Tíminn - 17.12.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Fimmtudagur 17. desember 1987
llllllllllllllllllllililíl BÆKUR llilllllllllllllllllll
Norma E. Samúelsdóttir
rithöfundur.
Ljóð eigin-
konu drykkju-
sjúks skálds
Nú fyrir jólin er að koma út
ljóðabókin Marblettir í regnbogans
litum eftir Normu E. Samúelsdóttur.
Bókin ber undirtitilinn: Ljóð
eiginkonu drykkjusjúks skálds.
Þetta er þriðja bók höfundar, áður
hafa komið út bækurnar Næst síðasti
dagur ársins, undirtitill: Dagbók
húsmóður í Breiðholti, sem gefin var
út af Máli og menningu 1979, og
Ijóðabókin Tréð fyrir utan gluggann
minn sem einnig kom út hjá Máli og
menningu 1982.
Vegna vaxandi vandamála, sem
drykkjusýki og önnur
vímuefnaneysla veldur þjóðfélögum
heims, og þá ekki síst fjölskyldum
hinna sjúku, hefur höfundur valið
þessum ljóðum það form að lýsa á
raunsæjan hátt lífi einnar fjölskyldu
frá sjónarhóli eiginkonunnar sem
vinnur í fiski til að sjá fyrir sér og
börnum sínum. Eiginmaðurinn,
skáldið, er ekki lengur í myndinni
heldur víðs fjarri. Ljóðin lýsa
kvíðanum, einmanaleikanum, von
sem aldrei hverfur alveg, og að
endingu batavonum aðstandandans
sjálfs sem finnur lífi sínu nýjan
farveg.
Nýja Ijóðabókin er prentuð í Letri
á kostnað höfundar.
Babelshús
Skáldsaga eftir P.C. Jersild
í íslenskri þýðingu
Þórarins Guðnasonar
læknis
Skáldsagan Babelshús eftir P.C.
Jersild er nýlega komin út á
vegum bókaforlagsins Svart á
hvitu hf. Sagan fjallar um lífið á
risastóru nýtísku sjúkrahúsi í
Stokkhólmi. Aðalsöguhetjan er
hinn 76 ára gamli ellilífeyrisþegi,
Primus Svensson, og svo
starfsliðið sem dregur hann á milli
deilda stórsjúkrahússins,
stofnunar þar sem allt er orðið svo
sérhæft að starfsmenn og
sjúklingar skilja tæplega mál
hvers annars. Þetta er löng
skáldsaga, skrifuð af mikilli
dirfsku og þekkingu á söguefninu.
P.C. Jersild (f. 1935) er sjálfur
læknir að mennt, og því ætti
söguefnið að vera honum
nærtækt. Hann hefur þó lengst af
helgað sig ritstörfum og er
tvímælalaust í hópi bestu
rithöfunda Norðurlanda.
Babelshús varð metsölubók í .
Svíþjóð þegar hún kom fyrst út,
140.000 eintök seldust á aðeins
tveimur vikum og hún hefur oft
verið endurútgefin síðan, nú
síðast í sumar og þá með nýjum
eftirmála höfundar. Sagan hefur
verið þýdd á mörg önnurmál, t.d.
kemur hún út í Bandaríkjunum um
svipað leyti og hér.
Þórarinn Guðnason læknir
nýtur mikillar virðingar sem snjall
og vandvirkur þýðandi. Meðal
verka sem hann hefur þýtt eru
Blómin í ánni eftir Editu Morris,
Glas læknir etir Hjalmar
Söderberg og Manntafl eftir
Stefan Zweig.
Illllllli
AÐ UTAN
Konungbornir í Malajsíu
valda ofsareiði þegnanna
með framferði sínu
Konungbornir í Malajsíu
valda ofsareiði þegnanna
með framferði sinu
Stórversnandi hegðun meðlima
konungsfjölskyldna Malajsíu er nú
orðið meiriháttar ágreiningsmál í
landinu, en þar hefur almenningur
þegar skipst í tvo andstæða hópa
mcð tilheyrandi fjöldahandtökum
og banni á ýmsum blöðum vegna
ritskoðunar.
Síöustu mánuði hafa geisað um
landið fréttir og óstaðfestar kvik-
sögur af nýjustu uppátækjum, kon-
ungborinna manna þar í landi,
undarlegum og oft ofbeldisfullum
að sögn, en eins og lögum er háttað
í landinu er ekki unnt að láta þá
sæta ábyrgð fyrir glæpsamlegt at-
hæfi. Slíkar frásagnir eru ekki
nýtilkomnar en hafa nú fengið byr
undir báða vængi.
Fróðleikur um
tækni
Bókaútgáfan Setberg hefur
sent frá sér bókina: Svona er
tæknin. Margir kannast við
bókaflokk Setbergs eftir Joe
Kaufaman: „Svona erum við",
„Svonaerheimurinn", „Svonaeru
dýrin". Fjórðu bókina hefur
vantað nokkurn tíma en verður nú
fáanleg aftur, en það er „Svona er
tæknin".
Börnin hafa mikinn áhuga á öllu
er varðar tæknina í kringum þau
og þekking þeirra sem eldri eru
dugir ekki alltaf til þess að veita
viðunandi svör við þeim
spurningum sem börnin spyrja.
Og þá kemur þessi bók að góðu
haldi, bæði fyrir unga og aldna.
Hundruð litmynda prýða
bókina. Þýðandi: örnólfur
Thorlacius.
Englar gráta
ÍSAFOLD hefur gefið út bókina
Englar gráta eftir
metsöluhöfundinn Wilbur Smith.
Draumur um heimsveldi, ásókn
í lönd, dýrmæta málma og völd yfir
stoltri stríðsþjóð. Þetta voru þau
öfl sem knúðu Englendinga á
síðustu stjórnarárum Viktoriu
drottningar til að seilast inn í
ókannaða og ótamda myrkviði
meginlands Afríku. Þar fundu þeir
nýtt land sem þeir juku við
nýlenduveldi Breta. Ralph
Ballantyne var einn þessara
landnema. Metnaðargirnd hans
og vitund um örlög sín ollu því að
hann varð í senn þarfasti þjónn og
s^mesti svikari leiðtoga síns.
Frásögnin berst síðan frá lokum
síðustu aldar og fram til okkar
tíma þar sem tvær fjölskyldur,
svört og hvít, standa augliti til
auglitis og endurspegla átök
tveggja þjóða.
ÍSAFOLD kynnti
metsöluhöfundinn og
frásagnarsniUinginn Wilbur Smith
með bókinni Menn með mönnum
sem hlaut einróma góða dóma.
Englar gráta er ekki síður
heillandi, þrungin spennu,
ævintýrum og rómantík.
Þýðandi er Ásgeir Ingólfsson,
bókin er innbundin 451 bls.
Spennandi
unglingabók
ÍSAFOLD hefur gefið út
unglingabókina SPOR í RÉTTA
ÁTT eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur.
Bókin fjallar um Marí sem
upplifir spennu sambandsins við
Ragga og sinnir engu
ráðleggingum ættingja eða vina.
Hún ætlar að lifa lífinu eins og
henni sjálfri sýnist, hvað sem aðrir
segja, en þá...
Áhyggjuleysi æskunnar er
skyndilega að baki og veruleikinn
blasir við.
Hvernig bregst Marí við? Stígur
hún spor í rétta átt?
SPOR 1 RÉTTA ÁTT er ætluð
unglingum 12-16 ára, og er þetta
þriðja bók höfundarins, áður hefur
Gunnhildur skrifað
verðlaunasöguna Undir
regnboganum og í fyrra gaf
ísafold út bókina Vil, vil ekki.
Spor í rétta átt er innbundin 115
bls.
Lögin ná ekki til
konungborinna
-Tunku Abdul Rahman
vill breyta lögunum
Hinir og þessir meðlimir fjöl-
skyldnanna 9, sem skiptast á á
fimm ára fresti að leggja Malajsíu
til konung, hafa gert sig seka um
meðal annars að berja til bana
golfsvein, tilraun til að skjóta eigin-
konu, sem kom að manni sínum á
viðkvæmu augnabliki, og að safna
gífurlegum spilaskuldum í
London.
Vegna almennrar andstöðu al-
mennings gegn slíkum sérréttind-
um hefur Tunku Abdul Rahman,
hinn heimsþekkti aldni malajsíski
stjórnmálamaður sem sjálfur til-
heyrir einni konungsfjölskyldunni,
í Kedah ríki, séð ástæðu til að
leggja á það ríka áherslu að kon-
ungbornir, sem eru ásakaðir um
glæpsamlegt athæfi, sæti yfirheyrsl-
um og dómsniðurstöðu jafningja
sinna. Og Tan Sri Che Koon,
fyrrum leiðtogi stjórnarandstöðu-
nnar á þingi, segir að venjulegir
Malajsíumenn séu búnir að fá sig
fullsadda á misgerðum konungs-
fjölskyldnanna, ekki síður en
aðrir. Og hann tckur það fram að
hegðun þeirra valdi mikilli reiði
borgaranna.
Rætur vandans
á æðstu stöðum
- fortíð núverandi
konungs skuggaleg
Vandamálið á sér rætur á æðstu
stöðum, hjá núverandi kóngi, Ma-
hmood Iskandar soldán, sent var
fundinn sekur um manndráp eftir
að hafa skotið grunaðan eiturlyfja-
smyglara úr þyrlu sinni. Faðir hans
náðaði hann þá. Kannski hefði
mátt líta á þessa „veiðiferð" sold-
ánsins sem æskubrek, ef hann hefði
ekki haldið áfram að fara sínu fram
hvað sem tautaði og raulaði.
Nýlega svipti hann kínverskan
kaupmann heiðurstitli, sem sam-
svarar því að vera sleginn til ridd-
ara, áður en dóntur hafði fallið í
ntáli sem hann var ákærður fyrir.
Og þegar kóngurinn var í heim-
sókn í olíuríkinu Brunei fann hann
hvöt hjá sér til að gagnrýna heið-
ursvörðinn. Þegar erindreki Mal-
ajsíu í Brunei benti kóngi hógvær-
lega á að þetta væri kannski ekki
alveg viðeigandi var hann óðar
sendur heim í skammarkrókinn.
Fleiri vanstilltir og
ofbeldishneigðir soldánar
Þá er því haldið fram að annar
konungborinn Malajsíuntaður hafi
Mahmood Iskandar soldán, núver-
andi kóngur í Malajsíu, á skugga-
lega fortíð en nýtur friðhelgi ein-
valdsins og virðingar sumra þegn-
anna. Hér kyssir ungur múslimi
hönd hans.
orðið fyrir slíkum vonbrigðum á
golfvellinum að hann hafi veitt
þeim útrás með því að berja golf-
sveininn í höfuðið með golfkylf-
unni svo harkalega að golfsveinn-
inn lét lífið. Og þessi sami soldán
er líka sagður hafa lamið stjórn-
anda golfklúbbsins, en þó ekki til
bana.
Aðrar sagnir sem gera víðreist
um landið herma að sonur þessa
soldáns Itafi skotið á konu sína
þegar hún gerðist svo djörf að
hreyfa andmælum er hún kom að
honum í kynmökum við aðra konu.
Skotið geigaði og soldánsfrúin hélt
til heima hjá pabba og mömmu
þangað til soídáninn lofaði að
skjóta aldrei framar að henni!
- spilasjúkir og hefnigjarnir
Einn soldáninn er alræmdur fjár-
hættuspilari. Á síðasta ári er hann
sagður hafa tapað um hálfri ntilljón
sterlingspunda í London í spilum
og þá hafa sent aðalráðherra sínum
símskeyti um að leysa hann úr
þessum skuldum með því að láta af
hendi timbur af 5000 hekturum
lands. Önnur útgáfa þessarar sögu
hermir að beiðni soldánsins um fé
hafi verið hafnað og hann hafi
orðið að leita á náðir aðalsmanna
í heimaríki sínu um að safna handa
honum fé. Þegar soldáninn kom
frá London hafi hann heimtað að
aðalráðherrann yrði rekinn vegna
ósvífni.
Og þessi sami soldán tapaði enn
meira fé í spilum fyrir 10 árunt eða
einni og hálfri milljón sterlings-
punda. Nú er hann nýkominn heim
frá London en þar tókst honum
einhvern veginn að komast úr klónt
okurkarla sem höfðu lánað honum
350.000 pund til að greiða nýjar
spilaskuldir.
Soldáninn sem virðir ekki
rétt dauðadæmdra
Sallehuddin soldán í Selangor er
nú búinn að gefa þá yfirlýsingu að
hann ætli ekki að náða neinn þann
sem dæmdur sé til dauða fyrir
eiturlyfjaviðskipti. Samkvæmt
malajsískum lögum eiga dauða-
dæmdir rétt til að áfrýja dómnum
en soldáninn virðist ætla að snið-
ganga réttinn til áfrýjunar í þessum
tilfellum.
Það er kaldhæðnislegt að það
var Mahathir Mohamad forsætis-
ráðherra sjálfur sem reyndi 1983
að setja skorður við völdum ein-
valdsins. Þá gerði hann tilraun til
að binda enda á rétt kóngsins til að
hafa lokavaldið um yfirlýsingu
neyðarlaga í ríkinu og til að hafna
lögum, sent hlotið hafa rétta með-
ferð þingsins.
Á þessum tíma héldu uppi vörn-
um fyrir einveldið margir þeirra
sem nú sitja bak við lás og slá fyrir
athafnasemi á pólitískum vett-
vangi, en þeir litu á þessar hug-
myndir Mahathirs sem tilraun til
að auka eigin völd. Núna, þegar
Tunku Abdul Rahman hefur
hrundið af stað umræðu um af-
stöðu laganna til konungborinna,
er Mahathir manna fyrstur að
koma fram til varnar konungsfjöl-
skyldunum, sem hann hefur gengið
í bandalag við, ótraust að vísu.
Allar endurbætur á lögunum
lagðar til hliðar
Því hafa allar endurbætur á lög-
gjöfinni verið lagðar til hliðar, sem
einfaldlega þýðir, eins og Tunku
Abdul Rahman hefur bent á, að
“stjórnandi landsins getur drepið
óbreyttan borgara og komist upp
með það“. Hann var of kurteis til
að taka fram að það er nákvæmlega
það sem hefur gerst, samkvæmt
almannarómi.