Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.02.2009, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 19.02.2009, Qupperneq 2
2 19. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR Ólafur, var þetta ekki bara hóflegt hjá Óskari? „Þetta hóf fór fram úr hófi eins og öll framsóknarvæðing.“ Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, gagnrýndi Óskar Bergsson, formann borgarráðs, harðlega á síðasta fundi borgarstjórnar, fyrir hóf sem Óskar hélt framsóknarmönnum á kostnað borgarinnar. VIÐSKIPTI Gengi krónunnar stóð óbreytt í 191 stigi í gær en krón- an hefur ekki verið sterkari gagnvart erlendum gjaldmiðl- um frá bankahruninu í október í fyrra. Greiningardeild Glitnis bendir á að krónan hafi styrkst um ell- efu prósent í janúar og sé ljóst að áætlun stjórnvalda og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins (AGS) að ná stöðugleika á krónuna og styrkja hana hafi hrokkið í gírinn eftir brösuglega byrjun í desember. Það geti kætt sendinefnd AGS sem ræðst á næstu dögum í fyrstu endurskoðun á efnahags- áætlun sjóðsins og íslenskra stjórnvalda. Bandaríkjadalurinn kostaði 144 krónur og evra 143 krónur í gær. Þá stóð breska pundið í 162,3 krónum og sú danska í 19,2 krónum. - jab Krónan gæti kætt AGS: Krónan ekki sterkari á árinu SJÁVARÚTVEGSMÁL Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að reglugerð for- vera hans um hvalveiðar standi og veiðar verði heimilaðar á yfir- standandi fiskveiðiári. Framtíð veiðanna er hins vegar háð gagn- gerðu endurmati stjórnvalda á forsendum veiðanna. Lögfræð- ingur, sem fenginn var til að meta lagalega stöðu málsins, gagnrýn- ir málsmeðferð fyrrverandi ráð- herra. Skilgreind verða veiðisvæði til hrefnuveiða og griðlönd til hvalaskoðunar. Steingrím- ur tók af allan vafa um það á blaðamanna- fundi í gær að þrátt fyrir að hvalveiðar verði leyfðar í sumar eins og reglu- gerð forvera hans gerir ráð fyrir þá geti hvalveiðimenn ekki geng- ið út frá því að veiðar verði leyfð- ar til næstu fjögurra ára, eins og áætlað var. Ekki duldist neinum sem á fundinum var að Steingrími mislíkaði niðurstaðan og vísaði ábyrgðinni á komandi veiðum til Einars K. Aðspurður sagðist hann gera skýran greinarmun á veið- um á langreyði og strandveiðum á hrefnu fyrir innanlandsmark- að. Hann sagði sína skoðun hins vegar vera aukaatriði en „það er ekkert launungarmál að ég hef efasemdir um að það þjóni heild- arhagsmunum Íslands best að hefja atvinnuhvalveiðar í stórum stíl, til útflutnings“. Stjórnvöld fengu Ástráð Har- aldsson hæstaréttarlögmann til að meta lagalega stöðu ákvörðun- ar fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra sem gaf út reglugerð um veiðar á 150 langreyðum og 100 hrefnum 27. janúar síðastliðinn. Niðurstaða Ástráðs var að ríkið sé bundið af ákvörðun Einars en málsmeðferðin sé gagnrýnisverð. Steingrímur segir lagagrund- völl hvalveiða almennt veikan og stjórnvöld hyggi á allsherjar úttekt á grundvelli veiðanna og endurskoðun laga um hvalveiðar í vetur. „Ákvarðanir um framhald veiðanna verða teknar á nýjum forsendum, nýjum lagagrunni og að undangenginni miklu víðtæk- ari greiningu á hagsmunum þjóð- arbúsins þegar á næsta ári,“ sagði Steingrímur. Hafrannsóknastofnun hefur verið falið að skilgreina veiði- svæði hrefnu og sérstök griðlönd hvala sem ætluð er til hvalaskoð- unar. Með þessu er þess freist- að að koma í veg fyrir árekstra á milli veiðimanna og hvalaskoðun- arfyrirtækja. Sjávarútvegsráðuneytið hyggst jafnframt grafast fyrir um það hvort hvalveiðimenn hafi sannar- lega öll tilskilin leyfi sem starf- semi þeirra þarfnast og sérstak- lega verði þess gætt að eyðing úrgangs sé samkvæmt reglum um umhverfismál. svavar@frettabladid.is Hvalveiðar í sumar en framhaldið óljóst Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að reglugerð um hvalveiðar standi fyrir yfirstandandi ár. Málsmeðferð forvera hans er gagnrýnd. Framtíð og forsendur hvalveiða verða endurmetnar og lög um hvalveiðar verða endurskoðuð í vetur. HVALUR 9 Tvö skip munu veiða 150 langreyðar í sumar. Hrefnuveiðimenn hyggja á uppbyggingu á Akranesi fyrir sína útgerð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON SJÁVARÚTVEGSMÁL „Ég fagna þess- ari niðurstöðu sjávarútvegs- ráðherra og hún byggist auðvit- að á þeim efnislegu forsendum sem lágu til grundvallar minni ákvörðun. Vitaskuld hlýtur hún líka að vera stutt þeirri vitn- eskju að fyrir liggur meirihluta- vilji þingsins um að þessum veið- um verði haldið áfram,“ segir Einar K. Guðfinnsson, fyrrver- andi sjávarútvegsráðherra, um ákvörðun eftirmanns síns um að hvalveiðar hefjist í sumar. Hann hefur engar áhyggjur af því að frekari hvalveiðar verði stöðvaðar eftir vertíðina í ár. „Ég fagna jafnframt endurskoðun laga um hvalveiðar; sú vinna var hafin undir minni forystu.“ - shá Einar K. Guðfinnsson: Veiðar komnar til að vera SJÁVARÚTVEGUR „Það má segja að þetta sé farið að minna mann á ver- búðartímann þegar bændasynirnir og annað fólk komu ofan af landi til að vinna í fiski,“ segir Þór Vilhjálms- son, starfsmannastjóri hjá Vinnslu- stöðinni í Vestmannaeyjum. Mikið hefur verið hringt þangað síðustu misserin og spurst fyrir um vinnu. „Það eru ekki nema tvö, þrjú ár síðan að það gat verið erfitt að manna bátana en það hefur nú held- ur betur breyst,“ segir hann en ríg- haldið er í hvert pláss núna og vel mannað í vinnslunni. Albert Már Eggertsson, eigandi Perlufisks í Vesturbyggð, segir að einnig sé mikið spurst fyrir um laus störf fyrir vestan. „Það er nú ekk- ert skrýtið miðað við það hvernig ástandið er, sem betur fer vill fólk frekar vinna en að sitja og klóra sér,“ segir hann. Þór segir að það eina sem vanti núna til að allt verði eins og þegar best lét í útgerðinni sé loðnan. „Ann- ars var ég að tala við Línu áðan og hún segir að þetta sé ekki búið með loðnuna,“ segir hann. Þess má geta að umrædd Sigurlína Árnadótt- ir er berdreymin mjög og reyndist sann spá í fyrra þegar hana dreymdi fyrir því að rætast myndi úr loðnu- vertíð þó svo að sjávarútvegsráð- herra hefði blásið hana af á tíma- bili. - jse Fólk sækir í fiskvinnslustörf hvort sem er vestur á fjörðum eða í Eyjum: Landinn sækir aftur í fiskinn DREYMDI FYRIR LOÐNUVERTÍÐ Þór veitti Sigurlínu verðlaun, fyrir hönd Vinnslustöðvarinnar, í fyrra þegar rættist úr loðnuvertíðinni rétt eins og draumar hennar höfðu sagt til um. MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSON LÖGREGLUMÁL Slökkviliðið á Suð- urnesjum hafði mikinn viðbúnað í gær vegna eiturefnaleka í gámi í Grindavík. Talið er að eiturguf- ur hafi myndast þegar vatn komst að óþekktu efni innst í gámnum. Aðgerðir vegna lekans stóðu frá hádegi og langt fram eftir degi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi slökkvibíl og gámabíl með eiturefnabúnað á staðinn. Um tvo tonn af efninu voru í gámnum, en ekki liggur fyrir hvaða efni það er. - sh Sýra myndaðist í gámi: Viðbúnaður vegna eitrunar STJÓRNMÁL Gunnar Svavarsson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í komandi alþingiskosningum. Hann telur að skapa þurfi svigrúm til endurnýjunar í efstu sætum lista flokksins eins og þjóð- in hafi kallað eftir. Gunnar settist fyrst á þing eftir síð- ustu þingkosningar og hefur því setið á þingi í tæp tvö ár. Hann skipaði efsta sæti lista Sam- fylkingarinnar í Suðvesturkjör- dæmi. Hann hefur síðan gegnt starfi formanns fjárlaganefndar Alþingis. - sh Gunnar Svavarsson: Hættir á þingi GUNNAR SVAVARSSON STJÓRNMÁL Viðskiptanefnd Alþing- is kom saman tvisvar í gær til að ræða frumvarp um breytingar á yfirstjórn Seðlabankans, fyrst í gærmorgun og aftur í gærkvöldi. Til umræðu á báðum fundunum voru fyrirhugaðar breytingar á frumvarpinu áður en það verður afgreitt úr nefndinni til annarrar umræðu. Meðal breytinganna sem rætt er um er að víkka út hæfniskröf- ur sem gerðar verða til seðla- bankastjóra, en sú breyting er nær örugg, og að skipa aðstoðar- bankastjóra. Ekki verður þó fall- ið frá þeirri fyrirætlan að hafa seðlabankastjóra aðeins einn. - sh Stíft fundað í viðskiptanefnd: Tvífundað um Seðlabankann DÓMSMÁL Ákvörðun um að selja 550 milljón hluti í Straumi-Burðarási til erlends fjárfestis fyrir á ell- efta milljarð króna var aðeins tekin af forstjóra Straums. Salan var hvorki rædd í stjórn félagsins né á hluthafafundi. Þetta kom fram við aðalmeðferð skaðabótamáls Vilhjálms Bjarnasonar og dætra hans á hendur stjórn Straums í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Vilhjálmur og dætur hans krefja stjórn félags- ins um ríflega þrjátíu þúsund krónur í skaðabætur, vegna þess að þeim hafi verið mismunað sem hlut- höfum í Straumi, þegar ákveðið var að selja hlutina á því sem Vilhjálmur kallar undirverð. Tekist var á um það fyrir dómi hvort kaupverð- ið, 18,6 krónur á hlut, væri undirverð eða ekki. Það væri litlu lægra en meðalkaupverð á bréfum í félag- inu daginn áður, en síðar sama dag og kaupin gengu í gegn hafi verðið hins vegar risið töluvert. Þá er einnig ágreiningur um það hvort Vilhjálm- ur og dætur hans séu réttir aðilar að málinu. Lög- maður stjórnarmanna í Straumi fullyrðir að stakir hluthafar geti ekki höfðað mál vegna meints tjóns af þessum toga, heldur verði félagið sjálft að vera stefnandi, enda sé það félagið sem verður þá fyrir tjóni. Þar fyrir utan hafi viðskiptin verið afar hag- felld. - sh Hvorki stjórn né hluthafafundur komu nálægt 11 milljarða kaupum í Straumi: Tekist á um kaup í Straumi FORSTJÓRINN OG DÓMTÚLKUR William Fall, forstjóri Straums, kom fyrir dóminn og sagði viðskiptin öll með eðlilegu móti. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums, mætti ekki. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN Átján bjargað úr sjónum Mannbjörg varð í Norðursjó þegar Super Puma-þyrla með 18 manns innanborðs hrapaði í sjóinn við Bret- landsstrendur í gærkvöldi. Mönnun- um var bjargað úr björgunarbátum og komust þeir allir frá atvikinu án teljandi meiðsla. Fjölmargir bátar og þyrlur komu að björguninni. SLYS SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.