Tíminn - 27.02.1988, Side 9
Laugardagur 27. febrúar 1988
Tíminn 9
x
Tímamynd Gunnar
ir. Þessi líkön voru síðan sýnd í
París. Vegnaútkomubókarmeð
frásögnum, myndum og teikn-
ingum eftir Daníel Bruun og
Jóhannes Klein arkítekt, sem
var hér með í ferðum, hafðist
upp á þessum gömlu líkönum í
Kaupmannahöfn. Engin von er
til þess að við fáum þau hingað,
en boðið hefur verið að mega
taka afsteypur af þeim. Það
kostar lítið fé að gera mótin, en
þau þyrftum við að greiða. Mið-
að við ástand mála er ekki
nokkur von til þess að kostað
verði til þessara móta, enda
mætti segja að nær væri að ráða
bót á viðvarandi leka í húsi
Þjóðminjasafns.
Jörðin geymir
Fyrir 1960 voru nokkrir
áhugasamir menn um fornminj-
ar á ferð um Barðaströnd og
komu víða við, þar sem grunur
lá á að fornminjar fyndust í
jörð. Barst þá í tal að rétt væri
að athuga hvort þeir hjá Þjóð-
minjasafni vildu ekki prófa að
grafa. Þá kom svar frá manni,
sem hefur lengi verið í minnum
haft: Ég býst ekki við að þeir
hafi áhuga. Þeir munu segja sem
svo, að jörðin sé bestur geymslu-
staður. Miðað við þau þrengsli
og þann aðbúnað sem fornar
minjar okkar búa við er þetta
kórrétt svar. Það er hins vegar
óneitanlega skrítið að heyra, að
jörðin skuli enn vera bestur
geymslustaður fornminja, eftir
að háreist höll var byggð yfir
minjar upp úr lýðveldisári. Og
miðað við lýsingar á húsi Þjóð-
minjasafns og fjársveltið og
Þingmenn og gestir í boði Þjóð-
minjasafns á afmæli safnsins, þar
sem gestir gátu m.a. fengið hákarl
og brennivín.
áhugaleysið á málefnum þess í
fjárveitinganefnd er alveg ljóst,
að fyrrgreind orð eiga enn betur
við í dag en fyrir rúmum þrjátíu
árum. Og ef fer fram sem horfir
mætti alveg eins álíta að upp risu
ráðsnjallir menn á tuttugustu og
fyrstu öldinni og skipuðu svo
fyrir að munir í Þjóðminjasafni
skyldu huldir moldu að nýju,
enda væri þá húsið undir það
orðið ónýtt vegna skilningsleysis
fjárveitinganefndar og skorts á
viðhaldi.
Hinir peningalausu
Hér að framan hefur verið
minnst á tvö þau atriði, sem
sýna viðhorf okkar til fornminja.
í fyrsta lagi er það þáttur útlend-
inga, sem við látum gjarnan lítið
með en er þó merkilegur. Það er
til dæmis ekki lítill fjársjóður-
inn, sem geymdur er í þjóð-
minjasafninu danska, annarri
deild, þar sem finna má stafla af
stórum öskjum með myndum og
teikningum af flestu milli himins
og jarðar sem var okkar daglega
brauð á nítjándu öld, en er nú
horfið af sjónarsviðinu og á eftir
að verða enn fjarlægara í náinni
framtíð, þegar upp renna kyn-
slóðir í landinu sem þarf að
skýra fyrir hvað sé orf og Ijár.
Þessar dönsku teikningar hafa
verið til nota fyrir þá íslendinga
sem hafa verið að gera sig gild-
andi í „fræðunum", án þess að
þeir hafi alltaf verið að geta þess
hvaðan þeir hafa vísdóminn.
Auðvitað er þetta niðrandi
ástand og eflir ekki virðingu
manna fyrir sumu því sem verið
er að tilkynna hér á landi með
miklum handaslætti. Vegna
ástands í fornminjavörslu hér,
þar sem illa tekst að bjarga því
sem er við bæjardyrnar, hefur
ekki verið leitað eftir að fá
hingað þau gögn, sem erlendir
menn hafa skilið eftir sig erlend-
is um það gamla ísland. Það var
eins og að vinna í happaþrennu
að fá hingað myndir Colling-
woods og spratt af vinskapar-
málum en ekki beinni eftir-
grennslan hinna peningalausu.
Og af sömu rótun er sú skoðun,
að jörðin geymi betur fornminj-
ar en fornminjasafn, sem er
þegar sprungið utan af því sem
fyrir er. Auðvitað verður að
verða breyting á þessum við-
horfum. En þar sem sú breyting
þarf að liggja í gegnum fjárveit-
inganefnd er varla við því að
búast að stórtíðinda sé að vænta.
íslandsklukkur
Þjóðminjasafni íslands er
skipt í tíu deildir og eru sýning-
arsalir þess á tveimur hæðum. Á
efri hæð eru sýndir munir frá
fyrstu öldum eftir landnám. Þar
eru einnig sérsöfn, kirkjumunir,
klæðnaðir, útskurðurog vefnað-
ur. Á neðri hæð eru munir frá
sjávarútvegi og landbúnaði. Nú
mun sýningarhúsnæði aukast
nokkuð við að Listasafn íslands
er flutt í burtu. Við það tækifæri
er fyrirhugað að endurskipu-
lcggja húsið að nokkru leyti og
flytja t.d. skrifstofur og bóka-
safn á jarðhæð, þar sem sjó-
minja- og landbúnaðarsafn hef-
ur verið til húsa. Sjóminjasafni
hefur verið valinn staður í Hafn-
arfirði, en er ekki enn nema
svipur hjá sjón, og munu gripir
Þjóðminjasafns varðandi sjó
væntanlega færast þangað. Þá er
farið að ræða tækniminjasafn og
er þá komið að tuttugustu öld-
inni, sem hingað til hefur ekki
átt neinn sérstakan samastað í
minjabyggingum okkar. Er talið
líklegt að tækniminjasafni verði
komið fyrir í sérstöku húsi. í
bæklingi um Þjóðminjasafn
segir: „í framtíðinni þarf Þjóðm-
injasafn íslands að eignast nýtt
og fullkomið sýningarhús til við-
bótar gamla Þjóðminjasafnshús-
inu. Þar yrðu haldnar skamm-
tímasýningar og farandsýningar
af ýmsu tagi, m.a. menningar-
sögulegar sýningar sem fengnar
yrðu hingað til lands frá erlend-
um söfnum.“ Þessi hugmynd er
góðra gjalda verð. Við fengjum
þá ef til vill að sjá þá merku hluti
menningarsögulegs efnis, sem
útlendingar hafa dregið saman á
ferðum sínum um landið á nítj-
ándu öld og áður, eða eitthvað
fleira en þessar íslandsklukkur
sem útjaskaðir fjölmiðlamenn
kalla nú hvern einasta klukku-
belg, sem falbýðst í útlöndum
og fluttur hefur verið héðan án
minnstu heimildar. Væri ósk-
andi að þeir iðkuðu sinn Laxness
af öðrum tilefnum, því svona
einföldun hæfir ekki fornminj-
um.
Sveimað á milli
Þeir þjóðminjasafnsmenn
ætla sýnilega ekki að valda fjár-
veitinganefnd yfirliðum, þegar
þeir tala um að „aðbúnað gesta
þarf nauðsynlega að bæta og í
því skyni þyrfti að reisa viðbygg-
ingu austan við húsið. Þar yrði
gengið inn í safnið á jarðhæð úr
krikanum milli gamla hússins og
viðbyggingar." Þar sem þjóð-
minjahúsið stendur á háskóla-
svæðinu er ekki alveg ljóst hvort
svæði undir viðbyggingu liggur á
lausu. Ekki vcrður heldur séð
hvern vanda hún Ieysir. Það
gerir kannski ckkert tií því mið-
að við fjárveitingar mun eflaust i
taka tuttugu og fimm ár að
koma þessari viðbyggingu upp.
Og til að kóróna ástandið segir í i
bæklingi: „Þjóðminjasafnið hef-
ur nú yfir að ráða geymsluhús-
næði á nokkrum stöðum utan
safnhússins. Er þar alls staðar
um bráðabirgðahúsnæði að
ræða.“ Æ, mig langar alltaf þó/
aftur að fara í göngur, var kveð-
ið í eina tíð, og mættu þeir
þjóðminjamenn hafa þennan
vísupart í huga, þegar þeir eru
að sveima um á milli bráða-
birgðahúsnæðis við að líta eftir
þjóðardýrgripum.
Kerra Katrínar
Hér hefur um stund verið
fjallað nokkuö um margvíslegan
vanda Þjóðminjasafns íslands.
Ógetið er þá aðsóknar að safn-
inu, sem mun mest byggjast á
börnum og útlendingum og nær
ekki hárri tölu á ári. Þótt fjöl-
breytileikinn sé nokkur virðist
hann ekki nógur til að fólk hafi
vakandi áhuga á safninu. Auð-
vitað ræðst fjölbreytnin af hvað
fundist hefur og hver fjölbreytni
mannlífs var á liðnum öldum.
Þá getur uppskipting í sérsöfn
valdið erfiðleikum, einkum þeg-
ar húsakynni eru þröng fyrir.
Annað mál væri cf safninu væri
komið fyrir í rúmum húsakynn-
um. Innan Kremlarmúra hefur
verið komið fyrir miklu safni er
snertirsögu Rússa. Þarergengið
sal úr sal,/aunar í gegnum tíma
og sögu. Á einum stað er komið
þar sem stendur lystikerra Katr-
ínar miklu og rúmhorn hennar
svo stutt að hún hefur eflaust
sofið sitjandi. Ekki er nú verið
að splæsa á hana sérherbergi í
Kreml. Það mætti kannski taka
sér þetta til fyrirmyndar, en níu
sérsöfn eru nú í Þjóðminjasafni
íslands.
Safn í lélegu húsnæði sem fæst
ekki viðgert sökum fjárskorts og
geymir að. auki muni sína í
bráðabirgðahúsnæði út um alla
borg, en heitir með réttu því
virðulega nafni Þjóðminjasafn
íslands, á skilið nýtt húsnæði.
Það fer ekki á milli mála, að
hverskonar tjasl og viðbyggingar
leysa ekki vanda safnsins til
frambúðar. Þetta nýja húsnæði |
þarf ekki endilega að verða
draumur mónúmentsjúkra arkí-
tekta, heldur bygging sem held-
ur vatni og vindum og hefur
rakastýringu sem hæfir þeim við-
kvæmu munum sem þar verða
geymdir. Þjóðminjasafn íslands
þarf allt að komast undir eitt
þak, og þetta þak á að verða það
stórt, að undir því rúmist einnig .
Náttúrugripasafn íslands. Kom-
ist bæði þessi söfn á einn stað
mun hvorki skorta áhuga eða
aðsókn. \