Tíminn - 13.01.1988, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 13. janúar 1988
Tíminn 9
VETTVANGUR ___________|__________________________________, ■ :U:alili;ll!illllllllllllllM
j Daníel Ágústínusson:
Iþróttir efla alla dáð
Stöndum vörð um íþróttalögin og félagsheimilasjóð
Afmælis-
ráðstefna U.M.F.Í.
í tilefni 80 ára afmælis U.M.F.Í.
var haldin umfangsmikil ráðstefna
þann21. nóv. s.l. í Norræna húsinu
í Reykjavík. Þar voru flutt mörg
merkileg erindi og umræðuhópar
skiluðu álitsgjörðum. Þórólfur
Þórlindsson prófessor skýrði þar
frá rannsóknum sínum - sem fram
fóru 1981 og 1983 - um áhrif
íþrótta til útrýmingar á vímuefn-
um. Hannsannaðiþarmeðskýrum
tölum að því meiri sem þátttaka
unglinga er í íþróttum, því minna
reykja þeir og drekka. Eftir því
sem íþróttaiðkanir unglinga eru
tíðari, því minna reykja þeir og
öfugt. Hann taldi rannsóknir
benda til þess að beita megi íþrótt-
um meira í endurhæfingu og með-
ferð þeirra sem lent hafa í vand-
ræðum vegna fíkniefnaneyslu.
Rétt væri því að kanna hvort meiri
áhersla á íþróttir í slíku endurhæf-
ingarstarfi skilaði ekki betri árangri
en nú næst.
Þá komu fram þungar áhyggjur
hjá ýmsum framsögumönnum og
mörgum ráðstefnugestum yfir því
að fjármálaráðherra hafði tekið
fjárveitingar til íþróttasjóðs og fé-
lagsheimila út úr fjárlagafrumvarpi
ársins 1988 og vísað þeim málum
alfarið til sveitarfélaganna.
Tímamótalöggjcf
íþróttalögin frá 1940 og lögin
um félagsheimilasjóð frá 1947 hafa
orðið íþróttastarfinu í landinu og
félagslífinu almennt meiri aflgjafi
en nokkur önnur lagasetning. A
grundvelli þeirra hefur verið unnið
gífurlegt starf, svo fuilyrða má að
setning umræddra laga hafi valdið
tímamótum í sögu þjóðarinnar,
hvað þessi mál varðar. Framlög
ríkisins hafa kallað fram langtum
stærri framlög frá öðrum. Árangur-
inn hefur orðið gífurleg lyftistöng
fyrir íþrótta- og félagslífið í land-
inu, ásamt fjölþættara menningar-
lífi. Það mega því teljast undur og
stórmerki, ef nokkrum fávísum
sérvitringum tekst með einu
pennastriki að útrýma starfsemi
þessari sem svo vel hefur dugað í
40 og 50 ár. Af því tilefni er rík
ástæða til að ræða mál þessi
nokkuð, en þau liggja nú fyrir
Alþingi og snerta svo marga í
þjóðfélaginu.
íþróttalögin
íþróttalögin eru nr. 25 frá 12.
febr. 1940. Þau voru samin af
fjölmennri nefnd sem Hermann
Jónasson forsætisráðherra skipaði,
en hann fór þá einnig með mennta-
málin. Með íþróttalögunum er
skipuð íþróttanefnd ríkisins og
íþróttafulltrúi sem framkvæmda-
stjóri hennar. íþróttasjóður stofn-
aður með beinum fjárveitingum úr
ríkissjóði. íþróttakennsla í skólum
lögleidd og stuðningur viður-
kenndur við hina frjálsu íþrótta-
starfsemi. Ákveðnar fjárveitingar
til íþróttamannvirkja eftir nánari
tillögum íþróttanefndar. íþrótta-
sjóði gert að greiða kostnað við
sérfræðilegan undirbúning íþrótta-
mannvirkja, svo vel væri að þeim
málum staðið.
í ársbyrjun 1941 tók Þorsteinn
Einarsson við embætti íþróttafull-
trúa ríkisins. Glæsilegur ungur
maður, með eldlegan áhuga fyrir
íþróttum og fögru mannlífi. Hann
þeyttist um landið þvert og endi-
langt. Fyrst gangandi og með rút-
um og svo lengi á grænum jeppa.
Hann vakti unga fólkið og sveitar-
stjórnarmenn til starfa í krafti
hinna nýju íþróttalaga. Árangur-
inn lét ekki á sér standa. Á ótrúlega
skömmum tíma voru komnar sund-
laugar, íþróttavellir, skíðabrautir
og skipuleg íþróttakennsla á veg-
um U.M.F.l. og Í.S.l. víðsvegar
um landið. íþrótta- ogsundkennsla
í skólum varð önnur og meiri en
áður.
Landsmót U.M.F.Í voru þá að
hefja göngu sína á ný. Starf íþrótta-
fulltrúans og íþróttalögin almennt
áttu veigamikinn þátt í að gera
iandsmótin að veglegum íþrótta-
hátíðum sem öll þjóðin tók þátt í
á þriggja ára fresti. Glæsileiki
þeirra og hin almenna þátttaka af
landinu öllu var öðru fremur árang-
ur íþróttalaganna, ásamt öflugu
starfi íþróttakennaraskólans á
Laugarvatni sem árlega útskrifaði
nokkra íþróttakennara. Allt það
mikla starf, sem býr á bak við
landsmótin á þriggja ára fresti,
hefur lyft æsku landsins, eflt dáð
hennar, manndóm ogþrek. Lands-
mótin hafa einnig rekið á eftir
framkvæmdum íþróttamannvirkja
víðsvegar um landið, því erfitt er
með árangur nema nokkur aðstaða
til æfinga sé til. Framkvæmdir í
þágu íþrótta í landinu eru nálega
allar gerðar eftir 1940. Þær eldri
eru fáar og yfirleitt af miklum
vanefnum. Hér urðu því sannar-
lega tímamót í lífi þjóðarinnar
með setningu íþróttalaganna. Það
ætti engum að dyljast.
Það kemur því sem hrollvekja
yfir flesta að fjárveiting skv.
íþróttalögunum, sem skilað hefur
dýrmætum árangri í tæp 50 ár,
skuli felld niður með einu penna-
striki. Ég segi felld niður, því
ávísun á sveitarfélögin er alvcg út
í bláinn. Verður komið að því
síðar. Menn sem standa að slíkum
óhæfuverkum eru án sambands við
þjóðlífið og hafa einangrast frá
öllu gróandi lífi. Þeirhugsa um það
eitt, hvað ríkissjóður getur losað
sig við, hvernig hægt sé að létta
byrðir hans. Út frá því sjónarmiði
verður að dæma vinnubrögð þessi.
Frá kreppu til velsældar
í lok kreppuáranna lét Hermann
Jónasson semja frumvarp til laga
sem veittu umtalsverðu fjármagni
til íþróttastarfsins í landinu og
íþróttamannvirkja, sem ekki hafði
þekkst áður. Það átti heilshugar
fylgi þáverandi fjármálaráðherra.
50 árum síðar birtist á íslandi
fjármálaráðherra sem heitir Jón
Baldvin Hannibalsson - og ætlar
sér með einu hnífsbragði að skera
á þessa líftaug íslenskrar æsku. Þá
er hagur þjóðarinnar slíkur að
helmingur hennar fer árlega til
sólarlanda, inn eru fluttir 20 þús-
und bílar, ný met eru sett í kaupum
á áfengi og tóbaki, seldir eru 30
þús. afruglarar og hver tekur á sig
nýjan skatt upp á 15-20 þús. á ári
o.s.frv. Við þessi skilyrði sker
fjármálaráðherra niður fjárveiting-
ar til íþróttamála sem sannað hefur
verið að helst geti veitt æskunni
vörn og skjól í hættum hins nýríka
þjóðfélags. Þegar þetta þjóðfélags-
ástand er borið saman við hag
þjóðarinnar 1938, er íþróttalögun-
um var hrundið úr nausti, má segja
að ólíkt hafast þeir að.
Verkaskiptanefnd
Fjármálaráðherra hefur aftur og
aftur skotið sér á bak við svonefnda
verkaskiptanefnd sem félagsmála-
ráðherra skipaði 1986. í henni áttu
sæti 5 húskarlar úr ráðuneytunum.
Hún virðist hafa átt það tvennt
sameiginlegt að þekkja lítið til
mála út á landsbyggðinni og hafa
það sem höfuðmarkmið að létta
gjöldum af ríkissjóði. Hún grípur
hin ólíklegustu mál eins og íþrótta-
lögin og félagsheimilasjóð af fullri
vanþekkingu.
Álit nefndarinnar gat auk þess
Ályktun um íþróttasjóð
og Félagsheimilasjóð
Kjordæmisþing Framsoknarmanna a Vesturlandi
haldið i Olafsvik 14 nov 87, motmælir harðlega þeirri
akvorðun f|armalaraðherra að fella fjarveitmgar til
Iþrottasjods og Felagsheimilasjoós mður i fjarlaga-
frumvarpi þvi sem nu liggur fyrir Alþingi og telur með
ollu oeóhlegt að verkefnum þeirra sjoða verði visaó til
sveitarfelaganna. K|ordæmisþmgið skorar þvi a þmg-
menn Framsoknartlokksms að þeir tryggi fjarveitingu til
Iþrottasjoðs og Felagsheimilasjoös a fjarlogum nkisms
með sama hætti og aöur
Ályktun þessi var gerð einróma
á kjördæmisþingi framsóknar-
manna á Vesturlandi, þar sem
mættir voru 60 fulltrúar. Þeir munu
ekki láta deigan síga í máli þessu
fyrr en sigur vinnst. - Ýmis önnur
kjördæmissambönd Framsókn-
armanna gerðu svipaðar sam-
þykktir í haust. D.Á.
aldrei orðið nein trúarjátning scm
taka bæri bókstaflega, án allrar
frekari umræðu, einkum meðal
þeirra sem áttu við umrædd lög að
búa. Sú umræða hefur aldrci farið
fram og því eru tilvitnanir í nefnd-
arálit þetta haldlitlar. Nefndin
greip tónlistarskólana, sem nú hcf-
ur verið bakkað með vegna al-
mennra mótmæla, eftir að umræð-
ur fóru fram á þeim vettvangi.
Samskonar mótmælum hafa allir
þeir haldið uppi sem tengdir eru
íþróttalögunum og félagsheimila-
sjóði og þekkja til þeirra mála.
Þeir vita sem er að íþróttanefnd
ríkisins er miklu hæfari til að hafa
yfirsýn yfir mál þessi heidur en
eitthvert „apparat" frá Jöfnunar-
sjóði sveitarfélaga sem auk þess á
öll fjármál sín undir fjárveitinga-
valdinu árlega til margra ólíkra
verkefna.
Svik ríkisins
við jöfnunarsjóð
Forsendan fyrir verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga hefur jafnan
verið sú að fyrst fengju sveitarfé-
lögin sjálfstæðan. óháðan tekju-
stofn, sem auk þess væri verð-
tryggður, eins og gert var með
lögunum um söluskatt frá 1960.
Með þeim var ákveðin % af sölu-
skattinum látin ganga í jöfnunar-
sjóð. Þetta var afarmikill stuðning-
ur við fjárhag sveitarfélaganna.
Hin síðustu ár hefur ríkisstjórnin
leyft sér að ógilda lög þessi. Hirt
stóran hluta af fjármagni þessu og
skammtað jöfnunarsjóði eftir eigin
geöþótta. Hefur mig oft undrað
þolgæði stjórnar Sambands ísl.
sveitarfélaga í máli þessu, því sveit-
arfélögin í landinu hafa sannarlega
vænst þess að hún léti frá sér heyra
svo eftir væri tekið. Svo hefur eiski
veriö, hvað sem veldur.
Samband ísl. sveitarlélaga átti.
cftir slíka reynslu af ríkisvaldinu,
að ncita öllum vcrkcfnaflutningi
fyrr cn aflientur væri sjálfstæður
óháður tckjustofn scm sveitarfé-
lögin cin réðu yfir. Þá fyrst og fyrr
ekki væri kominn grundvöllur að
flutningi vcrkcfna frá ríkinu. Á
mcðan svcitarfélögin eru háö fram-
lagi á fjárlögum frá ári til árs eins
og Lánasjóður námsmanna og aör-
ar slíkar stofnanir í þjóðfélaginu er
bctra hcima sctið cn af stað fariö.
Ríkisvaldið gæti drcpið mörg
þjóðþrifamál mcð því að vísa þcim
til sveitarfélaganna cn halda fjár-
magninu hjá sér. Þetta blasir við
nú þcgar.
Vanhugsað
og illa unnið frumvarp
Þann 10. des. sl. mælti Þorstcinn
Pálsson forsætisráðhcrra fyrir
stjórnarfrumvarpi um vcrkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga. Hann
sagði m.a. um markmiðfrumvarps-
ins: „Sveitarfélögin verði fjárhags-
lega sjálfstæðari og síður háð ríkis-
valdinu.“
Nokkrum dögum áður en orð
þessi voru sögð úrskurðaði félags-
málaráðherra útsvar næsta árs
6,7% gegn vilja sveitarstjórnar-
manna almennt og ekkert svigrúm
gefið til frjálsræðis. Mun þetta í
fyrsta skipti sem sveitarfélögin eru
svift rétti til ákvörðunar um álagn-
ingu útsvara, þ.e. að ekki er um
neinn valkost að ræða. öllum ber
saman um að 6,7% sé rétt fyrir
brýnustu þörfum, en tekið fram
fyrir hendur þeirra um allar fram-
kvæmdir. Með ákvörðun þessari
og ráninu á söluskattshlutdeild
þeirra er ósjálfstæði sveitarfélag-
anna innsiglað. Ríkisvaldið setur
þeim strangar skorður með öflun
tekna. Jafnframt segir það: Látum
sveitarfélögin hirða ótal verkefni,
en við höldum tekjunum.
Hitt er þó sýnu verst að frumvarp
ríkisstjórnarinnar um verkaskipt-
inguna er hrcinn vanskapnaður;
hvað varðar íþróttalögin og félags-
heimilasjóð er hér átt við 2., 3. og
4. kafla frumvarpsins. Með2. kafla
eru íþróttalögin frá 1940 limlest.
Bláókunnugur rnaður hefur verið
fenginn til að krafsa í lögin, svo
eftir verður óskiljanleg þvæla. 5,-
10. gr. gömlu íþróttalaganna eru
felldar niður þar á meðal allar
reglur fyrir úthlutun íþróttanefnd-
ar, hverjir eigi rétt á styrkjum frá
henni og margt annað. Ennfremur
ákvæöi um sérfræðilega aðstoð við
undirbúning íþróttamannvirkja
sem reynst hafa mjög nauðsynleg
og skapað mikið öryggi. í staðinn
á að koma nýgrein,5. gr. Þarsegir:
„Opinber stuðningur við bygg-
ingu íþróttamannvirkja . . . skal
vera í verkahring sveitarfélaga.“
Síðan kemur önnur málsgrein. Þar
segir:
„Alþingi veitir þó árlega fé í
sjóð, sem nefnist íþróttasjóður
. . . íþróttanefnd gerir tillögur
til fjárveitinganefndar um skipt-
ingu fjárins.“
Meöferð málsins er þá þessi:
Fyrst er kaflinn um íþróttasjóö
með öllu fclldur niöur. Síðan skal
bygging íþróttamannvirkja vera í
verkahring sveitarfélaga, Að lok-
um á svo Álþingi árlega að veita fé
í íþróttasjóö. I hvers vcrkahring
eru þá íþróttamannvirkin eftir
þetta? Þaö er ekki heil brú í svona
lagasetningu.
Toppurinn á allri vitleysunni cr
svo sá, að mcirihluti félagsmála-
nefndar neöri dcildar mælir mcö
aö Alþingi samþykki cndileysu
þessa.
Með 3. kafla frumvarpsins eru
lögin um lclagsheimili mcö öllu
fclld úr gildi og 4. kaflinn felur
nánast fjármálaráðherra að ráö-
stafa 40% af skemmtanaskattin-
um. Skyldu þingmcnn hafa huglcitt
hvaö þcim er mcð þcssu boðið upp
á?
Ekki má svo gleyma uppgjörs-
dcild jöfnunarsjóðs, skv. 1(). kafla
frumv. Honum cr ætlaö að sætta
ýmsa aðila viö frumv., fái þcir
grciddar skuldir sínar við ríkissjóð
næstu 4 árin. Fórna þannig fram-
tíöarhagsmunum margra fyrir
stundarhagsmuni. Þetta cr gamal-
kunn hcrnaðarlist. Var einhver að
tala um mútur?
Forðist slysin
Það væri stórslys cf Alþingi sam-
þykkti umrætt vcrkaskiptinga-
frumvarp nú, án þess að fella niður
2., 3. og 4. kafla frumvarpsins sem
eru vanhugsaðir og flausturslega
unnir svo að með eindæmum cr.
Sjálfsagt er allt frumvarpið mikil
hraðsmíði, þótt það skuli ekki rætt
frekar. Tónlistarskólarnir hafa
þegar verið teknir út úr því. Er það
góð byrjun.
Sé talin ástæða til er nærtækast
að láta endurskoða umrædd lög á
hæfilegum tíma, enda sé það gert
af mönnum sem þekkingu hafa á
málaflokkum þessum. Þannig væri
sóma Alþingis best borgið.
íþróttalögin hafa í tæp 50 ár haft
gífurlega þýðingu fyrir æskuna í
öllum byggðum landsins. Þau hafa
sannað gildi sitt, svo ekki verður
um villst, og um framkvæmd þeirra
hefur aldrei nein deila staðið. Það
væri óbætanleg skemmdarstarf-
semi ef Alþingi ætlar nú í flaustri
að lima þau í sundur og gera óvirk.
Vonandi kemur ekki til þess.
í næstu grein verður rætt um
félagsheimilin, en lögin um þau
tóku gildi 1. janúar 1948 og fagna
því nú 40 ára afmæli.
Daníel Ágústínusson
Á Landsmótum UMFÍ tengir æskufólk hvaðanæva af landinu bönd sín á
milli. Myndin er frá Landsmótinu á Húsavík s.l. sumar og tekin eftir
afhendingu sigurlauna. T ímamynd Pjctur