Tíminn - 27.02.1988, Síða 10
10 Tíminn
Laugardagur 27. febrúar 1988
VETTVANGUR
Úr stríði Dana við drykkjuskapinn
Skemmdir áfengis á
líffærum líkamans
í dag skulum við sjá hvað Finn
Hardt nefnir einkum sem
skemmdarverk áfengis á mannleg-
um líkama.
Áfengið berst með blóðinu til
líffæra okkar, verkar á þau og
bókstaflega eyðileggur einstakar
frumur þeirra. Áfengi er því eitur,
sem getur gjörspillt líkamanum.
Eituráhrifin eru óháð því hvort
vínandinn er meðtekinn sem öl,
vín, brennivín, konjak o.s.frv. og
engu skiptir hvort áfengið er dýrir
og frægir árgangar eða einfalt
heimabrugg.
Eins og gildir um annað eitur er
það magnið sem meðtekið er sem
ræður hvort líkaminn er skemmdur
eða ekki.
Hve mikið má
drekka daglega?
Reynsla af sjúklingum sem hafa
orðið veikir af áfengisneyslu veldur
því að unnt er að reikna hve mikils
áfengis neyta má daglega án þess
að óttast þurfi áfengissjúkdóma.
Fyrir karlmenn eru mörkin 5 staup
daglega til jafnaðar og fyrir konur,
sem ekki eru þungaðar, 3 staup
daglega.
Hvenær er maður
alkóhólisti?
Allir vilja stjórna áfengisneyslu
sinni þannig að þeir hafi gleði af en
losni við raunir ofneyslunnar. Sem
betur fer er það líka svo með
mikinn meiri hluta okkar.
Margir eru þeir í Danmörku,
- sennilega 300-500 þúsund - sem
a.m.k. með köflum drekka svo
mikið að þeir taka skaða af. Þá
köllum við ofdrykkjumenn eða
alkóhólista.
Alkóhólismi metinn
eftir þeim vínanda
sem neytt er
Strangt tekið ætti að telja þá,
sem drekka meira en 5 (konur 3)
staup daglega alkóhólista. Flestir,
og þar með taldir læknar, munu þó
ekki tala um alkóhólista fyrr en
neyslan er 2-3 sinnum meiri, sem
sé kringum 10-15 staup, sem alltaf
hlýtur að verða til ills, ef svo er
drukkið í 5-10 ár.
Alkóhólismi metinn
eftir drykkjuhneigð
Skemmdir af áfengi ná ekki
aðeins til líkamans, heldur einnig
hins andlega.
Sálrænar breytingar koma fram
sem breyting á persónuleikanum.
Vinsamleg og þægileg persóna get-
ur t.d. orðið ör og óbilgjörn.
Sjúkleg afbrýðisemi er oft ölvunar-
einkenni sem gjörspillir fjölskyldu-
lífi enda beinist hún gjarnan gegn
maka og börnum.
Sálrænar breytingar valda því að
margur drykkjumaður verður háð-
ur áfenginu. Drykkjumaðurinn
sér, a.m.k. þegar hann er ódrukk-
inn, að framhald ofdrykkjunnar
hlýtur að spilla öllu fyrir honum,
heimili, heilbrigði og fjárhag. Þrátt
fyrir þetta er löngunin í áfengi svo
mikil, að hann ræður ekki við.
Hann er þrælbundinn hugsuninni
um áfengi næstum því eins og
eiturlyfjaneytandinn er háður sínu
efni.
Hverjir verða
alkóhólistar?
Bæði alkóhólistar sjálfir, vanda-
menn þeirra og ýmsir sem stunda
þá, hafa margar skýringar á því
hvers vegna svo er komið sem
komið er. Þessar eru algengar:
* Slæm uppeldisskilyrði.
* Skilnaður.
* Óheppni á framabraut.
* Andlegir erfiðleikar.
Rannsóknir hafa sýnt, að þegar
tekinn er hópur manna frá 18 ára
aldri er ómögulegt fyrirfram að
benda á þá, sem verða drykkju-
sjúkir. Þeir geta verið lánsmenn
hvað uppeldisskilyrði snertir og
framhald ævinnar og verða þó
ofdrykkjumenn. Hins vegarstanda
aðrir sig þrátt fyrir áföll og harma
án þess að þurfa að hugga sig við
áfengi.
Það er því miður oft þannig að
mikilli vanabundinni áfengisneyslu
fylgir röð af vandamálum, sem
síðan eru notuð sem skýring á
ógæfunni. Áfengið er fyrst - svo
koma erfiðleikarnir. Þess vegna
varðar miklu að vita það að dagleg
drykkja getur áður en varir orðið
gjöreyðandi ofdrykkja.
Hvaða tjóni veldur
áfengi í vélinda,
maga og þörmum?
Þess var getið í sambandi við
timburmenn að kvöldstund með
ríflegri áfengisneyslu gæti valdið
kverkaskít og ógleði. Þessar
magaþrautir vaxa mjög þegar
neyslan er 10-15 staup á dag vikum
saman, t.d. í sólarlandafríum. Það
er ckki hægt að kenna veirusmitun
um allar magaþrautir og niðurgang
sem menn fá í Suðurlöndum.
Stundum á magaveikin rætur að
rekja til of mikils áfengis.
Stundum er þessi magaverkur
áþekkur þeim sem fylgir magasári
og sjúklingurinn þá rannsakaður
með magakíki. Læknirinn sér
gegnum magakíkinn að slímhimn-
an er rauð og Ijósar rákir á vélinda
og maganum. Við þessu þarf ekki
margt að gera umfram magatöflur
sem binda magasýruna.
Getur áfengi
valdið magasári?
Ekki er ljóst að ofdrykkjumenn
fái magasár fremur en bindindis-
menn eða þeir sem drekka í hófi.
Þeir sem eru í læknismeðferð
vegna magasárs geta því leyft sér
að drekka bjór eða glas af víni með
matnum án þess að spilla árangri
meðferðarinnar.
Hvers vegna ælir
ölvaðfólk?
Mikið áfengi gerir maganum
erfitt að skila fæðu og drykkjar-
föngum áleiðis til þarmanna. Við-
brögð magans verða því að selja
upp. Því getur fylgt sú hætta að
ælan fari niður í lungun og kæfi
manninn.
Hvers vegna veldur
áfengi niðurgöngu?
Vínandinn binst blóðinu að
mestu frá maganum og upphafi
smáþarmanna (skeifugörninni).
Það eru því aðeins smámunir sem
ná lengra eftir þörmunum. Þó
dugar það til að skemma slímhimn-
ur þeirra svo að þær vinni síður
vökvun og salt. Vatnið og saltið
rennur því áfram eftir þörmunum
og veldur niðurgöngu.
Áhrif vínandans á slímhimnurn-
ar spilla því líka að náist úr fæðunni
viss fjörefni (einkum A og B) og
steinefni sem eru okkur lífsnauð-
syn (t.d. kalk og zink).
Margir drykkjumenn verða nátt-
blindir og oft kvarta þeir um að
þeir finni ekki bragð eins og eðli-
legt væri. Hvort tveggja stafar af
vöntun á A fjörefni og zinki sem
ekki skilar sér frá þörmunum vegna
áfengisáhrifanna.
Hvers vegna eru sumir
drykkjumenn feitir en
aðrir grannir?
Vínandi hefur næstum því jafn-
margar hitaeiningar og feiti. (7
hitaeiningar í grammi móti 9 hita-
einingum í feiti). Tíu staup á dag
skila næstum þúsund hitaeining-
um.
Meðan bris og lifur vinna nokk-
urn veginn eðlilega meltist fæðan
vandræðalaust. Oft borða menn þá
langt umfram þarfir, þar sem
'afengið örvar matarlyst. Auk ríf-
legrar fæðu koma svo hitaeiningar
áfengisins. Árangurinn verður að
sjálfsögðu talsverð yfirvigt.
Þegar drykkjumaður tapar hold-
um er það venjulega vegna bilunar
í brisinu, svokallaðri brisbólgu.
Þeim krankleika fylgir lystarleysi
og auk þess vanhæfni að vinna fitu
úr fæðunni. Brisið getur ekki leng-
ur skilað þörmunum enzymum
þeim sem nauðsynleg eru til að
melta fituna. Þegar fitan meltist
ekki verða hægðirnar lausar og
ljósar, þar sem fitan fer ómelt eftir
þörmunum. Drykkjumanninum
bregðast þannig not af þeim fáu
fitueiningum sem hann hefur með-
tekið. Kvíði vegna magaþrauta
(brisbólgu) minnkar oft löngun í
áfengi, og það fækkar enn þeim
hitaeiningum sem líkaminn fær. Þá
léttast menn oft geysilega og
drykkjumaðurinn verður horaður.
Hvaða tjón vinnur
áfengi á brisinu?
Brisið liggur fast við skeifugörn-
ina og byrgir hana upp af enzymum
sem eiga að leysa fæðuna upp
(feiti, sykur, eggjahvítu). Þar
myndast líka og hvergi annars
staðar í líkamanum hið þýðingar-
mikla hormón insulin. Skorti það
fá menn sykursýki.
Áfengisskemmdir á brisi koma
fram eftir 10-15 ára ofneyslu. Aftur
á móti hefur oft verið drukkið um
of í 20-25 ár áður en skorpulifur
kemur til sögunnar.
Sjúkrasaga
Lilly H. er 38 ára, gift, hár-
greiðslukona, sem lögð er inn á
sjúkrahús síðdegis á sunnudegi,
harðlega þjáð af magaverk.
Læknirinn sem við henni tekur
álítur að gallsteinar valdi.
Við athugun finnur læknir að
sjúklingurinn er dálítið gul í augum
en að öðru leyti lítur hún vel út.
Sjúklingurinn kvartar um verk og
eymsli í maga. Læknir tekur blóð-
sýni og gefur kvalastillandi
sprautu.
Svör frá blóðsýnunum fást um
kvöldið og benda til áhrifa á lifur
og bris. Læknirinn telur, með
réttu. að það geti stafað frá gall-
steini sem er kominn í gallpípuna
og verkar því á brisið. Til að létta
álagi af brisinu stingur hann slöngu
niður í magann og tæmir hann.
Á leiðinni út mætir læknirinn
eiginmanni sjúklingsins og finnur
greinilega áfengislykt af honum.
Læknirinn tekur skýrslu sína og
skráir að veiki í lifur og brisi kunni
að stafa af áfengisneyslu.
Næsta dag talar læknirinn eins-
lega við Lilly H. og eftir nokkra
stund játar hún að dagleg drykkja
sín sé 8-10 sterkir bjórar og nokkur
staup að auki eftir ástæðum. Þegar
hún kom á sjúkrahúsið sagði hún
aðspurð um áfengisneyslu sína að
hún smakkaði vín um helgar en
drykki ekki hversdagslega. Lilly
H. var vel ljóst að hún drakk um
of, en skammaðist sín fyrir að
viðurkenna það.
Eftir nokkra daga með slöngu án
áfengis hverfur bæði gulan og verk-
irnir.
Lilly H. var með brisbólgu á
byrjunarstigi. Það var vægt tilfelli
en kemur eflaust aftur og þá stór-
um alvarlegra ef hún heldur áfram
að drekka eins og áður.
Hvernig sönnum við að veiki
hennar stafaði ekki frá gallsteini?
M.a. má styðjast við skoðun með
magakíki. Með honum sjáum við
alla leið niður í skeifugörn þar sem
gallpípan og æðin frá brisinu sam-
einast. Unnt er að ná röntgenmynd
sem sýnir hvort nokkur steinn er í
gallpípunni. Sé þar um bólgu að
ræða finnst hún með þessu móti.
Sumir ofdrykkjumenn komast
yfir fyrsta stig þessa sjúkleika án
þess að leita læknis. Þeir koma þá
fyrst til meðferðar þegar skemmdin
er orðin varnaleg og brisið að
mestu leyti ónýtt.
Sjúkrasaga
Þegar læknavakt er rétt byrjuð
er læknir kallaður í vitjun til Egons
S. Læknir þekkir hann, hefur oft
vitjað hans og veit þegar að um er
að ræða slæmar magaþrautir og
uppsölu.
Egon S. á heima í leiguherbergi.
Það er lítt búið húsgögnum en þar
er svefnbekkur sem alltaf er með
óhreinum sængurfötum. Sófaborð-
ið er þakið dagblöðum og yfirfyllt-
um öskubökkum. Milli þess og
sófans er ælustampur. Annars er
aðeins litasjónvarp og nokkrar
ferðaauglýsingar í herberginu.
Egon S. er horaður og þjáður
þar sem hann liggur með augljós-
um ógleðimerkjum. Kviðurinn er
settur stórum örum eftir uppskurði
sem gerðir hafa verið vegna bólgu
í brisinu. Egon S. biður ekki um
sjúkrahúsvist. Hann hefur fengið
að vita að þar er ekki unnt að gera
meira. Læknirinn gefur honum,
eins og oft áður, kvalastillandi
sprautu og fer hið snarasta, og
lætur Egon eftir leiðan og einmana.
Egon S. var einu sinni dugandi
pjátursmiður með góðar tekjur,
átti konu og börn og heimili, en
hann hafði strax á námsárum gam-
an afáfengi. Neyslanjókst fljótt og
varð 10-15 staup daglega. Á vinnu-
stað drakk hann líka, en það var
umborið. Hann var röskur verk-
maður, skemmtilegur og vel þokk-
aður.
Egon S. hafði fengið aðvörun,
sáran magaverk, en hann vildi ekki
öðru trúa en hann þyldi áfengi og
drakk sem áður. Hann hélt upp-
teknum hætti þar til heiftarleg
brisbólga neyddi hann til að fara á
sjúkrahús.
Brisið var að mestu ónýtt og gat
hvorki framleitt enzym til melting-
ar fæðunni né nauðsynlegt insulin.
Egon S. var þjáður af niðurgöngu,
varð þess vegna að hafa sérstakt
mataræði og vegna sykursýkinnar
varð hann stöðugt að taka insulin.
Þrátt fyrir þetta drakk hann eins og
áður. Hjónaband og fjölskyldu-
bönd slitnuðu. Seinna missti hann
svo atvinnuna. Hann var ekki
framar æskilegur starfsmaður,
merktur ofdrykkju með marga
veikindadaga.
Egon S. er 35 ára, verður nú að
láta sér nægja örorkubætur.
Nokkrum sinnum í viku hverri fær
hann heimilishjálp.
Það er örðugt að annast sjúkl-
inga með brisbólgu. Þeim er ráð-
lagt sérstakt fæði og reynt að bæta
þeim upp skort á vissum fjörefnum
og enzymum. Oft þurfa þeir insulin
vegna sykursýki.
H.Kr.