Fréttablaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 36
19. FEBRÚAR 2009 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● fjármál heimilanna
Snyrtiskóli, förðunarskóli, na-
glaskóli og fótaaðgerðarskóli eru
undir hatti Snyrtiakademíunnar í
Kópavogi. Þeir, sem langar að láta
dekra við sig en leggja ekki út í
kostnaðinn sem því fylgir, geta nýtt
sér þjónustu nemenda skólans.
Hægt er að panta tíma hjá nema
í snyrtiskólanum og í fótaaðgerða-
skólanum gegn vægu gjaldi og
létta þannig á bókhaldi heimilis-
ins. Meðal þeirra meðferða sem
nemendur læra í snyrtiskólanum
eru andlits-, herða- og höfuðnudd,
djúphreinsun húðar og ýmiss konar
sérmeðferðir. Í fótaaðgerðaskólan-
um fara nemendur meðal annars í
gegnum fótsnyrtingu og mýkja upp
harða húð svo eitthvað sé nefnt. - rat
Ódýrt dekur hjá
snyrtinemum
Hjá Snyrtiakademíunni í Kópavogi er
hægt að panta tíma hjá nemendum
gegn vægu gjaldi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Bílaumboðið Ingvar Helgason
býður viðskiptavinum sínum upp
á léttskoðun bíla án endurgjalds.
Gruni þá að eitthvað sé að geta
þeir fengið skjóta ástandsskoðun
hjá fagmanni.
„Við bjóðum viðskiptavinum að
koma til okkar og fá álit fagmanns.
Hann skoðar bílinn, fer yfir alla
öryggisþætti, skoðar helstu slit-
fleti og gefur ráðleggingar um
hvernig draga megi úr rekstrar-
kostnaði bílsins,“ segir Loftur Ág-
ústsson markaðsstjóri. - ve
Léttskoðun
án endurgjalds
Með því að láta yfirfara ökutæki með
reglulegu millibili er hægt að bregð-
ast fyrr við og koma í veg fyrir óþarfa
útgjöld. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Starfsfólk Landsbankans býður fram krafta sína í breyttu landslagi. Við
ríkjandi aðstæður getur verið brýnt að endurskipuleggja fjármálin. Teljir þú
þig þurfa á ráðgjöf að halda viljum við bjóða fram aðstoð okkar. Við förum
með þér yfir möguleg úrræði.
Markmiðið er að öðlast skýra yfirsýn yfir fjárreiður heimilisins og treysta
fótfestuna.
F J Á R M Á L H E I M I L I S I N S
• Greiðslujöfnun
• Lengja lánstíma
• Skuldbreyta vanskilum
• Fresta afborgunum vegna
sölutregðu
• Fresta greiðslu afborgana
og vaxta
LAUSNIR SEM GÆTU HENTAÐ ÞÉR
STÖÐUMAT | HE IMIL ISBÓKHALD | RÁÐGJÖF
Pantaðu ráðgjöf á landsbanki.is,
í útibúinu þínu eða í síma 410 4000.