Fréttablaðið - 19.02.2009, Síða 46

Fréttablaðið - 19.02.2009, Síða 46
30 19. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is „Þetta var skrítið,“ sagði Sigurður Skúlason leik- ari þegar hann kom út af forsýningu á Karde- mommubænum í gær. „Ég er búinn að leika í Karde- mommubænum reglulega síðan 1960.“ Nú var hann gestur í salnum sem fagnaði leikendum á forsýningunni fölskvalaust og vel og lengi á þriðjudagskvöldið. Fullt hús hamingjusamra gesta á öllum aldri. Á laugardag frumsýnir Þjóðleik- húsið Kardemommbæinn eftir Thorbjörn Egner í hinni sígildu þýðingu þeirra Huldu Valtýs- dóttur og Kristjáns frá Djúpa- læk. Leikstjóri sýningarinnar er Selma Björnsdóttir og er þetta fimmta sviðsetning leiksins í Þjóð- leikhúsinu. Alls hafa yfir 160.000 gestir heimsótt Kardemommu- bæinn hér. Allt frá fyrstu sýning- unni á Kardemommubænum árið 1960 áttu Þjóðleikhúsið og Thor- björn Egner gott og náið samstarf. Egner gerði leikmynd og búninga við nokkrar sýningar á eigin verk- um í Þjóðleikhúsinu og gaf Þjóð- leikhúsinu búninga- og leikmynda- teikningar sínar, en nokkrar þeirra getur nú að líta á göngum leikhúss- ins. Hann stofnaði einnig sjóð sem veitt hefur reglulega starfsstyrki til leikara og íslenskir áhorfendur og Þjóðleikhúsið voru honum eink- ar kær. Verk hans hafa enda notið hér mikilla vinsælda frá því kynni tókust fyrst með Karíusi og Bakt- usi, fólkinu í Kardemommubæ, dýrunum í Hálsaskógi og íslensk- um börnum á öllum aldri. Nú færir ný kynslóð leikhús- listamanna okkur þetta dásamlega verk. Boðskapur verksins um mik- ilvægi umburðarlyndis og heiðar- leika á alltaf við, og vísast geta ræningjarnir þrír, Soffía frænka og aðrir íbúar Kardemommubæjar kennt okkur öllum sitthvað gagn- legt. Rúmlega þrjátíu leikarar og börn á ýmsum aldri taka þátt í uppfærsl- unni nú. Í hlutverkum ræningjanna eru þeir Örn Árnason, Rúnar Freyr Gíslason og Kjartan Guðjónsson. Örn fer nú með hlutverk Kaspers, en hann hefur áður leikið í tveim- ur uppfærslum á Kardemommu- bænum, fyrst í hlutverki Jónatans og þá Jespers, og hefur hann því leikið alla ræningjana þrjá. Edda Björg Eyjólfsdóttir leikur svark- inn Soffíu frænku, Sigurður Sig- urjónsson leikur Tóbías í turnin- um og Baldur Trausti Hreinsson leikur Bastían bæjarfógeta. Höf- undur leikmyndar sýningarinnar er Brian Pilkington, María Ólafs- dóttir hannar búninga og Jóhann G. Jóhannsson annast tónlistar- stjórn og útsetningar. Birna og Guðfinna Björnsdætur sjá um dans- og sviðshreyfingar og lýs- ingu hanna Lárus Björnsson og Ólafur Ágúst Stefánsson. Uppselt er á sýningar á Kardemommubæn- um langt fram eftir vetri. Bókin um Kardemommubæinn er nú fáanleg á ný og hljóðritun frá frumuppfærslunni 1960 er til á geisladiski. pbb@frettabladid.is Fólkið og ræningjarnir LEIKLIST Kardemommubærinn lifnar nú við í allri sinni litadýrð. MYND ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ/EDDI ath. kl. 20. Í sófaspjalli í fjölnotasal Hafnarhússins mun listamaðurinn Ásmundur Ásmundsson bregða upp svipmyndum af hugmynda- og vinnuferli sínu, sýna verk sem tengjast sýningu hans Holu í Hafnarhúsinu og spjalla við gesti um tilurð hennar. Ásmundur hefur skrifað heilm- ikið fyrir Viðskiptablaðið og verður tæpt á umfjöllunarefni hans þar er snerta listir og samfélagið séð með hans augum. Danski heimildarmyndaleikstjór- inn Christoffer Guldbrandsen hefur fengið styrk upp á 950 þús- und danskar krónur frá dönsku Kvikmyndamiðstöðinni til að gera mynd um baráttuna gegn Efnahagsbandalaginu í Evrópu. Myndina kallar hann Forsetann. Síðasta mynd hans Dagbók frá miðju vakti mikið umtal. Myndin nýja er gerð með þátttöku allra þeirra stjórnmálamanna Evrópu sem setið hafa í forsæti Efna- hagsbandalagsins. Megináhersla er lögð á þróun hugmyndarinn- ar um Lissabon-samkomulagið. „Præsidenten“ er þegar seld til fjölda Evrópulanda. - pbb Gegn EB KVIKMYNDIR Prodi hinn ítalski er einn þeirra sem koma fram í heimildarmynd um Lissabon-samkomulagið. > Ekki missa af … Sinfóníutónleikum í kvöld kl. 19.30. Einleikarinn sem kemur fram, Leila Josefowicz, er svo sannarlega ein af fiðlustjörnum nútímans. Hún leikur fiðlukons- ert Beethovens sem hefur verið nefndur „drottning fiðlukonsert- anna“. Ljósmyndarinn Laxness Þjóðmenningarhúsið og Gljúfrasteinn – hús skáldsins, bjóða til dagskrár í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld, 19. febrúar kl. 20.00. Hún er haldin í tilefni af sýningunni Síðbúin sýn, þar sem brugðið er upp ljósmyndum sem Halldór Laxness tók á ferðum sínum innanlands og utan og heima á Gljúfrasteini. Halldór Guðmundsson, rithöfundur, og Guðný Halldórsdóttir, kvikmynda- leikstjóri og dóttir skáldsins, ganga um með gestum og ræða um ljós- myndir Laxness. Þá munu Anna Guðný Guðmunds- dóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir fl ytja lög við ljóð Halldórs Laxness. Enginn aðgangseyrir, allir velkomnir. Sýningunni Síðbúin sýn í Þjóðmenningarhúsinu lýkur 8. marz nk. BLAÐAÐ Í MYNDAALBÚMINU Þjóðmenningarhúsið – The Culture House National Centre for Cultural Heritage Hverfi sgötu 15 · 101 Reykjavík Sími 545 1400 · www.thjodmenning.is Sýningar - leiðsögn - verslun Hart í bak Skoppa og Skrítla í söng-leik Heiður Kardemommubærinn ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.