Tíminn - 17.12.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.12.1987, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 17. desember 1987 Tíminn 3 Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra: Frumskilyrði að marka stefnu til lengri tíma Eitt af þeim frumvörpum ríkis- stjórnarinnar sem hvað mest liggur á að verði samþykkt, er frumvarp um stjórnun fískveiða. Frumvarpið er nú verið að ræða í sjávarútvegs- nefndum fyrir aðra umræðu. Nefndirnar hafa haldið sameig- inlega fundi um málið og herma heimildir að þar hafi komið fram ýmsar breytingartillögur sem erfitt yrði fyrir sjávarútvegsráðherra að sætta sig við. Af þessum sökum munu einhverjir þingmenn hafa viðrað þá skoðun að ef ekki verði unnt að ná víðtækri samstöðu um frumvarpið í þinginu fyrir áramót kæmi til greina að framlengja nú- verandi kerfi til nokkurra mánuða fram á næsta ár. Núgildandi lög um fiskveiðistjórnun gilda sem kunn- ugt er ekki nema til áramóta. Tíminn bar þetta undir sjávarút- vegsráðherra, Halldór Ásgríms- son. „Ég hef nú ekki heyrt þessa hugmynd, en hún er fráleit að mínu mati. Það er ekki hægt að stjórna fiskveiðum til nokkurra mánuða í senn, án þess að vita hvað við á að taka. Pað er algert frumskilyrði að stefnan sé mörkuð til nokkurra ára í senn. Ég veit ekki hVaðan slíkar hugmyndir eru komnar. Þær byggjast á mikilli vanþekkingu," sagði sjávarútvegs- ráðhcrra. Hann sagði ennfremur: „Hér er um stjórnarfrumvarp að ræða, sem telst eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Það er ekki hægt að rjúka af þessu þingi öðru- vísi en að fá niðurstöðu í þessu máli. Það er alveg ljóst," sagði Halldór. Ekki helur enn verið tekin ákvörðun unt hvenær frumvarpið verður tekið til annarrar umræðu, en ekki er talið ólíklegt að það gæti orðið á dagskrá efri deildar á föstudag eða laugardag. Meðal þeirra breytingartillagna sem fram hafa komið í sjávarút- vegsnefndum um málið er ein sem rekja má til formanna nefndanna, Vestfirðinganna Karvels Pálma- sonar, Alþýðuflokki og Matthíasar Bjarnasonar, Sjálfstæðisflokki. Munu þeir hafa reifað þá hugmynd á sameiginlegum fundum nefnda beggja deildanna, að eigendum þriggja skipa sem fórust á viðmið- unarárunum 1983 og 1984, ogekki endurnýjuðu þau þá, fái nú að kaupa ný skip í stað þeirra og fá kvóta á komandi fiskveiðistjórnun- artímabili. „Ef á að fara að opna fyrir slíka endurnýjun, þá verður erfitt að sjá fyrir endann á slíku. Ég endurtek það sem ég hef margoft sagt áður, að ég er andvígur fjölgun skipa í flotanum og ég stend við þær yfirlýsingar," sagði Halldór um þetta atriði. Með slíkri endurnýjun dreifðust veiðiréttindi á fleiri skip en áður, sem hefði í för með sér að hvert skip fengi minna. Ofan á það bætist síðan að fyrirhugað er að skerða þorskkvótann og verður því enn minna til skiptanna, ef hugmyndir nefndaformannanna verða að verulcika. -SÓL Halldór Ásgrímsson. Húsnæöisfrumvarpiö: Júlíus Vífill Ingvarsson um seinna tilboö Subaruframleiðendanna Undarlegt ef þeir taka ekki tilboði Húsnæðisfrumvarpið var afgreitt til félagsmálanefndar á fundi efri deildar í gær. Þar kom fram í máli félagsmála- ráðherra að úttekt Húsnæðisstofn- unar á viðskiptum með lánsloforð sýndi að alls hefðu verið seld 148 lánsloforð og 185 lánshlutar fyrir um 150 milljónir króna. Það væri Ijóst að kaupendur loforðanna hefðu hagnast um 15 milljónir króna á þessum viðskiptum, því af sölu láns- loforðanna 148 næmu bein afföll 12 m.kr. og sölulaun 3 m.kr. Húsnæðisstofnun teldi tvennt koma til greina varðandi þetta mál. Annars vegar að gefa ekki ákveðin fyrirheit um lánsloforð heldur til- greina aðeins í svari að umsókn væri gild og ákveðnara svar kæmi síðar. Hins vegar væri það leið að banna í lánaskilmálum slíka verslun með lánsloforðin. Margir þingmenn tóku til máls við umræðuna. Svavar Gestsson (Ab.Rv.) sagði að afgreiða ætti frumvarpið hið snarasta, þó ekki væri hér um stórt skref að ræða. Vandamál húsnæðiskerfisins væri fjármagnsskortur. Guðmundur H. Garðarsson (S.Rv.) sagði að frumvarp þetta fæli ekki í sér neinar meginbreytingar, en þær biðu heildarendurskoðunar laganna, sem nauðsynlegt væri að framkvæma fyrir næsta þing. Guðmundur Ágústsson (B.Rv.) lýsti áhyggjum sínum af þeirri miklu spennu sem væri á húsnæðismarkað- inum og hún kæmi til með að aukast enn frekar og einnig verð á húsnæði þegar aftur væri farið að veita láns- loforð. Júlíus Sólnes (B.Rn.) tók í svipaðan streng, en hann hafði fyrr við umræðuna gert grein fyrir ýtar- legum breytingartillögum síns flokks við frumvarpið. Frumvarpið var síðan afgreitt til félagsmálanefndar, en þar sitja m.a. þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Halldór Blöndal og Guðmundur H. Garðarsson, sem ekki hafa verið par ánægðir með frumvarp félagsmála- ráðherra. ÞÆÓ í gærkveldi héldu Japaninn Sim- itsu, sem vinnur hjá japönsku út- flutningsfyrirtæki sem flytur út Su- baru bíla, Júlíus Vífill Ingvarsson hjá Ingvari Helgasyni, sem er um- boðsaðili bílanna hér á landi og fjórmenningarnir sem keypt hafa bílana frá Noregi til innflutnings, með sér fund til að reyna að komast til botns í hvað gera skuli við bílana hér á landi. Framleiðendur bílanna höfðu áður gert fjórmenningunum tilboð upp á tæpar 55 milljónir króna fyrir bílana, sem að sögn Júlíusar Vífils hefði þýtt 2 milljónir á hvern ein- stakling í gróða af þessu. Þessu neita fjórmenningarnir og sagði Margeir Margeirsson, einn fjórmenninga , að þeir kæmu út úr þessu með tapi ef þeir tækju tilboðinu og gerðu þeir því gagntilboð upp á rúmar 90 milljónir króna. Því tilboði neituðu japönsku framlciðendurnir alfarið og við það sat þangað til í gærkveldi. Þá héldu, eins og áður sagði, aðilarnir nteð sér fund, þar sem Simitsu gerði annað tilboð. „Þetta tilboð er verulega hærra en það fyrra og ég vil meina að það sé eitthvað meira en lítið undarlegt ef þeir taka ekki þcssu tilboði," sagði Júlíus Vífill í samtali við Tímann í gærkveldi. Hann sagði þá, að fjórmenning- arnir yrðu að svaraáður cn bílarnir færu frá Noregi, en þeir verða settir á skip í dag, fimmtudag. „Ef þeir taka tilboðinu ekki, þá fyrst verður fjandinn laus. Þetta var ekki skemmtilegur fundur, og hvorki ég né Japaninn erum ánægðir með undirtektir fjórmenninganna. Þeir hljóta bara að taka því,“ sagði Júlíus Vífill. Hann sagði ástæðuna fyrir því að framleiðendurnir legðu frani þessi tilboð, vera þá að þeir legðu rnikla áherslu á aö bílarnir færu hvergi á skrá í heiminum, heldur ætti að sctja þá í brotajárn. Starfsmenn Bifreiðaeftirlitsins hafa enn ekki tekið ákvörðun um hvort bílarnir fái skoðun hér á landi, því þeir bíða eftir erindi frá fjórnt- enningunum sem sanni að bílarnir séu ekki hættulegir. Þeir hafa hins vegar ákveðið að skrá Mitsubishi bílana sem lentu í vatnsflaumnum. Þegar Tíminn fór í prentun í gærkveldi, höfðu fjórmenningarnir enn ekki tekið ákvörðun um hvort þeir tækju eða höfnuðu tilboði fram- leiðendanna. - SÓL Tollarar valda taugatitringi: FUOTANDIAFENGI í SAUDÁRKRÓKSHÖFN Tollverðir frá Reykjavík komust í óvæntan feng í fyrradag, þegar þeir fóru til Sauðárkróks til að fara í könnunarferð um borð í Skafta SK sem von var á til hafnarinnar rétt eftir klukkan 15. Þegar þeir komu til Sauðárkróks, var Skafti enn ókominn, en Hofsjökull lá hins vegar við bryggjuna. Tollar- arnir ákváðu að skreppa um borð í skipið til að tefja tímann og fá sér kaffibolla. Þá fóru skipverjar að henda ýmiss konar „drasli“ fyrir borð. En stranglega bannað er að henda rusli í íslenskar hafnir. Þegar „draslið" var nánar athug- að, kom í ljós að um var að ræða bandarískar 1,7 lítra áfengisflösk- ur, sem voru bundnar saman tvær og tvær. Alls fundust 18 slíkar flöskur og voru þær á floti um alla höfnina á Sauðárkróki. „Við hendum nú gaman að þessu. Við segjum að þeir séu eins og jólasveinarnir að útbýta gjöfun- um,“ sagði Björn Mikaelsson, yfir- lögregluþjónn á Sauðárkróki í samtali við Tímann. Björn sagði að menn hafi gengið fjörur um kvöldið og óvenju mikið hafi verið um mannaferðir við bryggjuna seinna um daginn. „Króksarar hafa mjög gaman að þessum taugatitringi í skipverjum Hofsjökuls. Hins vegar vitum við ekki hvort allar flöskurnar lentu í réttum höndum,“ sagði Björn. Þegar Skafti SK kom svo loks til lands, var gerð leit um borð í honum, og fannst einhver smygl- varningur. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.