Fréttablaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 58
42 19. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR HESTAR Annað mótið í Meistara- deild VÍS fer fram í Ölfushöllinni í kvöld og hefst keppni klukkan 19.30. Að þessu sinni verður keppt í fjórgangi. Það verður væntanlega mikið um dýrðir enda margir gæðingar væntanlegir í Ölfushöllina. Sigurður Sigurðarson, sem vann fjórgangskeppnina í fyrra, kemur með Sölva frá Ingólfshvoli, Ísleif- ur Jónsson mætir á Landsmóts- meistaranum Röðli frá Kálfholti og Sigurbjörn Bárðarson keppir á Melódíu frá Möðrufelli svo ein- hverjir gæðingar séu nefndir. - hbg Meistaradeild VÍS í kvöld: Glæsilegir gæð- ingar mæta TILÞRIF Það má búast við flottri keppni í kvöld. MYND/JENS EINARSSON HESTAR Það verður ekki bara glæsileg keppni í Ölfushöllinni í kvöld heldur verður fyrsta happ- drættið af fimm í kvöld. Verðlaunin eru ekki af lak- ari endanum eða folatollur undir Landsmótsmeistarann Óm frá Kvistum. Ómur vann fimm vetra flokk- inn á síðasta Landsmóti en hann er undan Ófeigssyninum Víglundi frá Vestra-Fíflholti og Otursdótt- urinni Orku frá Hvammi. Ómur hlaut 8,61 í aðaleinkunn á Lands- mótinu og er með 9,5 fyrir skeið, vilja og geðslag. Happdrættismiðinn kost- ar 1.000 kr. og verða aðeins 250 miðar seldir. - hbg Meistaradeild VÍS: Hver vinnur folatollinn? HANDBOLTI Það styttist í að Dagur Sigurðsson taki við stjórnartaum- unum hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Füchse Berlin. Þó svo Dagur hafi ekki formlega hafið störf er hann samt að vinna fyrir félagið í leik- mannamálum og öðru. Nú síðast gekk Dagur frá kaup- um á danska línutröllinu Torsten Laen sem hefur leikið með Ólafi Stefánssyni undanfarin ár í Ciu- dad Real. Svo er óvissa með það hvort Dagur fái hreinlega peninga til þess að semja við Sverre Jak- obsson. „Hann er fínn þessi strákur. Hægt að nota hann í vörn og sókn og fínn í hraðaupphlaupum. Svo er þetta reyndur kappi sem er jákvætt. Flott að fá þennan strák og við sendum smá skilaboð út á við líka með þessu,“ sagði Dagur sem er ekki hættur að versla. „Við eigum væntanlega eftir að ganga frá einum í viðbót. Ég ætlaði að taka varnarmann og rétthenta skyttu en þarf kannski að finna það í einum manni. Sverre er samt ekki út úr myndinni en það verður samt ekki samið við hann á næstunni.“ Það er nóg að gera hjá Degi þessa dagana. Hann er enn starfandi sem framkvæmdastjóri Vals, er lands- liðsþjálfari austurríska landsliðs- ins í handbolta og er byrjaður að vinna hjá Berlín og undirbúa komu sína þangað. „Það gengur mjög vel að sinna þessu öllu. Ég er búinn að vera tölu- vert í Berlín og það þarf mikið að undirbúa en þetta er allt að koma. Ég hef minna verið í Austurríki enda það meira afmarkað starf. Svo hef ég verið að aðstoða arftaka minn hjá Val sem er samt öllum hnútum kunnugur í Valsheimilinu og því er það nú ekki mikið mál,“ sagði Dagur. Dagur neitar því ekki að hann sé að verða óþreyjufullur að hefja störf hjá þýska félaginu en hann mun flytja utan í sumar. „Þetta er að byrja að verða svo- lítil bið núna en ég bíð mjög spennt- ur eftir því að hefja störf formlega hjá félaginu. Því oftar sem ég fer út verð ég spenntari og hausinn er kominn hálfa leið til Berlínar,“ sagði Dagur sem er byrjaður að dusta rykið af handboltabókunum og er byrjaður að þjálfa hjá Val til þess að koma sér í rétta gírinn. „Það er mjög gott að komast af stað aftur. Fór líka til Selfoss í handboltaakademíuna að þjálfa og hitti svo Brynjar Karl með Side- line forritið. Maður er að dusta rykið af öllu svo maður verði eins tilbúinn og mögulegt er.“ Dagur og fjölskylda hafa þegar fundið framtíðarheimili sitt í Berl- ín og er óhætt að segja að það sé á besta stað. „Þetta er nánast við Ólympíuleik- vanginn. Við æfum þar rétt hjá og því afar þægilegt að vera í göngu- færi við æfingasvæðið,“ sagði Dagur. henry@frettabladid.is Getur ekki beðið eftir að komast til Füchse Berlin Það er nóg að gera hjá Degi Sigurðssyni þessa dagana enda í raun að sinna þremur störfum. Hann er enn að versla leikmenn fyrir Füchse Berlin og tals- verð óvissa er um hvort Sverre Andreas Jakobsson gangi í raðir félagsins. FRAMKVÆMDASTJÓRI, LANDSLIÐSÞJÁLFARI OG FÉLAGSÞJÁLFARI Dagur Sigurðsson hefur nóg á sinni könnu þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/HAGENPRESS FÓTBOLTI Keflavík fékk fínan lið- styrk í gær þegar miðvörðurinn stæðilegi, Bjarni Hólm Aðal- steinsson, ákvað að ganga í raðir Keflavíkurliðsins frá ÍBV. Þetta eru frábær tíðindi fyrir Keflavík sem hefur mátt horfa á bak þremur leikmönnum sem geta spilað miðvarðarstöðuna – Hallgrími Jónassyni, Guðmundi Mete og Kenneth Gustafsson. Missirinn að sama skapi mikill fyrir ÍBV þar sem Bjarni hefur verið lykilmaður. Félagið hefur þó samið við Matt Garner upp á nýtt. - hbg Keflavík fær liðstyrk: Bjarni Hólm til Keflavíkur FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir að aðeins Liver- pool geti barist við sitt lið um enska meistaratitilinn. Hann er búinn að afskrifa Chelsea og Arsenal í baráttunni en ætlar að fylgjast grannt með Aston Villa sem læðist aftan að toppliðunum tveimur. „Chelsea er búið að spila þetta upp í hendurnar á okkur og nú verður baráttan á milli okkar og Liverpool. Ég gleymi samt ekki Aston Villa sem virðist hafa tekið við keflinu af Arsenal. Ég var mjög hissa á því að Chelsea skyldi losa sig svo snemma við reyndan og hæfan þjálfara sem Scolari er. Þeirra viðbrögð er enn ein myndin af þeirri sorglegu leið sem fótboltinn stefnir þessa dag- ana. Það vilja allir skyndiárang- ur og félög hafa enga þolinmæði. Árangur kemur aftur á móti með stöðugleika og langtímamarkmið- um,“ sagði Ferguson. - hbg Sir Alex Ferguson spáir því að Man. Utd og Liverpool muni berjast til enda: Alex Ferguson afskrifar Chelsea FÓTBOLTI Enn ríkir mikil óvissa um framtíð Argentínumannsins Carlos Tévez og hann segir núna að sín mál muni ekki skýrast fyrr en næsta sumar. Tévez er samn- ingsbundinn Man. Utd til næsta sumars en þangað kom hann á tveggja ára lánssamningi. Sky-fréttastofan segir að Man. Utd sé þegar búið að samþykkja að greiða um 30 milljónir punda fyrir argentínska framherjann en hefur dregið lappirnar í að ganga frá málinu. Á meðan bíður Tévez á vængn- um og veit ekkert hvað muni ger- ast en hann hefur margoft lýst því yfir að hann vilji spila áfram fyrir ensku meistarana. „Hér líður mér vel og hér vil ég spila næstu árin. Það yrði mjög erfitt að yfirgefa eitt stærsta félag heims. Nú erum við bara að bíða fram í júní og ég mun ekk- ert vita fyrr en þá,“ sagði Tévez í útvarpsviðtali í Argentínu. - hbg Carlos Tévez: Veit framtíð sína í sumar TÉVEZ Veit ekkert hvar hann spilar næsta vetur. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Svo gæti farið að Steven Gerrard birtist óvænt á fótbolta- vellinum um helgina er Liverpool spilar gegn Man. City. Gerrard tognaði aftan í læri í bikarleiknum gegn Everton fyrr í mánuðinum og var búist við því að hann myndi ekki spila aftur fyrr en gegn Real Madrid í næstu viku. „Hann er allur að koma til og hver dagur skiptir máli,“ sagði Rafa Benitez, stjóri Liverpool, sem sagði spænsku blöðin hafa komið sér á óvart með fréttum af fyrirliðanum sínum. „Þar stóð að hann myndi leika nokkrar mínútur um helgina og síðan yrði hann fullkomlega klár gegn Real. Sannleikurinn er að við höfum ekki hugmynd um það,“ sagði Benitez. - hbg Steven Gerrard: Gæti spilað um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.