Tíminn - 03.12.1987, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 3. desember 1987
Tíminn 5
Frá birgðastöð LHS-Flugelda, en þeir eru, sem fyrr, lang stærsti innflytjandi flugelda á íslandi.
sama stað tvö ár í röð af eðlilegum ástæðum.
Bannað er með öllu að gefa upp staðsetningu birgðastöðvarinnar og er hún aldrei á
Ttmamynd Pjetur
MESTIINNFLUTNINGURI
SÖGU FLUGELDASÖLU?
Mun meira er flutt inn af flugeld-
um þetta árið, en verið hefur
undanfarin ár. Voru skýringar
þeirra sem Tíminn ræddi við í
birgðastöðvum innflutningsaðil-
anna yfirieitt á sömu lund. Vegna
góðra veðurskilyrða um síðustu
áramót virðast flugeldar hjá flest-
um aðilum hafa selst upp og því
búa sveitir og flokkar ekki að
neinum verulegum eiginbirgðum
eins og oftast áður. En söluaðilam-
ir eru margir vítt og breitt um
landið. Þá taidi einn innflytjandi
að verð yrði með lægsta móti í ár,
m.a. vegna lítilla hækkana og
stöðugs gengis. Þá er einnig talið
að stöðugt fleiri aðilar njóti stöðugt
minni afraksturs af þessari merki-
iegu fjáröflun.
Heistu innflytjendur eru þrír,
LHS-Flugeldar (Landsamband
hjálparsveita skáta), Fiskaklettur
(björgunarsveit SVFÍ í Hafnar-
firði) og Knattspymudeild KR.
Heildarinnflutningur þessara
þriggja aðila vegur um 100-120
tonn og kemur hann að mestu frá
Kína, V-Þýskalandi, Bretlandi og
Hong Kong. f fyrra vóg innflutn-
ingur þessi 94 tonn og þá var
afmælissýning Reykjavíkurborgar
inni í tölunni.
Tíminn spjallaði m.a. við Örn
Thomsen, hjálparsveitarmann,
sem haft hefur yfirumsjón með
birgðaflokkun Landsambands
hjálparsveita skáta á „ókunnum"
stað í Reykjavík. Ekki er hægt að
greina frá staðnum af augljósum
ástæðum. Búið var að skipta upp
kössunum á alla þá aðila sem
kaupa af LHS-Flugeldum og voru
staflarnir æði háir og langir hjá
stærstu sveitum. Talið er að LHS-
flugeldar flytji inn um 75-80 tonn
og eru þeir lang stærsti aðilinn.
Flytja þeir aðallega inn frá Bret-
landi, V-Þýskalandi og Kína.
Að sögn Einars Sigurjónssonar
hjá Fiskakletti í Hafnarfirði, er
talið að innflutningur þeirra verði
í heild um 20-25 tonn og kemur
hann aðallega frá Hong Kong,
Kína og V-Þýskalandi. Þeir selja
aðallega til annarra björgunar-
sveita innan Slysavarnafélags
íslands.
Hjá knattspymufélaginu KR
varð Stefán Haraldsson fyrir svör-
um og upplýsti hann Tímann um
að erfitt væri að segja um nákvæma
þyngd, en það væri á bilinu 10-15
tonn. Þetta staðfesti Lúðvík Ge-
orgsson yfirmaður KR-flugelda-
markaðsins og taldi reyndar að
talan lægi nær 15 tonnum hjáþeim.
Hann sagðist halda að verðhækkun
yrði með minnsta móti í ár og kæmi
það fyrst og fremst til af því hvað
gengið hefur verið stöðugt gagn-
vart miðlum viðskiptaþjóðanna.
KB
Vöruskiptajöfnuðurinn 4.500 milljónum slakari en 1986:
Aukning innflutnings
im 40.000 kr. á mann
Vömskiptajöfnuður landsmanna
fob/fob var um 540 milljónum slakari
í október s.l. en í sama mánuði í
fyrra og frá áramótum er munurinn
orðinn um 4.500 milljónir króna
miðað við fyrstu 10 mánuði ársins
1986, reiknað á sama gengi bæði
árin. Ástæðan er sú að þótt útflutn-
ingurinn hafi aukist um 14% að
raunvirði hefur innflutningur aukist
um nær 29% milli ára, eða um 9.675
milljónir kr. Það svarar til um 40.000
króna aukins innflutnings á hvert
mannsbam í landinu, reiknað á
sama gengi bæði árin.
Vöruútflutningur í októbermán-
uði var nú um 4.410 millj. kr., en
innflutningurinn fob um 4.709 millj.
kr. Vantaði því um 300 millj. kr. á
að útflutningurinn dygði fyrir því
sem inn var flutt í mánuðinum.
Frá áramótum til októberloka
hafa nú verið fluttar út vörur fyrir
um 44.003 milljónir kr., en inn fyrir
43.465 fob (48.286 millj. cif). Vöm-
skiptajöfnuðurinn fob/fob er því já-
kvæður um 538 milljónir samanborið
við um 4.800 milljónir sem eftir vom
á sama tíma í fyrra reiknað á sama
gengi.
Almennur vöminnflutningur að
olíu undanskilinni var að vanda með
minnsta móti mánuðina janúar og
febrúar, eða rösklega 3 milljarðar á
mánuði og um 500-700 milljónum
meiri en sömu mánuði 1986. f mars
rauk hann síðan upp í um 4.200
milljónir og hefur frá maí í vor (með
ágúst sem eina undantekningu) verið
á milli 4.400 og 4.800 milljónir kr. á
mánuði hverjum - eða 900 til 1.500
milljónum króna meiri á mánuði en
sömu mánuði 1986, reiknað á sama
gengi bæði árin.
Heildarinnflutningurinn cif.,
þessa fyrstu 10 mánuði svarar til
tæplega 200 þús. kr. á hvern landsm-
ann að meðaltali, hefur aukist um 40
þús. kr. milli ára sem fyrr segir.
Sambandsstiórn
ASÍ:
Ályktar gegn
matarskatti
f kjaramálaályktun sambandss-
tjórnarfundar ASÍ dagana 30. nóv-
ember og 1. desember, eru aðildar-
félögin hvött til virkrar umræðu og
samstöðu um kjaramál. Þar er einnig
hvatt til að aðildarfélög og sambönd-
in leiti á næstu vikum eftir samning-
um, bæði við einstaka atvinnurek-
endur og samtök þeirra. Ennfremur
segir að verkalýðssamtök verði að
taka höndum saman um að koma á
kaupmáttartryggingarkerfi að nýju,
ekki síst þegar þess sé gætt að
hækkanir á nauðsynjavöru og opin-
berri þjónustu gefi vísbendingu um
kaupmáttarhrap launa á næstunni. í
lok kjaramálaályktunar ASf er tekið
fram að ef samningar náist ekki fyrri
hluta janúarmánaðar, verði boðað
til sérstakrar kjaramálaráðstefnu á
vettvangi Alþýðusambandsins.
í ályktun sambandsstjórnarfundar
um matarskatt eru ítrekuð mótmæli
ASÍ vegna áforma stjórnvalda um
skattlagningu matvara um næstu ára-
mót. Þess er krafist að ríkisstjórnin
hætti við matarskattinn, og bent á að
ef hann verður lagður á muni
þrengja frekar en orðið er um sam-
komulag á vinnumarkaði.
-HEI
Guðmundur J. Guðmundsson:
Stefnir í hðrkuátök
„Það er fyrirsjáanlegur matar- sem janúar væri alltaf veikasti
skattur, hækkandi verðbólga og atvinnumánuður ársins. „Það
minnkandi kaupmáttur. Þetta er stefnir í annað,“ sagði Guðmund-
mjög dimm þróun,“ sagði Guð- Ur, „það stefnir í hörkuátök á
mundur J. Guðmundsson þegar vinnumarkaðnum, en ég hef enga
Tíminn spurði hann í gær hvort „ trú á verkföllum í janúar vegna
hann sæi fram á bjartari daga í þess hve dauft alltaf er yfir atvinnu-
samningaviðræðum aðila vinnu- íffi í þeim mánuði. Yfirleitt er
markaðarins eftir áramót. tekinn næsti mánuður í þau,“ bætti
Hann sagðist ekki vera bj artsýnn Guðmundur við.
á samninga upp úr áramótum þar