Tíminn - 16.03.1988, Síða 3

Tíminn - 16.03.1988, Síða 3
Miðvikudagur 16. mars 1988 Tíminn 3 Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra um vanda Landakots: Rekstrarvandi Landakotsspítala hefur verði mjög til umræðu síðustu daga, og eins og kom fram í Tímanum i gær, er hann rekinn með um 12% halla og skuldir hans, sem eru um 90% við ríkið, á annað hundrað milljónir króna. Fáist ekki aukið fjármagn til rekstur hans, er einsýnt að loka verður tveimur deildum, með samtals 53 rúmum, um mitt þetta ár. Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra, sagði í samtali við Tímann í gær, að hann hefði gert mönnum grein fyrir vanda sjúkra- húsanna við fjárlagaafgreiðslu í vet- ur og að fjárlögin gerðu ekki ráð fyrir að sá vandi yrði leystur. „Ég sagði þá að ég áliti að það væri þá gert með því hugarfari að takast á við vandann, þegar Ijóst yrði hversu stór hann væri og hvar hann væri helst að finna, því þær upplýsingar lágu ekki nákvæmlega fyrir í desember," sagði Guðmund- ur, en hann er nú staddur erlendis. Guðmundur sagði einnig að farið hefði verið yfir skýrslu Ríkisendur- skoðunar og hún staðfesti í raun og veru að um halla sé að ræða, og að það komi fram að það sé af eðlileg- um ástæðum. „Sjúkrahúsið hefur verið rekið með því umfangi sem verið hefur undanfarin ár, hvorki hefur verið um samdrátt né aukningu að ræða, umfram það sem menn gerðu ráð fyrir. En fjárveitingarnar hafa verið of litlar miðað við þá starfsemi, en það er ekkert sem kemur óvænt eða óeðlilegt fram í þeirri skýrslu," sagði Guðmundur. Hann sagðist búast við að ef málin yrðu ekki leiðrétt og að það færi þannig að ekki yrði hægt að laga eða Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- ráðherra. leiðrétta fjárhag Landakots, án þess þó að hann gæfi sér slíkt, þá þurfi að draga verulega úr rekstri spítalans. „Ég lít hins vegar svo á að mönn- um hafi verið það Ijóst við fjárlagaaf- greiðsluna að þarna þyrfti að koma til fjárveitingar, þegar við sæjum hvernig staðan er. Eg er ekki þar með að segja að það komi ekki líka til greina að við verðunt að líta á rekstur sjúkrahúsanna almennt og hvort við getum leitað þar frekari sparnaðarleiða, eða hvaða aðferðir eru bestar til að fá sem mest fyrir þá fjármuni sem þeir hafa úr að spila,“ sagði Guðmundur. „Ég mun að sjálfsögðu leggja til að Landakot fái meira rekstrarfé og það gerði ég reyndar um áramótin. Pá var okkur það Ijóst að um var að ræða nokkurn halla og fórum þá fram á að hann yrði leiðréttur. Við fengunt að hluta til leiðréttingu fyrir áramótin, að vísu ekki nema lítinn hluta þess sem vantaði og ég tel algjörlega óhjákvæmilegt annað en að leiðrétta það,“ sagði Guðmund- ur. Hann benti á að það væru stað- reyndir að skuldir lægju þarna fyrir og að það væri auðvitað útilokað að sjúkrahúsið gæti sem slíkt borið þær skuldir uppi til lengri tíma. Þá sagðist Guðmundur búast fast- lega við því að erfitt gæti reynst að koma bráðavakt Landakots yfir á hin sjúkrahúsin, þurfi spítalinn að hætta þeirri starfsemi. Hann sagði að alla möguleika yrði að skoða. Guðmundur sagði að málin yrðu skoðuð rækilega á næstu dögum, en hann er væntanlegur aftur til lands- ins í dag. -SÓL Atvinnulíf í rúst í Eyjum: Verkfallsaðgerðir í stað yfirvinnubanns Flest bendir til að atvinnulíf í Vestmannaeyjum lamist að mestu að hálfum mánuði liðnum, en stjórn og trúnaðarráð Verkalýðs- félags Vestmannaeyja ákvað á fundi í gær að aflýsa áður boðuðu yfirvinnubanni, en boðuðu þess í stað allsherjarverkfall í Eyjum frá og með 23. mars, ef ekki tekst að Ijúka kjarasamningagerð fyrir þann tíma. Snótarkonur og fulltrúar frá trúar frá verkalýðsfélögunum á Suð- Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja ur- og Vesturlandi. funduðu í gærmeð ríkissáttasemjara Líklegt er að samningaviðræður í húskynnum hans við Borgartún í verkalýðsfélaganna í Vestmannaeyj- Reykjavík. Par voru sömuleiðis full- um við vinnuveitendur verði fram- vegis þar. Viðræðunefnd vinnuveit- enda myndi þá bregða sér til Eyja og ræða þar málin við fulltrúa Snótar og Verkalýðsfélagsins. Það er Ijóst að viðræður atvinnu- rekenda og verkalýðsfélaganna verða mjög þungar í vöfum á næstu dögum og vikum, ekki síst vegna þess hversu dreifðar þær eru. En eins og komið hefur fram mun ein stór samninganefnd vinnuveitenda ræða við Alþýðusamband Norður- lands á Akureyri, Alþýðusamband Aust- urlands á Egilsstöðum, verkalýðsfé- lögin í Vestmannaeyjum í Eyjum og verkalýðsfélögin á Vestur- og Suðurlandi í Reykjavík. Af þessum sökum er búist við að mál gangi hægar fyrir sig en ella, og hætt er við að lítið þokist í samkomulagsátt fyrir páska. óþh Loðnuveiðar: 42.000 tonn eftir 10 bátar tilkynntu um Ioðnuafla á mánudag, samtals 5.850 tonn, en ekki einn einasti hafði tilkynnt Loðnunefnd um veiði um miðjan dag í gær. Bræla hafði verið á miðunum i fyrrinótt, en vonast var til að veðrið myndi skána í nótt. Nú á aðeins eftir að veiða 42.000 tonn af loðnu, og sagði Ástráður hjá Loðnunefnd að það væri alveg ör- uggt að spáin sín stæði, að vertíðar- lok yrðu annaðhvort 8. eða 11. apríl næstkomandi. „Ég stend alveg við það, annars væri ég bara að hagræða eftir aðstæð- um,“ sagði Ástráður. 23 bátar hafa nú klárað kvótann og aðeins 26 bátar eftir. Ástráður sagði að ef vel myndi veiðast það sem eftir er vikunnar og um helgina, yrðu innan við 10 bátar eftir á miðunum á mánudag. -SÓL Sjónvarps- miðstöðin á tveimur stöðum í bænum Sjónvarpsmiðstöðin hf. Síðumúla 2, hefur fært út kvíamar og opnað aðra verslun að Laugavegi 80. Um árabil hefurSjónvarpsmiðstöðin lagt megin áherslu á þjónustu og sölu á loftnetsefni, sjónvörpum, bíltækjum og hljómtækjum. í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að markmið hinnar nýju versl- unar sé að auðvelda viðskiptavinum að skoða hið mikla úrval bíltækja, sjónvarpstækja og hljómtækja sem verslunin hefur upp á að bjóða. Eigendur og starfsfólk Sjónvarpsmiðstöðvarinnar f.v. Hreinn Erlendsson, Ragnar Gunnarsson, Elísabet Pálsdóttir og Arthur Moon. Afkoma Flugleiða versnaði um 420 milljónir króna milli ára: Hagnaður vegna sölu á eignum f gær komu saman stjórn Flugleiða og forstjóri og samþykktu ársreikn- inga flugfélagsins fyrir árið 1987. Afkoma félagsins versnaði á árinu um 420 milljónir frá árinu á undan og varð hagnaður nú 14,5 milljónir kr. Rekstrartap án fjármunatekna og gjalda var 194 milljónir króna áður. Breytingin milli ára er því neikvæð um 544 milljónir króna. Hagnaður nú, þrátt fyrir þetta rekstrartap án fjármagnstekna og gjalda, stafar af því að hagnaður varð af sölu eigna um 239 milljónir króna. í árslok var bókfært eigið fé Flugleiða 1.184 milljónir króna. Heildarvelta Flugleiða á síðasta ári nam 8,2 milljörðum króna og varð veltuaukning milli ára 19,8%. Heildarfarþegafjöldi r áætlunarflugi var 872.774 farþegar eða 13,6% fleiri en 1986. Alls voru flutt 9.504 tonn af frakt sem er 25% aukning frá árinu áður. Á árinu störfuðu að meðaltali 1.716 starfsmenn hjá félaginu og launagreiðslur námu samtals 1.926 milljónum króna. Á aðalfundi Flugleiða, sem hald- inn verður 22. mars nk., mun stjórn- in leggja til að greiddur verði 10% arður og að hlutafé verði aukið um 50% með útgáfu jöfnunarhluta- bréfa, þannig að hlutafé félagsins hækki úr 315 í 472,5 milljónir króna. Þj

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.