Tíminn - 17.12.1987, Síða 15

Tíminn - 17.12.1987, Síða 15
Fimmtudagur 17. desember 1987 Tíminn 15 ^iilillillHíi' MINNING .... _ - ' "" Vigfús Brynjólfsson Fæddur 17. desember 1896. Dáinn 30. ágúst 1987. „ Um héraðsbrest ei getur, þó hrökkvi sprek í tvennt. “ Rúm 15 ár munu vera síðan við hittumst fyrst fyrir tilverknað sam- eiginlegs kunningja. Ekki var mað- urinn mikill að vallarsýn. Mun þar hafa ráðið að nokkru að „kjörin settu á manninn mark“, því ekki mun hann ætíð hafa gengið saddur til hvílu á uppvaxtarárunum. En oft meira en nógu þreyttur. Og senni- lega ekki alltaf útsofinn að morgni. Að nokkru rættist úr með vöxt og þroska, þegar hann kom af sjónum, enda mörgum orðið gott af nýmet- inu. Síðan stofnaði hann heimili og fór að búa á koti eins og gengur. En ekki mun frístundunum hafa fjölgað við það, enda leitað flestra bragða til að verða einskis manns bónbjarga- maður. Eftir að hann kom að Glamma- stöðum mun hann fyrst hafa farið að rétta nokkuð úr kútnum efnalega. Og skepnurnar voru hans líf og yndi. Hann talaði um það fram undir það síðasta hvað hann saknaði kinda sinna. Og hug hans til hestanna sýnir þessi vísa: Ef að sálin fer á flakk og fetar rétta veginn, bíður mín með beisli og hnakk Brúnn minn hinumegin. Og á Glammastöðum mun hann hafa átt góðar stundir við veiðiskap á vatni og í fjalli, enda sagði hann byssuna hafa gefið sér margan góðan málsverðinn. En þetta var allt löngu liðin tíð, þegar ég kynntist honum. Fljótlega þóttist ég finna að honum hefði auðnast að láta ekki baslið smækka sig. Ég hygg að minningarnar frá æskuárunum hafi valdið því, hvað honum þótti mikils um vert, ef einhver leit inn til hans, að hann þægi góðgerðir og gerði þeim góð skil. Er fram liðu stundir fór hann að lofa mér að heyra eina og eina vísu, en á því sviði var hann vandlátur. Ekki kann ég bragfræði, en ég held, að ég hafi aldrei heyrt hann fara með vísu, sem ekki var rétt gerð. Ekki var hann þó fyrir að flíka þcint, og ekki leyfði hann birtingu neinnar á prenti, er eftir var leitað. Hugsunin var skörp og minnið trútt. Með afbrigðum glöggur á fjármörk. Mun ekki ofmælt að hann hafi kunnað utanbókar flest mörk í nokkrum sýslum, bæði hér syðra og í Húnavatnssýslu, en hann var kaupa- maður í Vatnsdal nokkur sumur á síðari árum og fór þar í göngur. Því var hann oft valinn til að sækja í útréttir. Þá var hann sjór af fróðleik um menn og málefni og var unun að heyra hann segja kímnisögur, sem hann kunni urmul af. Er skaði hve mikið af slíku fór með honum í gröfina. Hann hirti ekki alltaf um að binda bagga sína sömu hnútum og sam- ferðamenn. Eitt sinn sagði hann mér að hann hefði verið sá eini í sveitinni. sem keypti Þjóðviljann. Á Dalbraut 27 leið honum vel, og þökk sé forstöðukonu og starfsfólki þar, og ekki síst fyrir að gera síðustu bón hans. En hún var að hann fengi að deyja þar í herbergi sínu, en þurfa ekki að fara á sjúkrahús. Nú er hann kontinn þangað sem hvorki þjakar kuldi né sultur og hefur hitt Brún sinn og fleiri vini, sem farnir voru á undan honum. Gunnar Sigurðsson. VÖRUMERKI VANDLATRA NÆRFATNAÐUR NÁTTFATNAÐUR CALIDA í I f Heildsölubirgöir: Þórsgata 14 - sími 24477 Rafvirkjar - Rafeindavirkjar Okkur vantar rafvirkja eöa rafeindavirkja nú þegar eða hiö allra fyrsta. Starfið felst einkum í viöhaldi og viðgerðum á rafkerfum og rafeindabúnaði ýmiskonar. Mikil vinna, fæði á staðnum. Upplýsingar veitir Ágúst Karlsson í síma 681100 eða á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 18, Reykjavík. Olíufélagið hf. TÓNLIST Davíð og Golíat Gítarinn hefur verið sjaldgæft ein- leikshljóðfæri með sinfóníuhljóm- sveitum vegna grundvallarmunar í raddstyrk. En nú má þakka það rafeindatækninni að þeir annmarkar eru að mestu úr sögunni: með hæfi- legri {en smekklegri) mögnun nýtur klassíski gítarinn sín vel, jafnvel í stórum hljómsveitarsal. Pétur Jónasson hefur á undan- förnum árum haslað sér völl meðal fremstu hljóðfæraleikara vorra, og á sinfóníutónleikunum 26. nóvember (sem Frank Shipway stjórnaði) náði harin háu takmarki allra einleikara: að leika einleik með sinfóníuhljóm- sveit. Verkið var Fantasía para un gentilhombre eftir Joaquin Rodrigo, mjög geðfellt og skemmtilegt verk sem naut sín prýðilega, þótt sögur hermi að einhver mistök hafi orðið með vélvæðinguna. Pétur er dæma- laust vandaður tónlistarmaður, sannur „prófessjón al“, sem ævinlega má treysta til að gera hlutina eins vel og framast má verða. Pétur Jónasson. Tónleikarnir hófust með litlu en ágætu verki eftir Mist Þorkelsdóttur (f. 1960), og heitir Fanta-Sea (tón- listin er alþjóðleg, segja menn, og allir með heimsmarkaðinn í huga). Tónskáldið unga segir verk þetta hafa orðið til við strendur Túnis: „Þetta er lítil fantasía um sjóinn þarna, sem er svo heitur, blár og endalaus, og ekkert gerist utan ein og ein alda, sem leitar upp á strönd- ina og einhversstaðar má greina söng hafgúa, eins og þann, sem Ódysseifur heyrði forðum.“ Síðast var svo 1. sinfónía Williams Walton (f. 1902), landa stjórnand- ans. Tónleikaskráin segir sinfóníuna túlka vel anda 4. áratugarins: vonir, efa og óhug, en tæknilega sé hún í anda Beethovens og Síbelíusar. Nokkuð voru skoðanir áheyrenda skiptar um túlkun Shipways á verk- inu: sumum þótti þetta harla gott, en öðrum fannst að óhætt hefði verið að slá af hávaðanum, lúðraþeyting- unum og trumbuslættinum annað veifið, þó ekki væri til annars en að brýna skynfæri áheyrenda til nýrra átaka. En hvað um það: Walton er sagður á uppleið um þessar mundir, og allar líkur á því að við fáum að heyra hann aftur hér áður en langt um líður. Sig.St. Aðventutónleikar í Hallgrímskirkju Hinn raddfagri Mótettukór Hall- grímskirkju „söng aðventuna inn“ með tónleikum í kirkju sinni sunnu- daginn 29. nóvember. Flutt voru ýmis söngverk, sem 16.- og 17.-aldar menn höfðu samið guði til dýrðar - mótettur, bænir, sálmar og dýrðar- söngvar. Söngurinn hófst þó með latínusálmi. „Kom þú, kom, vor Immanúel", og lauk með öðrum. „Nú kemur heimsins hjálparráð“, og hafði Róbert A. Ottósson radd- sett báða en Sigurbjörn Einarsson biskup þýtt. Róbert lagði á sinni tíð mjög gjörva hönd að málum ís- lenskrar kirkjutónlistar, og raunar tónlistar almennt, og hinn áhrifa- mikli riddari Krists, Sr. Sigurbjörn, slær sínum fræga forvera, Jóni Ara- syni, við með lærdómsfullum latínu- þýðingum sínum. Latína er list mæt, lögsnar Böðvar. í henni eg kann ekki par, Böðvar. o.s.frv. Hörður Áskelsson er organisti Hallgrímskirkju og stjórnandi Mót- ettukórsins. I honum eru50söngvar- ar, en eins og venja mun vera með söng sem þennan, leggur Mótettu- kórinn meiri áherslu á hreinan tón og fagran en á trúarlegan tilfinninga- hita. Enda kom þar að mér þótti söngurinn ætla að líkjast þeirri nátt- úrulitlu skuggatilveru sem Gullna hliðið segir ríkja á himnum en þá skipti engum togum að stjórnandinn kom með átakafulla 6-radda mótettu eftir Schútz: tónleikar Mótettukórs- ins eru settir upp eins og sinfónía, sem ein listræn heild, og til að auka enn fjölbreytnina spiluðu barokk- hljómlistarmennirnir Camilla Söder- berg (blokkflauta) og Snorri Örn Snorrason (lúta) tvisvar sinnum af alkunnri list. Mjög hljómaði kirkjan vel, þar sem ég sat, fremur aftarlega, fyrir þessa tegund tónlistar, enda stefnir í það með ýmsum aðgerðum, - þar verður smíði orgels efst á baugi - að Haligrímskirkja verði það musteri kirkjutónlistar sem að var stefnt í upphafi. Jafnvel skaparinn þurfti að gera tilraunir áður en hin fullkomna skipan hlutanna næðist, svo sem segir í helgri bók, því sköpunarverk- ið var ekki fullkomið með Adam einan í Paradís. Þar þurfti Evu til - og svo orminn, en það-er önnur saga og alþekkt. Enda sagöi Alfons hinn vísi (13. öld) sem, ef marka má orð hans, taldi sig engan eftirbát skapar- ans að vísdómi: „Hefði ég verið viðstaddur sköpunarverkið hefði ég getað gefið almættinu ýmsar ábend- ingar um betra fyrirkomulag hlut- anna.“ Sig.St. Orðsending til jólasveina og barna Karíus og Baktus fara ekki í jólafrí Tannverndarráð FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Heimilisþjónusta Starfsfólk vantar til starfa í hús Öryrkjabandalags íslands í Hátúni. Vinnutími ca. 2-4 klukkustundir á dag, eöa eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 18800. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Matráðskona Matráöskona óskast í fullt starf á lítið vistheimili í Breiðholti. Einnig aöstoöarstúlku í eldhús í hluta- vinnu. Laust frá 1. jan. 1988. Upplýsingar í síma 75940. TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. PRENTSMIÐjAN édddu Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.