Tíminn - 06.01.1988, Síða 4
4 Tíminn
Miðvikudagur 6. janúar 1988
Framsóknarflokkurinn í borgarstjórn:
Tímamynd: Gunnar
ADKOMAN AD MJODD
VERDIADGENGILEG
Bifreiöaeftirlitiö:
Rekstur s.l.
árs fyrir
ofan núllið
Bifreiðaeftirlit ríkisins skilar
nokkrum rekstrarhagnaði á síðast-
liðnu ári. Haukur Ingibergsson
framkvæmdastjóri Bifreiðaeftirlits-
ins staðfesti í samtali við Tímann að
tekjur yrðu örlítið meiri en gjöld.
Hann sagði að þetta væri árangur
mikils rekstrarátaks sem hefði verið
í gangi seinni hluta síðasta árs.
„Veltan erámilli 130 og 140milljón-
ir. Sparnaðurinn er á öllum sviðum
rekstursins, t.d. á yfirvinnu og alls-
konar öðrum rekstrarþáttum. Það
er rétt að taka fram að við höfum
ekki fengið meira fé á fjárlögum cn
gert var ráð fyrir.“ Aðspurður sagði
Haukur að einn nýr tekjupóstur
Bifreiðaeftirlits væri fólginn í sölu á
upplýsingum úr bifreiðaskrá. „Það
eru mjög margir aðilar sem nota
bifreiðaskrá. Þetta cru upplýsingar
sem kostar að safna og geyma. Fyrir
þessar upplýsingar hafa nienn þurft
að greiða eins og t.d. aðgang að
upplýsingum úr þjóðskrá. Tekjur af
þessu hafa numið nokkrum milljón-
um króna. Þessar tekjur hafa þó
ekki skipt sköpum fyrir reksturinn,"
sagði Haukur Ingibergsson. óþh
Leiðrétting
Framsóknarflokkurinn í borgar-
stjórn mun á næsta fundi borgar-
stjórnar leggja fram tillögu um að
aðkoma að verslunar- og jjjónustu-
kjarnanum í Mjóddinni verði gerð
aðgengileg að nýju, en eftir að
vinstri beygju af Reykjanesbraut
inn í Álfabakka var lokað hafa
vegfarendur átt í erfiðleikum með
að nýta sér þá aðstöðu sem verið
er að byggja upp í Mjóddinni.
Landsbankinn og aðrir þjón-
ustuaðilar í Mjóddinni hafa kvart-
að mjög vegna þess hve erfitt er
fyrir vegfarendur að komast að
Mjóddinni eftir að vinstri beygja af
Reykjanesbraut inn í Mjódd var
bönnuð og hafa þeir beðið um
úrlausn sinna mála. Því hefur ekki
verið sinnt.
Að sögn Erlings Sigurðssonar
hjá Olís dróst sala á bensíni og
olíum á bensínstöð Olís við Álfa-
bakka saman um 25-30% eftir að
vinstri beygja var af Reykjanesb-
raut var bönnuð á sínum tíma. Má
ætla að lokunin hafi svipuð áhrif á
önnur þjónustufyrirtæki í Mjódd-
inni.
Tillaga Framsóknarflokksins er
sú að vinstri beygjan verði aftur
tekin upp af Reykjanesbraut inn í
Álfabakka að Mjódd og er bent á
tvær leiðir. Önnur er sú að setja
upp umferðarljós á Reykjanes-
brautina sem tryggi vinstri beygju
á sama hátt og gert er á Kringlu-
mýrarbraut til að beina umferð inn
í Kringluna. Hin er að byggja
Gísli Karlsson og Gunnar Guðbjartsson. Gísli tók við af Gunnari sem framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs
landbúnaðarins í gær.
Mannaskipti hjá framleiðsluráði
Gunnar Guðbjartsson fram-
kvæmdastjóri Framleiðsluráðs
landbúnaðarins lét af störfum í
fyrradag, en við tók Gísli Karlsson
sem undanfarið hefur verið sveitar-
stjóri í Borgarnesi, en var áður
kennari við Bændaskólann á
Hvanneyri.
Gunnar Guðbjartsson er fæddur
6. júní 1987 og varð því sjötugur á
síðasta ári. Hann hóf búskap á
fæðingarbæ sínum, Hjarðarfelli í
Miklholtshreppi á Snæfellsnesi árið
1942, en hafði áður stundað nám á
Laugarvatni og Hvanneyri. Gunn-
ar hóf snemma störf fyrir bænda-
samtökin, fyrst sem formaður Bún-
aðarsambands Snæfellinga. Hann
var Búnaðarþingsfulltrúi í alls 32
ár og fulltrúi á aðalfundi Stéttar-
sambands bænda í 36 ár.
Gunnar Guðbjartsson var kos-
inn formaður Stéttarsambands
bænda árið 1963 og gegndi því
starfi í 18 ár eða til ársins 1981.
Árin 1963 til 1977 var hann formað-
ur Framleiðsluráðs landbúnaðað-
arins og var ráðinn framkvæmda-
stjóri þess 1. janúar 1980.
Gunnar er kvæntur Ásthildi
Teitsdóttur og eiga þau 6 börn og
15 barnabörn.
undirgöng undir Reykjanesbraut
líkt og gert var undir Miklubraut-
ina að þjónustukjarnanum í
Kringlúnni.
í greinargerð sem fylgir tillögu
Framsóknarflokksins er bent á að
borgaryfirvöld verði jafnan að gæta
þess að aðilum í verslun og þjón-
ustu sé ekki mismunað þegar um
umferðarframkvæmdir er að ræða
af hálfu borgarinnar og skipt geta
sköpum fyrir viðkomandi aðila.
-HM
Meinleg villa er í grein í gær um
véldreka, sem hafa fengið heitið
„fis“ skv. nýrri reglugerð. Rangt er
farið með nafn þess sem sagður er
eiga heiður af nafngiftinni og er
beðist velvirðingar á því. Átt var við
Skúla Jón Sigurðarson, deildarstjóra
í loftferðaeftirliti. Ómar Ragnarsson
hafði samband við Tímann og árétt-
aði að heitið „fis“ hefði verið notað
hjá Rtkissjónvarpinu í tíu ár, eða frá
því að slíkt loftfar var fyrst sýnt hér
á landi.
Arkitektúr í
Ásmundarsal
Fimmtudaginn 7. janúar nk. kl.
20.00, verður opnuð sýning á loka-
verkefnum nýlega útskrifaðra arki-
tekta, í Ásmundarsal Freyjugötu 41,
húsi Arkitektafélags íslands.
í tengslum við sýninguna munu
höfundar kynna verk sín. Helmingur
verkanna verður kynntur strax eftir
opnun sýningarinnar, hinn helming-
urinn fimmtudaginn 14. janúar
kl.20.00.
Á sýningunni eru 8 verk. Þau eru:
MIÐBÆR { KUPPENHEIM, V-
ÞÝSKALANDI, höf. Andrés Narfi
Andrésson, Universitat Karlsruhe
1986, SÆDÝRASAFN í HAFN-
ARFIRÐI, höf. Hafdís Hafliðadótt-
ir, Arkitektskolen i Aarhus 1986,
S.MARIA DELLA SCALA: MUS-
EO CIVICO, SIENA, ITALIA,
höf. Halldóra Bragadóttir, LTH Ar-
kitektsektionen Lundi Svíþjóð 1985,
„HÚS BORGARINNAR“ í I
REYKJAVÍK, höf. Helgi MárHall- 1
dórsson, Arkitekthögskolen i Oslo
Noregi 1987, FORM OG HÍBÝLI,.
höf. Hjördís Sigurgísladóttir, Virg-
inia Polyt. Institut and State Univ.
Bandaríkin 1986, SJÓMINJASAFN
í HAFNARFIRÐI, höf. Ólöf Flyg-
ering, Arkitekthögskolen i Oslo
Noregi 1985, HEILSUHÓTEL I
SVARTSENGI, höf. Pálmi Guð-
mundsson, Technische Universitat
Berlin 1986 og BADHÚS ÖSJU-
HLÍÐ, höf. Ragnar Ólafsson, Kunst
akademiets arkitektskole Kaup-
mannahöfn 1987.
Sýningin verður opin virka daga
kl. 17.00-21.00 og um helgar kl.
14.00-18.00. Sýningunni lýkur
sunnudaginn 17. janúar. óþh
Bessastaöir:
Nefndskipuð
Forsætisráðherra hefur skipað
nefnd til þess að gera tillögur til
forsætisráðuneytisins um endur-
bætur og framtíðaruppbyggingu
forsetasetursins á Bessastöðum.
Formaður nefndarinnar er Matt-
hías Á. Mathiesen, samgöngu-
ráðherra, og með honum í nefnd-
inni eiga sæti Kjartan Jóhanns-
son, alþingismaður, Kornelíus
Sigmundsson, forsetaritari,
Helga Jónsdóftir, aðstoðarmaður
utanríkisráðherra, Leifur Blum-
enstein, byggingafræðingur, og
Guðmundur Jónsson, húsa-
smíðameistari.