Tíminn - 24.01.1988, Qupperneq 10

Tíminn - 24.01.1988, Qupperneq 10
10 Tíminn Sunnudagur 24. janúar 1988 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAK Tvær konur og veiklyndur karl Cherry Haltermann var glöð og ánægð yfir að hinn 38 ára gamli eiginmaður hennar, Eugene, var nú loks búinn að gera sér Ijóst að hann þarfnaðist sérfræðiaðstoðar til að komast yfir fíkniefnanotkun sína. Sjálf hafði hún lengi reynt að hjálpa honum, en án árangurs. Hún gat ekkert boðið honum, sem hann tók fram fyrir heróínið, en það var farið að stjórna lífi hans að mestu. Cherry hafði samband við lækninn Lisu Booth, sem rak afvötnunarstöð verkum, að hún lét ekki fara lengi á bak við sig. Þegar Eugene kom að sækja nýjar birgðir í byrjun apríl, bar hún grun sinn upp við hann og Eugene viðurkenndi að hún hefði rétt fyrir sér. Lisa stakk upp á nýrri aðferð og Eugene fannst það hljóma skynsam- lega. Hann gerði sérljóst,að Metha- donið eitt gat ekki leyst vanda hans. Lisa Booth bauð honum heim til sín næsta föstudag og fullyrti að það fyrirkomulag gerði henni kleift að ekki eins og hann hafði gert sér í hugarlund. Það að vita að hann mátti ekki fara út, auk þess sem hann saknaði konu sinnar, gerði hann niðurdreginn. Þetta voru eðlileg viðbrögð, sem Lisa Booth hafði gert ráð fyrir. Þess vegna var hún búin að gera sínar varúðarráðstafanir. Seint á laugar- dagskvöldi var Eugene að því kom- inn að gefast upp og fara heim en áður en hann komst svo langt, birtist Lisa honum til undrunar með heróínsprautu og skammt og lagði á sófaborðið hjá honum. Hann seildist sæll eftir og nýtti sér. Skömmu seinna lá hann í sófanum og leið undur vel. Ómakslaunin Hann rámaði lítið í hvað gerðist það sem eftir var kvöldsins og nótt- ina. En um morguninn þegar hann vaknaði, var hann ekki lengur í gestaherberginu. Það þurfti svo sem ekki að merkja neitt sérstakt, hugs- aði hann með sér og þar sem Lisa var læknir, skipti sjálfsagt engu, þó hann væri nakinn. Andartaki síðar kom Lisa í gætt- ina. - Svafstu vel? spurði hún glað- lega. - Það er nú líklega, svaraði Eugene og bætti við: - Þetta var nú meiri veislan. - Gott að heyra það, svaraði Lisa og setti bakka með kaffi á náttborð- ið. - Það var erfitt að koma þér hingað í nótt. Þú ert þungur, þó grannur sért, hélt hún áfram og vatt sér úr sloppnum. Hún var nakin innan undir. Eugene lá bara og gapti í forundran, þegar hún skreið upp í til hans. - Slakaðu á, tókst honum loks að segja. - Svona, svona, sagði Lisa. - Þú veist að ég er bara að reyna að hjálpa þér og geri það líka. Ég get varla gert að því hvað mér finnst þú aðlaðandi. Hvað er svo sem rangt við þetta? Á morgun ferðu heim aftur og kemur ekki aftur fyrr en á föstudaginn. Þetta er bara hluti af lækningunni. Treystu mér. Eugene svaraði ekki. Þetta var ekki í fyrsta sinn í 11 ára hjónabandi, sem hann hafði verið ótrúr, en þá hafði bara verið um skammvinn ævintýri að ræða. Hann var ekki vanur svona aðstæðum. Þegar hann hugsaði um það, leit jafnvel út fyrir að læknirinn væri að leika sér með hann. Hvort sem það var nú leikur eða ekki, fannst Eugene þetta óneitan- lega dálítið æsandi. Ef hann gerði eins og læknirinn vildi, fengi hann heróínskammt að launum. Nóg af svo góðu Cherry Haltermann hafði ekki minnsta grun um hvað á seyði var heima hjá lækninum. Hún sá aðeins að Eugene leit betur út og virtist ánægðari en hann hafði lengi verið. Gert var ráð fyrir að Eugene dveldi heima hjá Lisu til loka aprfl, en það fór á annan veg. Lisa útskýrði fyrir Cherry í símann, að þó hún væri mjög ánægð með framfarir Eugenes, teldi hún möguleikana á afturkipp mikla, ef hann yrði látinn einn. Cherry gat ekki fengið annað Læknirinn Lisa Booth varð yfir sig ástfangin af Eugene sjúklingi sínum, sem var heróínneytandi. Hún taldi sig vera að hjálpa honum til betra lífs, en gleymdiJ að hann var kvæntur... í San Diego í Kaliforníu og pantaði þar tíma fyrir mann sinn. Hann kom í fyrsta viðtalið í mars 1987. Ekki hafði hann áður hugsað neitt um, hvers konar manneskja læknirinn væri, en uppgötvaði sér til ánægju- legrar undrunar, að þessi 51 árs kona var ekki aðeins notaleg, heldur bjó hún líka yfir víðtækri þekkingu á fíknilyfjum og því fólki sem neytti þeirra. Eugene hafði byrjað á hassinu nokkrum árum áður, til að slaka á, því honum fannst starf sitt sem ráðgjafi í skattamálum allt of krefj- andi. Smátt og smátt stækkuðu skammtamir sem hann þurfti til að ná sömu áhrifum og eftir að hafa neytt kókaíns um tíma, sneri hann sér að heróíni. Þó efnið gerði að verkum að hann afkastaði meiru á vissan hátt, gerði hann sér ljóst að það færi fyrr eða síðar með sigur af hólmi. Hann var farinn að finna til líkamlegrar van- líðunar, auk þess sem neyslan var farið að koma illa niður á fjárhagn- um. Ástin blossar upp Booth læknir hlustaði af skilningi á nýja sjúklinginn og skrifaði upp á Methadon handa honum, efni sem hefur nær sömu áhrif og heróín. Töflurnar áttu að duga til tveggja daga notkunar. Síðan skyldi hann koma aftur á skrifstofuna og fá nýjar birgðir, þannig að hún gæti sem best fylgst með hvernig honum gengi. Smám saman urðu þau góðir kunningjar og síðan vinir og tvær fyrstu vikumar virtist 'Eugene taka miklum framfömm. Hann vissi þó ekki að Lisa Booth var orðin alvar- lega ástfangin af honum. Hann var ánægður yfir að einhver skyldi gera sér ómak um að hjálpa honum, jafnframt sem Lisa gladdist yfir hversu vel það gekk. Lisa Booth vissi hins vegar ekki að Eugene lét sér ekki Methadonið nægja, heldur fékk sér heróín meðfram, þegar honum fannst áhrif- in ekki nægilega sterk. Reynsla læknisins gerði þó að fylgjast stöðugt með honum og þannig veita honum bestu mögulegu meðhöndlun. - Eftir mánuð eða svo, verðurðu fær í flestan sjó aftur, fullvissaði hún hann um og brosti vingjamlega. - En áður en þú samþykkir þetta endanlega, vil ég að þú ræðir það við konuna þína. Hafi hún ekkert á móti því, getum við byrjað. Engin hætta á ferðum Cherry fannst tillagan nokkuð óvenjuleg, en var þó fús til að lofa Eugene að reyna allt. Vissulega var líka betra að vera án hans nokkrar Eugene var reikull í ráðinu. Cherry vildi hjálpa honum, en hvað vildi Lisa? helgar en eiga á hættu að missa hann fyrir fullt og allt. Auk þess var Booth læknir miklu eldri en hann og svo sem ekkert fyrir augað. Hvað gat farið úrskeiðis. Þegar Eugene hringdi dyrabjöll- unni heima hjá Lisu, var honum fagnað opnum örmum og vísað til gestaherbergis. Dvölin þar varð þó af sér en samþykkja að „heimahjúkr- unin“ yrði framlengd um tíma. Þegar Eugene komst að samningi kvenr.anna, lét hann sem hann harmaði það, Cherry vegna. Innst inni hafði hann ekki hið minnsta á móti því að halda helgardvöl sinni áfram. Þar með fékk Lisa Booth vilja sínum framgengt í mánuð til viðbót- ar. Meðan þau Eugene höfðu það notalegt, sætti Cherry sig við að maður hennar væri að heiman um helgar. En þegar langt var liðið á apríl, hringdi Lisa Booth enn til hennar. - Eugene fer vel fram núna, sagði hún. - Þó held ég að hann þarfnist tveggja helga til viðbótar hjá mér, í mesta lagi þriggja, áður en ég get sagt að ég sé alveg ánægð með hann. Nú mótmælti Cherry hins vegar. Hún hafði verið ein heima hverja helgi í tvo mánuði og fannst nóg komið af svo góðu. Hún þakkaði Lisu fyrir allt hennar framtak og fullvissaði hana um, að hún gæti sjálf mætavel gætt manns síns framvegis. Heim til Lisu Þegar Cherry sagði Eugene frá samtalinu við Lisu þá um kvöldið, brást hann allt öðruvísi við, en hún hafði gert ráð fyrir. í stað þess að verða glaður yfir að fá að vera heima hjá konu sinni um helgar, reiddist hann. - Þú hefur engan rétt til að skipa Lisu fyrir verkum og segja henni, hvort mér er batnað eða ekki. Það getur enginn vitað nema hún, æpti hann. Cherry trúði ekki sínum eigin eyrum. Þannig hafði hún aldrei séð Eugene fyrr. An þess að segja auka- tekið orð frekar, stikaði hann út úr húsinu og fór leiðar sinnar. Hún vissi þó hvert hann færi og taldi sig meira að segja vita eftir hverju hann sæktist þar. Síðdegis daginn eftir útbjó hún kvöldmat eins og venjulega, áður en Eugene kæmi heim úr vinnunni. Hann kom þó ekki. Hún yrði því að bíta í súra eplið og biðjast afsökunar. Seint að kvöldi þess 21. maí ók Cherry upp að heimili Lisu Booth. Henni létti við sjá bíl manns síns standa úti fyrir. Hann hafði þá ekki farið neitt þangað sem hún næði ekki til hans. Hún hringdi bjöllunni og beið óstyrk eftir að einhver opnaði. Þegar dyrnar loks opnuðust, birtist í gætt- inni andlit með undrunarsvip. - Ég þarf að tala við Eugene, sagði Cherry vandræðaiega við Lisu Booth. - Hann er ekki viðlátinn eins og er, svaraði Lisa. - Hann er í baðker- inu. Áður en Cherry náði að segja nokkuð, skall hurðin í lás við nefið á henni. Hún gerði sér þegar ljóst, að ekki var allt með felldu hér. Greinilegt var að Lisa Booth sagði ekki satt, því Eugene hafði alla tíð haft mestu andstyggð á að baða sig í keri, hann fór ævinlega í steypibað. Mér líður stórvel Cherry læddist umhverfis húsið. Þegar hún gægðist inn um stóran glugga garðmegin, sá hún inn í stofuna. Þar sat enginn annar en Eugene í sófanum, hálfnakinn og með aulalegt glott á andlitinu. Þannig hafði Cherry séð hann áður og vissi, að hann var í heróínvímu. Þessi sjón gerði að verkum, að hún fylltist ofsareiði. Hún hljóp fyrir homið og svipti upp glerhurðinni út að sólpallinum. - Komdu þér héðan burtu og það í hvelli, æpti Lisa Booth. - Það máttu bóka að ég geri, svaraði Cherry. - En ég tek Eugene með mér. - Reyndu það bara, svaraði Lisa. - Ég er hrædd um að þú uppgötvir, að hann kærir sig ekkert um að fara með þér. Eugene sjálfur hló bara að öllu saman. - Mér líður alveg stórvel héma, Cherry, drafaði í honum. - Komdu þér á lappir, hrópaði

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.