Fréttablaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 32
 19. FEBRÚAR 2009 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● fjármál heimilanna Nú er liðin sú tíð að hægt sé að fara kærulaus með budduna í matarinnkaup til heimilisins og kjörorð dagsins hagsýni og ráðdeild. „Lykill að hag- kvæmum innkaupum er að gera ná- kvæman mat- seðil fyrir allar máltíðir vikunnar,“ segir Benedikta G. Waage, matreiðslukennari við Hússtjórn- arskólann í Reykjavík, innt eftir sársaukaminnstum tilkostnaði við daglega matseld og heimilishald. „Spara má stórfé með því að kynna sér vel tilboð verslana í viku hverri því þar eru oft veittir rausnarlegir afslættir af tilteknum matvælum. Þá færist aftur í auk- ana að hagsýnar húsmæður kaupi lamba- og nautaskrokka í frysti- kistuna, ásamt fiskflökum í kassa- vís, en það lækkar matarútgjöldin til mikilla muna, enda það hráefni sem jafnan er dýrast á innkaupa- listanum og tekur mest í.“ Benedikta bendir á gott sparn- aðarráð hvað varðar afganga þegar matseðill vikunnar er ákveðinn. „Þá er hægt að hafa soðinn fisk eitt kvöldið en plokkfisk úr af- göng- um hans síðar í vik- unni eða heil- an kjúkling í eina máltíð og afgang hans í mexíkanskar pönnukökur í aðra máltíð. Eins er upplagt að nýta grænmetisafganga í pasta- sósur og súpur,“ segir Benedikta sem hefur á tilfinningunni að Ís- lendingar hafi hent miklu af mat á undanförnum árum en hljóti að hætta því nú, enda megi nýta vel- flesta afganga með því að bæta við öðru hráefni sem gerir mat- inn merkilegri, eins og eggjum og osti. Benedikta segir sláturgerð að hausti vera búbót sem gefi af sér ótal hollar og saðsamar máltíðir. „Virðing fyrir gamla og góða ís- lenska heimilismatnum hefur auk- ist mjög á stuttum tíma og í Hús- stjórnarskólanum bíður ungt fólk nú í ofvæni eftir kjötsúpu, kjöt- bollum úr kjötfarsi, fiskbollum úr fiskfarsi, plokkfiski, slátri og öðru, og finnst áskorun að mat- reiða úr rófum, gulrótum og hvít- káli, sem er hagkvæmt lostæti en hefur lengi þótt hversdagsmatur frá gamalli tíð.“ Að sögn Bendiktu má spara stórfé á heimabakstri í stað þess að versla brauð og bakkelsi í bak- aríum og búðum. „En sé brauð keypt út úr búð skal ávallt geyma það í frysti og taka út sneiðar til að þíða svo brauðið nýtist allt. Þá má baka lúxus-útgáfur af heil- um tertum sem eru annars seldar rándýrar í sneiðum. Heimagerðar pitsur eru svo hreint sælgæti og miklum mun ódýrari en aðkeypt- ar pitsur, með heimagerðum botni, sósu og áleggi að eigin vali. Með öllu skyldi svo ávallt borið fram vatn, eða í besta falli djúsþykkni í stað dýrra djúsa í fernum og helst að sleppa gosi að öllu leyti.“ - þlg Hjá tannlæknanemum Háskóla Íslands er hægt að fá ódýra tannlæknaþjónustu. Ef fólk hefur tímann fyrir sér gæti hentað í einhverjum tilvikum að nýta sér það. Einu sinni í viku eru skoðunardagar, eða á mið- vikudögum, eftir hádegi, á annarri hæð Lækna- garðs við Vatnsmýrarveg 16. Þangað getur almenn- ingur leitað eftir skoðun og greiningu hjá tann- læknanema og greiðir fyrir það 3.000 krónur. Eftir það er greiddur efniskostnaður ef um smíði er að ræða. Hægt er að fá tannréttingaþjónustu hjá nemum en hafa ber í huga að það getur tekið lengri tíma en hjá sérfræðingi þar sem í skólanum eru ákveðnir hlutir kenndir á ákveðnum tímum. Síð- asti kennsludagur er síðan um miðjan apríl og hefst skólinn aftur að hausti. Börn undir átján ára aldri þurfa ekki að greiða fyrir þjónustu hjá tannlæknanemum Háskóla Ís- lands en Tryggingastofnun sér um þá reikninga. Það getur því verið heimilisbókhaldinu hollt að nýta sér þessa þjónustu en hafa ber þó í huga að þarna er ekki veitt bráðaþjónusta. Því er ekki hægt að hringja með tannpínu og fá meðferð strax. - rat Ef fólk hefur tímann fyrir sér er hægt að nýta sér ódýra þjón- ustu tannlæknanema í Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nemaþjónustan ódýrari Benedikta G. Waage kennir húsfreyjum framtíðar hagsýni og ráðdeild í heimilisrekstri og daglegri matseld við Hússtjórnarskól- ann í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Virðing gamla heimilis- matarins hefur aukist „Óskert lífsgæði án niðurskurðar, er boðorð dagsins. En við verðum að vita hvert krónurnar okkar eru að fara til að geta átt afgangspening, sem við getum svo lagt til hliðar eða eytt. Því þurfum við að geta stuðst við ákveðið kerfi sem veitir okkur yf- irsýn á fjármálin,“ segir Vésteinn Gauti Hauksson, hjá Spara.is sem býður upp á aðgang að forritinu Fjárhagskerfi heimilanna sem notað er til að stýra útgjöldum. „Menn skrá eigin neyslu og allrar fjölskyldunnar inn í kerf- ið. Þeir geta svo séð hvar var farið yfir strikið þegar mánuður- inn er yfirstaðinn svo dæmi sé tekið; passað sig síðan að áætla útgjöld næsta mánaðar í kerfinu svo að leikurinn endurtaki sig ekki.“ Vésteinn bætir við að menn geti að auki fengið yfirlit frá Hagstofunni sem sýni meðalútgjöld svipaðra fjölskyldugerða til að bera sig saman við. En hvað með meðferð upplýsinga viðskiptavina? „Við förum líkt og bankarnir eftir ákveðnum ákveðnum reglum og förum með allar upplýsingar sem trúnaðarmál,“ útskýrir hann. Að sögn Vésteins er kerfið fremur einfalt í notkun. Sótt er um áskrift á vefsíðunni spara.is, en mánað- argjald fyrir þjónustuna er 1.960 krón- ur. „Innifalin er líka uppgreiðsluþjón- usta, þar sem við getum skipulagt nið- urgreiðslu lána fyrir menn. Fólk hefur sparað sér mikla peninga með því að not- færa sér hana.“ Að auki er hægt að fá fría, klukku- stundar kennslu á forritið hjá ráðgjöfum fyrirtækisins Sparnaðar ehf. sem á í sam- starfi við Spara.is. „Áhugasamir geta haft samband við okkur og við beinum þeim einfaldlega til réttra aðila,“ segir Vé- steinn. - rve Óskert lífsgæði án niðurskurðar Vésteinn segir gott að styðjast við for- ritið til að eignast afgangspening.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.