Tíminn - 13.01.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.01.1988, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 13. janúar 1988 Tíminn 7 Menntamálaráðherra: Ekki komið til tals aðtalsetjamyndir Birgir ísleifur Gunnarsson, mennta- inálaráðherra. „Nei, það hefur nú ekki komið til tals að setja íslenskt tal inn á erlend- ar myndir. Það eru hins vegar strang- ar reglur í gildi um að textar skuli vera á öllum erlendum myndum sem hér eru sýndar í sjónvarpi, en það hefur ekki komið til tals í alvöru að setja íslenskt tal inn á myndirnar,14 sagði Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, í samtali við Tímann í gær. en eins og íslending- um er í fersku minni, talaði forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, þó nokkuð um tungumálið og þróun þess í áramótaávarpi sínu í sjónvarp- inu á nýársdag. Forsetinn sagði þar m.a.: „Fjölmiðlarnir hafa tekið á sig niikla ábyrgð. Þeir hafa til þess vald að upphefja svo tungumálið að mönnunt verði það til skammar að tala ekki kjarnyrta og rétta íslensku, þetta mál sem við höfum varðveitt frá miðöldum og þykjum fyrir það sómarík þjóð.“ Af þessu tilefni var menntamála- ráðherra spurður þessarar spurning- ar, hvort stæði til að talsetja erlendar kvikmyndir nteð íslensku tali, eins og t.d. Þjóðverjar, Frakkar og Spán- verjar gera. „Ég stórefa að það gæti verið framkvæmanlegt, t.d. kostnaðarins vegna. Markaðurinn hér er ekki stór og því tel ég að hugmyndir um talsetningu séu ekki raunhæfar. Það gera þetta margar stórþjóðir, en þar eru líka margir sem gagnrýna það, t.d. með myndir með listrænu gildi, og segja að þær ntissi gildi sitt þegar önnur rödd er sett yfir rödd uppruna- lega leikarans. En fyrst og fremst er það kostnaðurinn sem stendur í vegi fyrir þessu," sagði ráðherrann. -SÓL Fisksölur erlendis á nýliönu ári: Seldum 90 þúsund t Á síðasta ári seldu íslendingar 89.168.183,25 kíló, eða tæp 90.000 tonn af fiski á erlendum mörkuðum. Fyrir þetta magn fengust tæpir 5,2 milljarðar króna og var meðalverð heildarsöluafla síðasta árs 57,63 krónur. Þessar upplýsingar koma m.a. fram í yfirliti yfir heildarísfisk- sölu á erlendum mörkuðum sent Landssamband íslenskra útvegs- manna hefur tekið saman og sent frá sér. Af þessum tæpu 90.000 tonnum, voru rúm 61.000 tonn seld í Bret- landi, tæp 27.000 tonn í Þýskalandi, tæp þúsund tonn í Frakklandi og tæp hundrað tonn í Færeyjum. Mest var auðvitað selt af þorski, eða tæp 38.500 tonn og var meðal- verð hans 60,05 krónur. Besta með- alþorskverðið fékkst í Bretlandi, eða 60,27 krónur, en það lakasta í Færeyjum, eða 46,52 krónur. Heild- arsöluverð þorsksins voru rúmir 2,3 milljarðar króna. Besta heildarsölu- verðið fékkst hins vegar fyrir ýsuna, eða 68.75 krónur á kílóið. Karfinn var næstmestselda fisktegundin á erlendum mörkuðum og seldust rúm 18.390 tonn af honurn. Fyrir hann fengust rúmar713 milljónir. Meðal- verð hans var 49,59 krónur og fékkst besta meðalverðið í Þýskalandi, 50,79 krónur. en það lakasta í Bret- landi, eða 33.99 krónur á hvert kíló. Ef þessar tölur eru bornar saman við árið 1986, kemur í ijós að heildarsölumagn fisks hefur aukist um tæp 4.841 tonn, en heildarsölu- verðmæti um rúmar 792 milljónir króna. Hvað kílóverði viðkemur, fékkst 5 krónum meira fyrir þorskinn á síðasta ári en árið 1986, 9 krónum meira fyrir ýsu, 5 krónum meira fyrir ufsa, 4 krónum meira fyrir karfa, tæpum 18 krónum meira fyrir kolann og kílóverðið á grálúðu hækkaði um rúmar 11 krónur. Af þessum 90.000 tonnum sem seld voru á erlendum mörkuðum á síðasta ári, seldu skip tæp 37.000 tonn, en rúm 52.000 tonn voru seld í gámum. Meðalverð aflans sem skipin seldu var 55,58 krónur, en 60,29 krónur fyrir gámafiskinn. Heildarsöluverðmæti skipaaflans var, rúmir tveir milljarðar, en rúmir þrír úr gámasölunni. Eins og við var að búast eru þorskur og karfi mikill meirihluti skipaaflans, en tæp 28.000 tonn af þessum tveimur tegundum voru seld erlendis á síðasta ári. Af gámaaflanum bar langmest á þorski, en af honum voru seld rétt tæp 23.000 tonn og halaði þessi fiskteg- und inn tæpan 1.4 milljarð króna úr gámasölunni. Ef litið er á söluna í einstökum löndum, kemur í ljós að heildarsölu- verðmæti alls afla í Bretlandi var 3,7 milljarðar króna og fengust þar af 2,2 milljarðar fyrir þorskinn. Fyrir ýsuna fengust 676 milljónirogkoiinn halaði inn 437 milljónir. Samanborið við 1986 sést að aukning í þorsksölu er rúm þúsund tonn en verðmætam- ismunurinn er tæpar 255 milljónir króna. í Þýskalandi varð heildarsöluverð- mæti alls afla 1,35 milljarður króna, og seldust karfi og ufsi fyrir rúman milljarð af þeirri tölu. Fyrirþorskinn fengust tæpar 82 milljónir og grálúðu 47 milljónir. Heildarsöluverðmæti fisks í Bou- logne í Frakklandi var tæpar 50 milljónir króna, en í Færeyjum 4,3 milljónir. -SÓL Islenskir sjómenn seldu tæp 90.000 tonn af fiski á erlendum markaði á síðasta ári og öfluðu þjóðarbúinu tæpra 5,2 milljarða króna í gjaldeyristekjur. Keflavíkin í fárviðri 1100m fráNIB I gær var undirritaður í Hels- ingfors lánssamningur milli Landsvirkjunar og Norræna fjár- festingarbankans vegna láns til Landsvirkjunar í evrópskum greiðslueiningum (ECU), sem veitt er vegna virkjunar Blöndu. Lánið verður notað til að greiða upp fyrirfram lán sem tekið var til virkjunarframkvæmda að fjár- hæð 40 milljónir svissneskra franka eða um 1100 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi með óhagstæðari kjörum. „Veðrið fór stigversnandi allan laugardaginn og við vorum búnir að undirbúa okkur að halda sjó, þegar hnútur reið afturundir skipið og á þá sex gáma sem voru á dekkinu, sleit allar festingar og þeir fuku þar með út í sjó og um þúsund lausar tunnur með. Við höfum því misst á annað þúsund tunnur,“ sagði Arnbjörn Ólafsson, skipstjóri á Keflavíkinni, sem er vöruflutningaskip í eigu skipafélagsins Víkur hf., en eins og kemur fram í máli Arnbjarnar, lenti skipið í fárviðri, 84 mílur norðan við Færeyjar rétt fyrir klukkan 18 á laugardaginn, og misstu sex af tíu gámum skipsins, sem innihéldu plasttunnur og ýmsan annan búnað sem notaður er við lestun og festing- ar. Fyrir utan gáma- og tunnumissinn, urðu sáralitlar skemmdir á Keflavík- inni og hélt hún sjó þar til á sunnu- dag. Keflavíkin var að koma með 25.000 síldartunnur frá Haugasundi í Noregi, til að hægt væri að standa við nýgerðan viðbótarsíldarsamning við Sovétmenn, sem hljóðaði upp á 30.000 tunnur. „Það var enginn í hættu, það voru ailir innanskips og enginn fór á dekk fyrr en eftir hádegi á sunnudag," sagði Arnbjörn. Keflavíkin landaði síðan af- ganginum af tunnunum fyrir austan og mun síðan lesta síldartunnur og flytja þær til Murmansk í Sovétríkj- unum síðar í vikunni. Að sögn Finnboga Kjeld, for- stjóra skipaféiagsins Víkur hf., hefur kostnaðurinn við tunnu- og gáma- missinn í veðurhamnum enn ekki verið rciknaður út. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.