Fréttablaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 19. febrúar 2009 3 Útsölum er lokið og sumartískan hefur að mestu tekið völd-in í verslunum hér eins og annars staðar. Vissulega hressandi að sjá bjarta vorliti eftir dökku vetrarlitina í búðar- gluggunum og eins og vorhrein- gerning þegar útsölurvörurnar og auglýsingaspjöldin eru horfin. Sumir bjóða þó enn vetrarvör- ur á vægu verði því sumartískan fer hægt af stað og betra er að selja gamlar vörur með afslætti en alls ekki neitt. Og víst er að margir eiga sömuleiðis nóg eftir af vetrarvörum. Almennt má segja að tískan hallist til hagsýnni og nothæf- ari varnings með versnandi efnahag en þó má ekki gleyma að tískuhús og verslunareigend- ur pöntuðu sumarlínuna sem nú er að að koma á markað síð- asta sumar svo að kreppuáhrif- in eru ekki komin fram að fullu og verða ekki fyrr en með næstu hausttísku. Í Mílanó til dæmis var tískuviku að ljúka og var hún stytt um einn dag vegna þess hversu margir afboðuðu komu sína. Nú er að sjá hvað gerist í París í marsbyrjun á tískuvik- unni hér. Það er kannski einmitt vegna þess að nokkurrar litagleði gætir í herratískunni og margt sem gleður augað í sumar. Til dæmis hjá Calvin Klein sem hannar jakkaföt í skærum litum, ljós- græn eða gulrauð. Hvernig væri nú að sletta úr klaufunum eins og kýr að vori, gefa lífinu lit og leggja svörtu fötunum, þó ekki væri nema í nokkra mánuði? Eins og flestir tískuáhuga- menn vita sækja hönnuðir mikið til fortíðar um þessar mundir og það sama verður upp á ten- ingnum í sumar. Tilvistar kreppa fylgir nútímalífi, nú meira en nokkru sinni, þótt ekki væri nema vegna umhverfisvanda og heimskreppu sem jafnvel fylgja átök milli ólíkra stétta og heims- hluta. Þá er auðvelt að snúa sér að nafla sínum og sækja inn- blástur til fortíðar. Dior er undir áhrifum elektró og teknó með þröngum buxum, jafnt silfruðum sem gylltum eða bronslitum, og uppháum íþróttaskóm sem nota á við fagurbláa og málmlita vind- jakka og ekki verra að eiga gulrauðan hlýrabol við. Örfín belti eru notuð með buxunum sem auðvitað eru gyllt. Thierry Mugler gengur í endurnýjun líf- daga án Muglers og nú er það Rosemary Rodriguez sem hann- ar og leitar í gullöld Muglers í kringum 1980. John Galliano er hins vegar einn af fáum sem tekur áhættu, setur menn í pils og leggins-buxur og við þetta notar hann auðvitað leðurólar í sadó-masó-stíl. Ekki hægt að segja að hann bjóði upp á upp- hitaðan graut meðan flest- ir aðrir eru á sveimi í fortíð, milli áranna 1970-90. Þegar litið er í búðarglugga fer þó heldur minna fyrir litum. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að það er auðvelt að endur- nýta gamlar lummur í sumar. bergb75@free.fr Gamlar lummur fyrir herrana ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Sögulegar skírskotanir Nostalgían sveif yfir vötnum á nýlegri tískusýningu Christian Dior. John Galliano heldur áfram að leika sér með kvenleg form og sögulegar skírskotanir ef marka má vor- og sumarlínu hans fyrir Christian Dior sem hann sýndi í París á dögunum. Þar mátti sjá reyrð mitti, marg- laga pils og barðastóra hatta. Galliano er þekktur fyrir nostalgíska hönnun í anda fjórða áratugarins. Flíkurnar minna oftar en ekki á leikhús- búninga og eru auðugu ímynd- unarafli hans engin takmörk sett. „Ég lít á það sem mitt hlutverk að hanna kven- fatnað sem er til þess fallinn að draga karl- peninginn á tálar,“ hefur verið haft eftir honum. - ve Síðasta vika útsölu 60-80% afsl. Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími: 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Laugaveg 54, sími: 552 5201 • Kjólar • Ermar • Leggings • Skart Sófalist Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.