Fréttablaðið - 19.02.2009, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
fjármál heimilanna
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009
Kannaðu rétt þinn til bóta
Reykjavík ı Akranes ı Borgarnes ı Ísafjörður ı Blönduós ı Sauðárkrókur ı Akureyri ı Egilsstaðir ı Vestmannaeyjar
www.pacta.is
36,95%
72,75%
Fr
ét
ta
bl
að
ið
M
or
gu
nb
la
ði
ð
Allt sem þú þarft...
Fréttablaðið er með 97%
meiri lestur en Morgunblaðið.
Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið
18-49 ára. Könnun Capacent í nóvember 2008 - janúar 2009.
FIMMTUDAGUR
19. febrúar 2009 — 44. tölublað — 9. árgangur
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
HÁTÍSKUFLÍKUR má hæglega sauma upp úr fötum sem hætt er að nota ef hugmyndaflugið er beislað. Eins má búa til fínustu flíkur úr gömlum gluggatjöldum, borðdúkum og jafnvel rúmfötum.
„Pelsinn kom með nýrri send-ingu í Rokk og rósir um daginn
og valdi ég hann þar sem hann er mjög hlýr og góður fyrir íslenska vetur. Síðan er hann aðsniðinn og dömulegur þannig að hann er ekki of umfangsmikill. Hins vegar fylgdi ekki sögunni hvaða feld-ur er í pelsinum en margir telja
þó að hann sé ekta spu ib
vel út,“ segir Svala Lind en henni þykir mjög gaman að blanda saman nýju og gömlu og mismun-andi áferð.
Þegar kemur að fatakaupum eru hæg heimantökin hjá Svölu
Lind þar sem hún vinnur í Rokki og rósum með námi í Menntaskólanum við H
finnst gaman að vera aðeins öðru-vísi. Ég fíla allt frá hippalegum blómakjólum yfir í leðurjakka og Dr. Martens skó, þannig að sitt lítið af hverju heillar mig,“ segir hún og bætir við: „Þó skiptir máliað fötin séu þæ il
Skiptir máli að líða velFötin skapa manninn segja sumir. Svala Lind Þorvaldsdóttir er þó á því að miklu skipti að líða vel í þeim
fötum sem maður klæðist og ef sú er raunin þá klæði fötin mann jafnvel betur.
Svala Lind hefur starfað sem fyrirsæta og varði tveimur sumrum í Barcelona við fyrirsætustörf. „Þar eru flottar búðir sem ég get
alveg mælt með,“ segir hún.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
JÓGA
Ásta Arnardóttir • 862 6098www.this.is/asta • astaarn@mi.iswww.lotusjogasetur.is • Borgartúni 20
MORGUN / HÁDEGI / SÍÐDEGIBYRJENDANÁMSKEIÐ HEFST 22. OKT.
KUNDALINI HEFST 22. OKT.
MEÐ ÁSTU
Ásta Arnardóttir • 862 6098 • asta@this.is
Lótus jógasetur • www.this.is/asta
MORGUN • HÁDEGI • SÍÐDEGIBYRJENDA NÁMSKEIÐ HEFST 23. FEBRÚAR
Óskum eftir leiðbeinendum á námskeið og samverur
Vilt þú deila þekkingu og reynslu með öðrum?
Jóga
Tai Chi
Taflkennsla
BriddskennslaKennsla á GPS staðset iEi
Ljósmyndun
VEÐRIÐ Í DAG STJÓRNSÝSLA Embætti ríkisskatt-
stjóra bar við pólitískum ástæð-
um í fyrra þegar það færðist
undan að reiða fram upplýsing-
ar um þróun tekjuskiptingar á
Íslandi. Þetta kemur fram í grein
Þorvaldar Gylfasonar í Frétta-
blaðinu í dag.
Einn algengasti mælikvarði á
tekjuskiptingu er svokallaður Gini-
stuðull. Þorvaldur skrifaði ríkis-
skattstjóra bréf í apríl í fyrra þar
sem hann óskaði eftir að útreikn-
ingar embættisins á Gini-stuðli á
Íslandi frá 1993 til 2005 yrðu birtir
á vef embættisins. Þorvaldi barst
svar á þá leið að þó svo að hvorki
mat né túlkun fælist í útreikningi
á Gini-stuðli, hefði hann öðlast
„ákveðið pólitískt vægi í umræð-
unni“. - bs / sjá síðu 22.
Ríkisskattstjóri um launamun:
Sagði útreikn-
inga óþægilega
nálægt pólitík
EFNAHAGSMÁL Skera þarf niður allt
að tíu prósent af heildarútgjöldum
ríkisins til að ná niður gríðarleg-
um halla á rekstri ríkissjóðs, segir
Tryggvi Þór Herbertsson, próf-
essor í hagfræði við Háskólann í
Reykjavík. Það eru um 56 milljarð-
ar króna.
Útgjöld ríkisins umfram tekj-
ur verða um 153 milljarðar króna.
Ekki er nauðsynlegt að skera svo
mikið niður, enda slíkt í raun
óvinnandi verk, segir Tryggvi.
Það er afar óvinsælt að nefna
hvar eigi að skera og hvar eigi
að hlífa, en slík umræða er engu
síður afar mikilvæg nú, segir Vil-
hjálmur Þorsteinsson, hugbúnað-
arhönnuður og stjórnarformaður
tölvufyrirtækisins CCP.
Einn þeirra sérfræðinga sem
Fréttablaðið ræddi við í gær sagði
augljóst í þeirri stöðu sem upp er
komin að ríkið gæti þurft að hætta
að veita þjónustu sem í dag þyki
sjálfsögð til að bregðast við gríð-
arlegum tekjusamdrætti.
Útgjöld ríkisins hafa hækkað
mikið á undanförnum árum. Fjár-
lög ársins 2003 voru um 260 millj-
arðar króna. Uppreiknað á verðlag
ársins 2009 eru það um 387,6 millj-
arðar. Útgjöld ríkisins árið 2009
eru áætluð um 556 milljarðar, sem
er um 43 prósent aukning.
Sérfræðingar virðast sammála
um að skattahækkanir séu ekki
vænleg leið fyrir stjórnvöld til
að takast á við halla á fjárlögum.
Hluti vandans mun leysast takist
stjórnvöldum að standa vörð um
fyrirtækin og heimilin í landinu,
þannig að þau skili auknum skatt-
tekjum í ríkissjóð á komandi árum.
- bj / sjá síðu 12
Niðurskurður verði
allt að 56 milljarðar
Skera þarf niður allt að tíunda hluta útgjalda ríkisins vegna gríðarlegs halla á
ríkissjóði. Ríkið gæti þurft að hætta að veita þjónustu sem þykir sjálfsögð segir
sérfræðingur. Heildarútgjöld ríkisins hafa aukist um 43 prósent frá árinu 2003.
SVALA LIND ÞORVALDSÓTTIR
Heldur upp á forláta
pels og leðurstuttbuxur
• tíska • heimili
Í MIÐJU BLAÐSINS
Fermingartilboð 2009
Sjá nánar á www.betrabak.is
FJÁRMÁL HEIMILANNA
Fjárhagsaðstoð, tilboð,
þjónusta og ráðgjöf
Sérblað um fjármál heimilanna
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Mikil viðurkenning
Verkefnið Gönguhermir
hlýtur Nýsköpunar-
verðlaun forseta
Íslands.
TÍMAMÓT 26
Traustið er grunnurinn
„Á meðan vantraust ríkir innan-
lands verður ekki til nauðsynlegur
grundvöllur fyrir eðlilegri þátt-
töku okkar í samfélagi þjóða“,
skrifar Karl Pétur Jónsson.
Í DAG 22
Ævintýraferð til Afríku
Katrín Atladóttir og vin-
konur hennar misstu
vinnuna og skipulögðu
strax ævintýraferð til
Afríku.
FÓLK 46
TÓNLIST Hljómsveitin Sigur Rós
hlaut tvenn verðlaun þegar
Íslensku tónlistarverðlaunin
voru afhent í fimmtánda sinn í
gærkvöldi. Meðlimir sveitarinn-
ar voru verðlaunaðir sem höf-
undur ársins auk þess sem plata
Sigur Rósar, Með suð í eyrum við
spilum endalaust, var valin besta
platan í flokki popp- og rokktón-
listar.
„Við kunnum alveg að tala.
Það er bara svolítið erfitt fyrir
framan svona marga. Þannig að
við segjum eiginlega alltaf bara
takk,“ sagði Georg Hólm, bassa-
leikari sveitarinnar, eftir að liðs-
menn hennar tóku á móti öðrum
verðlaunum sínum í gærkvöldi.
Hið vinsæla Þú komst við hjart-
að í mér eftir Togga og Pál Óskar
var valið lag ársins, Emilíana
Torrini var valin rödd ársins og
hljómsveitin Agent Fresco var
verðlaunuð sem bjartasta vonin.
Anna Guðný Guðmundsdóttir
var valin flytjandi ársins, Ómar
Guðjónsson átti djassplötu ársins
og Jóhann Jóhannsson átti plötu
ársins í flokki sígildrar og sam-
tímatónlistar. Þá var ORA eftir
Áskel Másson valið tónverk árs-
ins. - hdm / sjá síðu 38
Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í gærkvöldi:
Sigur Rós með tvenn verðlaun
1 0
2
5
4
BJART EYSTRA Í dag verða
suðvestan 5-13 m/s, hægastur á
Austurlandi. Bjart lengst af eystra,
annars skúrir eða él. Vaxandi úr-
koma, rigning eða slydda sunnan
til með kvöldinu. Hiti 0-6 stig.
VEÐUR 4
STJÓRNMÁL Poul Thomsen, fulltrúi
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS)
á Íslandi, sendi Geir H. Haar-
de, fyrrverandi
forsætisráð-
herra, tölvupóst
á mánudags-
kvöld þar sem
hann tekur af
allan vafa um
það að stjórn-
völd voru beðin
um að birta ekki
bráðabirgða-
athugasemdir
AGS við frumvarp um Seðlabanka
Íslands. Fyrr um daginn fullyrti
Geir í óundirbúnum fyrirspurnar-
tíma á Alþingi að farið hefði verið
með rangt mál þegar Jóhanna Sig-
urðardóttir forsætisráðherra sagði
að AGS hefði beðið stjórnvöld um
að birta ekki bráðabirgðaumsögn
sjóðsins.
Geir segir málflutning sinn
hafa byggst á misskilningi en enn
sé málið óuppgert. Upplýsingum
úr fyrra áliti AGS sé enn haldið
leyndum fyrir þjóðinni.
- shá / sjá síðu 4
Álit AGS um Seðlabankann:
Átök byggð á
misskilningi
Í þremur störfum
Það er heldur betur nóg
að gera hjá Degi Sig-
urðssyni, fyrrum
landsliðsmanni
í handbolta.
ÍÞRÓTTIR 42
BJARTASTA VONIN Ungmennin í rokksveitinni Agent Fresco tróðu upp á Íslensku tónlistarverðlaununum í gærkvöldi við mik-
inn fögnuð áhorfenda og tóku í kjölfarið við verðlaunum sem bjartasta vonin í íslensku tónlistarlífi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
GEIR H. HAARDE
STJÓRNMÁL Formenn stjórnmála-
flokkanna eru ekki einhuga um
hvort hægt sé að breyta kosn-
ingalögum fyrir komandi þing-
kosningar. Þeir funduðu um
málið í gærkvöldi, að því er sagði
í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi.
Ríkisstjórnin hefur kynnt frum-
varp sitt um breytingar á kosn-
ingalögum fyrir þingflokkum
allra flokka á Alþingi. Í frumvarp-
inu er kveðið á um aukna mögu-
leika kjósenda til að hafa áhrif á
röðun frambjóðenda á lista. Stein-
grímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra segir ríkisstjórnina enn
stefna að því að ná fram breyting-
um fyrir kosningar. - sh
Formenn skoða kosningalög:
Ekki einhugur
um breytingar