Tíminn - 03.12.1987, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 3. desember 1987
Tíminn 9
VETTVANGUR
Páll Pétursson:
Fjárveitingar til
iandbúnaðarmáia 1988
Vegna missagna í blöðum og útvarpi og manna á meðal
varðandi þátt landbúnaðarmála við gerð fjárlaga er nauðsynlegt
að eftirfarandi komi fram.
Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1988 var lagt fram í þingbyrjun
sem ákvörðun ríkisstjórnar. Stefnumark frumvarpsins var að
afgreiða fjárlög án halla, það er skynsamlegt stefnumark, með
tiUiti til aðstæðna. Hinsvegar má Ijóst vera að þetta verður ekki
gert án stóraukinnar skattbyrði, nema aðhalds sé gætt í hvívetna
og ekki verðihægt að taka allar óskir til greina. Ríkisstjórnin lagði
frumvarpið fram og var það samþykkt af ráðherrum öUum.
Landbúnaðarráðherra hafði þó fyrirvara um þau atriði þar sem
ekki hafði verið hlustað á óskir hans í ríkisstjóminni. Bað hann
um að stjórnarflokkarnir settu nefnd til að athuga ladbúnaðarþátt-
inn og var orðið við því. í nefndina völdust Eiður Guðnason, EgUl
Jónsson og undirritaður sem var formaður hennar.
Ytarleg nefndarstörf
Það eru skynsamleg vinnubrögð
að setja fámennar nefndir til þess
að athuga ýtarlega fjárveitingar til
ákveðinna málaflokka. Við lögð-
um mikla vinnu í að leysa verkefni
okkar, ræddum við fjölda manna
og kynntum okkur rekstur stofn-
ana og fyrirtækja.
Mér varð það fljótlega ljóst að
Egill Jónsson hefði ekki áhuga á
því að ná árangri um leiðréttingar.
Ég sá að hann mundi, þegar til
úrslita drægi, heimta að orðið yrði
við öllum óskum hvaðanæva úr
landbúnaðargeiranum og þegar á
það yrði ekki fallist, og það lá fyrir
að hvorki Eiður né ég teldum það
fært, mundi hann kljúfa nefndina
og reyna að slá sig til riddara í
augum þeirra sem óskalistana
sömdu. Þetta gekk allt eftir. Egill
skrifaði niður óskalistana og gerði
að tillögu sinni og sperrir sig síðan
í Morgunblaðinu.
Mismunandi fjárþörf
Þeim fjárbeiðnum sem fyrir
liggja má skipta í fjóra flokka.
1. Verkefni sem ættu að koma til
greiðslu á þessu ári. Sumstaðar
fara lögbundin framlög fram úr
fjárlögum og það væri eðlilegast að
leysa með aukafjárveitingum.
2. Verkefni sem þegar eru unnin
og lögbundið er framlag til á árinu
1988, svo sem framlag til jarðrækt-
ar fyrra sumars, minkahúsa sem
þegar eru risin og bóta vegna
förgunar riðufjár.
3. Vinnulaun á árinu 1988 og
kostnaður vegna áframhaldandi
rekstrar.
4. Áform um útþenslu á næsta
ári, nýbyggingar, nýjar stöður,
bíla- og tækjakaup og aukin starf-
semi.
Við Eiður Guðnason urðum
sammála um það að óhjákvæmilegt
væri að gera tillögur um hækkun á
nokkrum liðum fyrirliggjandi fjár-
lagafrumvarps. Einkum töldum við
óhjákvæmilegt að sinna ýmsu úr
fyrstu flokkunum þremur en láta
þann fjórða fremur sitja á hakan-
um. Við teljum óhjákvæmilegt að
standa við skuldbindingar og
tryggja að nauðsynlegri starfsemi
verði haldið gangandi, áður en
orðið verði við óskum um nýja
útþenslu. Höfundar fjárlagafrum-
varpsins hafa raunar verið einstak-
lega rausnarlegir í nokkrum grein-
um landbúnaðarmála. Aðalskrif-
stofa ráðuneytisins hækkar um
79%, Skógræktin hækkar um 56%
og Landgræðslan hækkar um 55%.
Við Eiður gerum þó ekki tillögur
um lækkun á þessum liðum, þótt
hækkun þeirra sé gífurleg.
Það er skilmerkilegast að birta
skýrslu um nokkur þau atriði sem
við athuguðum og bera saman við
gildandi fjárlög, þannig að glögg
mynd fáist af ráðstöfun fjármun-
anna nái tillögur okkar fram að
ganga.
Á þessari skýrslu sést að allt tal
um svik við landbúnaðinn er út í
hött. Kosti landbúnaðar er ekki
þrengt með óeðlilegum hætti eins
og Egill heldur fram. Heppilegra
hefði verið að ljúka reikningsskil-
um vegna ársins 1987 með auka-
fjárveitingum, en á það hefur
fjármálaráðherra ekki viljað fallast
að öðru leyti en því að hann mun
samþykkja aukafjárveitingar til
gjaldfallinna jarðræktarframlaga
og umsamdra afurðatjónsbóta
vegna riðuniðurskurðar á undan-
förnum árum, sem lið í samkomu-
lagi okkar Eiðs. Hinsvegar stendur
eftir fram yfir áramót að bæta úr
ríkissjóði riðufé sem grafið var á
síðasta hausti.
Eins og fram kemur af skýrslunni
gerum við tillögu um 300 milljón
króna hækkun á fjárlagafrumvarpi
1988. Við losuðum um 53ja milljón
króna aukafjárveitingu sem verið
hefur föst. Þá fengum við viður-
kennda gjaldskyldu á 85 milljónum
á árinu 1989 sem tilheyra ættu
árinu 1988. Fjármálaráðherra
handsalaði mér samkomulagi okk-
ar Eiðs enda næði það fram að
ganga og þingflokkur Framsókn-
armanna samþykkti það mótat-
kvæðalaust að landbúnaðarráð-
herra viðstöddum.
Sjálfsafgreiðsla
í ríkissjóði?
Það á ekki og má ekki vera
sjálfsafgreiðsla í ríkissjóði og því
tel ég þessa niðurstöðu vera ásætt-
anlega. Mikilvægustu lagfæringar
á frumvarpinu væru með þessu
komnar í höfn. Greiðslur vegna
riðuniðurskurðar dragast að vísu
nokkuð, að hluta, en á það má
benda að ekki var ætlað fyrir þeim
í fjárlögum yfirstandandi árs.
Samningar um niðurskurð voru
gerðir á síðari hluta þessa árs og
urðu miklu víðtækari en áætlað
var. Upphaflega var áætlað að
slátra um 20 þúsund kindum og
koma kjötinu í verð, en slátrað var
28 þúsundum og kjötið grafið að
boði yfirdýralæknis. Þá er þess að
geta að þeir bændur sem förguðu
ám sínum í október hefðu ekki
fengið peninga fyrir ærnar fyrir
áramót liefðu þeir sett þær á í
haust. Slæmt er ef ekki verður
staðið við þá samninga sem land-
búnaðarráðherra gerði, en lánsfé
ætti hann að geta útvegað Fram-
leiðnisjóði eða einstökum kaupfé-
lögum til þess að gera upp við þá
bændur sem samninga hafa í hönd-
um þar sem greiðsla er trygg í
byrjun janúar næstkomandi.
Framlög samkvæmt jarðræktar-
lögum, sem gjaldfalla ættu 1988
eru miklu hærri en ætla mætti,
vegna þess að miklu fleiri hafa reist
minkahús í ár, en nokkru sinni
fyrr, en til þeirra er veitt framlag
samkvæmt jarðræktarlögum árið
eftir að þau eru tekin út. Hin
hefðbundna jarðrækt hefur hins-
vegar dregist mjög saman. Á þess-
um fjárlagalið er ríkishlutinn í
launum héraðsráðunauta, það er
65% launa þeirra. Þeir voru úti
samkvæmt frumvarpinu en það
hefur nú verið leiðrétt.
Það er réttmætt og óhjákvæmi-
legt, eigi fjárlagagerð að geta verið
raunhæf, að bændur sæki um fram-
lag áður en framlagsskyld fram-
kvæmd er gerð. Það er eðlilegt að
þörfin fyrir framkvæmdina og fjár-
hagsgrundvöllur hennar sé metinn.
Þessvegna er óhjákvæmilegt að
breyta jarðræktarlögum að þessu
leyti. Hluti framlags vegna jarð-
ræktar, sem gjaldfalla ætti 1988
verður að bíða fyrstu daga árs
1989, en greiðsluskyldan er viður-
kennd af fjármálaráðherra. Þá er
sjálfsagt að búnaðarsamböndin
gæti hagsýni hvað varðar ráðu-
nautaþjónustuna eins og þau gera
raunar flest. Samvinna á milli bún-
aðarsambanda þarf að færast í vöxt
þannig að starfskraftar hæfra ráðu-
nauta nýtist sem best. Hlutverk
héraðsráðunauta á að vera að
styrkja búsetu í sveitum en ekki að
koma þeim í eyði.
Rannsóknarstofnun landbúnað-
arins var samkvæmt fjárlagafrum-
varpi gert að leggja niður allar
tilraunastöðvar nema eina, en hún
var í kjördæmi þeirra forsætisráð-
herra og landbúnaðarráðherra.
Samkvæmt tillögum okkar Eiðs á
ekki að þurfa til þess að koma. Hin
mikilvæga starfsemi tilraunastöðv-
anna er tryggð næsta ár. Augljós-
lega þarf að hagræða og endur-
skipuleggja tilraunastarfsemina
þannig að hún verði markvissari.
Óþarfi ætti að vera að vinna að
hliðstæðum tilraunum á mörgum
stöðvum. Sæmilega ætti að vera
séð fyrir starfsemi RALA þar sem
stofnunin fær samkv. tillögu okkar
hækkun um 21,6% á meðan reikni-
tala fjárlaga er 18%, það er meðal-
talshækkun á milli ára. Ennþá
betur er gert við Búnaðarfélag
íslands. Að samþykktum tillögum
okkar Eiðs hækkar fjárveiting til
Búnaðarfélags íslands úr 48 millj-
ónum og fimmhundruð og ellefu
þúsundum í gildandi fjárlögum og
upp í 61 milljón 522 þúsund 1988
LANDBÚNAÐARMÁL
Hækkun Fjárlög Frumvarp Aukafjárv. Till. Páls Fjárlög '88 Hækkun Gfeymt til
% •87 ‘87 og Eiðs samkv. P .& E. % '89
Aóalskrifstofa 79% 37.805.000
Búnaðarfél. ísl. 48.511.000 55.211.000 6.000.000 61.211.000 - 26,2%
Rala 74.921.000 83.078.000 8.000.000 91.078.000 - 21 6%
Veióistjóri 3.437.000 4.248.000
Jarðasjóður 4.000.000 15.000.000
Skógræktin 56% 39.219.000 61.108.000
Landgræóslan 55% 34.863.000 54.083.000
Sauófjárvarnir 31.095.000 96.923 .000 20.000.000 145.000.000 241.923.000 43.000.000
Veióimálastofnun 22.571.000 36.390.000
Yfirdýralæknir 26% 32.476.000 40.850.000
Stóóhestastöð 1.000.000
Stofnlánadeild 22.200.000 34.620.000
Einangrunarstöð 1.150.000 1.000.000 2.150.000 '
Jaróræktarlög 152.810.000 121.258.000 33.000.000 50.000.000 171.258.000- 42.000.000
Búf járrækt 12.000.000 26.000.000 \ 42.711.000'
Sæðingarmenn 37% 16.711.000 /
Útflutningsbætur 480.000.000 63.000.000 549.000.000
53.000.000 300.000.000 85.000.000
Landbúnaðar-
ráóuneyti alls 1644 .039.000 1774.222.000 2074.322.000 = 26.2%
eða um 26,2% á meðan verðlags-
forsendur fjárlaga eru eins og áður
sagði 18%.
Búnaðarfélag íslands hefur unn-
ið heilladrjúgt starf fyrir bænda-
stéttina og þjóðina alla. Þar er
mikilvægt að stjórnað sé af hagsýni
og festu eins og lengst af hefur
verið gert.
Þá er samkvæmt tillögum okkar
Eiðs tryggður viðgangur hinnar
merkilegu starfsemi Einangrunar-
stöðvarinnar í Hrísey og Stóð-
hestastöðvarinnar í Gunnarsholti.
Yfirboð Egils
Agli Jónssyni þótti sér sæma að
yfirbjóða okkur Eið. Munaði þar
mest um tillögu um 80 milljóna
framlag til Áburðarverksmiðjunn-
ar. Málefni Áburðarverksmiðj-
unnar hafa tekið miklum stakka-
skiptum frá því sem var fyrir
nokkrum árum, en þá var verk-
smiðjan í skuldafeni. Ef enginn
ríkisstyrkur kemur til, telur fram-
kvæmdastjóri að áburður til bænda
þyrfti að hækka um 31% frá maí
1987 til maí 1988. Þetta er bundið
því að laun hækki ekki nema
hóflega. MetnaðarfuII áform eru á
meðal forráðamanna verksmiðj-
unnar um mjög hraða endur-
greiðslu erlendra lána. Ef dregið
yrði úr þeim hraða þyrfti áburður-
inn ekki að hækka svona mikið til
bænda.
Þá lagði Egill til að fjárþörf
Búnaðarfélags íslands yrði mætt
með 0,2% gjaldi af heildsöluverði
búvara, Búnaðarsamböndin fengju
0,3% af heildsöluverði búvara og
stofnalánadeildargjald yrði 0,5%.
Þetta tel ég mjög óskynsamlega
ráðagerð
Þá vildi Egill færa útgjöld vegna
forfalla og afleysingaþjónustu yfir
á fj árlög, en hún hefur veríð kostuð
af stofnlánadeildargjaldi undanfar-
ið. Þá vildi Egill einnig verða við
öðrum óskum. Þegar ekki var fall-
ist á hinar fráleitu hugmyndir hans,
talar hann um að við Eiður höfum
gert „Sáttmála um siðleysi" (Mbl.
29. nóv.).
Þess má geta til upprifjunar að
Egill Jónsson var einn aðalhöfund-
ur búvörulaganna og ber stóran
hluta ábyrgðar vegna þeirrar sárs-
aukafullu samdráttarstefnu sem í
kjölfar þeirra kom.
Skynsamlegt og
hófsamt samkomulag
Samkomulag okkar Eiðs er ekki
„Sáttmáli um siðleysi“ eins og
Egill heldur fram, það er skynsam-
leg og hófsöm málamiðlun, sem
við getum verið stoltir af.
Framlög til landbúnaðarráðu-
neytis hækka úr 1.644.039.000 í
gildandi fjárlögum, í 2.074.322.000
árið 1988 samkvæmt tillögum
okkar, eða um 26,2%. Þrátt fyrir
að verðlagsforsendur fjárlaga séu
18% teljum við þessa hækkun
nauðsynlega og réttmæta og það er
mikill ábyrgðarhluti að koma í veg
fyrir að samkomulag okkar nái
fram að ganga með óraunsæjum
yfirboðum eða ástæðulausu tuði
sem vonlaust er að fái nokkurs
staðar hljómgrunn.
Páll Pétursson.