Tíminn - 13.01.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.01.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Tjmirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarf lokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 400 prdálk- sentimetri. Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.- i Peningafrjálshyggjan Sjaldan hafa komið í ljós skýrari andstæður varðandi skoðanir á vaxtamálum og áhrifum þeirra á efnahagslífið og afkomu fyrirtækja en í yfirlýsing- um ýmissa þjóðkunnra manna og forystumanna í atvinnulífi að undanförnu. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambands ís- lenskra samvinnufélaga, hefur [ýst skoðun sinni að þessu leyti og bent á að fjármagnskostnaður eigi fyrst og fremst þátt í því að rekstrarafkoma kaupfélaga og margra samvinnufyrirtækja sé erfið og í óvissu, enda séu vextir hér miklu hærri en í viðskiptalöndum okkar. Undir þessa skoðun hafa tekið margir aðrir fyrirsvarsmenn atvinnurekstrar og einstakra fyrir- tækja, sem mörg hver eru að hætta rekstri eða gjörbreyta rekstrarfyrirkomulagi, ef þau eru ekki beinlínis gjaldþrota vegna mikils fjármagnskostn- aðar. í áramótagrein Steingríms Hermannssonar for- manns Framsóknarflokksins í Tímanum eru vaxta- málin gerð að sérstöku umtalsefni. Þar rekur hann hvert dæmið á fætur öðru um það að stjórn peningamála hefur farið úr skorðum og að ákvörðun vaxta hefur komist í hendur á „gráa“ peninga-. markaðnum, sem spennir vextina langt upp fyrir það sem þó eru taldir vera raunvextir bankanna. Það merkir á mæltu máli að vextir og fjármagns- kostnaður er í rauninni á valdsviði peningabraskara, en hvorki bankakerfisins né ríkisvaldsins. Steingrímur Hermannsson hefur lýst áhyggjum sínum út af þessari þróun í vaxtamálum og hvernig komið er stjórn peningamála. Peningafrjálshyggjan hefur náð heljartökum á atvinnurekstrinum í land- inu, ekki eingöngu vegna þess að peninga- braskararnir láta að sér kveða, heldur af því að peningafrjálshyggjan á sér formælendur á æðstu stöðum í bankakerfinu. Ekkert sannar betur að stjórnleysið í vaxta- og peningamálum er orðið algjört en ummæli Jóhann- esar Nordals seðlabankastjóra í löngu viðtali við Alþýðublaðið um helgina. Þar kemur skýrt fram sú skoðun að Seðlabankinn eigi ekki að skipta sér af vaxtamálum. Jóhannes Nordal, sem kemur jafnan fram sem aðaltalsmaður Seðlabankans, leggur blessun sína yfir þá skoðun að ákvörðun vaxta og annars fjármagnskostnaðar sé markaðsmál og skuli lúta siðferði peningafrjálshyggjunnar. Það þarf því engan að furða þótt braskarar, sem eru að skemmta sér við það við frumstæðar aðstæður á íslandi að leika kauphallarjöfra, uni vel hag sínum og finni til áhrifa sinna. Starfsemi þeirra er dyggilega studd af ýmsum embættismönnum og æðstu valdamönnum í peningastofnunum þjóðarinnar, þ.á m. Seðlabanka Islands, sem er að sjálfsögðu ríkisstofnun en ekki sjálfstætt vald og lýtur forræði ríkisstjórnar á hverjum tíma. Sá skoðanamunur sem er varðandi stjórn pen- ingamála krefst þess að þessi mál verði rædd ítarlega innan ríkisstjórnarinnar og gerð á þeim málefnaleg úttekt. Miðvikudagur 13. janúar 1988 llllilllllllllllllltll GARRI i'iií!liiii;. .... ....... ... .. :1'iiili' ... Ifr 1» j VALD BORSINS Garri hitti góðkunningja sinn á dögununi. Það skal tekið fram að sá er geðprýðismaður sem mikið þarf til að setja úr jafnvægi. En núna var honum þó greinilega runnið ■ skap. Þegar Garri spurði nánar var ástæðan sú að maðurinn átti barn sem var í tannréttingu hjá einum af tannlæknum borgarinnar. Hann hafði þcnnan sama dag faríð með barnið í eftirlit og það hafði setið nákvæmlega í kortcr inni hjá tannlækninum. Fyrir það eitt að líta upp í barnið þessa örstuttu stund hafði tannlæknirinn tekið litlar tvö þúsund og fimm hundruð krónur. Sú verðlagning á veittri þjónustu hafði gjörsamlega gengið fram af þessum kunningja Garra. Og lái honum raunar hver sem vill. Nú veit Garri vel að maðurinn, sem þama um ræðir, er síður en svo það illa staddur fjárhagslega að þessi upphæð skipti hann nokkru sem nemur. Líka mun a.m.k. helmingur hennar fást endur- greiddur frá sjúkratryggingum. En það var sanngirnin á bak við þetta sem fór i skapið á honum. Og því verður vissulega ekki neitað að upphæð á borð við þessa er tölu- vert langt fyrir ofan það sem fólk hér á landi þarf upp til hópa að sætta sig við að bera úr býtum fyrir vinnu sína. Eins og gengur reyndi Garri að róa þennan kunningja sinn með því að tína til einhverjar sögur sem hann kunni um kostnaðinn af þjón- ustu þessarar stéttar. Reyndist raunar af nógu að taka, og svipað varð uppi á teningunum hjá öðmm kunningjum, sem bar þarna að og kunnu flestir einhvcrjar sögur að segja. í opinberu tryggingakerfi Eftir á fór Garri hins vegar að hugleiða þessi mál, sem og þá staðreynd að öllum ber saman um það að tannviðgerðir hér á landi séu óheyrilega dýrar. Nú er Garri að sjálfsögðu ekki nægilega kunn- ugur cinstökum kostnaðarliðum, sem fylgja því að reka tannlækna- stofu, til þess að hann geti út af fyrir sig um það dæmt hvort þessi þjónusta sé seld á hærra verði en efni standa til. En hitt er annað mál að það dylst engum að tannlæknar hafa borinn að vopni. Það fer ekki á milli mála að upp til hópa er landsmönnum meinilla við að láta bora út á sér tennurnar. Þess vegna reyna menn, kannski ómeðvitað, að forð- ast það í lcngstu lög að reita þessa stétt manna til reiði. Af því leiðir líka hitt að tann- læknar eru kannski í öllu betri aðstöðu heldur en ýmsar aðrar stéttir til þess að vera hcldur í efri kantinum þegar þcir verðleggja þá þjónustu sem þeir veita þjóð sinni. Margir beinlínis veigra sér við að standa uppi í hárinu á þeim. En það breytir því ekki að verð- lagning á borð við þá sem maður- inn lýsti verður að teljast verulega há. Þar er líka að því að gæta að þarna var verið að rétta af tennur í barni, og eftir því sem Garri veit best hlýtur þar að vera farið eftir samningum við Tryggingastofnun ríkisins. Og eiginlega er það ekki nógu gott ef verðlagning á borð við þessa viðgcngst inni í hinu opin- bera tryggingakerfi. Það sýnir þá að vald borsins hlvtur að vera orðið mikið í íslensku þjóðfélagi ef hann er jafnvel búinn að ná tangar- haldi á sjálfu tryggingakerfinu. Nítján komma tvær Þá gat Garri ekki á strák sínum setið heldur hélt áfram að reikna svolítið. Tvö þúsund og flmm hundruð á korterið gera tíu þúsund á tímann. Miðað við átta stunda vinnudag og flmm stunda vinnu- viku gerir þetta fjögurhundruð þúsund á viku. Eða eina komma sex miljónir á mánuði. Og nítján komma tvær miljónir á ári. Óneitanlega dálagleg summa, og það jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að af henni þurfí að greiða einhverja húsaleigu og laun aðstoðarmann- eskju. Og líka jafnt fyrir það þótt hún væri lækkuð eitthvað til að gera ráð fyrir kaffítímum og hléum fyrir mennina til að skjótast frá í vinnutímanum, svo sem til að leggja aurana sína inn í banka. Tannlæknanna vegna vonar Garri satt að segja að rekstri þeirra fylgi einhver sá umtalsverði kostnaður sem réttlæti fjárhæðir af þessari stærðargráðu. Fyrir Garra liggur hér beinast við að taka samanburð af sjálfum sér. Hann er nokkuð dæmigerður íslenskur launamaður, og nú um næstu mánaðamót þarf hann eins og venjulega að færa til tíundar á skattaframtal þær upphæðir sem hann hcfur unnið sér inn á síðasta ári. Það er nokkuð Ijóst að heildar- summan þar verður innan við eina iniljón. Og bliknar sú fjárhæð óneitanlega nokkuð við hliðina á hinum nítján komma tveimur, eða hvað svo sem þær eru margar. Garri VÍTTOG BREITT lllllllllllllll llllllllill! Illlllllll Þegar grunnmenntun skortir „Met þeirra Sir Roberts Wal- poles and Williams Pitts- sem voru forsætisráðherrar... “ Svona getur kunnátta og leikni í meðferð erlends tungumáls leikið íslenskan Staksteinahöfund grátt sem heldur að hann sé að snara tilvitnun úr enskri blaðagrein yfir á íslensku. Hér er augljóslega um pennaglöp að ræða en ekki kunn- áttuskort í íslensku máli. En við lestur þessa stutta setningabrots læðist að manni sá grunur að þýðandinn hugsi fremur á ensku en íslensku. Hann gleymir að þýða samteng- inguna „and“, og þar ofan í kaupið er enskur ritháttur látinn halda sér í aðalstitli og hann skrifaður með stórum staf. Málfarið í Morgunblaðinu er síst verra en gengur og gerist í öðrum blöðum og áreiðanlega miklu betra en ljósvakaíslenskan. Þeir sem ráðast til starfa á ritstjórn Mogga gangast undir próf, m. a. í íslensku, og blaðamönnum er gert að sækja námskeið í þeirri grein. Af þessu stærir Morgunblaðið sig með réttu. Ritstjórar skrifa oft um málvernd og vara við erlendum áhrifum, og blaðið er vettvangur margvíslegra skrifa um það efni. Samt er andvaraleysið gegn ásókn ensku svo magnað að málun- um er grautað saman í fljótfærnis- legri þýðingu án þess að viðkom- andi geri sér grein fyrir hvort málið hann er að skrifa. Dagblöðin eru einatt skotspónn málvöndunarmanna og má margt að málfari þeirra finna. Samt er óhætt að fullyrða að meðferð ís- lensku í blöðunum er réttari og vandaðri en almennt gerist í mæltu máli manna og barna á meðal. Það segir sína sögu um hvert stcfnir. Ólæsi og ruglandi Að lokinni umfjöllun um breska forsætisráðherra vendir Stak- steinaskrifari kvæði sínu í kross og vitnar á óaðfinnanlegu máli í ensk- an dálkahöfund, sem hefur áhyggj- ur af ólæsi í heimalandi sínu. Þar eru margar milljónir starfandi manna ólæsar og óskrifandi. Ólæsi fer í vöxt i Bretlandi og kennir höfundur getuleysi þeirra sem fást við kennslu um, fremur en menntakerfinu sem slíku. Hann gengur jafnvel svo langt að álíta að ólæsi meðal kennara sé ekki óþekkt. Sama dag og Staksteinar gleymdu að þýða og lýst var yfir áhyggjum af ólæsi í Bretlandi sló Alþýðublaðið upp frétt um að iðnnámið á fslandi væri orðið úrelt. Tveir mætir menn voru leiddir fram til vitnis, þeir Ingjaldur Hannibalsson, iðnaðarverk- fræðingur, og Ingvar Ásmundsson, skólastjóri. Þeir eru á sama máli um að grunnmenntun sé látin sitja á hakanum en kennslutímanum eytt í að kenna greinar og vinnuað- ferðir sem úreldist von bráðar. Ingjaldur segir: „Ég hef verið með þá kenningu að það sem fólk helst þyrfti að læra í skóla séu ákveðin grunnatriði, til að geta aðlagað sig að breytingum í þjóð- félaginu s.s. að lesa, skrifa, tala íslensku og eitt alþjóðlegt tungu- mál, stærðfræði- og tölvuþekkingu og rökrétta hugsun." Ingvar: „Menn þyrftu fyrst og fremst að læra að lesa, skrifa, tala og hugsa, og þyrfti að leggja áherslu á íslensku, eitt erlent mál og stæröfræði." Hér er verið að tala um iðnskóla- nám. En hið sama á við um nánast hvaða nám sem er. Ef grunnnámið bregst er tilgangslítið að reyna að troða öðrum lærdómsgreinum í nemendur og útskrifa þá svo eftir krossapróf. Lenging skólaskyldu og ótal námsvísar og valgreinar eru engin trygging fyrir betri og enn síður 'hagnýtari menntun. Hjáfræðitikt- úrur við gerð námsskráa og um hvernig eigi að kenna krökkum að lesa, Tanzaníufræði og friðarupp- eldi og síðar endalausar valgreinar um allt og ekkert stuðla ekki endilega að fjölbreyttari menntun, aðeins ruglingslegri. Ef allir koma læsir, skrifandi og vel mæltir á íslenska tungu út úr skólakerfinu og hafa auk þess vald á erlendu máli, stærðfræði og rök- réttri hugsun verður menntakerfið aldrei of dýrt. Viðbótarmenntun og hagnýt verkkunnátta koma þá af sjálfu sér. Að tala, lesa, skrifa og hugsa á íslensku er grundvöllur allrar menntunar. Ef hann bregst er sama hve blaðamaður lærir ensku vel, hann verður aldrei fær um að snara setningu af því máli yfir á þá tungu sem Morgunblaðið vill svo gjarnan vera skrifað á. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.