Tíminn - 17.12.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 17. desember 1987
Tiininn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoöarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 400 prdálk-
sentimetri.
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.-
Verðbólguhugarfar
Hagfræðingar virðast ekki eiga neitt svar við því
hvers vegna viðteknar kenningar um vexti af lánsfé
standast ekki á íslandi. Kemur í ljós að lánaásókn
linnir ekki, þótt raunvextir séu nú hærri hér en
víðast hvar í heiminum. Kaupsýslumenn og fyrir-
tæki halda áfram að taka lán til að halda í horfinu,
að ekki sé sagt til að auka umsvif sín og
almenningur er fremur hvattur en lattur til að eyða
í ætt og óætt upp á krít, ef ekki vill betur til.
Að líkindum kemst viðskiptaráðherra landsins,
vel lærður hagfræðingur, næst því að skýra ástæð-
una fyrir því að vaxtakenningin á ekki við á íslandi,
þ.e. að hér ríki viðvarandi verðbólguhugsunarhátt-
ur, sem er arfur og lífsreynsla þjóðarinnar síðan
10. maí 1940. Frá þeim degi hafa lögmál fjárrent-
unnar ekki gilt á íslandi, hvað þá hinn ævaforni
alþýðuskilningur á gildi sleginnar myntar.
Almenningi á íslandi var það meira en vorkunn-
armál þótt hann missti trúna á sparifjáreign og
vaxtatekjur, því að strax í upphafi stríðsgróðans
var byrjað að féfletta sparifjáreigendur og kaup-
endur ríkisskuldabréfa með föstum nafnvöxtum og
engri verðtryggingu í óðaverðbólgu. Meðan enn
var tími til árangurs unnu bankarnir gegn því að
sparifé væri verðtryggt. Fólk reyndi því að bjarga
efnum sínum með öðrum hætti, fjárfestingum og
lántökum. Þannig tókst að festa það í hug heillar
þjóðar sem viðskiptaráðherra kallar réttu nafni
verðbólguhugsunarhátt.
Allur efnahagsvandi íslendinga stafar af verð-
bólgu. Allt annað sem menn eru að tína til og
vissulega er stórvandamál, hefur leitt af verðbólg-
unni. Fjármáladygðum alþýðumanna, sveita-
manna og borgara í þúsund ár, var umturnað, enda
ekki hægt að fara vel með aflafé sitt eftir gömlum
skilningi. Að geyma fé á bankabók eða ávaxta það
í ríkisskuldabréfum eða hlutabréfum var vís vegur
til að setja sig á hausinn.
Eins fór fyrir atvinnurekstri. Það grundvallar-
skilyrði atvinnurekstrar að fyrirtæki ráði yfir eigin
fjármagni fékk ekki að njóta sín, því að verðbólgan
hefur étið upp eigin rekstrarsjóði og afskriftir
fyrirtækjanna.
Allt hefur þetta leitt til þess að ásókn í lánsfé
hefur verið langt umfram getu til að svara eftir-
spurninni.
Vissulega var nauðsynlegt að gera ráðstafanir til
þess að breyta þessu óheillaástandi að fólk og
fyrirtæki sæi sér ekki hag í að spara og safna
sjóðum. En það var ekki best gert með því að
sleppa fjármálafrjálshyggjunni lausri eins og gert
hefur verið, því að hún hefur eingöngu opnað
leiðir fyrir fjármálabrask, hæpnar fjárfestingar og
vafasama kaupsýslu, en ekki á neinn hátt bætt
aðstöðu undirsstöðugreina atvinnulífsins.
Sá þáttur fjármálastjórnar liggur eftir.
llli! GARRI
FE FYRIR FE
Núna siðustu dagana hafa verið
að heyrast alvarlegar aðvaranir frá
ýmsum frammámönnum í íslensku
atvinnulífi vegna þess hve vextir og
annar fjármagnskostnaður er far-
inn að hækka gífurlega. Svo er
skemmst af að segja að fjármagns-
kostnaðurinn er orðinn svo hár að
það stefnir í hreinan voða hjá
fyrirtækjunum, og Ijóst er að fjöldi
þeirra stefnir ekki í neitt annað en
hrein gjaldþrot ef svo heldur áfram
sem nú stefnir.
Hér er Ijóslega hið alvarlegasta
mál á ferðinni, sem ekki fer á milli
mála að taka verður á. Fyrirtæki
hér á landi standa mörg hver ekki
allt of vel og jafnvel illa eftir
óðaverðbólgu liðinna ára, og hver
maður sér að það gengur ekki að
ganga svo nærri rótgrónum og
atvinnuskapandi fyrirtækjum vítt
og breitt um landið að sjálfri tilveru
þeirra sé ógnað. Slíkt endar ekki
ncma á einn vcg, með því að
þjónusta leggst niður og atvinnu-
leysi heldur innreið sína.
En hér er raunar að fleiru að
gæta, sem ekki hefur enn komið að
neinu marki inn í þessa umræðu.
Það sem um er að ræða er það fé
sem einstaklingar og heimili þurfa
að greiða fyrir að fá fé að láni.
Verðbólguhugsunarfiáttur
Auglýsingailóðið fyrir jólin, sem
nú stendur hvað hæst, einkennist
núna hkt og endranær ekki síst af þvi
að kaupmenn bjóða fólki margs kon-
ar gyfliboð um lán og afborgunarvið-
skipti. í þessu efiii valda hávextimir
því að fólk þarf að gæta sin.
Því er nefnilega þannig varið að
svo lengi sem fólk á miðjum aldri
man eftir þá hefur það verið vís
gróðavegur á Lslandi að taka lán.
Hver man ekki eftir því þegar menn
voru að eyða Idukkustundum á bið-
stofum bankastjóra til þess eins að
reyna að heija þar út víxil? Þetta
gerðu menn vegna þcss að þeir gátu
reiknað með því að geta greitt vixilinn
til baka með verðminni krónum, af
launum sem höfðu hækkað í millitíð-
inni, og með vöxtum sem ekld sam-
svöruðu þessum mismuni. Þessir tím-
ar eru nú hins vegar liðnir.
Aftur á móti eru það töluvert
margir, reyndar bæði einstaklingar
og stjómendur fyrirtækja, sem enn
virðast iifa i gamla timanum. Garri
hefur, líkt og fleiri, rekið sig á
áþreifanleg dæmi þess að þessi gamli
hugsunarháttur er víða enn við lýði.
Og það fer ekki á milli mála að núna
allra síðustu árin hefur hann reynst
allt of mörgum býsna dýr. Það er til
dæmis ýmislegt sem bendir til þess að
ýmis nýleg gjaldþrot fyrirtækja megi
að stærri eða smærri hluta til rekja
beint tíl þess að stjómcndur þcirra
hafi fifað of lengi í þeirri blekkingu að
hugsunarháttur verðbólgutímans væri
enn gildandi.
Gyllibod kaupmanna
Á yfirstandandi vikum, þegar
kaupmenn senda frá sér hvert
gylliboðið á fætur öðm um hagstæð
afborgunarkjör, er því full ástæða til
þess fyrir fólk að fara variega. í það
minnsta er rétt að flana ekld að
neinu, athuga sinn gang og taka engu
tilboði fyrr en það hefur verið vand-
lega reiknað út.
í sh'kuin tilvikum er meðal annars
rétt að spyijast vandlcga fyrir um það
hver sé munurinn á staðgreiðsluverði
og afborgunarverði, og sömuleiðis
hitt hve kostnaðurinn við lántökuna
verði hár. Duglegir kaupahéðnar eiga
það nefnilega til að reyna að telja
saklausum viðskiptavinum trú um að
þeir séu að gera þeim stórgreiða, á
sama tíma og þeir em í rauninni að
baka þeim stórútgjöld. Þegar upp er
staðið kann oft svo að fara að féð,
sem greitt er fyrir féð sem tekið er að
láni, verði það mikið að það hefði
margborgað sig að doka við um
stund, spara saman fyrir verði þess
sem kaupa skal, að hluta til eða öllu
saman, og græða svo væna summu
með því að borga hlutinn á borðið.
Við lifum nú á þenslutímum, og
þetta er einfaldlega ein afleiðing þess
að við virðumst nú hafa spennt
bogann eilítið of hátt. Nú þurfa öU
fyrirtæki í landinu að gæta sín, bæði
atvinnufyrirtækin og heimilin sem
vissulega era ekki annað en fyrirtæld
líka. Það sem virðist hafa geist hjá
okkur er að eftirspumin eftir lánsfé er
orðin það mikil að vextimir em
orðnir of háir. í kjölfarið em þessir
háu vextir svo famir að ógna rekstri
fyrirtækja sem þurfa því að greiða
hærri fyámiagnskostnað en rekstur
þeirra raunvemlega þoUr.
Það er þannig alvarieg hætta sem
nú steðjar að jafiit atvinnufyrirtækj-
unum sem heitnilunum í landinu
vegna þenslunnar. Og við þessu verð-
ur að bregðast. Nú verður hvað sem
það kostar að draga úr þenslunni og
lækka vextina. Hér þarf hvorid meira
né minna en þjóöarátak. Annais er
voðinn vís. Garri.
VÍTTOG BREITT
Sjömyndamaður í jólabókastuði
Vinir okkar á Þjóðviljanum eru
stundum að ásaka Tímann fyrir
persónudýrkun og hafa til marks
að fyrir kemur að fleiri en ein
mynd af forystumanni Framsókn-
arflokksins birtist í einu og sama
tölublaðinu. Þjóðviljinn má gjarn-
an leggja það út sem persónudýrk-
un eða eitthvað þaðan af verra
þegar málgagn Framsóknar leggur
áherslu á að formaður fjölmenns
stjórnmálaflokks, sem þar að auki
gegnir veigamiklum embættum,
komi víða við í fréttum og daglegri
umræðu.
1 gær brá svo við að Þjóðviljinn
birti sjö myndir af sömu persónu,
og er sú ekki af verri endanum.
Sjömyndamaðurinn er einn af rit-
stjórum blaðsins og dettur okkur
hér á Tímanum ekki í hug að ásaka
hann eða blaðið sem hann stjórnar
um að fslandsmetið í myndbirting-
um sé sett á svið honum til dýrðar.
Hitt er nær sanni að margföidun
íbygginnar og góðmannlegrar
ásjónu ritstjórans sé bókmenntun-
um til vegsemdar. Hann skrifar
nefnilega sjö ritdóma, sem allir
birtast samdægurs, en sá er háttur
Þjóðviljans að myndskreyta slík
skrif með andlitum þeirra sem
dóma fella um annarra bækur.
Þetta er ekki óskynsamlegt, því
gagnrýni Um hverskyns listir segir
oft á tíðum meira um gagnrýnand-
ann, smekk hans, viðhorf og
skoðanir, en verkið sem verið er að
gagnrýna.
Sjónmennt og
hljóðstrokur
Nú er erfið tíð hjá þeim sem
skrifa um bækur í blöðin. Út-
gefendur halda uppteknum hætti
að demba mörg hundruð bókatitl-
um á markaðinn rétt fyrir jól og
blöðin rembast við eins og rjúpa
við staur, að gera ritlistinni einhver
skil með fréttaflutningi og umsögn-
um, sem auðvitað þurfa að birtast
fyrir jól. Annars er ekkert að
marka gagnrýnina og hún talin
gagnslaus.
Afurðamestu ritdómaramir eru
orðnir vansvefta og rauðeygir af
bóklestri og ekki kæmi á óvart þótt
einhverjir þeirra séu komnir með
vélritunargigt.
Nokkur forlög hæla sér af því að
gefa út bækur á öðrum tímum árs
en þegar jólakauptíð stendur sem
hæst, og segja að það gefist vel.
Samt sem áður eru þær bækur
hverfandi sem ekki koma út á
jólaföstunni.
Þetta bendir til þess að bækur
séu fyrst og fremst gefnar út sem
jólagjafir. Það þýðir auðvitað ekki
að bækur séu ekki lesnar en bendir
til að íslendingar séu fremur bóka-
gjafaþjóð en bókaþjóð, eins og oft
er verið að státa af.
Stundum er verið að guma af að
bókin lifi og að bókin sé menning-
arleg og fleira í þeim dúr. Þetta
bókatal getur verið hvimleitt þegar
haft er í huga hvílík kynstur af
þunnmeti er gefið út í bókarformi
og það er beinlínis fölsun að setja
allar bækur undir einn hatt og telja
það til bókmenningar að heildar-
sala á öllu móverkinu sé góð.
Að sjálfsögðu er margt bitastætt
að finna í jólabókaflóðinu en
ósköp er þar líka margt sem lítill
menningarauki er að, en styttir
vonandi einhverjum pakka-
þiggjendum stundirnar í skamm-
deginu.
Þar sem útgefendur eru samtaka
um að bækur séu fyrst og fremst
jólapakkar eru þeir tilneyddir að
selja vöru sína fljótt og vel og taka
þátt í æsikeppni sölumennskunnar
í jólakauptíð.
Þar sem þeir gera ekki ráð fyrir
að þeir sem kaupa nýútkomnar
bækur séu læsir liggur beint við að
nota sér hljóð- og sjónmiðla og
auglýsa bækur eins og þeir séu að
selja tískuvarning, sem þeir eru
kannski að gera. Leikarar þylja
hástemmdar lýsingar á hve bók-
verkin eru ofurspennandi og gagn-
merk í auglýsingatímum sjónvarpa
og strokur úr tónverkum eiga að
ýta undir bókmenntaáhugann.
Svona kynning á bókmenntum
hæfir víst því hugarfari að bækur
séu til að selja og gefa í skrautleg-
um umbúðum, fremur en þær sú
ætlaðar til lestrar.
Að öðru leyti er umfjöllun
ljósvakamiðlanna um bækur nán-
ast engin, enda eiga þeir litla
samleið með bókmenntum.
En blöðin fylla síður sínar með
bókafréttum og bókaumsögnum og
rauðeygir ritrýnar skrifa allt að sjö
bókadóma á dag. Samt er hætt við
að fyrirhöfn þeirra komi fyrir lítið
ef bók er aðeins tískuvara sem er
hentug að pakka í jólapappír með
slaufu. OÓ