Fréttablaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 8
8 19. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR 1 Hvað heitir fráfarandi framkvæmdastjóri Samfylking- arinnar? 2 Hversu mikið hefur fjármagn til Umferðarstofu verið skorið niður? 3 Hvaða dáta hefur félags- skapur í hávegum sem hittist á Kryddlegnum hjörtum síðar í mánuðinum? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46 PALESTÍNA, AP Ísraelar settu í gær það skilyrði fyrir vopnahléi á Gasaströnd að Palestínumenn þar láti fyrst lausan ísraelska her- manninn Gilad Shalit, sem hefur verið haldið í gíslingu þar síðan í júní 2006. Ísraelar hafa einnig krafist þess að vopnahléssamkomulag kveði á um að Palestínumenn á Gasa hætti að skjóta sprengjuflaugum yfir landamærin til Ísraels. Hamas-samtökin vilja hins vegar að Ísraelar aflétti einangr- un Gasasvæðisins og opni landa- mærastöðvar. Hamas vill semja sérstaklega um lausn ísraelska hermannsins, en krefst þess að fá hundruð Palestínumanna látna lausa úr fangelsum í Ísrael. Efnahagsleg einangrun Gasa- svæðisins torveldar mjög alla upp- byggingu á svæðinu, sem er afar illa farið eftir þriggja vikna linnu- lausar loftárásir Ísraelshers í byrj- un ársins. Ísraelsstjórn segir þó ekki um það að ræða fyrr en tryggt sé að Shalit verði látinn laus. „Ég held varla að við þurfum að opna landamærastöðvarnar fyrr en mál Gilads Shalit hefur verið leyst,“ sagði Ehud Olmert, forsæt- isráðherra Ísraels í gær að loknum fundi svonefndrar öryggisríkis- stjórnar, sem er hópur þeirra ell- efu ráðherra ríkisstjórnar lands- ins sem lætur öryggismál helst til sín taka. Hamas segir að Ísraelar séu með þessu að grafa undan vopnahlés- viðræðum sem Egyptar hafa haft milligöngu um. Hosni Mubarak Egyptalandsfor- seti hafði á þriðjudag sagt að mál hermannsins Shalits ætti „ekki á nokkurn hátt að tengja við vopna- hlésviðræðurnar“. Bæði ísraelsk og egypsk stjórn- völd lokuðu landamærum Gasa- svæðisins árið 2007 og síðan hefur sáralitlu af nauðsynjavörum og hjálpargögnum verið hleypt inn á svæðið. Þingnefnd frá Evrópuþing- inu segist hafa orðið fyrir áfalli og fundið til vanmáttar eftir þriggja daga heimsókn á Gasasvæðið í lok síðustu viku. Eyðileggingin og mannfallið eftir árásirnar hafi verið skelfileg. Í tilkynningu frá Louisa Morg- antini, varaforseta þingsins, segir að nefndin hafi orðið vitni að vís- vitandi manndrápum og eyðilegg- ingarstarfi ísraelskra hermanna á nauðsynlegustu innviðum samfé- lagsins á Gasa, svo sem iðnaðar- hverfum, skólum, sjúkrahúsum og heimilum fólks. gudsteinn@frettabladid.is Vilja gíslinn lausan fyrst Ísraelsstjórn er ekki til viðræðu um vopnahlé á Gasa nema samið verði um að hermaðurinn Shalit verði látinn laus úr gíslingu. Íbúar Gasa enn í einangrun. KAMBÓDÍA, AP Fyrstu réttarhöldin vegna ógnarstjórnar Rauðu kmer- anna í Kambódíu fyrir meira en þrjátíu árum hófust á mánudag. Það er Kaing Guak Eav, jafnan kallaður Duch, sem fyrstur þarf að svara til saka. Hann er ákærð- ur fyrir glæpi gegn mannkyninu, ásamt fjórum öðrum sakborning- um sem síðar verða dregnir fyrir dómarann. Dómstóllinn er í Kambódíu, en nýtur stuðnings frá Sameinuðu þjóðunum. Lengi hefur dregist að þessi réttarhöld hæfust. Sakborn- ingurinn Duch var fangelsisstjóri í einu illræmdasta fangelsi sög- unnar, nefnt S-21, og stóð í Pnohm Penh. Duch er sá eini af sakborn- ingunum fimm sem hefur sýnt af sér iðrun, og baðst í gær fyrirgefn- ingar. Hann er sakaður um margvís- lega glæpi, þar á meðal morð, pyntingar og nauðganir, í fangels- inu þar sem stjórn Rauðu kmer- anna hélt föngum sínum og pyntaði þá grimmilega áður en þeir voru teknir af lífi. „Þegar ég horfi á Duch núna þá virðist hann vera gamall og ljúfur maður. Það var allt öðru vísi fyrir þrjátíu árum,“ segir Vanh Nath, einn þeirra fáu sem lifðu af fanga- vist í S-21. Duch fór í felur eftir fall Rauðu kmeranna árið 1979 og fannst ekki fyrr en tuttugu árum síðar. - gb Réttarhöld yfir fangelsistjóra Rauðu kmeranna í Kambódíu: Fyrstu réttarhöldin eru hafin KAING GUAK EAV Fyrrverandi fang- elsisstjóri í einu illræmdasta fangelsi sögunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALÞINGI „Stefna VG er skýr og afdráttarlaus. Við teljum að hags- munum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins og telj- um að á grundvelli sjálfstæðrar stefnu sé hag okkar best borgið,“ sagði Jón Bjarnason, þingflokks- formaður Vg, á Alþingi í gær. Annan daginn í röð var nokkur umræða um afstöðu Vg og Sjálf- stæðisflokks til aðildar að ESB. Framsóknarþingmenn hvöttu til að tímanum yrði frekar varið í að ákveða bráðaaðgerðir til að verja heimilin í landinu. „Evrópuum- ræðan er eitt af okkar brýnustu málum,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. - ss Þingmaður Vinstri grænna: Skýr afstaða gegn ESB LÍFIÐ Á GASA Palestínumenn biðja í rústum mosku sem Ísraelar eyðilögðu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Í Ráðhúsi Reykjavíkur verður kynning á námi frá Háskólanum á Akureyri, Háskólanum á Bifröst, Háskólanum á Hólum, Háskólanum í Reykjavík, Landbúnaðarháskóla Íslands og Listaháskóla Íslands. Á Háskólatorgi, Gimli og Odda verður kynning á námi við Háskóla Íslands. Í Norræna húsinu verður kynning á framhaldsnámi í Danmörku og Svíþjóð. Háskóladagurinn um allt land: Ísafjörður: Kynning í MÍ 3. mars Akureyri: Kynning í VMA 11. mars Egilsstaðir: Kynning í ME 12. mars Kynntu þér möguleika framtíðarinnar á www.haskoladagurinn.is ÞETTA ER SNÚIÐ – ÞITT ER VALIÐ! HÁSKÓLADAGURINN 21. FEBRÚAR KL. 11.00–16.00 HÁSKÓLA DAGURINN VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.