Tíminn - 13.01.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.01.1988, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 13. janúar 1988 Tíminn 15 John Thomas og kona hans Florence reyna að þjóna bæði gamla tímanum og þeim nýja. Florence ber enn bænakolluna og klæðist heimasaumuðum kjól en bóndi hennar hefur tekið upp klæðaburð annarra kaupsýslumanna enda er hann einn af þeim „Kannski er ekki vifteigandi að eiga sumarleyfisíbúð“ Leitin að einföldu lífi hefur skapað fjöldann allan af reglum, sem virðast ráða lífi mennónítanna. Merv Stoltzfus flutti snemma upp úr 1970 frá ættarbúgarðinum til Harrison- burg í Virginiu til að stunda nám í háskóla mennóníta þar. Nú er hann orðinn 36 ára, útlærður sjónglerjafræðingur og á hús í Lancaster og sumar- leyfisíbúð á strönd Maryland. Hann gefur 10% tekna sinna til kirkjunnar og veitir sjúkl- ingum á almannaframfæri ókeypis þjónustu. Samt sem áður er lykillinn að einföldu lífi enn grafinn einhvers staðar á gamla búgarðinum. „Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvað er viðeigandi og hvað er ekki viðeigandi,“ segir hann. „Kannski er ekki viðeigandi að eiga sumarleyfisíbúð." Hegðunarmynstur sem lá augljóst fyrir í smáatriðum í gamla daga, missti gildi sitt þegar mennónítarnir sögðu skilið við þá menningu sem átti rætur sínar í bændasamfélag- inu. Eugene Kraybill orðar það svo að það sé líkast því að ferðast um ókortlagt land- svæði, og það geti verið býsna ógnvekjandi. Margir mennónítar, einkum þó konumar, kæra sig ekki um að leita rótanna, miklu fremur snýst barátta þeirra um að slíta sig lausar frá þeim. Samkvæmt gömlu lögmálunum var virð- ingarstiginn í mennónítasam- félaginu Guð-karl-kona og konur áttu að giftast ungar og halda í heiðri óumdeilanleg yfirráð eiginmannsins. Stefnu- mót ungs fólks voru frekar ætluð til að beita útilokunarað- ferð en að þau byggðust á rómantískum tilhneigingum. En þá, eins og nú fundust svartir sauðir meðal mennón- íta og kona ein, sem nú er orðin miðaldra segir frá því að hún hafi slett úr klaufunum sem ung stúlka þrátt fyrir boð og bönn. En henni varð hált á því og um miðjan síðasta ára- tug varð hún ófrísk og gekkst undir fóstureyðingu, sem er stórsynd í augum mennóníta, enda voru viðbrögð ættingja og samfélagsins þau sem sjá mátti fyrir. Þau sögðu einfald- lega: Fyrst þú gast gert þetta gætirðu eins drepið mann. Þú hefur enga siðgæðisvitund. „En mér finnst ég ekki siðlaus kona,“ segir hún. „Guð þarfnast góðra kaupsýslumanna" Sumir mennónítar eiga þó ekki í neinum vandræðum með að samræma gamlar hefðir og nýjar breyttar efnalegar að- stæður, einfaldleika og ríki- dæmi. Einn þeirra, sem fór að heiman af búgarðinum til að gegna herskyldu tók til við fasteignasölu þegar hann sneri aftur og hefur efnast vel. Hann segist ekki sjá neitt athugavert við að mennónítar selji bújarð- ir forfeðra sinna á því upp- sprengda verði sem nú gildir á fasteignamarkaðnum. Hann segist líta svo á að þeim beri réttur til að ávaxta landareign- ina sem forfeðurnir hlúðu svo vel að um aldir. „Það ber bara vott um að fólk hefur sinnt vörslunni vel og gott vinnusið- ferði. Ef svo vill til að landið þjónar nú betur sem stæði undir hraðbraut eða íbúðar- húsabyggingar er sjálfsagt að nýta það þannig,“ segir hann. Og sama sinnis er John Thomas, eigandi Willow Vall- ey, sem segir að Guð þarfnist góðra kaupsýslumanna. Á nýliðnum árum hefur Guði áskotnast fjöldi góðra kaupsýslumanna úr hópi mennóníta en þar á meðal má telja um hálfan tug forstjóra stórfyrirtækja í Lancaster hér- aði. Þeim hefur orðið svo vel ágengt í viðskiptalífinu að engu er við að líkja nema ef vera skyldi ákafri gagnrýninni í þeirra garð í mennónítasam- félaginu. Deilur innan mennóníta- samfélagsins eru ekki nýjar af nálinni. Þeim tveim hópum sem enn eru hvað tryggastir gömlum hefðum, annars vegar „Wengers" sem enn ferðast um í hestakerrum og hins vegar „Hornings“, sem aka um á bílum með svartmálaða stuð- ara, hefur tekist að halda í horfinu frá 1927, en þá skildu leiðir þeirra vegna deilna um afstöðuna til bíla. En jafnvel meðal þeirra má sjá merki ókyrrðar. Þessir tveir hópar messa í sömu kirkjunni, á víxl, og nú er ekki lengur að sjá á kirkjuhlaðinu að kenningar kirkjunnar um skilyrðislausá hlýðni við yfirboðara og að- skilnað frá syndugum heimi séu strangt haldnar. Þar má á messudögum Hornings hóps- ins sjá, innan um bílana með svörtu stuðurunum, marga gljáfægða krómaða stuðara með alls kyns skrauti. Það lítur því út fyrir að mennónítasamfélagið, sem hefur haldist óbreytt að mestu í þrjár aldir, eigi sér ekki langa framtíð úr þessu. H| Auglýsing um W fasteignagjöld Lokið er álagningu fasteignagjalda í Reykjavík 1988 og verða álagningarseðlar sendir út næstu daga ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjaldanna. Gjalddagarfasteignagjalda eru 15. janúar, 1. mars og 15. apríl. Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykja- vík, en einnig er hægt að greiða gíróseðlana í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi. Fasteignagjaldadeild Reykjavíkurborgar, Skúla- túni 2, veitir upplýsingar um álagningu gjaldanna, símar 18000 og 10190. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar munu fá lækkun á fasteignaskatti samkvæmt reglum, sem borgarstjórn setur og framtalsnefnd úrskurðar eftir, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 73/1980 um tekjustofna sveitarfélaga. Verður viðkomandi til- kynnt um lækkunina þegar framtöl hafa verið yfirfarin, sem vænta má að verði í mars- eða aprílmánuði. Borgarstjórinn í Reykjavík, 11. janúar 1988. ST. JÓSEFSSPÍTALi, LANDAKOTI Röntgendeild Aðstoðarfólk vantar í fullt starf á röntgendeild nú þegar eða eftir samkomulagi. Dagvinna, einstaka bakvaktir. Upplýsingar veitir deildarstjóri röntgendeildar frá kl.9-14 í síma 19600/330. Ræsting / Landakoti Hefur þú áhuga á notalegum vinnustað? Okkur á Landakoti vantar gott fólk til ræstinga. Upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum fást á skrifstofu ræstingastjóra á 5. hæð A álmu frá kl. 10-14 daglega. Uppiýsingar ekki gefnar í síma. Reykjavík 13.01’88 t Eiginmaður minn og faðir okkar Gunnar Eggertsson Kvisthaga 27, Reykjavík lést á heimili sínu að kvöldi 11. janúar. Valdís Halldórsdóttir og börnin. t Innilegar þakkir faerum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlátog útför eiginkonu minnar, móðurog tengdamóður Sigrúnar Kristínar Kristjánsdóttur Álfabyggð 7, Akureyri Jón Hólmgeirsson, börn og tengdadætur t Bróðir minn Óskar Hjartarson frá Grjóteyri til heimilis að Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi andaðist þann 1. þessa mánaðar á Sjúkrahúsi Akraness. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda Torfi Hjartarson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.