hafi þörf nema fyrir aukavinnu vaxið til muna. Þingið lagði það einnig fram til athugunar hvort ekki mætti breyta kennslustundum úr 40 mínútum í 50 mínútur, enda hefðu kostir þess að skipuleggja betur kennsíu í framhaldsskólum óhjákvæmilega í förmeð sérað þensluáhrifin íþjóð- félaginu jöfnuðust út. -SÓL Eg ætla að syngja Magnús ÞórSigmundsson, tónlist- armaður, er nú að leggja síðustu hönd á barnalagaplötu sem koma á út í byrjun desember. Það er ekki of oft að unnið er að barnaplötum og er því um nokkurn viðburð að ræða. Platan hefur að geyma sex ný barna- lög eftir Magnús, sem hann hefur samið við þekktar þulur og barna- texta og auk þess sjö þekkt íslensk barnalög. Platan nefnist „Ég ætla að syngja“. Flytjendur eru auk Magnúsar, þeir Pálmi Gunnarsson og Jón Ólafs- son, en auk þeirra eru tíu stúlkur úr kór Verslunarskólans. Útgefandi er Örn og Örlygur hf. Undirbúningur að töku þessarar barnalagaplötu var á rnargan hátt nýstárlegur. M.a. voru fóstrur og börn á dagheimilum fengin til að aðstoða við efnisval. Lögin á plöt- unni eru: Ein sit ég og sauma, Ein stutt og ein löng, Skógarkvæði, Fi r fótlipri, Út um mó, Mamma borgar, Bíum, bíum bambaló, Úllen dúllen doff, Ég ætla að syngja, Vatnið, Kökurnar hennar Gerðu, Kalli átti káta mús og Fingraþula. Textablað fylgir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.