Tíminn - 13.01.1988, Blaðsíða 1
A-Þjóðverjar
höfðubeturí
Katrínarhólmi
• Íþróttasíða
ErAquino
búin að semja
við djöfulinn?
• Blaðsíða 12
Kostar ný ferja
til Vestmannaeyja
200m.kr. á ári?
• Baksíða
Verðhækkun matvöru víðtækari en búist var við:
Fjölmem íabari ilausir
„í glas“ I til Lun dúna?
„Að fara í glas til Lundúna" eru orð sem nú eru
farin að heyrast meðal heilbrigðisstétta og ann-
arra um það þegar hjón eða par, sem átt hefur í
erfiðleikum með að eignast barn fer til Lundúna til
að reyna svokallaða glasafrjóvgun. Þartil nú hefur
þessi möguleiki þótt mjög kostnaðarsamur fyrir
venjulegt fólk, ekki síst þegar til þess er tekið að
aðgerðin, sem felst í því að frjóvga egg konunnar
með sæði mannsins í tilraunaglasi, heppnast ekki
nema í tæplega fimmta hvert skipti. A annan tug
para bíða nú eftir að komast í slíka aðgerð og fyrir
þetta fólk og fleiri eru bjartari horfur framundan
þar sem Tryggingastofnun hefur ákveðið að létta
kostnað við slíkar ferðir og greiða fyrir aðgerðina
og sjúkrahúslegu konunnar.
# Blaðsíða 3
Allir orðnir hissa
Svo virðist sem breytingar á sölu-
skatti sem tóku gildi þann 7.
janúar sl. hafi haft í för með sér
víðtækari verðhækkanir á mat-
vöru en búist var við. Jafnvel
ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru
orðnir hissa á því hversu víðtæk-
ar verðhækkanirnar eru orðnar
og hafa ákveðið að beita fyrir sig
ákvæðum laga um verðlag, sam-
keppnishömlur og óréttmæta
viðskiptahætti til að herða eftirlit
með verðlagningu. Viðskiptaráð-
herra hefur þegar sent Verðlags-
stofnun erindi þess efnis.
Á sama tíma gefa talsmenn kaup-
félaganna og Kaupmannasam-
takanna út sameiginlega yfirlýs-
ingu um að mælirinn sé fullur því
að óbreytt prósentuálagning hjá
smásölunni á landbúnaðarafurð-
ir þýði í raun að verslanirnar
sjálfar borgi að hluta söluskatts- Jón Sigurðsson Þorsteinn Pálsson Steingrímur Hermannsson
hækkunina. % Blaðsíða 5