Tíminn - 17.12.1987, Qupperneq 4

Tíminn - 17.12.1987, Qupperneq 4
4 Tíminn Fimmtudagur 17. desember 1987 MYKJUDREIFARAR Ný sending komin til landsins á sama verksmiðjuverði og áður Eldri pantanir verða afgreiddar fyrir miðjan desember GUFFEN 2600 lítra. Raunverð kr. 202.000.- Afsláttur kr. 13.000.- Tilboðsverð kr. 189.000.- GUFFEN 4200 lítra Raunverð kr. 283.300.- Afsláttur kr. 18.300.- Tilboðsverð kr. 265.000.- Tilboð þetta gildir til áramóta, eða meðan birgðir endast. Mjög hagstæðir greiðslu- skilmálar. Látið ekki happ úr hendi sleppa UMÐOÐSMENN OKKAR - YKKAR MENN UM LAND ALLT Vélabær h( Andakílshr. S. 93-51252 Ólafur Guðmundsson, Hrossholti Engjahr. Hnapp. S. 93-56622 Dalverk hf. Buðardal S. 93-41191 Guðbjartur Björgvinsson, Sveinsstöðum, Dal. S. 93-41475 Vélsm. Húnv. Blönduósi S. 95-8145 J.R.J. Varmahlið S. 95-6119 Bilav. Pardus Hofsósl S. 95-6380. Bílav. Dalvíkur, Dalvik S. 96-61122 Dragi Akureyri S. 96-22466 Vélsm. Hornafjarðar hf. Höfn S. 97-8340 Vikurvagnar, Vík S. 99-7134 Ágúst Ólafsson, Stóra Moshvoli, Hvolsvelli S. 99-8313 Vélav. Sigurðar, Flúðum S. 99-6769 Vélav. Guðm. og Lofts Iðu S. 99-6840 jgs?" G/ObUSF l.ágmúla 5 Reykjavík Sími 6815S5 TiLBOÐSVERÐ KVERNELAND JT TIL AFGREIÐSLU STRAX STEVR 8090 OG STEVR 8070 Jón Stefánsson, stjórnandi Kórs Langholtskirkju, situr hér við gamla orgelið með eintök af fyrsta klassíska geisladiskinum. Tímamynd: Gunnar Langholtskirkjukór ríður á vaðið: Jóhannesarpassían á fyrsta diskinum Kór Langholtskirkju hefur nú riðið á vaðið og gefið út fyrsta íslenska hljómdiskinn (geisladisk) með klassískri tónlist. Verkið er Jóhann- esarpassía og er á tveimur diskum, auk vandaðrar bókar með texta passíunnar, umfjöllun um verkið, höfund þess og flytjendur á íslensku, þýsku og ensku. Flytjendur eru þau Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sólveig M. Björling, Michael Goldthorpe, Kristinn Sig- mundsson, Viðar Gunnarsson, Kór Langholtskirkju og Kammersveit kirkjunnar. Stjórnandi er hinn sívin- sæli Jón Stefánsson. Upptakan var gerð á tónleikum í Langholtskirkju þann 17. apríl sl. fyrir fullu húsi áheyrenda og annað- ist Ríkisútvarpið hana. Tónleikarnir voru síðan settir óstyttir á diskana, nema hvað þagnir voru styttar og lófaklappið þurrkað út, auk ýmissa smáhljóða, eins og hósta og skrjáfi í pappírum. Upptökumaður var Þórir Steingrímsson og tónmeistari var Bjarni R. Bjarnason. Hljómdiskarnir voru gefnir út í 1.000 eintökum og fást í hljómplötu- verslunum. Hulstrið prýðir mynd úr íslensku handriti frá 14. öld, sem er í eigu Árna Magnússonar safnsins í Kaupmannahöfn. - SÓL Þorskafli landsmanna: 360.000 tonn á11 mánuðum Síðari jólamynd Laugarásbíós: Ævintýri Stórfóts hjá Hendersonunum Síðari jólamynd Laugarásbíós, Stórfótur, eða Bigfoot, verður frum- sýnd nú á fimmtudaginn. Myndin greinir frá Henderson fjölskyldunni, sem á ferðalagi keyrir á ferlíki, sem reynist vera Stórfótur (sem fyrir þá sem ekki vita betur, er goðsagna- skrímsli í Norður-Ameríku, svona nokkurs konar Jeti, fyrir þá sem muna kannski eftir Tinna í Tíbet). í>au ákveða að drösla ferlíkinu með sér heim á leið, og binda það því á þakið. Miðja vegu heim uppgötva þau svo skyndilega að Stórfótur er alls ekki kominn í annan heim, heldur sprelllifandi. Og það er allt annað en auðvelt að hafa 3ja metra háan apa í húsinu heima hjá sér og láta eins og ekkert sé. Stórfótur, sem reynist síðan eftir allt saman vera besta skinn, er, eins og vera ber, eltur af vondum gaurum, en allt hlýtur að bjargast að lokum. Annars er ég illa svikinn. í aðalhlutverkum í þessari bíó- mynd, gerð af fyrirtæki Steven Spiel- berg, eru John Lithgow, Melinda Dillon og Don Ameche. Leikstjóri er William Dear og verður myndin sýnd jafnhliða hinni frábæru Amer- ican Tale sem er fyrri jólamynd Laugarásbíós. Sjá kvikmynda- og skemmtidóm síðar. _ SÓL Frá janúarbyrjun til nóvember- loka hafa landsmenn veitt 360.000 tonn af þorski, en höfðu á sama tíma í fyrra veitt 330.000 tonn. í>ar af voru 22.000 tonn veidd í nóvember, en í nóvember 1986 voru veidd 23.000 tonn. Mest var samt veitt af þorski í júlí, en þá var 43.000 tonnum landað, sem var 13,000 tonnum meira en landað var í sama tíma í fyrra. Bátar veiddu samtals 202.342 tonn af físki í síðasta mánuði, togarar 23.857 tonn, eða samtals 226.199 tonn. Mest var veitt af loðnu, eða 145.235 tonn, þá af síld, 37.727 tonn og loks þorski, 21.811 tonn. Norð- lendingar veiddu landshluta mest, eða 68.824 tonn, þar af voru 58.025 tonn af loðnu. Austfirðingar komu fast á eftir með 60.000 tonn, en afli þeirra skiptist milli loðnu, 29.173 tonn og sfldar, 27.113 tonn. Aðrir landshlutar voru langt á eftir. Fyrstu 11 mánuði ársins voru veidd 360.000 tonn af þorski, 265.000 tonn af öðrum botnfiski, 61.000 tonn af síld, 670.000 tonn af loðnu, 33.000 tonn af rækju, 2.600 tonn af humri, 11.344 tonn af hörpu- diski og 490 tonn af öðrum afla. Samtals hafa verið veidd 1.401.260 tonn af ölluni tegundum, en á sama tíma í fyrra var búið að veiða 1.476.853 tonn. Heildaraflinn er því 75.000 tonnum minni, þó búið sé að veiða 20.000 tonnum meira af þorski. - SÓL

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.