Tíminn - 13.01.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.01.1988, Blaðsíða 20
Þjónusta í þína þágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. V Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Okeypis þjónusta 086300 Tiniinn Vestmannaeyjaferjan nýja: Verður árleaur kostnaður ríkisins 200 milliónir? Við aðra umræðu um lánsfjárlög var samþykkt brcytingatillaga frá tveimur stjórnarþingmönnum, þeim Kjartani Jóhannssyni (A.Rn.) og Guðmundi G. Þórar- inssyni (F.Rv.), varðandi þá grein í lánsfjárlagafrumvarpinu sem kveður á um að Herjólfi hf. sé heimilt að taka 100 m.kr. lán til að láta hanna og smíða nýja ferju. En sú ferja á að kosta 660 milljónir króna. Þessi breytingartillaga var Þor- steini Pálssyni forsætisráðherra og þingmanni Suðurlands ekki að skapi þar sem hann hefur lagt ntikla áherslu á að lántökuheimild- in fari skilyrðislaust í gegn. í fyrstu stóðu hvorugur þingmanna Sjálf- stæðisflokksins í fjárhags- og við- skiptanefnd, Geir H. Haarde og Matthías Bjarnason að breytingar- tillögunni, en þegar á umræðuna leið lýsti Páll Pétursson því yfir að meiri hluti nefndarinnar mundi styðja tillöguna. Flutningsmenn eru sammála nauðsyn þess að tryggja sem bestar samgöngur við Vestmannaeyjar en vilja fara varlegar í svo stóra fjár- festingu. Telja þeir að áætlun um kostnað við ferjuna sé ekki nægi- lega vel unnin og upplýsingar mjög takmarkaðar. Því leggja þeir til að lánsupphæðin sé óbreytt, en að Herjólfur hf. verði að fá heimild fjármálaráðherra og fjárveitinga- nefndar til að nýta sér heimildina. Þegar Ijóst var að breytingartillag- an yrði samþykkt kom fram enn ein breytingartillagan til að friða forsætisráðherra, eins og Albert Guðmundsson sagði cfnislega, en hún felur í sér að einnig verði að leita samþykkis samgönguráðherra fyrir lánsheimildinni. Kom fram hjá Kjartani Jóhanns- syni, þegar hann mælti fyrir breyt- ingartillögunni, að kostnaðaráætl- un við smíði ferjunnar næmi 660 m.kr. og jafnframt væri gert ráð fyrir mjög auknum flutningum. Taldi Kjartan að fjármagnskostn- aður, sem örugglega lendir á ríkinu gæti nuntið á annað hundrað millj- ónum króna á ári. Heimildir Tím- ans segja að þessi upphæð muni jafnvel fara nálægt 200 m.kr. Telja flutningsmenn breytingar- tillögunnar eðlilegt að sérstakur vinnuhópur verði skipaður til að ganga frá fullkomnari kostnaðar- áætlun í stað þeirra frumáætlunar sem nú liggi fyrir, enda sé það eðlilegt þegar um svo dýra fjárfest- ingu sé að ræða. Þá vantaði inn í áætlunina kostnað vegna hafnar- bóta á lendingarstöðum ferjunnar, sem verður mun stærri en núver- andi skip. Stjórnarandstöðuþingmenn þeir sem tóku til máls stóðu með breyt- ingartillögunni. Hins vegar lýsti Eggert Haukdal (S.Su.) því yfir að hann mundi ekki styðja tillöguna og greiddi einn atkvæði gegn tillög- unni við lokaafgreiðslu en Þorste- inn Pálsson samþykkti. ÞÆÓ Kjartan Jóhannsson. Guðmundur G. Þórarínsson. MALBIKAD YFIRVAL? Fíkniefnalögreglan og hassiö í málningunni: Fylgdust með hverju fótmáli heima og úti í gær fór fíkniefnalögreglan fram á enn eina framlengingu á gæslu- 'varðhaldi annars mannanna tveggja, sem hafa játað á sig sinygl á samtals 65 kílóum af hassi til landsins. Hassinu var sökkt í máln- ingu og þannig flutt til landsins í níu ferðum, að því er vitað cr. Þess er krafíst að maðurinn vcrði í haldi til 2. febrúar vcgna rannsóknarinn- ar. Starfsemi fíkniefnalögreglu vakti verðskuldaða athygli á liðnu ári, enda 1987 eitt hið sögulegasta livað varðar fíkniefnamisferli og áhrifuríkar aðgerðir lögreglu hér á landi. Úr fréttum, þegar smyglar- arnir og vitorðsntenn þcirra voru handteknir hinn 16. nóvember, mátti lesa að lögreglan hafði setið fyrir þeim í birgðageymslu skipa- félagsins í Hafnarfirði, þegar þeir sóttu góssið og fylgt þeim eftir þangað, sem þeir hugðust geyma það fram að sölu og dreifingu. Þann sama dag voru höfuðpaurarn- ir allir handteknir og næstu daga voru handteknir upp undir tíu manns, sem komu við sögu. Þetta undraði menn ntjög og gaf til kynna, að ftkniefnalögreglan hafði kynnt sér starísemi smyglar- anna, viðskiptafræðings og heild- sala, afar vcl. Tíminn hefur það eftir áreiðan- legum heimildum, að fulltrúar fíkniefnalögreglunnar hér heima skyggndu mennina allan þann tíma, sent þeir gengu frá kaupum á sfðustu sendingunni. Fylgst var mcð atferli þeirra hér heima og erlendis og þegar málningunni var skipað út til íslands. Vitað var, áður en mennirnir voru handtekn- ir. af hverjum í Hollandi þeir keyptu fíkniefnið, hvernig þeir reyndu að leika á réttvísiqa og jafnvcl nákvæmlega í hvaða máln- ingardósum hassið var geymt. Svo beið fíkniefnalögreglunnar ekkert annað en eftirlit nteð hve- nær sendingarinnar yrði vitjað. Þrátt fyrir þetta er rannsókn málsins ekki að fullu lokið, enda er þetta viöamesta fíkniefnasmygl, sem komist hefur upp hér á Iandi fyrr og síðar. þj Stjórn Byggðastofnunar fjallaði um vanda Patreksfjaröar: UNNID AD ÚRLAUSN Menn leita nú ýmissa leiða til lausnar á vanda á málefnum Patreks- fjarðar. Sem kunnugt er hefur starfsemi Hraðfrystihúss Patreksfjarðar legið niðri síðan á Þorláksmessu, þegar Orkubú Vestfjarða lokaði á rafmagn til hússins vegna ógreiddra raforku- reikninga. Á stjórnarfundi Byggðastofnunar í gær var rætt um málefni Patreks- fjarðar, en sjónum þó einkum beint , að úrlausn á vanda Hraðfrystihúss- ins. Ákveðið var að vinna áfram að heildarlausn á vandræðum þess, en einnig var forstjóra Byggðastofnun- ar falið að afgreiða lán til að ljúka viðgerðum á einum Patreksfjarðar- báta, sem hefur verið frá veiðunt að undanförnu. Þá var forstjóra einnig heimilað að skuldbreyta vanskilum Patrekshrepps við stofnunina. óþh Fyrirhuguð færsla Hríngbrautar niður fyrir Landspítalalóðina mun kreppa nijög að íþróttasvæði Vals. Þau umferðarmannvirkisem borgar- yfirvöld fyrirhuga á gatnamótum Hringbrautar, Miklubrautar og Bústaðavegar og verða reist á núver- andi landsvæði Vals munu gera að- komu að íþróttasvæðinu erfíða. Þar að auki hafa borgaryfirvöld gefið Valsmönnum vilyrði fyrir landi, sem er í eigu ríkisins, í stað þess landsvæðis í eigu Vals sem fer undir umferðarmannvirkin. Ríkið hefur ekkert gefið út um það hvort Valur fær það svæði undir íþrótta- mannvirki. Þórarinn Hjaltason hjá borgar- skipulagi tjáði Tímanum að sam- kvæmt hugmyndum bogarskipulags yrði aðkoma að íþróttasvæði Vals frá vestri nokkuð greið þar sem um hægri beygju af væri að ræða. Hins vegar mun umferð úr austri þurfa að taka vinstri beygju inn á Flugvallar- veg, aka veginn langleiðina að Loft- leiðahótelinu og þaðan til baka gömlu Flugvallarbrautina að Vals- heimilinu. Mun sú akstursleið skera sundur framtíðaríþróttasvæði Vals. Forráðamenn Vals eru að vonum mjög óánægðir með þær hugmyndir að tilhögun sem birst hafa í Áðal- skipulagi Reykjavíkur 1984-2004. Hins vegar vildi Haraldur Sverrisson framkvæmdastjóri Vals ekkert láta hafa eftir sér um málið að svo stöddu þar sem Valsmenn munu funda ineð borgaryfirvöldum um málið í dag. Ekki eru menn á eitt sáttir með fyrirhugaðan flutning Hringbrautar- innar niður fyrir svokallaðan Tann- garð á Landspítalalóðinni, né þau umferðarmannvirki sem borgaryfir- völd hyggjast byggja við íþrótta- svæði Vals og er ætlað að tengja Hringbraut, Skógarhlíð og Miklu- braut með mislægum gatnamótum. Eins og áður hefur komið fram í Tímanum lagði fulltrúi Framsóknar- flokksins í skipulagsnefnd fram bók- un við lokaafgreiðslu Aðalskipulags Reykjavíkur þar sem hann leggur til að hætt verði við færslu Hringbraut- ar og þannig sparaðir tugir milljóna króna, auk þess sem færsla rýri Hringbrautina sem aðalumferðaræð borgarinnar. Þá hefur Framsóknarflokkurinn lagt til í borgarstjórn að efnt verði til hugmyndasamkeppni um með hvaða hætti megi leysa umferðarmálin á þessu svæði og þá yrði gert ráð fyrir valkosti milli óbreyttrar legu Hringbrautar annars vegar og flutn- ings hinsvegar. Gerir Framsóknar- flokkurinn ráð fyrir að sérstakt tillit sé tekið til gangandi fólks og annarra sem sækja íþróttasvæði Vals og úti- vistarsvæðið. í Öskjuhlíð í úr- lausnunum. - HM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.