Fréttablaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 28
Draugar og klappstýrur
Öskudagur nálgast og um að gera að kíkja í fataskápana í leit að gömlum flíkum og fylgihlutum. Úr sér
gengnar gardínur, buxur af afa og innkaupapokar eru prýðis efniviður í heimatilbúna búninga.
Selma Ragnarsdóttir, kjóla- og
klæðskerameistari, stóð á dög-
unum fyrir hugmyndasmiðju
um heimatilbúna öskudagsbún-
inga í Gerðubergi. „Þetta snerist
um að nýta það sem til er heima
til að búa til öskudagsbúninga á
sem ódýrastan hátt,“ segir Selma
og bendir á að gamlar flíkur og
gardínur séu tilvalin í búninga á
börn enda þurfi ekki mikið efni
í föt á þau. „Við vorum með ein-
föld snið sem hægt var að breyta
á margan hátt. Flest voru næst-
um kassalaga en hægt var að búa
til úr því bæði indjána og draug,“
segir Selma. Einnig var vinsælt
að sauma samfestinga, skikkjur
og að búa til klappstýruhristur
úr innkaupapokum.
Selma segir ekki mikinn vanda
að útbúa öskudagsbúninga. Stund-
um þurfi ekki einu sinni að kunna
á saumavél. „Til dæmis er hægt
að nota buxur af pabba eða afa,
skella á þær axlaböndum og setja
slaufu um hálsinn og þá er kom-
inn fyrirtaks trúður,“ segir Selma
en slaufuna segir hún auðvelt
að gera, einungis þurfi að búa
til kassalaga snið og rykkja
það í miðjunni. Selma telur
mun meira skemmtana-
gildi fylgja
þ v í a ð
útbúa bún-
ing heima
en að kaupa
hann tilbúinn
í leikfanga-
búð. „Það verð-
ur alltaf meiri
k a r a k t e r í
kringum bún-
inginn eins og var
í gamla daga,“ segir
Selma og bætir við að
heimatilbúnu búning-
arnir séu alveg örugg-
lega ódýrari kostur.
„Svo förum við vonandi
líka að hugsa um að nýta meira
það sem til er,“ segir Selma. Innt
eftir því hvað sé vinsælast hjá
krökkunum segir hún að
strákarnir virðist frek-
ar vera fyrir drauga og
hrylling en stelpurnar
séu heldur prinsessur
og klappstýrur.
Selma rekur bún-
ingaleiguna Hexíu
þar sem hún leigir
út búninga fyrir
fullorðna. Hún
segir vinsældir
leigunnar fínar
en stærsta vikan
hafi verið fyrir
Hrekkjavöku.
„Við erum með
kjóla og fatnað
frá alls konar
tímabilum,
dýr, þekktar
persónur og
ofurhetjur,“
segir Selma
en á síðasta ári voru ABBA-
búningarnir lang vinsælastir.
solveig@frettabladid.is
Gefum lífinu lit
ÞEGAR GRÁMYGLULEGUR
HVERSDAGSLEIKINN ER AÐ GERA
ÚT AF VIÐ MANN ER TILVALIÐ AÐ
GEFA LÍFINU LIT Í BÓKSTAFLEGRI
MERKINGU.
Einföld leið til að flikka upp á
umhverfið og breyta til er að
taka upp málningarpensilinn og
láta gamminn geisa. Breyta má
ótrúlega miklu bara með því að
mála og ekki er nauðsynlegt að
mála allt heimilið.
Nóg getur verið að mála einn
vegg í afgerandi lit eða mála
skápa og húsgögn. Einnig er hægt
að dúlla sér við að mála minni
hluti eins og lyklaskápa, ramma
og hillur. Þeir glysgjörnu geta
síðan skreytt herlegheitin með
stenslum, útflúri eða sjálfsprottn-
um listaverkum. Einnig má líma
skraut á verkið. - hs
Draug-
ar eru
vinsælir á
öskudaginn.
Selma Ragnarsdóttir segir lítið mál að útbúa heimatilbúna öskudagsbúninga á krakkana. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
IKEA býður upp á ókeypis andlitsmálun, myndatöku og skot-
bakka á öskudaginn. Þá verður einnig búningasamkeppni og
kötturinn sleginn úr tunnunni. Tilvalið tækifæri til að sameina
innkaup og fjölskylduskemmtun.
!""# $%
&!''(%#)*+
,
-. /00-#0*
,
-. Glæsile
g hnífap
ör
Þola up
pþvotta
vél