Fréttablaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 46
30 19. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is „Þetta var skrítið,“ sagði Sigurður Skúlason leik- ari þegar hann kom út af forsýningu á Karde- mommubænum í gær. „Ég er búinn að leika í Karde- mommubænum reglulega síðan 1960.“ Nú var hann gestur í salnum sem fagnaði leikendum á forsýningunni fölskvalaust og vel og lengi á þriðjudagskvöldið. Fullt hús hamingjusamra gesta á öllum aldri. Á laugardag frumsýnir Þjóðleik- húsið Kardemommbæinn eftir Thorbjörn Egner í hinni sígildu þýðingu þeirra Huldu Valtýs- dóttur og Kristjáns frá Djúpa- læk. Leikstjóri sýningarinnar er Selma Björnsdóttir og er þetta fimmta sviðsetning leiksins í Þjóð- leikhúsinu. Alls hafa yfir 160.000 gestir heimsótt Kardemommu- bæinn hér. Allt frá fyrstu sýning- unni á Kardemommubænum árið 1960 áttu Þjóðleikhúsið og Thor- björn Egner gott og náið samstarf. Egner gerði leikmynd og búninga við nokkrar sýningar á eigin verk- um í Þjóðleikhúsinu og gaf Þjóð- leikhúsinu búninga- og leikmynda- teikningar sínar, en nokkrar þeirra getur nú að líta á göngum leikhúss- ins. Hann stofnaði einnig sjóð sem veitt hefur reglulega starfsstyrki til leikara og íslenskir áhorfendur og Þjóðleikhúsið voru honum eink- ar kær. Verk hans hafa enda notið hér mikilla vinsælda frá því kynni tókust fyrst með Karíusi og Bakt- usi, fólkinu í Kardemommubæ, dýrunum í Hálsaskógi og íslensk- um börnum á öllum aldri. Nú færir ný kynslóð leikhús- listamanna okkur þetta dásamlega verk. Boðskapur verksins um mik- ilvægi umburðarlyndis og heiðar- leika á alltaf við, og vísast geta ræningjarnir þrír, Soffía frænka og aðrir íbúar Kardemommubæjar kennt okkur öllum sitthvað gagn- legt. Rúmlega þrjátíu leikarar og börn á ýmsum aldri taka þátt í uppfærsl- unni nú. Í hlutverkum ræningjanna eru þeir Örn Árnason, Rúnar Freyr Gíslason og Kjartan Guðjónsson. Örn fer nú með hlutverk Kaspers, en hann hefur áður leikið í tveim- ur uppfærslum á Kardemommu- bænum, fyrst í hlutverki Jónatans og þá Jespers, og hefur hann því leikið alla ræningjana þrjá. Edda Björg Eyjólfsdóttir leikur svark- inn Soffíu frænku, Sigurður Sig- urjónsson leikur Tóbías í turnin- um og Baldur Trausti Hreinsson leikur Bastían bæjarfógeta. Höf- undur leikmyndar sýningarinnar er Brian Pilkington, María Ólafs- dóttir hannar búninga og Jóhann G. Jóhannsson annast tónlistar- stjórn og útsetningar. Birna og Guðfinna Björnsdætur sjá um dans- og sviðshreyfingar og lýs- ingu hanna Lárus Björnsson og Ólafur Ágúst Stefánsson. Uppselt er á sýningar á Kardemommubæn- um langt fram eftir vetri. Bókin um Kardemommubæinn er nú fáanleg á ný og hljóðritun frá frumuppfærslunni 1960 er til á geisladiski. pbb@frettabladid.is Fólkið og ræningjarnir LEIKLIST Kardemommubærinn lifnar nú við í allri sinni litadýrð. MYND ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ/EDDI ath. kl. 20. Í sófaspjalli í fjölnotasal Hafnarhússins mun listamaðurinn Ásmundur Ásmundsson bregða upp svipmyndum af hugmynda- og vinnuferli sínu, sýna verk sem tengjast sýningu hans Holu í Hafnarhúsinu og spjalla við gesti um tilurð hennar. Ásmundur hefur skrifað heilm- ikið fyrir Viðskiptablaðið og verður tæpt á umfjöllunarefni hans þar er snerta listir og samfélagið séð með hans augum. Danski heimildarmyndaleikstjór- inn Christoffer Guldbrandsen hefur fengið styrk upp á 950 þús- und danskar krónur frá dönsku Kvikmyndamiðstöðinni til að gera mynd um baráttuna gegn Efnahagsbandalaginu í Evrópu. Myndina kallar hann Forsetann. Síðasta mynd hans Dagbók frá miðju vakti mikið umtal. Myndin nýja er gerð með þátttöku allra þeirra stjórnmálamanna Evrópu sem setið hafa í forsæti Efna- hagsbandalagsins. Megináhersla er lögð á þróun hugmyndarinn- ar um Lissabon-samkomulagið. „Præsidenten“ er þegar seld til fjölda Evrópulanda. - pbb Gegn EB KVIKMYNDIR Prodi hinn ítalski er einn þeirra sem koma fram í heimildarmynd um Lissabon-samkomulagið. > Ekki missa af … Sinfóníutónleikum í kvöld kl. 19.30. Einleikarinn sem kemur fram, Leila Josefowicz, er svo sannarlega ein af fiðlustjörnum nútímans. Hún leikur fiðlukons- ert Beethovens sem hefur verið nefndur „drottning fiðlukonsert- anna“. Ljósmyndarinn Laxness Þjóðmenningarhúsið og Gljúfrasteinn – hús skáldsins, bjóða til dagskrár í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld, 19. febrúar kl. 20.00. Hún er haldin í tilefni af sýningunni Síðbúin sýn, þar sem brugðið er upp ljósmyndum sem Halldór Laxness tók á ferðum sínum innanlands og utan og heima á Gljúfrasteini. Halldór Guðmundsson, rithöfundur, og Guðný Halldórsdóttir, kvikmynda- leikstjóri og dóttir skáldsins, ganga um með gestum og ræða um ljós- myndir Laxness. Þá munu Anna Guðný Guðmunds- dóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir fl ytja lög við ljóð Halldórs Laxness. Enginn aðgangseyrir, allir velkomnir. Sýningunni Síðbúin sýn í Þjóðmenningarhúsinu lýkur 8. marz nk. BLAÐAÐ Í MYNDAALBÚMINU Þjóðmenningarhúsið – The Culture House National Centre for Cultural Heritage Hverfi sgötu 15 · 101 Reykjavík Sími 545 1400 · www.thjodmenning.is Sýningar - leiðsögn - verslun Hart í bak Skoppa og Skrítla í söng-leik Heiður Kardemommubærinn ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.