Fréttablaðið - 19.02.2009, Síða 44
28 19. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Bless
vondi
heimur!
Bless
Tanga-
Þrándur!
Bless... Heyrðu,
þú ert...
Guð
minn
góður!
Ég er ekkert
sérstaklega
góður að teikna
persónur! Þess
vegna er örin!
Sniðugt!
Mc Gyver!
Útlit úr fjarlægð: Slæmt.
Útlit í návígi: Mjög slæmt.
Útlit í miklu návígi: Lífs-
hættulegt.
Það gerir
samanlagt...
Já.
Nörd+Lúði = Hreinn
sveinn2 (í öðru veldi) Púff.
Fyrirgefðu.
Þetta er
eina upp-
stillingin
sem ég
þekki.
Bókaklúbbur
Mjása.
John
Steinbeck
„Mýs og menn“
Bravó!
Við verðum
kyrr og
hlustum á
fyrri helm-
inginn.
Áður en maður fer
í leikskólann, þá er
dagmóðir, ekki satt?
Jú.
Og fyrir dagmóð-
urina er aðlögun.
Já.
Þannig að, áður en
þau fara að skríða
þá hlýtur að vera...
hvað?
Að vera leikfang
sem er dregið?
NEI! For-skrið!
Fylgstu með!
Kíktu á Tónlist.is og
þú gætir unnið miða
á EGÓ á Players!
Föstudag 20.02.2009
Laugardag 21.02.2009
Í hjarta mér
EGÓ
Risarokksveitin EGÓ er nú komin á fulla
ferð í íslenskt tónlistarlíf og hefur nú sent
frá sér nýtt lag sem heitir Í hjarta mér.
Smelltu þér á þetta frábæra lag fyrir
aðeins 149 kr. inn á Tónlist.is
Einnig fáanlegt með EGÓ:
Breyttir tímar Í mynd Egó Frá upphafi til
enda
Kanski varð
bylting vorið...
Tók fram Matador-spil um daginn. Ekki nýja útgáfu heldur þá gömlu góðu þar sem dýrustu göturnar eru Bankastræti
og Austurstræti, þær ódýrustu Víðimelur
og Reynimelur. Þvílík dásemdarnostalgía
fyrir mig því að ég spilaði þetta spil út í eitt
á tímabili æsku minnar. Hef ekki litið á það
í áratugi en það var mjög gaman að rifja
upp gamla takta, skoða göturnar sem stóðu
til boða og fyrirtækin. Hitaveita Reykjavík-
ur og Rafmagnsveitan voru frábær kaup
til dæmis, sömuleiðis að eiga Loftleiðir og
Flugfélag Íslands. Ég hafði alltaf mikið
dálæti á sumum seríum, til dæmis þeirri
rauðu, Garðastræti, Túngötu og Vestur-
götu en minni smekk fyrir öðrum.
Það var mjög sniðugt nú í þess-
ari upprifjun að sjá að ég var jafn
áhættufælin og forðum í fjár-
festingum. Rétt eins og í raun-
veruleikanum, ég hefi misst af
gríðarlegum gróða í uppsveiflum vegna
áhættufælni. Á móti kemur að ég hef ei haft
ástæðu til þess að rífa í hár mitt yfir töpuð-
um hlutabréfum.
En aftur að Matador, það rifjaðist upp
fyrir mér í hvílíkum ógöngum maður gat
lent í spilinu ef maður hafði ekki náð að
eignast göturöð, fylla hana af húsum og
okra þannig á meðspilurunum sínum ef þeir
lentu á þeim. Ef maður sat eftir eignalaus
og þurfti að greiða leigu dýrum dómum þá
fór illa, gjaldþrot blasti við nema bankinn
sýndi sveigjanleika sem og meðspilarar í
leiknum. Hljómar reyndar of líkt raunveru-
leikanum um þessar mundir, þegar fólk er
upp á sveigjanleika banka og meðspilara
komið. Nema að í raunveruleikanum eru
litlar líkur á því að maður detti í lukkupott-
inn, vinni í happdrætti eða fái gríðarlega
háan sveitarstyrk, eins og töluverðar líkur
eru á í Matador.
Garðastræti, Túngata og Vesturgata
NOKKUR ORÐ
Sigríður Björg
Tómasdóttir