Tíminn - 13.01.1988, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 13. janúar 1988
Tíminn 19
IIIIIIIIIIHIIl SPEGILL "■!!:!IIIHIII'::' :::iHIHIIE: "l!iHIIIIH!r' ,"!i!HHHIil!;: 3IIHHIIii:i'- ■;;i!IIHIIl!i': :l!!illllllllil;i:^ '::!;!!lilllllllllii. !!llllllllllllli;!: ..illllllllllllllH ..:„;;illlllllllllllllllllll!!liH"'■;:i;illllllllllllllll|l
í nýju hlutverki
Zsa Zsa Gabor hefur hingað til haft lag á að vekja á sér athygli
fyrir ýmissa hluta sakir. Hún hefur gjarna titlað sig leikkonu en frægð
hennar hefur frekar komið af afrekum á öðrum sviðum. Hún hefur
átt a.m.k. 8 eiginmenn, en reyndar er enginn alveg viss um töluna,
ekki einusinnihún sjálf! Og henni hefur tekist að komast yfir ókjörin
öll af skartgripum, sem aðdáendur hennar hafa verið ósparir að bera
á hana.
Nú er aldurinn farinn að færast
yfir Zsa Zsa (hún er orðin 64 ára)
og hún er ekki lengur eins eftirsótt
og áður, hvorki á hvíta tjaldið né í
hjónarúmið. En þá sýnir hún enn
einu sinni hvað henni er margt til
lista lagt. Hún hefur gripið til
hæfileika sem hún hefur lengi verið
kunn fyrir í þröngum hópi. Zsa
Zsa er snilldarkokkur og nú er hún
að hefja nýjan frægðarferil í sjón-
varpi í Bandaríkjunum þar sem æ
oftar má sjá hana standa hrærandi
í pottum, og það jafnvel með
dramatískum tilþrifum!
Það gerist hitt og þetta óvænt í
sjónvarpsþáttunum hennar, þó að
deila megi um hversu skemmtilegt
það er stundum. Zsa Zsa er ófúst
að tína af sér skartgripina áður en
hún hefst handa við matargerðina
og því fór sem fór í einum þættin-
um. Hún saknaði stórs demants-
hrings að þættinum loknum og
leitað var dyrum og dyngjum - án
árangurs. Að lokum hugkvæmdist
einhverjum að kíkja inn í kalkún-
ann, sem hún hafði nýlokið við að
setja í fyllingu, og viti menn - þar
glóði á hringinn góða! Þá beið
samstarfsfólk með diska og hnífa-
pör og ætlaði að gæða sér á kræsi-
ngunum. Ekki seinna vænna!
Zsa Zsa Gabor er ungversk að
uppruna og notfærir sér að nú er
ungversk matargerð í tísku í
Bandaríkjunum.-Það erþess vegna
engin hætta á öðru en að Zsa Zsa
hafi nú fundið réttu hilluna sína.
Hvor
þeirra
er
traust-
legri?
Fveir valdamestu menn jarð-
arinnar hafa talsvert verið í
sviðsijósinu að undanförnu og
sérstaklega einblíndu allir á þá
Gorbatsjov og Reagan þegar
þeir hittust á ieiðtogafundinum
sæla í Washington á dögunum.
Margur metingurinn hefur kom-
ið fram - ekki bara milli þeirra
sjálfra heldur ekki síður milli
áhangenda þeirra. Að fundinum
loknum gerðu t.d. Ameríkanar
auðvitað skoðanakannanir um hitt
og þetta varðandi þá, m.a. um
hvor þeirra hefði sloppið betur frá
fundinum. Að vísu voru 67% þeirr-
ar skoðunar að leiðtogarnir hefðu
staðið sig jafn vel, en af þeim sem
eftir voru voru fleiri á því að
Gorbatsjov hefði staðið sig betur,
eða 23%. Reagan fékk ekki nema
7% á sitt band! Þar með er ekki
sagt að allir sem greiddu Gorba-
tsjov atkvæði sitt beri til hans fullt
traust, kannski frekar að þeir
treysti ekki sínum eigin forseta.
En hvað um það, margar útgáfur
hafa verið gefnar af báðum þessum
margræðu mönnum og víst er að
þeir eru ekki allir þar sem þeir eru
séðir. Breskur ljósmyndari gerði
sér að leik að steypa þeim báðum
í eitt og gera síðan tvær útgáfur af
útkomunni. Meðfylgjandi myndir
sýna árangurinn.
Reyndar þekkja áhorfendur
spurningaþáttar Ómars Ragnars-
sonar „Hvað heldurðu?" í ríkis-
sjónvarpinu þennan leik í örlítið
annarri útfærslu.
Elton John
Zsa Zsa sómir sér vel við matargerðina í sjónvarpinu, klædd fínasta pússi og hlaðin skartgripum. Maturinn
hennar er hreinasta lostæti.
Ætti Gorbatsjov að fó sér hárkollu?
Mikið má Reagan vera feginn að hafa hár!
Eins og mörgum smávöxnum
mönnum er títt er Elton John
fullur minnimáttarkenndar.
Hann reynir samt að breiða yfir
hana með öllu móti og fræg eru
gleraugun hans af öllum
stærðum og gerðum sem hann
hefur borið til að draga athyglina
frá því hvað hann er stuttur í
annanendann.
Til að bæta gráu ofan á svart
hefur hann löngum verið hárlitill og
þess vegna gripið til þess ráðs að
bera alltaf höfuðfat af einhverju
tagi.
Þessar brellur hafa gefist
ágætlega þegar Elton hefur verið
uppi á sviði og allir hafa orðið að
líta upp til hans hvort sem er. En
þegar hann er bara á sléttu gólfi
innan um annað fólk vandast
málið. Það er erfitt að bera
höfuð og herðar yfir
samferðamenn þegar
maður er ekki nema 160
cm á hæð.
En Elton John deyr ekki
ráðalaus. í partíi nýlega
skaut hann upp kollinum
með mjög svo
eftirtektarverða
framlengingu. Á höfði hans
trónaði voldug eftirlíking af
Eiffel-turninum og hafði
hún tilætluð áhrif.
EltonJohndó ekki
ráðalaus.