Tíminn - 17.12.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 17.12.1987, Blaðsíða 20
SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. O: , . Y dagar til jólayþ- WM 'V-'V-'/'v" t Pétur og Ármann í Ávöxtun 17. MARS Iíniinn og seld á Athyj>li hefur vakið að cij'cndur vcrðhrclainarkaðsins Ávöxtunar hf. hafa eignast á nokkruin dögum tvö ábcrandi fyrirtæki, Ragnars hakarí í Kellavík og vcrslunina Karaktcr scin áður hét Flóín. Frá kaupum |iessuni hcfur Tíminn ficg- ar greint, cn nú er Ijóst að þetta verða ckki síöustu fyrirtækin sem þeir félagarnir inunu kaupa. Á næstunni verður tíðinda aö vænta þar seni fyrirtækjakaup cru eitt af því scm þeir starfa við jafnfraint því að rcka saman Ávöxtun hf. Pétur Björnsson, annar eigenda Ávöxtunar hf„ sagði ( sutntali við Tfmann að hann hefði ckkert að fela í þessuni víðskiptum. Hann hcföí keypt Karakter af Gerðj, þar scm hann var orðinn ábyrgðarmað- ur fyrir leigugreiðslum og hcföi hvort sem er þurft að inna þær af hendi vegna fjárhagsvanda fyrrver- andi eiganda. Reyndar væri þaö þannig aö hunn hati alls ekki ætlaö út i fataviðskipti, vegna þess að hann hafi fengiö sinn skammt í Karnabæ á sínum tíma. Hefði hann gjarnan viljað geta sagt að hann væri búinn að selja það fyrirtæki, en það væri ekki enn þó að þegar hafi því verið sýndur áhugi af ákveðnum aðila. Hins vegar sagði hann um kaup- in á Ragnarsbakaríi í Keflavík að þeir hafi ekki staðið í neinu sam- bandi við skuldbindingar þcss fyrir- tækis. Þarnu hefði einfaldlcga verið skuldugt fyrirtæki á ferðinni og þegar það var komið til skiptaráð- anda, hafi þeir boðist til að kaupa það. Pað keypti Ármann Reynis- son, forstjóri Ávöxtunar hf. Tíminn hefur fyrir því óstaðfest- ar heimildir að ekki sé langt aö bíða næstu fyrirtækjakaupa þeirra félaga. Er þar m.a. um að ræóa verslanir í Kringlunni, þar sem stofnkostnaður varð yfirleitt mikill og lciga há. Pegar sú frétt var borin undir Pétur Björnsson, sagði hann að ekki væri verra að eiga fyrirtæki í Kringlunni en á öðrum góðum stöðum í bænum. Vildi hann koma því á framfæri að þeir störfuðu innan viðskiptalífsins á íslandi og það hafi lengi verið viðurkenn' að menn stefndu gjarnan að því að eignast fyrirtækí. Peir væru engin undantckning frá þcirri reglu. Vissulega stefndu þeir að því að kaupa fyrirtæki og ekki stður að þvf að selja þau öðrum sem áhuga hufa. Peir hefðu talsvert fé að grtpa til og gætu því lagt það frant með stuttum fyrirvara. Pá hefðu þeir yfir mikilli rekstrarþekkingu að ráða. Petta tvennt þyrfti vissu- lega að vera til staðar þegar menn fara út í eigin atvinnurekstur. Vandi mjög margra fyrirtækja lægi í þvf að þau væru andvana fædd og því dæmd til að stefna beina leið í greiðsluerfiðleika og jafnvel gjaldþrot. Pví miður hefðu stofnendur sjaldan nægilegt fjár- magn til að hefja rekstur og auk þess að standa í verulegum fjárút- látum vegna stofnkostnaðar. Pegar þessi tæpu fyrirtæki eru svo farin að fá á sig dráttarvexti ofan á öll lán, er rekstrarafkoman búin að vera. Sagði Pétur að þeir teldu sig vera aö gera hluti sem væru fullkomlega löglcgir og siðferðilega réttu megin miðaö við lögmál viðskiptalíís. Peir væru því ekkert að fara með þessa starfsemi í felur, enda engin ástæða til. KB Pétur Björnsson, segist stefna að því, cins og iengi hati tíðkast í íslensku viðskiptalífi, að eignast fyrirtæki. •fááááisfiiiácWíiiífíkáiaiéí Opinberar stofnanir: HÆKKANIR A OPINBERRI ÞJÓNUSTU FRAMUNDAN Tolla- og vörugjaldsfrumvörpin úr nefnd: Vörugjald falli niður af kökum Fjárveitinganefnd fundaði í gær- kvöldi um beiðnir einstakra ríkis- stofnana, svokallaðra B-hluta stofn- ana, um að fá að hækka gjaldskrár. Vitað er að Rafmagnsveitur ríkis- ins, Póstur og sími og Ríkisútvarpið sækja fast að fá að hækka gjaldskrár sínar. Póstur og sími telur sig þurfa a.m.k. 19% hækkun og einkum á þeirri forsendu að stofnuninni hafi verið neitað um hækkanir um langt skeið. Ríkisútvarpið sækir einnig fast að fá hækkun, enda hafi auglýs- ingatekjur þess minnkað um 150 milljónir króna á árinu. Rafmagnsveiturnar standa einnig frammi fyrir miklum niðurskurði á framkvæmdum, ef ekki kemur til hækkun á gjaldskrá. Pykir í þessu sambandi hart að á meðan geti Landsvirkjun ákveðið sjálf sínar hækkanir á meðan aðrir þurfi að leita leyfis hjáfjárveitingarvaldinu. ÞÆÓ f meirihlutaáliti fjárhags- og við- skiptanefndar efri deildar kemur fram að nefndin gerir breytingartil- lögur við frumvörp fj ármálaráðherra um tolla og vörugjald sem ganga lengra í þá átt að lækka eða fella alveg niður tolla og vörugjald af þeim vörum, sem gjarnan eru kallað- ar “ferðamannavörur-1 eða „smygl- gjarnar“ vörur. Þetta eru þær vörur sem Islendingar kaupa á ferðalögum sínum erlendis. Má þar nefna sjón- auka, rakvélar, hárþurrkur, ryksug- ur og hljóðnema. Þá er einnig horfið frá álagningu vörugjalds á þessa vöruflokka. Rændur af tveimur leðurjakkatöffurum Um klukkan hálftvö í fyrrinótt var ráðist á mann um fcrtugt við Reykjavíkurapótek og hann bar- inn í götuna. Að þessu stóðu tveir ungir menn, á aldrinum átján til tuttugu ára, klæddir leðurjökkum. Maöurinn var barinn nokkrum sinnum í andlitiö og síðan rændur þrjú þúsund krónum. Hann gat gefið lýsingu á mönnunum, og er annar þeirra Ijóshærður í dökkum leðurjakka og hinn dökkhærður í dökkum leðurjakka, með mikla keðju unt hálsinn. Mikil leit var gerð að mönnunum. gn þcgar síð- ast frcttist, hafði sú leit enn ekki borið árangur. Pá. var tæplega þrítugur maður urskurðaöur í gæsluvarðhaid, vegna kæru um kynferðislega ár- eitni víð tíu ára gamla stúlku, sent segir að hann hafi komiö inn um glugga hjá sér og farið upp í rúm til hennar. Maðurinn segir hins vegar að sér hafi verið boðið í (búðina og neitar ásökunum uni áreitni við stúlkuna. - SÓL Önnur stór breyting er að tillaga er gerð um að fella niður vörugjald af kökum. Röksemdarfærslan með þessum lið er annars vegar að álagn- ing vörugjalds á innlenda kökufram- leiðslu veldur erfiðleikum í inn- heimtu, m.a. vegna þess að brauð- vörur eru undanþegnar gjaldinu, og hins vegar er því borið við að eftirlit með framkvæmdinni sé mjög erfitt vegna fjölda gjaldenda. Telur meirihlutinn að þessar breytingar stuðli enn frekar að því að verslunin færist inn í landið. Er álitið að þetta skili auknum sölu- skattstekjum sem mæti hugsanlegu tapi ríkissjóðs af tollum. Þá er í breytingartillögum meiri hlutans lagt til að tollur á innfluttum álpönnum verði 30% áfram til að gefa innlendum framleiðendum færi á að laga sig að breyttri samkeppnis- aðstöðu. Loks leggur meiri hluti nefndar- innar til að fjármálaráðherra fái ótvíræða heimild til að setja reglur urn mat á innfluttum notuðum öku- tækjum. Þessa heimild hefur skort, en nokkur misbrestur hefur verið á að innflytjendur komi fullnægjandi upplýsingum á framfæri við tollayfir- völd. ÞÆÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.