Fréttablaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 19. febrúar 2009 37
Popparinn Michael Jackson virð-
ist eiga í miklum fjárhagskrögg-
um því hann ætlar að setja á
uppboð yfir tvö þúsund hluti úr
eigu sinni. Meðal annars verða
til sölu bandarísku tónlistar-
verðlaunin sem hann fékk fyrir
plötuna Thriller, fjólublá skikkja
sem börnin hans gáfu honum árið
1998, sokkar frá árinu 1981 og
körfubolti sem Michael Jordan
áritaði.
Einnig verða á uppboðinu plat-
ínu- og gullplötur sem poppar-
anum hafa áskotnast í gegnum
tíðina, sérsmíðað Harley David-
son-mótorhjól og Rolls Royce-lúx-
usbifreið. Uppboðið hefst 21. apríl
og stendur yfir í fimm daga.
Selur tvö
þúsund muni
MICHAEL JACKSON Jackson virðist eiga
í miklum fjárhagskröggum um þessar
mundir.
Bernard Butler, fyrrverandi gít-
arleikara Suede, þykir lítið til
endurkomu hljómsveita á borð við
Blur og The Verve koma. Báðar
sveitirnar voru vinsælar á tíunda
áratugnum, rétt eins og Suede.
„Það er rosalega mikið af Brit-
pop-sveitum að koma saman á ný
og mér finnst það hallærislegt.
Það er ekki í neinum tengslum
við það sem er í gangi í augna-
blikinu,“ sagði Butler, sem starf-
ar sem upptökustjóri fyrir flytj-
endur á borð við Duffy og Black
Kids. „Ég er algjörlega á móti
fortíðarþrá. Það sem skiptir máli
er það sem þú ætlar að gera í
næstu viku en ekki hvað þú gerð-
ir í síðustu viku.“
Hallærisleg
endurkoma
BERNARD BUTLER Fyrrverandi gítar-
leikara Suede þykir lítið til endurkomu
sveita á borð við Blur og The Verve
koma. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
„Við viljum bara fá fullt af
skemmtilegum íslenskum lögum
sem við getum spilað alveg í
spað,“ segir Ólafur Páll Gunnars-
son, útvarpsmaður á Rás 2, betur
þekktur sem Óli Palli, um Baráttu-
og bjartsýnissöngvakeppni hins
nýja lýðveldis sem útvarpsstöðin
efnir nú til.
„Við byrjuðum á svona laga-
keppnum fyrir nokkrum árum og
þær eru mjög vinsælar í dag. Til
dæmis voru send inn tuttugu lög í
fyrstu jólalagakeppnina, en 160 nú
síðast. Þessi keppni er mjög opin og
lögin geta fjallað um allt svo lengi
sem þau eru á íslensku. Menn geta
eflaust látið sér detta eitthvað í hug
í takt við líðandi stund og það sem
við erum að hugsa, því það eru allir
með hugann við lífið, tilveruna
og ástandið eins og það er núna,“
bætir hann við.
„Í þessari nýju keppni geta allir
tekið þátt líkt og í öðrum laga-
keppnum, bæði óþekkt fólk, gítar-
og píanóeigendur og svo Bubbi
Morthens, Megas og fleiri sem
vilja. Reyndar er Bubbi búinn að
vera að semja ný lög í hverjum
útvarpsþætti hjá sér og er starfs-
maður á stöðinni svo ég veit ekki
hvort hann verður með, en ég
skora á alla, líka Björk og Bjart-
mar, að senda inn lag,“ segir Óli
Palli brosandi og hvetur áhuga-
sama um að skila inn geislaplötu í
útvarpshæfu formi á Rás 2, Efsta-
leiti 1, 150 Reykjavík, fyrir föstu-
daginn 6. mars. Lögin sem komast
í úrslit verða svo frumflutt á stöð-
inni mánudaginn 9. mars. - ag
Skorar á Björk og Bjartmar
BARÁTTA OG BJART-
SÝNI Óli Palli vonar
að sem flestir
taki þátt í
Baráttu- og
bjartsýnis-
söngva-
keppni
hins nýja
lýðveldis og
skorar á Björk
og Bjartmar að
senda inn lög.
Haraldur Leví Gunnarsson, sem
rekur dreifingarfyrirtækið Record
Records, hefur brugðið á það ráð
að flytja til landsins frá Bandaríkj-
unum harðkjarnaplötur sem hafa
ekki verið fáanlegar í verslunum
hérlendis.
„Það hefur ekki verið neitt úrval
af þessari tónlist og ég ætla að bæta
úr því,“ segir Haraldur Leví. Fyrsta
sendingin er á leiðinni til landsins
og inniheldur hún plötur með sveit-
um á borð við Architects, Converge
og Trap Them. „Fyrsta sendingin er
pínulítil og ég er eiginlega búinn að
selja hana,“ segir Haraldur og bætir
við að viðbrögðin hafi komið sér á
óvart. Hann tekur reyndar fram
að harðkjarnaunnendur séu þeir
dyggustu sem fyrirfinnast. „Þetta
er ábyggilega virkasta senan á
Íslandi sem þú finnur. Þeir kaupa
alltaf allar peysur og boli og allt
sem þessar hljómsveitir selja.“
Ótryggt efnahagsástandið og lágt
gengi krónunnar truflar hann ekki
neitt. „Þetta er náttúrlega ekkert
ódýrt en maður reynir bara að spila
vel úr þessu og gera þetta rétt.“ - fb
Bjargar harðkjarnanum
HARALDUR LEVÍ GUNNARSSON Haraldur
flytur til landsins harðkjarnaplötur frá
Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Opið:
10-18 mán – fös.
11-14 laugard.
Austurhrauni 3
210 Garðabæ
Re
yk
ja
ne
sb
ra
ut
ka
pl
ak
ri
ki
LAGERHREINSUN
ALLT Á AÐ SELJAST
ALLT Á A
Ð SELJAS
T
90%
AFSLÁTT
URALLT AÐ
CINTAMANI FLÍSPEYSUR FRÁ 3.900.-
CASALL BOLIR OG BUXUR FRÁ 1.990.-
TONY HAWK OG O’NEILL BOLIR FRÁ 990.-