Tíminn - 13.01.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.01.1988, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 13. janúar 1988 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR Heimsbikarkeppnin í Svíþjóö: Knappt í Katrínarhólmi „Varnir liðanna voru mjög góðar og markverðirnir báðir, sóknar- lcikurinn var hins vegar slakur hjá okkur aldrei þessu vant“, sagði Guðjón Guðmundsson liðstjóri ís- lenska handboltalandsliðsins í gær- kvöldi eftir að okkar menn höfðu tapað fyrir Austur-Pjóðverjum með 18 mörkum gegn 16 í Katrínarhólmi í Svíþjóð. Guðjón sagði Austur-Þjóðverjana hafa spilað varnarleikinn mjög fram- arlega, á þetta tólf til þrettán metrum, og það hefði komið íslend- ingunum í opna skjöldu. Staðan í hálfleik var 7-5, ótrúlega lítið skorað. Guðmundur Guðmundsson og Einar Þorvarðarson voru bestu menn íslands í gær. Einar varði vel allan leikinn og Guðmundur átti snjallan leik í horninu. Guðmundur, Kristján Arason og Valdimar Grímsson skoruðu allir þrj ú mörk en aðrir voru með minna. „Við erum hvergi bangnir,“ sagði Guðjón er hann var spurður um leikinn í kvöld við Júgóslava. Júgg- arnir unnu Dani 21-19 í gærkvöldi og í hinunt riðlinunt sigruðu Svíar lið Spánverja 19-16 og V-Þjóðverjar unnu Ungverja 23-21. hb Njarövíkvann ÍBK í bikarkeppninni í körfu: Evrópukeppnin í knattspyrnu: V-Þýskaland og Italía Erlingur ter styrk ItlðBtast í fyrsta laik yg# W Vestur-Þjóðverjar drógust saman Danmörk Holland þessir: Erlingur Jóhannsson 800 m hlaup- ari fékk fyrir skömmu afhentan styrk frá útgerðarmönnum og fiskverk- endum á Rifi og Hellissandi. Er ætlun þeirra með þessari styrkveit- ingu að gefa Erlingi tækifæri á að einbeita sér að því að ná Ólympíu- lágmarkinu í 800 m hlaupi. Erlingur sem setti íslandsmet í 800 m hlaupi í fyrra er við nám í Noregi en hyggst í vor flytja sig yfir til Englands þar sem þjálfari hans býr og vera þar við æfingar og keppni. Ólympíulágmarkið í 800 m hlaupi er 1:46,50 mín., rúmum 2 sek. undir fslandsmeti Erlings en hann kveðst bjartsýnn á að ná því, keppi hann á nægilega sterkum mótum. Á myndinni tekur Erlingur (t.h.) við styrknum frá Guðmundi Krist- inssyni fulltrúa fyrirtækjanna á Snæ- fellsnesi. -HA/Tímamynd Pjetur Getraunahaninn Vestur-Þjóðverjar drógust saman í opnunarleik úrslitakeppni Evrópu- móts landsliða í knattspyrnu sem hefst í V-Þýskalandi 10. júní. Þessi lið léku einmitt til úrslita í Heims- meistarakeppninni á Spáni árið 1982. Var á forráðamönnum liðanna að heyra að þetta hefði ekki verið draumaleikurinn fyrsta daginn, svo ekki sé meira sagt. Riðlaskiptingin í úrslitakeppninni er þessi: 1. riðlll V-Þýskaland Ítalía 2. riðill England írland Fyrsti riðill er talinn örlítið sterk- ari en Danir og Spánverjar áttust við í undanúrslitum Evrópukeppninnar fyrir fjórum árum í Frakklandi. Tæpast er þó hægt að tala um mun á riðlunum en írar eru eina liðið sem ekki hefur leikið í úrslitakeppninni áður. Christian Stielike, 8 ára sonur Uli Stielike fyrrum landsliðsmanns V- Þýskalands í knattspyrnu, dró í riðl- ana. Leikir úrslitakeppninnar eru þessir: 10.6. V-Þýskaland:ítalia 11.6. Danmörk:Spánn 12.6. England:írland 12.6. Holland:Sovétríkin 14.6. V-Þýskaland:Danmörk 14.6. ítalía:Spánn 15.6. England:Holland 15.6. Irland:Sovétríkin 17.6. V-Þýskaland:Spánn 17.6. Italía-Danmörk 18.6. England:Sovétríkin 18.6. Írland-Holland 21.-22.6. Undanúrslit 25.6. Úrslit -HÁ/Reuter 1 X 2 Kristján Arason og félagar komust lítið áleiðis gegn austur-þýsku vörninni í fyrri hálfleik Tímamynd - Pjctur Valur fór á kostum Frá Margrcti Sandcrs á Sudurnesjum: Valur Ingimundarson þjálfari og leikmaður Njarðvíkinga fór á kost- um í bikarleik gegn Keflvíkingum í gærkvöldi. Valur skoraði 37 stig er lið hans sigraði ÍBK með 88 stigum gegn 83 í íþróttahúsinu í Keflavík í fyrstu umferð bikarkeppninnar í körfu. Viðureign þessara tveggja sterk- ustu körfuboltaliða landsins hafði upp á flest það að bjóða sem ein- kennir góðan bikarleik, spennu og mikla baráttu. Staðan í hálfleik var 45 stig gegn 43 gestunum í vil. Suðurnesjabúar voru að vonum leiðir yfir því að þessi lið þurftu að mætast í bikarkeppninni svo snemma en víst er að eftir sigurinn eru Njarðvíkingar sigurstranglegast- ir í bikarnunt. Valur skoraði 18 af 37 stigum sínunt úr þriggja stiga skotum. Isak Tómasson (15 stig) og Helgi Rafns- son með 12 stig komu næsti í stiga- skorun Njarðvíkinga. Guðjón Skúlason skoraði 31 stig fyrir ÍBK, Jón Kr. Gíslason var með 16og Magnús Guðfinnsson með 10. ms/hb w Oheppnin í getraunaleiknum getur veríð agaleg. Um síðustu helgi gekk svo illa hjá spámönn- um Tímans að glöggir menn töldu að Pjetur Ijósmyndari ellegar Eg- gert fréttastjórí hefðu komið þar nærri. Pjetur á þó enga sök á úrslitum síðustu helgar og líklega Eggert ekki heldur, heimskuleg niðurstaða leikjanna er eina sennilega skýríngin á hrakförum hinna vísindalærðu spámanna Tímans. Nú horfir öðruvísi við. Tvö- faldur sprengjupottur framundan og milljónir króna í boði. Spá- menn Tímans eru þekktir fyrír að standa sig þegar rísapottur býðst og nú verður tekið upp kerfið „Heimasigur er líklegri en útisig- ur nema þegar um jafntefli er að ræða“. Verður gaman að sjá hvað það kerfi gefur. Liverpool'Arsenal......... 1 Þetta er toppleikur deildarínn- ar. Liverpool hefur haft það að venju að sigra Arsenal á Ánfield Road og engin ástæða er til að halda að sú venja verði aflögð á laugardaginn. Luton-Derby ........ ... 1 Hér er full ástæða til að spá heimasigri á gervigrasi Lutonm- anna. Luton hefur reyndar geng- ið vel í deildarkeppninni í vetur og er að festa sig í sessi sem eitt af sterkari knattspyrnuliðum Bretlands. Norwich-Everton..........X Hér myndu margir spá útisigri en samkvæmt kerfinu sem notast er við verður jafntefli, þó ekki markalaust. Portsmouth-Oxford........ 1 Bæði liðin eru við botn deildar- innar, Portsmouth þó einu sæti ofar og nær að knýja fram sigur. Q.P.R.-West Ham .......... 2 Lundúnaliðin munu heyja harða baráttu á gervigrasinu á Loftus Road sem lýkur með óvæntum sigri gestanna. Sheff. Wed.*Chelsea.... 1 Leikmenn Sheffield taka tutt- ugu kflómetra hlaup á laugar- dagsmorgun og halda síðan í stöðvaþjálfun. Það kemur ekki að sök. „Uglurnar" hlaupa um allan Hillsborough eins og ekkert sé, hlaupa yfir þá bláklæddu frá Lundúnum og stöku sinnum verður boltinn fyrir þeim. Heima- sigur. Tottenham-Coventry ■.. ■ 1 Tottenham hefur tapað tvíveg- is á síðustu sex árum fyrir Cov- entry á White Hart Lane. Heima- liðið er að sækja í sig veðrið þessa dagana og vinnur nú öruggan sigur. Wimbledon-Watford .... X Watford er búið að reka fram- kvæmdastjórann og það hefur þau áhríf að botnliðið nær jafn- tefli. AstonVilla-lpswich .... 2 Toppliðið í í.deild tapar óvænt á heimavelli sínum. Blackburn-Hull........... 1 Harður slagur tveggja liða sem berjast um sæti í 1. deild. Heima- völlurínn blífur. Plymouth-Man.City.......2 Manchestermenn vinna eins og ekkert sé. Swindon-Bradford ........ 1 Ekkert skorað í fyrrí hálfleik. Mark í þeim síðarí færír Swindon sigurinn. Enginn var svo getspakur að ráða við bikarleikina um síðustu helgi og færist potturinn því yfir í næstu viku. Þá er einnig sprengipottur þannig að búast má við roksölu; tvöfaldur sprengipottur í boði. í 19. viku voru 5 með 11 rétta, kr. 47.961.- á mann en ein millljón og tæp þrjúhundruð þúsund færast yfir í 20. viku. Spá fjölmiðlanna fyrir 20. leikviku er þessi: LEIKVIKA 20 Leikir 16. janúar 1988 Tíminn -Q > D > *o 'O nT Dagur RÚV. Bylgjan C\J *o :0 co Stjarnan 1. Liverpool-Arsenal(sjónv.1:) 1 1 1 1 1 1 1 1 1 2. Luton-Derby 1 1 1 1 1 1 1 1 1 3. Norwich-Everton X 2 2 X 2 X 2 X 2 4. Portsmouth-Oxford 1 X 1 1 1 1 1 1 X Q.P.R.-WestHam 2 1 1 1 1 1 1 X 1 6. Sheff. Wed.-Chelsea 1 X 1 X 1 X 1 1 X 7. Tottenham-Coventry 1 1 1 1 1 1 1 1 1 8. Wimbledon-Watford X 1 1 1 1 1 1 1 2 9. Aston Villa-lpswich 2 2 1 1 1 2 1 1 1 10. Blackburn-Hull 1 1 1 2 1 X 2 X 1 11. Plymouth-Man.City 2 2 2 2 X 1 X 1 2 12. Swindon-Bradford 1 1 1 1 X 1 X 2 1 Staðan: 94 99 114 96 99 98 104 96 99

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.