Tíminn - 06.01.1988, Síða 15
Miðvikudagur 6. janúar 1988
llllllllllllllllllllll minning . "
Páll Júlíusson
Fæddur 20. desember 1934.
Dáinn 9. desember 1987.
Páll Júlíusson var fæddur í Hítar-
nesi í Kolbeinsstaðahreppi 20. des-
ember 1934. Hann var yngstur 11
barna hjónanna Kristínar Stefáns-
dóttur og Júlíusar Jónssonar bónda
og hagyrðings í Hítarnesi.
Páll dvaldi í Hítarnesi alla tíð, en
hann tók við búi af föður sínum
1966. Þá var móðir hans látin en
Júlíus faðir hans dvaldi í Hítarnesi
hjá syni sínum til dánardægurs.
Árið 1959 fórst togarinn Júlí og
með honum þrjátíu manns. Einn af
þeim var bróðir Páls, Aðalsteinn,
ungur efnilegur maður. Ung kona,
Kristbjörg Þórarinsdóttir, missti
mann sinn einnig í þessu mannskæða
sjóslysi. Hún var nú ekkja með sex
ung börn. Kristbjörg fór í Hítarnes
sem ráðskona með fjögur börn sín.
Páll og hún gengu síðan i hjónaband
og eignuðust þau saman fimm börn.
Þau eru: Kristín búsett í Vestmanna-
eyjum, Aðalheiður, Halldór, Stefán
og Júlíus, öll heimilisfólk í Hítar-
nesi.
Kristbjörg og Páll voru mjög sam-
hent í búskapnum og samrýmd.
Þegar Páll tók við búi í Hítarnesi tók
hann þegar til við miklar fram-
kvæmdir. Hann stækkaði túnið,
byggði nýtt íbúðarhús, fjós og hlöðu.
Var með ólíkindum hve miklu hann
kom í verk þegar þess er gætt hve
mikla ómegð hann hafði. En Páll var
ákaflega vinnusamur og vannst allt
vel. Hann var þó hægur í fasi og
rólegur og virtist alltaf hafa nógan
tíma. Hann var einn af þessum mönn-
um sem reynast drýgri til margra
verka en þeir sem meira láta.
Páll var ágætlega greindur og
gæddur mörgum hæfileikum þótt
hann flíkaði þeim ekki. Páll var t.d.
orðinn fullorðinn maður þegar menn
komust að því að hann var góður
söngmaður, hafði mikla og góða
bassarödd. Og eins og í öðru lá Páll
ekki á liði sínu að efla fáskrúðugt
sönglíf fámenns sveitarfélags. Hann
söng í kirkjukór Kolbeinsstaða-
kirkju og um tíma var hann í Mýra-
mannakórnum. Það vissu fáir fyrr en
á seinni árum að Páll var líka ágætur
hagyrðingur. En ekki flíkaði hann
mikið vísum sínum.
Páll hefur sjálfsagt aldrei óskað
sér annars hlutskiptis en að vera
bóndi íHítarnesi. Hann hafði gaman
af skepnum og lét sér annt um þær
eins og góðra bænda er siður. Eink-
um hafði Páll yndi af góðum hestum
og átti góða reiðhesta. Annir bónd-
ans hafa vafalaust komið í veg fyrir
að hann gæti sinnt hestamennsku að
einhverju ráði.
Eins og áður sagði var Páll hæglát-
ur maður og hafði ekki hátt á
mannfundum. En hann bjó yfir
hlýrri glettni og var manna
skemmtilegastur í góðra vina hópi.
Ég sem þetta rita hef þekkt Pál
alla ævi, enda fæddur og uppalinn í
sama sveitarfélagi. En sem fullorð-
inn maður flutti ég á næsta býli við
Hítarnes og hóf þar búskap. Þá
kynntist ég því vel hve mikill mann-
kostamaður Páll var. Á frumbýlisár-
um mínum þurfti ég oft að leita til
Páls um aðstoð við eitt og annað, fá
lánaða vél eða vél og mann. Aldrei
taldi Páll sig hafa svo mikið að gera
að hann gæti ekki gert mér greiða.
Allt var sjálfsagt. Á ég og fjölskylda
mín Páli mikið að þakka bæði þá og
síðar. Betri granna getur enginn
óskað sér.
Ég og fjölskylda mín sendum
Kristbjörgu, börnunum og systkin-
um Páls okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hallbjörn Sigurðsson,
Krossholti.
Foreldrar Páls voru hjónin Júlíus
Jónsson frá Einifelli í Stafholtstung-
um og Kristín Stefánsdóttir í Hítar-
nesi, en þar er ætt Kristínar búin að
vera í hart nær heila öld. Þau bjuggu
rausnarbúi í Hítarnesi um 50 ára
skeið og áttu 11 börn, sem öll urðu
uppkomin, nema eitt, sem lést í
bernsku.
Tveir bræðurnir eru látnir, Stefán
og Aðalsteinn, en Aðalsteinn fórst
með togaranum Júlí frá Hafnarfirði
1959.
Páll var yngstur af sínum systkin-
um og var alltaf í foreldrahúsum og
varð fljótt stoð og stytta foreldra
sinna við búskapinn. Er móðir hans
lést 1958 tók hann við forsjá heimilis-
ins að mestu. í apríl 1960 réðst til
hns ung kona úr Reykjavík, Krist-
björg Þórarinsdóttir. Kristbjörg var
orðin ekkja fyrir rúmu ári, en maður
hennar, Skúli Lárus Benediktsson
fórst með sama togaranum og Aðal-
steinn bróðir Páls. Kristbjörg var þá
orðin móðir 6 barna. Hún flytur að
Hítarnesi með fjögur elstu börnin,
það elsta 7 ára, en tveim yngstu
bræðrunum kemur hún í fóstur.
Þetta var upphaf á hamingju Páls og
Kristbjargar með sinn stóra barn-
ahóp. Þau Páll og Kristbjörg gengu
í hjónaband og eignuðust 5 börn. Er
tvíburabræðurnir voru 11 ára, fluttu
þeir einnig að Hítarnesi, þá höfðu
þeir misst fósturmóður sína. Svo
barnahópurinn var stór, sem ólst
upp í Hítarnesi. Páll gengdi þar
miklu föðurhlutverki, sem hann
leysti af hendi með prýði.
Páll réðst fljótt í að rækta og
endurbyggja á jörðinni, svo Hítarn-
es er höfuðból, eins og það hefur
verið í gegnum tíðina.
Börn Kristbjargar og Skúla eru öll
flutt að heiman, en þau eru: Þórunn
Katrín, Þórður Kristján, Guðvarður
Jósep, Kristbjörg, Skúli Lárus og
Ingi Þór. En börn Kristbjargar og
Páls eru: Kristín Júlía gift í Vest-
mannaeyjum, Aðalheiður, heima,
Halldór, við búfræðinám, Stefán
Helgi, heima og Júlíus ófermdur.
Þetta er í stuttu máli lífshlaup
bóndans, sem nú er fallinn frá fyrir
aldur fram, með því ívafi sem við
sem kunnug erum þekkjum nokkuð
til.
Páll var með afbrigðum góður
nágranni og greiðamaður, sem og
verið höfðu foreldrar hans. Að
kveldi 30. júní sl. hafði ég símasam-
band við Pál og spurði hvort hann
járnaði fyrir mig hest ef ég kæmi
með hann til hans. Jú, hann bjóst við
því, en segir síðan: „Á ég ekki
heldur að koma til þín“. Þannig var
Páll, það var svo sjálfsagt að greiðinn
væri sem best af hendi leystur. Eftir
hálftíma var Páll kominn. Það
tognaði úr viðstöðunni og það var
komið fram yfir miðnætti er við
kvöddumst hér á hlaðinu. Júnínóttin
var svo björt og hlý sem hún frekast
getur orðið. Túnin biðu þess að vera
slegin, bóndinn gladdist yfir góðum
grasvexti því aldrei er hann eins
nátengdur gróðurmoldinni og um
hásumarið, ilmurinn úr mold og
grasi orkar sterkt á vitund hans, sem á
allt sitt undir tíðinni. Ekki hvaflaði
að mér þá, að þetta yrði í síðasta
sinn sem Páll yrði gestur minn.
Fáum dögum seinna fréttum við að
hann hefði farið til læknisskoðunar
og fljótlega gekk hann undir aðgerð
og var bundinn við sjúkrabeðinn
framundir miðjan ágúst, er hann
kom heim aftur, og var að mestu
heima úr því en mátti tíðum leita til
sjúkrahúsanna til skemmri dvalar.
Ég hitti hann tvívegis í haust hann
virtist nokkuð hress og brá fyrir sig
sínum létta „humor“, sem honum
var svo eiginlegur, en það fór ekki
leynt að það var farið að hausta í
hans ævi, þó aldur væri aðeins yfir
það að vera á hásumri.
Einhver spekingur á að hafa sagt
að bókemnntirnar væru sál aldanna.
Þetta er vafalaust rétt, svo langt sem
það nær. En ætli einstaklingurinn -
maðurinn - og þau áhrif sem hann
hefur á samtíðina, sé ekki sál ald-
anna og ef þau áhrif eru af hinu
jákvæða, þá geta þau orkað til góðs
á framvindu lífsins.
Páll var einn af þeim mönnum
sem aldrei var krefjandi en oftast
veitandinn. Það var þessi sami hugs-
unarháttur, sem talið er að hafi
einkennt aldamótakynslóðina, sem
aldrei spurði um hvað samtíðin gæti
gert fyrir sig, heldur hvað hún gæti
gert fyrir samtíðina og framtíðina.
Það voru ófáar ferðirnar sem Páll
fylgdi ferðafólki um Löngufjörur og
suður Mýrar var gjarnan pantaður á
móti, því hann sat nokkuð miðsvæð-
is á þeim fjöruleiðum. Munu margir
minnast hans nú með þakklæti.
Hann var hestamaður, sem verið
hafði faðir hans, en barst ekki á í því
frekar en öðru. En þó kom fyrir að
hann lagði „gangvarann" á hesta-
mótum og vann til sigurs. Vel hag-
mæltur var hann og fljótur að kasta
fram vísu en fór dult með, og það er
ekki langt síðan ég vissi að hann
fengist við slíkt.
Ég minnist þess að eitt sinn í
skilarétt í hans heimasveit að hand-
sama þurfti baldið trippi. Ungir
menn í réttinni hugðust taka hrossið
en það fór allt í handaskolum hjá
þeim, en Páll stóð hjá og hafðist ekki
að, þá segir réttarstjórinn með hægð:
„Vilt þú ekki handsama hrossið
Páll?“ Það liðu ekki margar mínútur
þar til Páll hafði tekið hrossið.
Hann var í héraðslögreglunni um
tíma. Þar var réttur maður á réttum
stað, vel að manni og með þessa
einstaklega þjálu skapgerð, að fara
aldrei úr jafnvægi, en sjálfsagt hefur
starfið ekki verið að hans skapi,
hann var of mikill friðsemdarmaður
til þess.
Þegar ég nú við leiðarlok kveð vin
minn Pál í Hítarnesi, þá er mér vel
ljóst að við hlið stóð mikilhæf kona,
sem mætt hefur mótlæti og afkastað
óvenju miklu dagsverki, það eru
sumir þannig gerðir að þeir koma
stærri og sterkari út úr sorgum og
mótlæti. Ætli það sé ekki það sem
kallað er að vinna sigur yfir sjálfum
sér.
Kristbjörg mín. Við systkinin
sendum þér og börnunum og öðrum
nákomnum ættingjum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og biðjum
þann Guð sem gaf okkur sýn að
hjálpa ykkur að axla þá byrði sem á
ykkur er lögð því hann:
... stýrir vorsins veldi og verndar
hverja rós
frá þínum ástar eldi fá allir geimar
Ijós.
(D.ST.)
Jón Gudmundsson.
iR
BÍLALEIGA
Útibú i kringum landið
REYKJAVIK:.. 91-31815/686915
AKUREYRI:.... 96-21715 23515
BORGARNES: ......... 93-7618
BLÖNDUÓS:...... 95-4350/4568
SAUÐARKROKUR: . 95-5913/5969
SIGLUFJORÐUR: ..... 96-71489
HUSAVIK: .... 96-41940/41594
EGILSSTAÐIR: ....... 97-1550
VOPNAFJORÐUR: . 97-3145 3121
FASKRUÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: ... 97-8303
irrterRent
Tíminn 15
Skip til sölu
Tilboð óskast í Vitaskipið Árvakur, þar sem það
liggur við Suðurhöfnina í Hafnarfirði, í því ásig-
komulagi sem skipið er í núna.
Skipið verður til sýnis eftir nánara samkomulagi
við forstöðumann vita hjá Vitamálastofnun og
gefur hann jafnframt allar nánari upplýsingar: sími
27733.
Tilboð leggist inn á skrifstofu vora eigi síðar en 20.
jan. n.k. kl. 11.30 f.h. og verða þau þá opnuð í
viðurvist viðstaddra bjóðenda.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844
Þroskaþjálfi eða
aðstoðarmanneskja
óskast sem fyrst og út skólaárið til að aðstoða
fatlað barn í Foldaskóla.
Upplýsingar hjá forstöðumanni sálfræðideildar
skóla, Réttarholtsskóla, sími 32410 eða hjá yfir-
kennara Foldaskóla, sími 672220.
Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur
+
Móöir mín og amma okkar
Guðný Jónsdóttir
Heiöargerði 80
Reykjavík
sem andaöist 30. desember s.l., veröur jarösungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 8. janúar kl. 15.00.
Nanna Tryggvadóttir
GuömundurJónsson Tryggvi Jónsson
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma
Margrét Finnsdóttir
Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi
áður Haugum, Stafholtstungum
verður jarösungin laugardaginn 9. janúar kl. 14 frá Stafholtskirkju.
Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir.
Sigurður Þorsteinsson
Ágúst Þorsteinsson Guörún Jóhannsdóttir
Finnbogi Þorsteinsson
Ingi Þorsteinsson Pálína Guömundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
+
Útför eiginmanns míns
Alberts Jóhannessonar
Kleppsvegi 12, Reykjavík
verður gerö frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 6. janúar kl. 16.30.
Blóm eru vinsamlegast afbökkuð. Þeim sem vildu minnast hans er
bent á Krabbameinsfélag Islands.
Nelly Eva Jóhannesdóttir.
+
Eiginmaður minn,
Ragnar H. Ragnar
isafirði
verður jarðsunginn frá Isafjarðarkapellu fimmtudaginn 7. janúar kl. 2
síðdegis.
Sigríður Jónsdóttir Ragnar
+
Guðni Skúlason
bifreiðarstjóri
Grýtubakka 20
sem andaðist á Borgarspítalanum 29. desember sl. verður jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju 7. janúar kl.13.30.
F.h. vandamanna
Herdís Karlsdóttir