Tíminn - 17.12.1987, Qupperneq 6

Tíminn - 17.12.1987, Qupperneq 6
6 Tíminn Fimmtudagur 17. desember 1987 Undirbúningur staögreiöslu í fullum gangi: Persónuafsláttur stendur í fólki Um næstu áramót öðlast gildi staðgreiðslukerfi skatta eins og kunnugt er. Skattkort hafa nú verið send út til launafólks, en það mun síðan koma þeim áfram til viðkomandi launagreiðanda fyrir 21. þessa mánaðar. í raun þarf að skila kortunum til launagreiðand- ans í síðasta lagi á morgun, föstu- dag, þar sem 21. desember er mánudagur. Það hefur verið mikið annríki síðustu daga á skattstofum landsins. Bæði er það að fólk sækir um aukaskattkort, og aflar sér í leiðinni upplýsinga um vafaatriði varðandi framkvæmd staðgreiðsl- unnar. Að sögn forsvarsmanna skattstofanna er mest spurt um hvernig nýtingu persónuafsláttar sé best háttað, t.d. hvaða mögu- leika makar hafa á nýtingu ónotaðs persónuafsláttar. Guðmundur Gunnarsson á Skattstofu Norðurlandsumdæmis eystra segir marga hafa óskað eftir aukaskattkorti, „sú flóðbylgja sem byrjaði fyrir helgi, stendur enn," sagði Guðmundur. Hann segir greinilegt að eldra fólk sé um margt óklárt á staðgreiðslukerfinu. Hann lét þess ennfremur getið að fólk sem hefði breytilegar tekjur frá einum mánuði til annars, spyrði mikið um hvernig við því ætti að bregðast í staðgreiðslukerfinu. Sigmundur Stefánsson, skrif- stofustjóri á Skattstofu Reykjanes- umdæmis, sagði að þangað hefði verið stöðugur straumur fólks undanfarna daga til að fá auka- skattkort. Hann sagði að menn hefðu runnið blint í sjóinn með hversu mikil ásókn yrði í auka- skattkortin. „Þessi straumur síð- ustu daga er bara upphafið. Hann á eftir að aukast út þennan mánuð og í næsta mánuði," sagði Sig- mundur. Það kom fram hjá honum að flestar spurningar vöknuðu hjá fólki varðandi nýtingu á persón- uafslætti, þegar það hefði ekki tekjur til að nýta hann til fullnustu. Sem dæmi nefndi Sigmundur að menn velti því mikið fyrir sér hvort afgangur persónuafsláttar detti niður eða hvort mögulegt sé að færa hann yfir á aðra, t.d. maka eða börn. Hjá skattstjóra Suðurlandsum- dæmis, Hreini Sveinssyni, fengust þær upplýsingar að mikið væri um að fólk leitaði sér upplýsinga um staðgreiðslukerfið, einkum varð- andi nýtingu persónuafsláttar, t.d. af maka eða sambýlisaðila. Það kom fram hjá Hreini að maka er heimilt að nýta 80% af ónýttum persónuafslætti mótaðila. óþh Flatbotna íslenskar „wok“-pönnur: Kínversk matargerð á pönnu frá Eyrarbakka Það hefur eflaust nokkuð haml- að framtakssemi þeirra sem gaman hafa af matseld upp á kínverska vísu að illfáanlegar hafa verið flat- botna kínverskar pönnur, pönnur sem gjarnan eru kallaðar „wok" á erlendum málum. Venjulegar „wok“- pönnur eru yfirleitt gerðar fyrir gas og eru því með kúptum botni sem gjarnan stendur á málmhring. Slíkar pönnur getur reynst erfitt að nota á íslenskum rafmagnshcllum og má fullyrða að þetta hefur nokkuð dregið úr mönnum að ástunda kínverska matseld í heimahúsum. Nú er hins vegar komin á mar- kaðinn ný gerð af „wok“- pönnum, flatbotna og dálítið öðruvísi í útliti en þær hefðbundnu. Ekki á þessi “wok“-panna þó ættir sínar að rekja til Austurlanda fjær, heldur austur fyrir fjall, eða til ekki ómerkari staðar en Eyrarbakka. Alpan, heitir eyrbekkst fyrirtæki sem framleiðir ýmsar gerðir af pönnum og hefur gert um skeið og er „wok“-pannan það nýjasta í vöruþróun fyrirtækisins. Fram- leiðendur veita þær upplýsingar að þessi „kína-panna“, eins og þeir kalla hana, sé steypt með sérstakri fargsteypuaðferð sem gefi bestu hugsanlegu hitaleiðni. Slíkt er sér- staklega mikilvægt þegar um „wok“-pönnu er að ræða vegna þess hvernig eðli kínverskrar elda- mennsku er. Kínversk matargerð- arlist byggir að miklu leyti á því að maturinn, sem er til þess að gera smátt skorinn, er snöggsteiktur. Er þá hið aðskiljanlegasta hráefni sett í sömu pönnuna. Þess vegna er „wok“- pannan kúpt í laginu með hárri brún og hitinn þarf að vera mestur á botninumog síðan mátu- lega míkill út með brúnunum. Snöggsteikingin krefst mjög mikils hita sem er þá mestur í botninum á pönnunni, og bitarnir sem verið er að steikja eru þá snöggt færðir út í hliðarnar þar sem hitinn er minni og nýjum ýtt í botninn og þannig koll af kolli. Það hefur brunnið við, að wok- pönnur sem gerðar hafa verið fyrir rafmagnshellur hafi ekki náð þessu nauðsynlega jafnvægi hitaleiðni úr botninum og út í hliðarnar, sem fæst þegar pannan er hituð yfir gaseldi sem teygir sig upp með hliðunum. Hins vegar verður það að segjast eins og er að eftir að hafa eldað nokkrum sinnum með henni virðist þessi nýja panna frá Eyrar- bakka náð mjög langt í að yfirvinna þetta vandamál. - BG Athugasemd frá Jóhannesi Nordal Tímanum barst í gær eftirfarandi athugasemd frá Jóhannesi Nordal seðlabankastjóra. Birtist hún hér orðrétt. í Tímanum í dag er ýmislegt haft eftir mér um vexti, sem fram kom í símaviðtali við blaðamann Tímans í fyrradag. Þar er dregin sú ályktun, að ég telji háa vexti ekki hafa þau áhrif hér á landi, sem ætla mætti samkvæmt hagfræðikenningum og þeir séu því haldlaust stjórntæki. Þar sem þetta viðtal gefur ekki rétta mynd af skoðunum mínum í þessu efni, enda erfitt að afgreiða slík mál í stuttu símtali, langar mig til að koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri. Það er út af fyrir sig rétt, að háir vextir hafa ekki ennþá nægt til þess að slá á þá miklu þenslu, sem hér ríkir á peningamarkaðnum. í fyrsta lagi er þá á það að benda, að um vexti gildir það sama og önnur hagstjórnartæki, að það tekur nokk- urn tíma að áhrif þeirra komi að fullu fram. Þeir háu raunvextir, sem nú eru á markaðnum hér, hafa ekki staðið enn nema örfáa mánuði, og áhrif þeirra því alls ekki að fullu komin fram. Á sama tímabili hefur verðbólga farið ört vaxandi og vantrú á stöðugleika gengisins verið að aukast. Hefur þetta hvort tveggja enn um sinn verkað á móti þeim áhrifum, sem háir útlánsvextir mundu ella hafa haft. Jafnframt er rétt að benda á, að þær miklu kvartanir, sem margir í atvinnulífinu hafa að undanförnu sett fram um áhrif vaxta, benda ekki til þess að þeir séu áhrifalausir, heldur hljóti fyrirtæki að reyna að draga úr fjár- festingu og öðrum umsvifum, ef fjármagnskostnaður helst hár til lengdar. í öðru lagi held ég, að allir hag- fræðingar bæði innanlands og utan séu sammála um það, að efnahagslíf- inu verði ekki stjórnað svo vel sé með vöxtunum einum saman. Sér- staklega er mikilvægt við núverandi aðstæður, að það takist að styrkja hag ríkissjóðs, eins og ríkisstjórnin nú stefnir að. Einnig eru hóflegir launasamningar og vissa um sæmi- legan stöðugleika kaupgjalds fram í tímann ekki síður mikilvægt atriði til þess að skapa traust á lánamarkaði. Sannleikurinn er sá, að engin árang- ursrík efnahagsstefna getur til lengd- Jóhannes Nordal. ar treyst á notkun eins stjórntækis, heldur verða ætíð að koma til sam- ræmdar aðgerðir í peningamálum, fjármálum ríkisins, launamálum og gengismálum. Á meðan nýfjármála- stefna ríkisins er ekki að fullu komin til framkvæmda, launamálin í óvissu og efasemdir í hugum manna um gengisþróunina, leggst jafnvæg- isvandinn með fullum þunga á lána- markaðinn og vextirnir eru knúnir upp á við. Það er fásinna að við mundum bæta ástandið með því að þrýsta vöxtunum niður með valdboði við þessar aðstæður. Það myndi aðeins auka á jafnvægisleysið á markaðnum og draga stórlega úr innlendum sparnaði. Vextirnir verða ekki hróp- aðir niður, eins og viðskiptaráðherra segir í viðtali Tímans við hann í dag. Það eina sem dugir í því efni er sterk og samræmd heildarstefna í efna- hagsmálum. Ef það tekst að draga stórlega úr lánsfjárþörf ríkisins og skapa grundvöll hjaðnandi verð- bólgu með skynsamlegum launa- samningum, væri lagður traustasti grunnur betra jafnvægis á lánsfjár- markaði og hóflegri raunvaxta.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.