Tíminn - 17.12.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.12.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 17. desember 1987 á fjórða áratugnum verði ekki gerðar viðeigandi ráðstafanir til að leiðrétta að fullu þann ójöfnuð sem nú er,“ sagði í tilkynningunni. Hagfræðingarnir sögðu að ójöfnuður þessi stafaði af fjárlaga- og viðskiptahalla Bandaríkjanna, hagstæðum vöruskiptajöfnuði Jap- ana og hina svokölluðu nýþróuðu þjóða í Asíu, miklu atvinnuleysi í Evrópu og gífurlegum skuldum og hagvaxtarstöðnun í mörgum ríkjum þriðja heimsins. Þeir sögðu að þótt viðskiptahalli Bandaríkjanna virtist vera að minnka væru ákvarðanir stjórnvalda í Washington engan veginn sannfær- andi. Það sem Bandaríkin þyrftu að gera væri að draga úr neyslunni heima fyrir og beina þannig fram- leiðslunni nieira á markaði erlendis. Japanir þurfa aftur á móti að auka neysluna heima fyrir um 4,5% til 5,5% og minnka hagstæðan vöru- skiptajöfnuð sinn jafnvel niður í núll. Vestur-Þjóðverjar þurfa einnig að auka neyslu sína og jafnvel reka þjóðarbúið með óhagstæðum vöru- skiptajöfnuði í einhvern tíma. Hinar nýþróuðu þjóðir Asíu, aðallega Tæwan og Suður-Kórea, ættu að fella úr gildi innflutningstolla sína, auka lífsgæðin heima fyrir og leyfa gengi gjaldmiðils síns að hækka. Hagfræðingarnir sögðu að nú væri rétti tíminn til að taka þessar ákvarð- anir, efnahagslífið væri enn stöðugt á ytra borðinu en slíkt yrði sannar- lega ekki upp á teningnum ef ekkert yrði að gert. hb Nokkrir hagfræðingar sögðu í gær að Bandaríkin og aðrar þjóðir þyrftu að taka upp ákveðnar aðgerðir til að koma í veg fyrir alvarlega efnahag- skreppu og enn frekari óstöðugleika á fjármálamörkuðum. Hagfræðingar þessir vinna við rannsóknarstofnanir í Evrópu, Suð- ur-Ameríku, Bandaríkjunum og Asíu og birtu þeir þessa sameigin- legu tilkynningu sína í gegnum ó- háða stofnun í Washington, Institute of International Economics. í tilkynningunni var sagt að Bandaríkin og þjóðir þær sem byggju við hagstæðan vöruskipta- jöfnuð hefðu tekið spor í rétta átt eftir hrunið á verðbréfamörkuðun- um þann 19. október, skrefin væru einfaldlega hvorki nógu mörg né stór og alþjóðlegir fundir gætu ekki hjálpað nema til kæmu fyrst viðeig- andi aðgerðir heima fyrir. „Næstu ár gætu orðið verstu síðan Frá fundi sjö helstu iðnríkja hins vestræna heims: Nú verður að fara að taka afgerandi ákvarðanir, annars vofir heimskreppa yfir, sögðu nokkrir hagfræðingar í gær. GAZA - ísraelstjórn hefur sent aukinn herafla til Gazasvæðisins til að reyna að draga úr átökum á þessu her- tekna svæði. Að minnsta kosti þrettán Palestínumenn hafa látið þar lífið síðustu daga í átökum við israelskar öryggis- sveitir. LUNDÚNIR - Bandaríkja- dalur hækkaði nokkuð í verði gaanvart öðrum helstu gjald- miðlum heims og verð á olíu lækkaði. Fésýslumenn voru þó ekki vissir um að peninga- markaðir yrðu stöðugari vegna möguleikanna á lækkandi verði á olíu og minnkandi verð- bólgu af þeim sökum. BAGHDAD - Irakar skýrðu frá þremur loftárásum á skip á siglingu við strendur Irans. Eitt skipanna var flutningaskipið Mimi M, rúmlega sextán þús- und tonna skip skráð á Kýpur. íranar hafa einnig aukið árásir sínar á skip í Persaflóanum. MOSKVA - Sergei Akhrom- eyev yfirherforingi í sovéska hernum sagði að varnarmáttur Sovétríkjanna yrði sá sami þrátt fyrir að þeir hefðu sam- þykkt að eyðileggja fleiri með- aldrægar og skammdrægari kjarnorkuflaugar en Banda- ríkjamenn, samkvæmt sátt- málanum sem undirritaður var í Washington á dögunum. Ak- hromeyev sagði hins vegar í samtali við Prövdu, blað kommúnistaflokksins, að Sovétmenn myndu ekki taka því þegjandi að Vesturveldin myndu reyna að byggja upp aukinn hernaðarmátt í Evrópu til að bæta sér upp vopnin sem tapast vegna samkomulagsins um eyðingu meðaldrægu og skammdrægari kjarnorku- flauganna. TOKYO - Japönsk fyrirtæki eyddu samtals tæplega ellefu milljónum yena á degi hverjum á síðasta ári í að skemmta viðskiptavinum sínum á hinn margvíslegasta hátt. GENF - Samkvæmt skýrslu sem unnin var á vegum GATT samtakanna um frjálsa tolla og viðskipti bendir flest til að mjólkurvötnin og smjörfjöllin frægu séu hætt að stækka. MANILA - Fréttastofa Fil- ippseyja sagði að nú væri unn- ið að því að breyta skemmtibát þeim sem Ferdinand Marcos fyrrum forseti landsins átti í ferðamannabát. Marcos notaði bátinn til að halda frægar veisl- ur fyrir stuðningsmenn sína. FRETTAYFIRLIT Varað við heimskreppu Forsetakosningarnar í Suður-Kóreu: Roh sigrar en óróin helst Roh Tae-Woo frambjóðandi stjórnarflokksins virtist í gær ætla að sigra auðveldlega í forsetakosn- ingunum í Suður-Kóreu. Þegarum tuttugu prósent atkvæða höfðu ver- ið talin í gærkvöldi hafði Roh hlotið 43,5% atkvæða og hafði afgcrandi forystu. Kim Young-Sam var hæstur stjórnarandstöðuframbjóðend- anna með 26,5% stuöning en keppinautur hans og fyrrum sam- herji Kim Dae-Jung hafði hlotið 21.5% atkvæða. Kim Dae-Jung, þekktasti stjórn- arandstæðingurinn, var ekki ánægður með kosningarnar og hann og samtök hans, Þjóðareining fyrir lýðræði (NCD), sögðu eftirað kjörstöðum var lokað að svik væru í tafli. Talsmaður NCD sagði að þeir hefðu miklar áhyggjur af kosninga- svikum og svo virtist sem skipulagt talningasvindl væri í gangi. Talsmaður hins alþjóðlega hóps er fylgdist með kosningunum sagði hins vegar að hann og félagar sínir hefðu ekki séð neitt sem benti til þess að svik væru í tafli. Hann talaði um óreglu á sumum kjör- stöðum en „það er ekkert á seyði sem við getum kallað útbreidd kosningasvik". Fyrir kosningarnar var talið að baráttan milli Roh og helstu keppi- nauta hans Kim Young-Sam og Kim Dae-Jung myndi verða hníf- jöfn og spennandi. Svo var ekki að sjá í gær. Báðir Kimarnir og margt venju- legt fólk sagði áður en forsetakjör- ið fór fram aö stjórnin nryndi sjálfsagt reyna að hagræða úr- slitunum Roh í vil. Roh er fyrrum herforingi og náinn samstarfsmað- ur Chun Doo Hwan forseta senr nú lætur af embætti. Alls greiddu 23.060.236 milljón- ir Suður-Kóreubúa atkvæði í kosn- ingunum eða 89,1% atkvæðabærra manna. Talningu átti að vera lokið að fullu í nótt. Óeirðalögregla var á vakt í gær og sagði blað eitt í landinu, sem hlynnt er stjórnvöldum, að hún myndi vera við öllu búin kæmi til átaka í kjölfarsigurs Roh. Lögregl- an í landinu telur um 120 þúsund menn. Kosningarnar sjálfar virtust ganga nokkuð vel og lítið var um handtökur og ofbeldi, raunar að- eins tilkynnt um átta atvik í landinu þar sem til átaka kom á kjörstöð- um. hb Roh Tae-Woo virtist í gærkvöldi ætla að verða hinn öruggi sigurvegari forsetakosninganna í Suður-Kóreu. Svíar segja, nú skulum við góma þá! Samið við fiskimenn um að fiska eftir óþekktum kafbátum Svíar hafa tekið upp nýtt vopn í baráttunni gegn óþekktum kafbát- um innan landhelgi sinnar. Hér er um að ræða litla fiskibáta sem eiga að hjálpa til við að gæta landhelginn- ar og fylgjast með óþekktum hlutum þangað til aukin aðstoð berst. Aldrei líður svo ár að ekki sé tilkynnt um nokkra kafbáta sem eiga að vera á sveimi innan landhelgi Svía, en samt er það svo að aldrei hefur Svíunum tekist að klófesta slíkan bát. Nú skal verða breyting á og hern- aðaryfirvöld hafa gert samninga við fjölda fiskibáta sem eiga að hjálpa til við að vakta sænskt yfirráðasvæði á Eystrasaltinu og við Helsingjabotn þar sem allt er krökkt af smáeyjum. „Þeir geta verið mjög hjáíplegir því vanalega tekur það marga tfma að fá sjóherinn og þyrlur á staðinn," sagði talsmaður sænska hersins í gær um smábátana. Sjóherinn hefur síðustu daga verið að leita að tveimur kafbátum sem almennir borgarar tilkynntu að þeir hefðu séð fyrr í þessum mánuði. Ekkert hefur fundist og í gær var verið að hætta leitinni. f öðru tilvik- inu var það lítill fiskibátur sem tók eftir merkjum frá að því er virtist, litlum kafbát um tuttugu metra löngum. Skipstjórinn bað um leyfi að fá að reyna að veiða hann í net sitt en herinn neitaði á þeim forsend- um að kafbáturinn gæti dregið bát- inn niður í sjó. Þegar svo herskip kom á vettvang var hinn óþekkti hlutur á bak og burt. Sænskir ráðamenn hafa haldið því fram í einkasamræðum að kafbátar þessir hljóti að vera frá Sovétríkjun- um eða öðrum Varsjárbandalags- ríkjum enda fjarlægðin ekki löng. Slíkar ásakanir hafa oft verið látnar kyrrar liggja á opinberum vettvangi þar sem sannanir eru ekki fyrir hendi. Sovétmenn hafa alltaf neitað að kafbátar sínar sigli inn í sænska landhelgi að yfirlögðu ráði. hb Járntjald styrkt að nóttu til Byggingarverkamenn austur- þýskir vinna nú við að styrkja Berlínarmúrinn þar sem Brand- enburgarhliðið er. Þetta var haft eftir lögreglunni í Vestur-Berlín í gær. Verkamennirnir fara sér að engu óðslega, voru að mæla í rólegheitum á sunnudag og hafa nú stillt upp spýtum og hella þar niður býsninni allri af stein- steypu. Þeir eru að þessu á nótt- unni og eru varðmenn alltaf ná- lægir. hb ÚTLÖND Heimir Bergsson BLAÐAMAÐUR ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.