Tíminn - 03.12.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 03.12.1987, Blaðsíða 19
Tíminn 19 Fimmtudagur 3. desember 1987 Undra- barnið MlCHAEL J. Fox, sem við sjá- um í hlutverki Alex í „Fjölskyldu- böndum“ á Stöð 2, og gosdrykkja- auglýsingum er einn eftirsóttasti piparsveinninn í Hollywood um þessar mundir. Hann er 25 ára og milljónamæringur í dollurum fyrir allnokkru. Sjálfur segist hann hafa ýmsa galla, til dæmis þann að hann er einkar smávaxinn, þó það virðist ekki há honum mikið. Einnig keðjureykir hann og þambar bjór í tíma og ótíma. Einhverntíma fékk hann 100 dollara sekt fyrir sóða- skap, þegar hann fleygði bjórdós út um bílgluggann hjá sér. ( At- hyglisverð tekjulind fyrir ísl. ríkið) Hann hefur líka verið tekinn fyrir ölvunarakstur og missti ökuleyfið í sex mánuði fyrir vikið. Michael vill lítið um kosti sína ræða, en aðrir eru fúsir til þess. Ljósmyndarar elska hann, því hann hreytir ekki í þá ónotum eða stekkur í burtu. Eitt er nokkuð sérstakt í fari hans: Ofuraðdáun á elgjum. Móðir hans segir að heima hjá honum séu elgir úr postulíni, uppstoppaðir elgir, myndir og mál- verk af elgjum og meira að segja bílnúmerið hans er ELG. Móðirin bætir við að sálfræðingur myndi skemmta sér vel við að kanna elgjadelluna. Annars er Michael fjórði í röð fimm systkina, fæddur í Edmonton í Kanada, en hefur átt víða heima, ,því faðir hans er yfirmaður í kana- 'díska hernum. Frami hans hófst í sjónvarpi, þegar auglýst var eftir greindu 10 ára barni. Þá var Micha- Janni vill hvíla sig Michael Fox og Helen Slater. Hæðarmunurinn er augljós, þó skötuhjúin sitji. el 15 ára, en taldi sig henta prýði- lega sem 10 ára, enda fékk hann hlutverkið. Árið eftir byrjaði hann að reykja og 18 ára hélt hann til Hollywood og hefur gengið allt í haginn síðan, þrátt fyrir smæðina. Hann vonaðist til að hækka meira, en hættir hins vegar aðeins til að breikka nú orðið. Stjarna varð Michael Fox eftir myndina „Aftur til framtíð- ar“. Hann hefur verið orðaður við margar frægar og fagrar konur, sem flestar gnæfa yfir hann. Þess má geta, að um tíma voru þau par utan sviðs, hann og sú sem leikur móður hans í Fjölskylduböndum. Mótleikari hans í myndinni „Leyndarmál frægðar minnar" Helen Slater var líka vinkona utan sviðs, en hún er einkar hávaxin. Einhverntíma sagði Michael, að hann ætlaði að stofna til fjölskyldu og taka lífinu með ró eftir þrítugt, en nú hefur hann skipt um skoðun. Hann vill vera frjáls lengur og skemmta sér. WANNI litla Spies er orðin þreytt. Ég er búin að ákveða að taka mér hvíldarár bráðlega, til- kynnti hún nýlega. Hún varð 25 ára um miðjan september og hélt upp á það einhvers staðar á afskekktum stað með foreldrum sínum. Ég get þó ekki skellt á eftir mér, sagt stórt Bless og látið aðra um að reka sjoppuna, bætir Janni ;við. En ég finn á mér, að eitthvað breytist bráðlega. Undanfarin ár hef ég varla hugsað um annað en fyrirtækið allan sólarhringinn, en nú er ég svo þreytt, að ég verð að hvíla mig, þó ég hafi ekki hugsað mér að gleyma ábyrgð minni sem stjórnarformaður á meðan. Janni Spies langar í eiginmann og börn og hvorugt feilur vel inn í það líf sem hún þarf að lifa. Sögusagnir um leynilegt brúð- kaup hennar og Svíans Gunnars Hellström alveg á næstunni, eru gripnar úr lausu lofti. Pað besta sem ég gæti gert fyrirtækinu, starfsfélögunum og sjálfri mér núna, er að breyta vinnubrögðum mínum, segir Janni. Ég ætti að einbeita mér að stjórnuninni, en reyna jafnframt að halda því góða santbandi sem ég hef haft við starfsfólkið. í blaði, sem gefið er út innan Spies-samsteypunnar, segir Janni við starfsfólk sitt: Ég vona að öllum hér muni áfram finnast störf sín skapandi og þýðingar- mikil og að þeim finnist alltaf jafn gaman að vinna hérna. Arfurinn eftir ferðamálakóng- inn Simon Spies var þung byrði ungri stúlku eins og Janni. Það blæs alltaf um hana og hún ber ábyrgð á atvinnu hundraða Janni hefur verið á fullri ferð í nokkur ár, en nú þarfn- ast hún hvíldar. Gunnar Hell- ström hefur ár- eiðanlega ekk- ert við það að athuga. manna. Verst reynist henni þó að geta aldrei verið ein og notið lífsins. Hún er nýbúin að kaupa sér hús, sem enginn veit hvar er og þar vonast hún til að geta lokað heiminn úti og verið bara Janni um stundarsakir, þegar henni hentar. Auður og völd eru ekki hamingjan, það hefur hún löngu séð, en ef til vill finnur hún hamingjuna á hvíldarárinu. ÆFINGASVÆÐI Á ráðstefnunni um ökukennslu og umferðarmenningu að hótelinu við Sigtún 18. nóvember sl. kom ítrekað fram að hér á landi vantaði æfingasvæði fyrir ökunema. í október 1968 skrifaði ég smá klausu um ökukennslu í Tím- ann og fjallaði þar um nauðsyn æfingasvæðis fýrir ökunema. Vænt- anlega hefur þá þegar og hugsan- lega miklu fyrr verið búið að ræða og rita um nauðsyn slíks æfinga- svæðis. Allt frá komu Thomsens- bílsins 1904 hefur ökukennsla verið stunduð á íslandi og þörfin fyrir sérstakt æfingasvæði hefur snemma gert vart við sig. Enn er ökukennslan stunduð sem ævintýramennska á almennum vegum og götum og ástæðan er sú að ökukennarar hafa ekki orðið sá öflugi samhenti hópur sem æskilegt hefði verið. Nú er að vísu til nokkuð sem heitir Ökukennarafélag íslands. Mér er ókunnugt um hversu gamalt það er, en það hlýtur að vera ungt og ekki er víst að allir ökukennarar séu félagar þar, sem þó ætti að vera. í>á er líka að athuga að margir ökukennarar hafa kennsluna sem aukastarf. Því er ekki von að félag ökukennara sé merkilegt né til mikils af því að vænta, því miður. Tala öku- kennara er um 200 og ökunemar taka um 5500 ökupróf á ári. Því má segja að fyrir 5700 manns á ári, • skifti verulega máli að koma upp æfingasvæði til ökukennslu, eða æf- ingasvæðum allt að eða ekki færri en 8 talsins svona í fyrstu. Áður en lengra er haidið skal þess getið að smá hópur manna sem kallast Kvartmíluklúbburinn hefur komið sér upp dýrri malbik- aðri akstursbraut suður í Kap- elluhrauni. Annar klúbbur sem heitir Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur hefur komið sér upp allgóðri keppnisbraut suð-austan við Vatnsendahvarf og ætlar víst að malbika brautina eða hluta hennar að sumri. Þessir nefndu klúbbar eru litlir, vesælir og fjár- vana enda hafa þeir ekki starfað nema svo sem 10 eða 15 ár og enginn félaganna hefur atvinnu af áhugamálinu. Því eru þessir klúbb- ar nefndir hér að samvinna þeirra og Ökukennarafélags íslands væri afar æskileg. Brautir klúbbanna gætu orðið hluti af æfingasvæði ökukennara og báðir notið góðs af. Ems og áður er sagt hafa þessir ungu klúbbar komið sér upp akstursaðstöðu á örfáum árum en eftir ökukennslu allt frá árinu 1904 hafa ökukennarar ekkert annað en skólann við Stigahlíð. Á Reykjavíkursvæðinu eru tekin um 3500 ökupróf á ári um þessar mundir sem þýðir að ef hver nemi hefði greitt sem svarar 2000 krón- um fyrir æfingaakstur á lokuðu æfingasvæði þá hefði það gert 7 milljónir króna á aðeins einu ári. Þar sem fjármál eru ein af mínum veiku hliðum, þá hætti ég mér ekki frekar út í þessa hlið málsins. Mér fannst hann virðulegur, ábúðarmikill og jafnvel ríkmann- lega klæddur hópurinn sem var mættur á ráðstefnuna að hótelinu við Sigtún. Þar voru fulltrúar Dóms- og kirkjumálaráðuneytis- ins, Bifreiðaeftirlits ríkisins, Farar- heill ’87 (Tryggingarfélögin), Um- ferðarráðs og Ökukennarafélags íslands. Þar voru ráðherrar, al- þingismenn, forstjórar, fram- kvæmdastjórar, skólastjórar, deildarstjórar og ég. Mér fannst svona snöggvast að smámál eins og bygging æfingasvæðis eða svæða fyrir ökukennslu stæði ekki lengi í svona myndarlegum hópi. Mér varð jafnvel á að bera þennan glæsilega hóp saman við bensín- lyktandi og hirðuleysislega klæddu strákana í B.Í.K.R. og Kvart- míluklúbbnum og samanburðurinn var ekki hagstæður. Hinsvegar og þrátt fyrir allt, er áreiðanlegt að samstarf milli þess- ara ólíku hópa um gerð æfinga- svæða og akstursbrauta víða um land gæti orðið umferðarmenningu okkar að miklu gagni. Fjármagn til æfingarsvæðanna og brautanna kæmi frá kcppnum, sýningum og notkun þeirra til æfinga og kennslu. 1 staðinn fyrir skrautsýn- ingu að hótelihu við Sigtún, þarf að snúa sér að því að vinna verkið. Nýbýlavegur Sjálfsagt er að óska Kópavogs- búum og öðrum vegfarendum um Nýbýlaveg til hamingju með nýja áfangann í nýbyggingu götunnar. Þegar er Ijóst að Nýbýlavegurinn verður ágæt gata þegar verkinu verður lokið, þar við bætist að gatan verður allsæmilega falleg. Þrátt fyrir þetta álit verð ég að geta þess sem miður fer, en það er bráðabirgðatengingin þegar ekið er úr austri af nýbyggingunni inn á gamla veginn. I hálku og jafnvel án þess verður þarna slysagildra vegna þess hversu beygjan er kröpp. Til stórbóta hefði verið að snúa svolít- ið upp á malbikið í beygjunni og láta beygjuna halla rétt. Eins og beygjan er lögð leitast hún við að kasta bílnum af sér. Þetta finna allir, jafnvel verkfræðingar, ef ekið er um beygjuna á 50 kílómetra hraða. Vegna rangs halla óttast ég að hálkuóhöpp verði mörg á þess- um stað. Mikið væri ánægjulegt ef gatnahönnuðir nýttu halla til þess að auka umferðaröryggi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.