Fréttablaðið - 19.02.2009, Síða 25

Fréttablaðið - 19.02.2009, Síða 25
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 HÁTÍSKUFLÍKUR má hæglega sauma upp úr fötum sem hætt er að nota ef hugmyndaflugið er beislað. Eins má búa til fínustu flíkur úr gömlum gluggatjöldum, borðdúkum og jafnvel rúmfötum. „Pelsinn kom með nýrri send- ingu í Rokk og rósir um daginn og valdi ég hann þar sem hann er mjög hlýr og góður fyrir íslenska vetur. Síðan er hann aðsniðinn og dömulegur þannig að hann er ekki of umfangsmikill. Hins vegar fylgdi ekki sögunni hvaða feld- ur er í pelsinum en margir telja þó að hann sé ekta, spurningin er bara hvers konar feldur þetta er,“ segir Svala Lind Þorvaldsdótt- ir um flíkina sem hún klæðist á myndinni. Blússan er hvít hörmussa úr Companys, blúndusokkabuxurn- ar eru frá H&M en leðurstutt- buxurnar eru úr Rokki og rósum. „Þær eru uppháar og koma mjög vel út,“ segir Svala Lind en henni þykir mjög gaman að blanda saman nýju og gömlu og mismun- andi áferð. Þegar kemur að fatakaupum eru hæg heimantökin hjá Svölu Lind þar sem hún vinnur í Rokki og rósum með námi í Menntaskól- anum við Hamrahlíð. „Ég útskrif- ast vonandi í vor og er framhald- ið óráðið. Það eina sem ég veit er að mig langar að flytja til útlanda og prófa eitthvað nýtt en annars á ég eftir að ákveða það allt betur,“ segir hún hógvær. Svala Lind lýsir fatastíl sínum sem fremur klassískum en hún hefur þó gaman af að brydda upp á nýjungum öðru hverju. „Mér finnst gaman að vera aðeins öðru- vísi. Ég fíla allt frá hippalegum blómakjólum yfir í leðurjakka og Dr. Martens skó, þannig að sitt lítið af hverju heillar mig,“ segir hún og bætir við: „Þó skiptir máli að fötin séu þægileg og að manni líði vel í þeim. Maður skemmtir sér mun betur þannig og fötin njóta sín.“ Spurð út í vortískuna sýnist Svölu Lind að þar beri svolítið á beislit og jarðarlitum. „Svokallað- ur nude eða beislitur virðist vera áberandi í bland við jarðliti sem ég er mjög hrifin af. Annars er um að gera að lífga svolítið upp á útlit- ið með skærum litum líka,“ segir hún og brosir. hrefna@frettabladid.is Skiptir máli að líða vel Fötin skapa manninn segja sumir. Svala Lind Þorvaldsdóttir er þó á því að miklu skipti að líða vel í þeim fötum sem maður klæðist og ef sú er raunin þá klæði fötin mann jafnvel betur. Svala Lind hefur starfað sem fyrirsæta og varði tveimur sumrum í Barcelona við fyrirsætustörf. „Þar eru flottar búðir sem ég get alveg mælt með,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JÓGA Ásta Arnardóttir • 862 6098 www.this.is/asta • astaarn@mi.is www.lotusjogasetur.is • Borgartúni 20 MORGUN / HÁDEGI / SÍÐDEGI BYRJENDANÁMSKEIÐ HEFST 22. OKT. KUNDALINI HEFST 22. OKT. MEÐ ÁSTU Ásta Arnardóttir • 862 6098 • asta@this.is Lótus jógasetur • www.this.is/asta MORGUN • HÁDEGI • SÍÐDEGI BYRJENDA NÁMSKEIÐ HEFST 23. FEBRÚAR Nú skiptir miklu máli að gera hagkvæm innkaup. matarkarfan.is gerir leitina að nýjustu tilboðunum þægilegri og auðveldari til hagsbóta fyrir alla. Farið á www.matarkarfan.is og byrjið að spara. Hagkvæm tilboð alla daga. matarkarfan.is Óskum eftir leiðbeinendum á námskeið og samverur Vilt þú deila þekkingu og reynslu með öðrum? Kópavogsdeild Rauða krossins er að hrinda í framkvæmd nýju verkefni sem ber heitið Nýttu tímann: Námskeið – Fyrirlestrar – Samverur og er því ætlað að ná til atvinnulausra og þeirra sem hafa þurft að minnka við sig vinnu. Jóga Tai Chi Taflkennsla Briddskennsla Kennsla á GPS staðsetningatæki Einnig vantar okkur sjálfboðaliða til að stjórna söngstundum og framreiða veitingar fyrir þátttakendur. Ljósmyndun Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við deildina í síma 554 6626 eða á kopavogur@redross.is. Námskeiðin verða í mars, apríl og maí á mánudögum og miðvikudögum kl. 10-13 í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11. Þau eru öllum opin og ekkert þátttökugjald. Kópavogsdeild, Hamraborg 11, sími 554 6626. kopavogur@redcross.is.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.