Fréttablaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 34
19. FEBRÚAR 2009 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● fjármál heimilanna
Stærstur hluti bílalána helstu
fjármögnunarfyrirtækja
landsins er í erlendri mynt.
Forsvarsmenn fyrirtækjanna
segja erfitt að gefa fólki ráð
varðandi erlend bílalán.
Afborganir bílalána í erlendri
mynt hafa hækkað mikið á síðustu
mánuðum vegna óstöðugs gengis
krónunnar. Haft var samband við
forsvarsmenn þriggja fjármögn-
unarfyrirtækja til að athuga hvað
lánþegum stendur til boða.
SPFJÁRMÖGNUN
Heildarfjöldi bifreiða í fjármögn-
un hjá SP-fjármögnun er á bilinu
21 til 22 þúsund og þar af eru um
90 prósent þeirra fjármagnaðar
með bílasamningi.
„Lán í erlendri mynt voru um
það bil 80 til 85 prósent af bíla-
samningum. Ef staðan væri tekin
í dag þá væru um 97 prósent í er-
lendri mynt en það sveiflast eftir
dögum og gengi,“ segir Haraldur
Ólafsson, forstöðumaður þjónustu-
sviðs SP-fjármögnunar.
Haraldur segir ekki marga við-
skiptavini SP vera í vandræðum
en þó hafi þeir þurft að leysa til
sín einhverja bíla. „Hlutfallslega
eru þetta enn sem komið er ekki
margar bifreiðar enda höfum við
unnið náið með viðskiptavinum
okkar frá því í október og komum
með sértækar lausnir strax í nóv-
ember,“ útskýrir Haraldur en
þá var leigutökum gert kleift að
greiða aðeins vexti af samningum
sínum. Nú er boðð upp á nýtt form
þar sem leigutaki greiðir sömu
upphæð og fyrst þegar hann tók
bílasamning. „Ef þú gerðir bíla-
samning fyrir þremur árum með
greiðslubyrði í 10.000 krónum sem
síðan breyttist í 20.000 krónur, við
fall krónunnar, þá greiðir þú nú
10.000 krónur + 25 prósent, eða
samtals 12.500 krónur og ert þar
af leiðandi ekki aðeins að greiða
vexti heldur einnig niður hluta af
höfuðstól lánsins,“ útskýrir Har-
aldur, en þessi leið er veitt í allt að
átta mánuði.
Haraldur segir erfitt að ráð-
leggja nokkuð um erlendu lánin.
„Það veit enginn hvernig fer og
við leggjum áherslu á að fólk taki
sjálft meðvitaðar ákvarðanir um
hvað það vill gera.“
AVANT
Hjá Avant eru liðlega 12.000 ein-
staklingar og fyrirtæki með bíla-
lán og bílasamninga og er meiri-
hluti útlána Avant í erlendri
mynt. Magnús Gunnarsson, for-
stjóri Avant, segir flesta við-
skiptavini fyrirtækisins standa
í skilum. „Þeim hefur þó fjölgað
sem nú eru í lögfræðiinnheimtu.
Avant reynir þó að finna raunhæf-
ar leiðir fyrir hvern viðskiptavin
sem sýnir viðleitni, getu og vilja
til þess að standa í skilum þótt erf-
iðleikar steðji að honum um tíma,“
segir Magnús.
Hann segir erfitt að gefa fólki
einhver sérstök ráð um hvað skuli
gera við hin erlendu lán. „Höfuð-
stóll lána í erlendri mynt tekur
daglegum breytingum eftir því
hvernig gengi viðkomandi myntar
er skráð hjá Seðlabanka Íslands.
Avant fór að tilmælum ríkisstjórn-
arinnar um að þeim sem væru
með lán í erlendri mynt byðist að
frysta afborganir. Það gerðum
við í trausti þess að ríkisstjórn-
in hugðist beita aðgerðum til þess
að styrkja gengi íslensku krón-
unnar. Það hefur gengið eftir að
nokkru leyti en ómögulegt er að
segja hvort gengið mun styrkjast,
standa í stað eða veikjast í náinni
framtíð,“ segir Magnús og tekur
fram að það sé í valdi viðskipta-
vinarins að óska eftir breytingum
á skuldbindingum sínum, eins og
að breyta erlendu láni í íslenskt,
greiða það upp eða bíða átekta.
LÝSING
Um það bil 15.000 einstaklingar
eru með bílalán eða bílasamninga
hjá Lýsingu og hafa flestir, eða um
85 prósent, kosið að taka lán í er-
lendri mynt.
Halldór Jörgensson, forstjóri
Lýsingar, segir að einungis um
fimm prósent viðskiptavina fyrir-
tækisins eigi í einhverjum vanda.
„Lýsing kemur að sjálfsögðu til
móts við þá einstaklinga sem misst
hafa vinnu undanfarið og eru á
atvinnuleysisbótum eða öðrum
bótum með því að bjóða þeim að
greiða eingöngu vexti af lánum
sínum. Hins vegar ráðleggjum við
fólki að greiða af lánunum ef það
mögulega getur en bjóðum upp á
ýmis úrræði til að létta greiðslu-
byrðina eins og að greiða 50 pró-
sent afborgana í þrjá mánuði og 75
prósent af afborgunum næstu þrjá
mánuði,“ segir Halldór.
Hann segir, líkt og Magnús og
Haraldur, að erfitt sé í þessari tíð
að gefa fólki ráð varðandi erlendu
bílalánin, fólk verði sjálft að taka
ákvörðun um hvort skynsamlegra
sé að greiða lánin upp eða breyta í
íslenska mynt. - sg
Vilja að fólk taki sjálft ákvarðanir
Bílar bíða útflutnings. Vegna lítillar sölu bíla hér á landi eru margir fluttir aftur út. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Kleopatra Kristbjörg
Brot úr bókinni
Hermikrákuheimur
Flestir heyra ekkert því þeir eru í hávaðanum, í tækni-
væðingunni og í lífsgæðakapphlaupinu og hafa löngu týnt
sér í öllu því sem glepur. Þetta mannkyn, þessir heimskingj-
ar sem dreifa sér um jörðina eru fíklar. Það eru áfengisfíklar,
eiturlyfjafíklar, spilafíklar,kynlífsfíklar, matarfíklar og ferða-
fíklar svo það helsta sé nú nefnt og ferðafíknin er ekki sú
besta. Það er ekki nóg með það að fólk tapi eigum sínum
vegna ferðafíknar, heldur tapar það og týnir sjálfu sér í þess-
ari endaleysis hringavitleysu, æðandi út um allan heim eins
og vitfi rringar verður það alltaf rótlausara og eirðarlausara
og getur því æ sjaldnar stoppað lengi heima og getur hvergi
staldrað við eða við neitt því þá hefur það steypst í tómið,
fíknin hefur tekið völdin. Af hverju verður manneskjan fíkill?
Nú, það er nautnasýki og nautnasýkin er sprottin af sjálfs-
elsku og myrkrið nær fólki í gegnum nautnasýkina. Agi er
öllum nauðsynlegur og hann er meira en kostur, hann er
dyggð.