Tíminn - 24.01.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.01.1988, Blaðsíða 15
Tíminn 15 Sunnudagur 24. janúar 1988 llllllflllllilHlllllllí , fólk Gettu nú Þau ætla að gifta sig í vor Sabrina Le Beauf er Islenskum sjónvarpsáhorfendum betur þekkt undir nafninu Sondra í framhalds- myndaflokknum „Fyrirmyndar- faöir“ þar sem hún leikur elstu dóttur Bill Cosby. Hún mun nú vera ástfangin upp fyrir haus af John nokkrum O'Neill og hófu þau búskap síðastliðið haust í húsi sem Sabrina keypti síðastliðið sumar. Neill hefur eitthvað fengist við leik í fyrrnefnd- um þáttum og þykir allra hugljúfi, ekki síst Cosby sjálfs. - Við erum mjög ástfangin en ákváðum að búa saman í einhvern tíma áður en við giftum okkur, þvr ég ætla mér ekki að gifta mig nema einu sinni. Þegar ég segi, JÁ, þá ætla ég að meina það, sagði Sabrina og bætti við, ég hef aldrei verið eins hamingjusöm, þannig að búast má við giftingu í vor. Skötuhjúin eru ekki mikið fyrir skemmtanalífið, heldur finnst þeim best að liggja fyrir framan arineldinn á kvöldin og slappa af, eða þá að fá sér göngutúr um nágrennið. Þá er bara að bíða og sjá þegar Cosby giftir „dóttur“ sína, en hann mun vera mjög hrifinn af þessu framtaki skötuhjúanna. Myndin sem við birtum í síðustu getraun af sér- kennilegri bergmyndun má finna á Langjökli og kallast Fjallkirkja. Á suð-austurhorni landsins má hinsvegar finna þennan fallega foss sem hér sést. Sabrina og kærastinn John O'Neill hafa keypt sér lítið snoturt hús í New Jersey sem þau kalla árstarhreiðrið. Cosby og elsta „dóttirin", Sabrina. Cosby mun vera mjög ánægður með áform skötuhjúanna. KROSSGÁTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.