Tíminn - 13.01.1988, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 13. janúar 1988
Tíminn 5
Ríkisstjórnin með ýmis áform á prjónum til að fyrirbyggja óeðlilegar verðhækkanir:
Ollum ýtrustu ákvæðum
verðlagslaganna fylgt?
1 heimiU að beita þe»m aðge þeirn iatisn. Ska\
IpllSSS^
I ííl. kafll. v*r84kví®*“r‘um b4mark«ila»«'"í“-ka
I - g cr. Ipisr samþykk ir »> ( „nj, cru fuf.rr
\b^^jS^hp.............::
I Vftru on þjónustu undan e b numjn og gstur
| p Nu hufa verðlagsukvmS - afti|u til >«'
et ekki nwgUeg «1 uð <Verftlags»g alagmng. ■
V fe-rft'urftu.re.kmnínTu' "‘‘na
um
1 Verftstoftvun í allt aft „iiagningu og
****** *”*
sinni.l"
Á ríkisstjórnarfundi í gær var
m.a. fjallað um verðlagsmálin. Þar
kom fram umtalsverð óánægja með
mikla álagningu á ýmsum vörum í
kjölfar breytinga á söluskatts- og
tollalögum. Á fundinum var kynnt
bréf Jóns Sigurðssonar, viðskipta-
ráðherra, til Verðlagsráðs, þarsem
þess er óskað að fylgst verði grannt
með því að verðhækkanir verði
ekki umfram 25% söluskattshækk-
un um áramót og að tolialækkanir
skili sér í lækkuðu vöruverði. Bréf
viðskiptaráðherra er í raun ítrekun
á samhljóða tilmælum hans í bréfi
til Verðlagsstofnunar í desember
s.l. Steingrímur Hermannsson,
utanríkisráðherra kynnti á fundin-
um afstöðu þingflokks framsókn-
armanna til þessara mála. Þar er
lagt til að á verðlagsmálum verði
tekið í samræmi við ýtrustu ákvæði
verðlagslaga. Einnig er lagt til að
Verðlagsstofnum verði falið að
kynna almenningi á allan hugsan-
legan máta það verð sem hún telur
eðlilegt á helstu nauðsynjum.
Ljóst er að miklar hækkanir á
ýmsum vörum eftir breytingu á
söluskattslögum hafa komið ráð-
herrum f opna skjöldu. Þorsteinn
Pálsson, forsætisráðherra, sagði í
samtali við Tímann að því væri
ekki að leyna að sumar vörur
hefðu hækkað langt umfram 25%
söluskattshækkun. „Því er ekki að
neita að þetta hefur komið veru-
lega á óvart,“ sagði Þorsteinn.
Hann lagði á það áherslu að Verð-
lagsstofnun yrði falið að annast
eftirlit með verðhækkunum og
-lækkunum, þannig að réttur neyt-
enda yrði að fullu tryggður. Undir
þetta sjónarmið tók Steingrímur
Hermannsson, utanríkisráðherra.
„Menn eru ákaflega óhressir með
ýmsar verðhækkanir í kjölfar sölu-
skatts- og tollabreytinga, og óneit-
anlega koma þær mjög á óvart.
Það virðist sem menn séu að nota
tækifærið til að hækka álagningu
verulega. En viðskiptaráðherra cr
mcð þetta mál á sínum snærum og
ég veit að á þeirn verður tekið af
mikilli festu.“
í nefndu bréfi viðskiptaráð-
herra, sem kynnt var á rfkisstjórn-
arfundi í gær, kemur fram að
Verðlagsráð geti beitt lagaákvæð-
um um hámarksverð og há-
marksálagningu á vöru, tfmabund-
inni verðstöðvun eða sett aðrar
reglur um álagningu sem ráðið
telur duga. Hér vitnar viðskipta-
ráðherra til 7. og 8. greinar laga um
verðlag, samkeppnishömlur og
óréttmæta viðskiptahætti frá 1978,
en þar er nt.a. kveðið á um rétt
Verðlagsráðs til að ákvarða há-
marksverð og -álagningu til að
vinna gegn óréttmætu verði og
viðskiptaháttum. í samaskyni hef-
ur Verðlagsstofnun samkvæmt
lögunum heimild til að setja á
verðstöðvun í allt að sex mánuði í
senn.
í dag cr áætlaður fundur í Verð-
lagsráði uni þetta mál og trúlega
kemur þetta sfðan inn á borð
ríkisstjórnar á næsta fundi hennar.
Gert er ráð fyrir að Jón Sigurðs-
son, viðskiptaráðherra, kynni
fréttamönnum í dag aðgerðir ríkis-
stjórnar og verðlagsyfirvalda, sem
tryggi að verðhækkanir verði ekki
meiri en sem ncmur söluskatts-
hækkun og að tollabreytingar skili
sér til neytenda, óþh
Kaupmenn og kaupfélagsstjórar mótmæla sam-
eiginlega skertri álagningu á mjólk og kjöt:
Mælirinn
er fullur
Sá tímamótaatburður átti sér
stað í gær að verslunarnefnd kaup-
félaganna og Sambandsins og
Kaupmannasamtök íslands boð-
uðu til sameiginlegs fundar með
fréttamönnum. Forsvarsmenn
þessara samtaka telja nú mælinn
fullan, hvað varðar ósanngirni
stjórnvalda og verðlagsyfírvalda í
þeirra garð, þegar þau enn einu
sinni þvingi niður álagningu á þeim
landbúnaðarafurðum sem ennþá
eru háð verðlagsákvæðum.
Fundarboðendur fullyrða að
með þessum aðgerðum sínum
stuðli stjórnvöld að því að smærri
hverfaverslunum og matvöruversl-
unum á landsbyggðinni fækki.
Jafnframt sé þarna um brot á
verðlagslögunum að að ræða, þar
sem þau kveði á um að verðákvarð-
anir skuli miðaðar við kostnað vel
rekinna verslana við dreifingu var-
anna. Álagning á þeim vörum sem
hér um ræðir er algengust um 10%
eða tæplega það. Til samanburðar
var nefnt að launakostnaður dag-
vöruverslana sé almennt um 10%.
Þarna sé hins vegar um að ræða
viðkvæmar vörur sem hvað mestur
tilkostnaður fylgir fyrir verslunina
að dreifa, bæði vegna kæliklefa og
fleira. Hvað varðar mjólkina þurfi
verslanir nánast að staðgreiða hana
til vinnslustöðva, en selja síðan
nokkurn hluta hennar út á greiðslu-
Frá fundi verslunarnefndar kaupfélaganna og Kaupmannasamtakanna í gær,
Timamynd PJelur
kort með verulegum greiðslufresti.
Með því að skerða sölulaun
smásöluverslunarinnar við þá
verðbreytingu sem gerð var á ýms-
um mjólkurvörum og dilkakjöti í
heilum skrokkum við tilkomu sölu-
skatts á þessar vörur þann 7. janúar
telja forystumenn kaupmanna og
kaupfélaga að verslunin sé látin
greiða niður hluta af þeim hækkun-
um sem áttu sér stað vegna „matar-
skattsins".
Álagningarprósenta á þær vörur
sem þarna er um að ræða; nýmjólk,
undanrennu, smjör, óblandað skyr
og dilkakjöt í heilum skrokkum er
óbreytt, um 10% en niður í 9,13%
á ósundurteknum kjötskrokkum.
Skerðing álagningarinnar í krónu-
tölu nú, gerist með þeim hætti, að
við hækkun niðurgreiðslna á þessar
vörur lækkar heildsöluverð þeirra.
Um 10% smásöluálagning á mjólk
skilar þá aðeins 3,48 kr. á lítra í
stað 4,55 kr. áður, og 9,86% álagn-
ing á kjöt aðeins 22,57 kr. á kíló (
stað 29,43 kr. á kíló áður. Álagning
verslunarinnar í krónutölu lækkar
þannig um 20%.
Spuröur um algenga og eðlilega
álagningu á matvörur almennt,
svaraði Jón Ásbcrgsson forstjóri
Hagkaups að það kæmi sér mjög á
óvart ef einhver kaupmaður ræki
verslun með minna cn 17-18%
álagningu að meðaltali. -HEI
Tillögur meirihlutans við frumvarp til lánsfjárlaga:
Lántökur ríkisins aukist um milljarð
Við aðra umræðu um frumvarp til
lánsfjárlaga fyrir 1988 mælti Páll
Pétursson formaður fjárhags- og við-
skiptanefndar fyrir áliti og breyting-
artillögum meirihluta nefndarinnar.
Þar er gert ráð fyrir að lántökur
þjóðarbúsins aukist um 1165 millj-
ónir króna, þar af verði 60 m.kr.
aflað innanlands og 1105 m.kr. með
erlendum lánum. Allt eru þetta
lántökur þar sem ríkissjóður hefur
milligöngu um og verður ráðstafað
til fyrirtækja.
Heildarlántökur ársins 1988 verða
samkvæmt breytingartillögum meiri
hlutans 21.784 milljónir króna. Af
þessum tæplega 22 milljörðum er
áætlað að afla 12.210 m.kr. með
innlendum lánum, en þar er lang-
stærstur hluti lántökunnar eða 6,2
milljarðar króna skuldabréfakaup
lífeyrissjóðanna og rennur það fjár-
magn næstum allt til húsbyggingar-
sjóðanna.
Erlendar lántökur eru hins vegar
áætlaðar 9.574 m.kr. og fer stærstur
hluti þeirrar upphæðar eða rúmir 6
milljarðar til greiðslu á langtímalán-
um.
Af einstökum breytingartillögum
meirihluta fjárhags- og viðskipta-
nefndar við frumvarpið sem sam-
þykktar voru við aðra umræðu má
nefna að Byggðastofnun fær viðbót-
arheimild upp á 200 m.kr. til að taka
erlend lán og verður heimild hennar
alls 750 m.kr. Er sérstaklega ætlast
til í þessu sambandi við þessa auknu
lántökuheimild Byggðastofnunar að
stofnunin styðji við útgerð í þeim
byggðalögum þar sem hún hefur
dregist saman. Þá er Byggðastofnun
gefin heimild í breytingaratillögun-
um til að nýta sér hagstæð lánskjör
á erlendum lánamörkuðum.
Framsögumaður álits minnihlut-
ans, Kristín Halldórsdóttir sagði að
stjórnarandstaðan mundi vart greiða
atkvæði gegn frumvarpinu, og ör-
ugglega ekki ef breytingartillögur
minni hluta yrðu samþykktar. Það
táknaði þó alls ekki að minni hlutinn
væri sammála niðurstöðu meiri
hlutans. Sagði Kristín að fyrri
reynsla og aðstæður bentu til þess að
litlar líkur væru á að áætlun meiri
hluta um fjármagnsþörf og lántökur
stæðist. Minnihlutinn gerir þrjár
breytingartillögur við frumvarpið.
Ein þeirra felur f sér að Ríkisútvarp-
ið fái öll aðflutningsgjöld af hljóð-
varps- og sjónvarpstækjum ásamt
fylgihlutum, en þessar tekjur, sem
áætlaðar eru 130-150 m.kr. í ár,
renna samkvæmt frumvarpinu í
ríkissjóð. Menntamálaráðherra
sagðist standa að þessari tillögu og
taldi oft hafa verið eytt umfram efni
hjá stofnuninni. Ríkisútvarpið hefði
fengið mcsta hækkun allra opinberra
fyrirtækja á sl. ári eða 85% á afnota-
gjöldum. Vildi hann beita sér fyrir
úttekt á rekstri og fjárhagsstöðu
RÚV.
Við afgreiðslu málsins til þriðju
umræðu voru allar breytingartillögur
stjórnarandstöðunnar felldar, en til-
lögur meirihlutans samþykktar.
Gert er ráð fyrir að afgreiða frum-
varpið til efri deildar á morgunfundi
í neðri deild ( dag, en þar fer
frumvarpið (gegnum eina umræðu.