Tíminn - 24.01.1988, Qupperneq 14

Tíminn - 24.01.1988, Qupperneq 14
14 Tíminn Sunnudagur 24. janúar 1988 HERFYLKING VESTMANNAEYJA p I rátt fyrir að íslendingar hafi hingað til ekki verið bundnir herskyldu, er ekki þar með sagt að hér á iandi hafi ekki verið komið á fót her, skipuðum íslenskum hermönnum. í frásögninni sem hér fer á eftir er sagt frá herfylkingu sem komið var á fót í Vestmannaeyjum til að verjast árásum ræningja og annarra ofstopamanna sem gerðu strandhögg í Eyjum og létu greipar sópa um það sem fémætt þótti og drápu eða höfðu á brott með sér Eyjaskeggja, án teljandi ástæðu að því er virðist. ÓTTIVIÐ RÆNINGJA LANDLÆGUR Um miðja 19. öld var Herfylkingu Vestmannaeyja komið á fót af An- dreas August von Kohl sem tók við sýslumannsembætti í Vestmanna- eyjum 1853. Fljótlega eftir að hann tók við embætti stofnaði hann her- deildina. Óttinn við ræningja mun hafa verið landlægur í Eyjum allt frá dögum Tyrkjaránsins 1627. Til eru um það nokkrar frásagnir að fólk hafi flúið í felur, ef sást til ókunnra skipa úti fyrir ströndinni. 1 umsókn Eyjaskeggja til stjórnar- innar er komist svo að orði að herflokkinn eigi að nota til varnar gegn útlendingum, ef á þurfi að halda og einnig til að halda uppi aga og reglu á eyjunum. Eyjamenn ætl- uðu þó ekki að ráðast í þessar framkvæmdir nema að stuðningur kæmi til frá stjórninni í Kaupmanna- höfn og hún sendi þeim nauðsynleg stríðstól. Stjórnin tók máli Eyjamanna vel, en sá hængur var á að í Danmörku voru reglur sem sögðu til um það að einkaherir fengju ekki vopn úr vopnabúri konungs nema gegn fullri greiðslu. Varð því úr að sendar voru 30 byssur með tilheyrandi skotfærum á reikning dómsmálaráðuneytisins. Vopnasendingin kom til íslands í júlí 1856. Kohl hershöfðingja þótti lítið að hafa aðeins 30 byssur og bað um fleiri, þar á meðal korða handa yfirmönnum sveitarinnar, bumbur og ýmislegt fleira. Segir hann í bréfinu til stjórnarinnar að helming- ur liðs síns verði að láta sér nægja trébyssur og trésverð. HERFYLKINGIN FORMLEGA STOFNUÐ Enn brást stjórnin vel við og í september 1858 átti herfylkingin 60 fótgönguliðsbyssur, riffla með stingjum og nokkra korða. Einnig átti herfylkingin nokkuð af skotfær- um, leðurtöskur, bumbu, fána og fleira. Herfylkingin var formlega stofnuð 19. september sama ár. Æðsti maður hennar var fylkingar- stjóri eða höfuðsmaður. Var það lengst af von Kohl sjálfur. Næstir að tign voru tveir liðsforingjar, einn yfirflokksforingi og fjórir deildarfor- ingjar. Ekki var almenn herskylda í Eyjum, en ef menn gengu í herdeild- ina, urðu þeir að starfa í minnst eitt ár og áttu þeir að lúta heraga. Ef forföll voru ekki lögleg gat það varðað brottrekstri úr hernum. Drykkjuskapur var ekki liðinn og varðaði brottrekstri við annað brot. Þegar fylkingin var fjölmennust munu hafa verið í henni 104 menn. Heræfingarnar voru með ýmsu móti, bæði í formi íþróttaæfinga og eins var sveitinni skipt í tvennt og flokkarnir látnir sækja hvor að öðrum. ÁHUGINN DVÍNAR Andreas von Kohl andaðist aðeins tveimur árum eftir aö herfylkingunni var formlega komið á fót, en fljót- lega upp úr því fór áhugi manna í herdeildinni að dvína. Henni var þó haldið saman, en kostnaðurinn við hana var alltaf nokkur og varð æ erfiðara að velta honum, eftir því sem fækkaði í herdeildinni. Var því tekið til þess ráðs að skrifa stjórninni í Kaupmannahöfn og þess farið á leit við hana að herskylda yrði lögleidd í Vestmannaeyjum. Ef þessi ósk hefði náð fram að ganga, hefðu allir vopnfærir menn á vissum aldri orðið félagar í Herfylkingu Vestmanna- eyja. Jafnframt var farið fram á að aílur kostnaður yrði greiddur af almannafé. Þar sem stjórnin vildi ekki veita herdeildinni stuðning nema að mjög takmörkuðu leyti fór að halla undan fæti fyrir henni og mun síðast hafa komið saman undir vopnum við jarðarföreinsforingjans í maí 1869. Ekki kom til þess að herfylkingin þyrfti að eiga í útistöðum við ræn- ingja eða ofstopamenn þann tíma sem hún var starfandi. Þess er þó getið að einhverju sinni hafi herfylk- ingin verið kölluð saman í skansinn. þegar sást til ferðar ókunns skips. Segir sagan að jafnvel hafi verið skotið af fallbyssum á skipið, en þetta var þá aðeins kaupskip á leið til Reykjavíkur. Ætlunin hafði verið að hafa stutta viðdvöl í Eyjum en vegna herskárra Eyjamanna urðu kaupskipsmenn frá að hverfa. Haft er á orði að eitt gott hefði leitt af þessari herfylkingu sem var að drykkjuskapur og svall minnkaði til mikilla muna í Eyjum, enda lágu við því þungar refsingar ef liðsmenn herfylkingarinnar hefðu vt'n um hönd. Eyjamenn munu hafa verið upp með sér af hernum sínum og hvöttu þeir Reykvíkinga til að koma upp sínum eigin herflokki. Voru þeir meira að segja svo rausnarlegir að þeir buðust til þess að lána Reykvík- ingum einn af flokksforingjum sín- um til þess að sjá um heræfingarnar og kennslu í vopnaburði. Reykvík- ingar munu hins vegar hafa tekið þessu boði Eyjamanna fálega og jafnvel talið þetta móðgun við sig, enda varð sú raunin að ekki varð það úr að komið yrði á fót her í Reykja- vík. Eyjamenn voru ekki einir um að koma upp vörnum til að koma í veg fyrir að óboðnir gestir kæmust á land óáreittir. Áður en til stofnunar her- fylkingarinnar í Vestmannaeyjum kom, höfðu verið reistir skansar eða virki í Vestmannaeyjum, Bessastöð- um, á Arnarhóli og víðar. Segir sagan að þar hafi verið komið fyrir fallbyssum og skyttur hafðar á verði til að varna því að óvelkomin skip kæmust að landi. I dag má sjá þessa skansa í Vestmannaeyjum og á Bessastöðum en skansinn á Arnarhóli var rifinn um 1800. Hafa tveir hinir fyrrnefndu verið friðlýstir. ABÓ Skansinn í Vestmannaeyjum, eins og talið er að hann hafi litið út. Líkanið er í eigu Byggðasafns Vestamannaeyja.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.