Tíminn - 27.02.1988, Qupperneq 19
Laugardagur 27. febrúar 1988
Tíminn 19
MINNING
11
Jón Guðmundur
Gunnlaugsson
bóndi á Hofi í Hjaltadal
Fæddur 6. júní 1924
Dáinn 15. febrúar 1988
í dag verður til moldar borinn Jón
bóndi á Hofi í Hjaltadal. Hann varð
bráðkvaddur að heimili sínu mánu-
daginn 15. febrúar sl. Hann hafði
gengið út að vitja hrossa sinna, en
hneig niður og var örendur, þegar að
var komið.
Fyrir rúmum 11 árum hafði hann
fengið alvarlegt hjartaáfall og náði
aldrei fullri heilsu eftir það, þótt
hann sinnti ýmsum léttari störfum.
Þegar ég sest niður til að minnast
móðurbróður míns, Munda, en svo
var hann jafnan kallaður af skyld-
fólkinu, kemur margt í hugann, því
samskipti okkar eru orðin býsna
löng og áhrif frá honum hafa vafa-
laust mótað mig að einhverju leyti í
æsku. Kynni okkar hafa varað í rúm
40 ár og hófust með því, að hann
sótti okkur móður mína yfir á Sauð-
árkrók á spítalann, þar sem ég
fæddist, og flutti í bíl sínum heim að
Hofi.
Mundi var fæddur 6. júní 1924,
yngsta barn foreldra sinna, Gunn-
laugs Jónssonar og Sigríðar Guð-
mundsdóttur í Víðinesi í Hjaltadal.
Á fyrsta árinu fékk hann heiftarlega
lungnabólgu, svo að honum var vart
hugað líf. í>á voru engin súlfalyf
þekkt til að vinna á þessum hættu-
lega sjúkdómi, en móðir hans og
systir skiptust á að sitja með hann í
fanginu sólarhringum saman, því
barnið þoldi ekki að liggja út af. Þær
áttu von á að hann gæfi upp öndina
þá og þegar, en þá var eins og
eitthvað gerðist og honum létti
skyndilega, fór síðan dagbatnandi
upp frá því.
I uppvextinum var Mundi ekki
heilsuhraustur, en hann var kátur
unglingur og óvenjulega geðgóður,
skipti varla skapi.
Sama vorið og Mundi fermdist
hættu foreldrar hans búskap í Víði-
nesi, en Fjóla systir hans tók við
ásamt manni sínum, Guðmundi Sig-
mundssyni. Mundi fluttist þá að
næsta bæ, Brekkukoti, en þar bjó þá
önnur systir hans, Guðrún, ásamt
manni sínum Páli Jónssyni. í
Brekkukoti átti hann síðan lögheim-
ili næstu 13 árin, eða þar til hann
stofnaði sitt eigið og hóf búskap.
Um 1945 keypti Mundi vörubíl í
félagi við annan mann. Þann bíl
eignaðist hann svo allan ári sfðar og
átti í ein tvö ár. Stundaði hann
eitthvað vegavinnu og annan tilfall-
andi akstur, en ekki mun þetta hafa
orðið honum arðsamt fyrirtæki. Á
þessum árum var hann tíma og tíma á
Skólabúinu á Hólum og eitt sumarið
var hann þar ráðsmaður, er Sigurður
Karlsson ráðsmaður búsins tók sér
frí.
Sumarið 1950 kynntist Mundi
konu sinni á Hólum og veturinn sem
í hönd fór hélt hann suður til Vest-
mannaeyja á vertíð. Þá festi hann
sér jarðnæði og fékk til ábúðar og
erfðafestu þriðjung jarðarinnar Hofs
í Hjaltadal, en hún var og er í eigu
ríkisins. Foreldrar mínir bjuggu þá
á hinum hlutanum og stóð það
sambýli til vorsins 1963, að þau
fluttust til Akureyrar.
Vorið 1951 hóf Mundi að byggja
íbúðarhús sitt, og var steyptur upp
kjallarinn. Þetta sumar svaf Mundi í
tjaldi sunnar við gamla bæinn heima,
en hafði fæði hjá foreldum mínum.
Ég minnist komu minnar í þetta
tjald. Ekki var þó svo auðugt þar
innanstokks, eitt rúmstæði, koffort,
borð og kassi með verkfærum, ef ég
man rétt, en yfir þessu tjaldi var
nokkur ævintýraljómi fyrir fjögurra
ára stúf og endurminningin um
kandísmola eða kringlubita, sem
stungið var í lítinn lófa, greiptist í
barnssálina. Um haustið var kjallar-
inn gerður íbúðarhæfur og Mundi
gat flutt inn fyrir veturinn með
konuefni sitt.
Búið var fremur lítið lengi fram-
an af, því jarðnæðið leyfði ekki
mikil umsvif og framkvæmdir urðu
að taka mið af því. Ræktunin og
íbúðarbyggingin þurftu að hafa
forgang. Því bjó hann lengi við
gömul og erfið peningshús, sem slitu
kröftunum.
Hann hafði yndi af hestum, var
glöggur og góður fjármaður og fór
vel með allar skepnur. I hjörð hans
var löngum margt af mislitu, einkan-
lega lagði hann sig eftir ræktun á
höttóttu fé og dílóttu.
Veturinn 1956 gerði afskaplegt
fárviðri um Norðurland. í því roki
fauk m.a. heyhlaða, sem Mundi átti,
og varð hann fyrir stórkostlegum
heyskaða. Það þótti aðdáunarvert,
að þrátt fyrir þetta áfall kom hann
með sóma fram öllum sínum skepn-
um um vorið, án þess að kaupa hey.
Á Hólaárum sínum hafði Mundi
lært að vinna með dráttarvélum.
Varð honum því vel ljós nauðsyn
vélvæðingarinnar við bústörfin, og
strax vorið 1951 keyptu þeir faðir
minn í félagi nýjan Ferguson ásamt
sláttuvél og jarðvinnslutækjum. Það
var fyrsta dráttarvélin, sem kom í
sveitina fyrir utan Skólabúið á
Hólum, en sama vorið kom önnur
samskonar vél í Hrafnhól, næsta bæ
hinu megin í dalnum. Þessa einu
dráttarvél áttu þeir og notuðu í
félagi næstu 12 árin, eða meðan faðir
minn hélt við bú. Margvísleg önnur
samvinna og samskipti voru á milli
heimilanna, sem að líkum lætur, og
ég held að þar hafi aldrei borið
skugga á.
Sem lítill drengur þótti mér jafnan
gott með Munda að vera. Hann
talaði við mig, eftir því sem þroski
minn og vit leyfði. Rólegt fas hans
bauð upp á öryggi, en þó var grunnt
á gamanseminni og jafnan var hann
léttur í bragði. Sonur þeirra hjóna
var fimm árum yngri en ég, en þegar
hann komst á legg, lékum við okkur
töluvert saman, og átti ég jafnan að
mæta hinu besta atlæti á heimilinu.
Mundi á Hofi var vel meðalmaður
á hæð, fremur grannvaxinn og beina-
smár og ekki þrekmikill, en laginn
og útsjónarsamur til verka, mjög
þrautseigur og duglegur, greiðasam-
ur, og taldi ekki eftir sér að gera
náunga sínum viðvik. Hann var
ákaflega ókvalráður og harður af
sér. Eitt atvik, sem ég varð barn
áhorfandi að, hefur brennt sig í huga
minn og lýsir vel þessum sjálfsaga.
Þá hafði Mundi fengið heiftarlegt
kýli neðarlega á mjöðm. Gróf í
þessu dögum saman, og þótt svo
væri komið, að hann gæti varla
setið, gegndi hann verkum sínum
eftir sem áður. í þá daga var ekki
hlaupið til læknis út af smámunum,
og Mundi tók slíkt ekki í mál. Kona
hans var afbæjar um þær mundir og
þá fékk hann móður mína, systur
sína, til að stinga á kýlinu, þegar það
var orðið fullgrafið. Graftarnaglinn,
sem færðist upp úr kýlinu, var fingur-
digur og eftir því langur. Þegar hann
hafð verið fjarlægður skipaði Mundi
móður minni að sótthreinsa með því
að hella brennsluspritti í holuna,
sem kom eftir. Ekki gaf hann frá sér
svo mikið sem stunu, en líkaminn
nötraði, þegar sprittið fyllti sárið.
Þetta var hrottaleg aðgerð, en
áhrifarík, því eftir þetta gréri um
heilt.
Mundi var þrifamaður í búskap
sínum og öll umgengni hans lýsti
snyrtimennsku. Nýtni og hagsýni
var honum í blóð borin og sam-
viskusemi um allt það, er honum var
trúað fyrir. Hann valdist til ýmissa
trúnaðarstarfa fyrir sveit sína, var
um árabil fjallskilastjóri, sat í
hreppsnefnd um skeið og var sýslu-
nefndarmaður eitt kjörtímabil.
Fleira mætti telja, en verður ekki
gert hér, enda hirti hann lftt um
vegtyllur.
Eftirlifandi kona Munda er Svein-
björg Árnadóttir. Þau giftust 9.
nóvember 1952 og eignuðust þrjú
börn. Þau eru: Hörður, fæddur 24.
maí 1952, bóndi og oddviti á Hofi;
Harpa, fædd 1. apríl 1954, húsfreyja
á Hjarðarfelli á Snæfellsnesi; Helga,
fædd 23. nóvember 1964, til heimilis
á Hofi.
Við fráfall Jóns bónda á Hofi er
skarð fyrir skildi. Mestur er auðvitað
missirinn fyrir hans nánustu, en
margir aðrir eiga þar góðs vinar að
sakna, og ég hygg, að flestir, sem
kynntust honum eitthvað að marki,
eigi eftir minningu um góðan dreng.
Frændsemi og vinátta við hann hefur
orðið sjálfum mér mikils virði og
systur hans, Guðrún, Anna og Fjóla,
minnast hans með ást og þakklæti.
Samband þeirra var frá fyrstu tíð
mjög gott, og bar aldrei skugga á.
Það var einkennilegt, að fráfall
Munda skyldi bera upp á 15. febrúar,
sama mánaðardag og faðir hans,
Gunnlaugur bóndi í Víðinesi fæddist
árið 1864, og ég er ekki í vafa um,
að hann hefur átt góða heimkomu
við vistaskiptin.
Ég votta Sveinbjörgu, eða Boggu,
eins og mér er tamast að kalla hana,
og börnum þeirra mína innilegustu
samúð.
Hjalti Pálsson frá Hofi.
Afmælis- og
minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og
eða minningargreinum í blaðinu, er
bent á, að þær þurfa að berast a.m.k.
tveim dögum fyrir birtingardag. Pær
þurfa að vera vélritaðar.
||| Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
í|r Droplaugarstaðir
Heimili aldraðra, Snorrabraut 58
Starfsstúlkur vantar í eldhús, 100% starf og 35%
starf, nú þegar. Einnig til afleysinga í eldhús í
sumar.
Starfsstúlkur í ræstingu 62,5% starf, nú þegar.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 25811
milli kl. 9-12 f.h. virka daga.
== Útboð - fyllingar
Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í fyllingar í Suður-
höfn. Áætlað magn um 40000 rúmmetrar.
Útboðsgögn afhendast á skrifstofu bæjarverk-
fræðings, Strandgötu 6, gegn 5.000 kr. skilatrygg-
ingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 8.
mars kl. 11.
Bæjarverkfræðingur